Morgunblaðið - 14.07.2004, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 14.07.2004, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2004 37 Norræna húsið SJÖ LISTAKONUR FRÁ NORÐURLÖNDUNUM Jón B.K. Ransu TÓNLIST Norræna húsið Quattro Musicanti fluttu tónlist eftir Cor- elli, Ziani, Bach, Telemann, Purcell, Händel og fleiri. Fimmtudagur 8. júlí. KAMMER- OG SÖNGTÓNLEIKAR NORSKUR tónlistarhópur sem kall- ar sig Quattro Musicanti hélt tónleika í Norræna húsinu á fimmtudags- kvöldið. Samsetningin var óvenjuleg; píanóleikari, trompetleikari, bás- únuleikari og sópransöngkona. Efnis- skráin var ekki eins óvenjuleg, að- allega kunnugleg lög eftir Händel, Purcell, Andrew Lloyd-Webber, Bach og Telemann og fleiri. Mikið af því var tónlist sem maður heyrir á venjulegum íslenskum kórtónleikum, þó auðvitað í annarri útsetningu. Ragnhild Hadland sópran er ágæt- ur músíkant og var auðheyrt að hún hefur til að bera næman listrænan skilning því að túlkun hennar var á köflum töluvert tilþrifamikil. Tækni- lega var söngur hennar ekki eins góð- ur; óþægilega mikið loft var á rödd- inni og var hún ekki nægilega fókuseruð. Trompetleikur Lindu Saglien Svensen var ekki miklu betri, hann var að vísu líflegur og kraftmikill en svo klaufalegur að maður var alltaf á varðbergi og gat aldrei slakað á. Bás- únuleikur Per Kristian Svensen var af svipuðum toga, en eilítið öruggari. Píanóleikur Terje Hadland var langbestur, hreinn, fallega mótaður og féll vel að söngnum og blást- ursleiknum. Óþarfi er að taka fram eitthvað sérstakt í efnisskránni, flutningurinn var yfirleitt mjög svipaður allan tím- ann. Þó má gagnrýna hópinn fyrir að hafa efnisskrána full langa, en hún tók rúman klukkutíma án hlés. Áheyrendur voru pínlega fáir, að- eins fimm talsins auk undirritaðs. Ekki er hægt að kenna því um að nú sé sumar og fólk ekki í bænum eins og einn tónleikagestur heyrðist tauta fyrir munni sér. Á tónleikum í Lista- safni Sigurjóns á þriðjudagskvöldið var húsfyllir; kannski hefðu for- ráðamenn Norræna hússins mátt auglýsa tónleikana betur. Jónas Sen MENNING Madonna, þriggja metra trérista eftir Sonju Krohn á sýningunni 7-Sýn úr norðri í Norræna húsinu. MYNDLIST Opið kl. 12–17 alla daga nema mánu- daga. Sýningu lýkur 29. ágúst. NORRÆNA húsið var hér áður vin- sæll sýningarstaður fyrir myndlist. Hvort sem það er sökum mikils fram- boðs af ákjósanlegri sýningarstöðum eða lítils metnaðar í rekstri sýning- arsalarins, hefur verið lognmolla þar síðustu árin, þótt inn á milli rati þang- að áhugaverðar sýningar sem fara framhjá mörgum þar sem staðurinn er löngu dottinn út úr rúntinum. Ein þess háttar sýning er nú í Nor- ræna húsinu. Hún nefnist 7-Sýn úr norðri og er samsýning 7 listakvenna frá Norðurlöndunum, þeirra Helm- trud Nyström, Ullu Fries, Ullu Virta, Outi Heiskanen, Sonju Krohn, Val- gerðar Hauksdóttur og Jóhönnu Boga. Það er þó ekki þema eða heild- armynd sem gerir sýninguna áhuga- verða. Það er ekkert sjáanlegt þema nema að flest verkin, ekki öll, heyra undir grafíklist og heildarmyndin er tvístruð. Athyglin beinist því frekar að einstökum áhugaverðum listakon- um. Helmtrut Nyström frá Svíþjóð er ein þeirra. Hún hefur náð að skapa ævintýralegt en samt hversdagslegt myndmál sem hún vinnur í einþrykk. Blandar saman lit, teikningu og ljós- myndum. Norska listakonan Sonja Krohn er önnur. Hún er hefðbundn- ari í myndmáli og efnistökum, vinnur tréristur að hætti norrænna express- jónista. Sérstaklega er það þriggja metra Madonnumynd sem mér finnst kröftug. Einföld táknmynd sem hittir mann í hjartastað. Það er svo sænska listakonan Ulla Fries sem mér finnst forvitnilegust á sýningunni. Sýnir smáskúlptúra og koparstungur sem líkjast myndskreytingum frá 19. öld. Margt býr samt að baki myndunum sem tengir mann annað, s.s. „kom- posisjónir“ með trjátegundum, lirfur sem liggja á myndfletinum líkt og loð- in pensilför og svo má áfram telja. Vinnubrögðin eru nostursleg og sér- lega vönduð. Eins og áður sagði er heildarmyndin tvístruð. Ekkert sér- stakt samtal skapast á milli listaverk- anna og listakonurnar eru ólíkar og misjafnar. En það er sannarlega margt sem vert er að skoða og ástæða til að bæta Norræna húsinu við í rúntinn í þetta skiptið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.