Morgunblaðið - 14.07.2004, Qupperneq 29
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2004 29
var honum mjög þung raun. Hann
endaði þetta ferli með dvöl á Vífils-
stöðum en þangað var hann fluttur
þegar heimilið tók til starfa sem
hjúkrunarheimili á fyrri hluta þessa
árs. Hann var mjög ánægður á Víf-
ilsstöðum og fannst gott að vera
þar, enda einvala starfslið í kring-
um hann, en alltaf var hugurinn
samt heima á Baldursgötu. Við fjöl-
skyldan viljum fá að færa starfs-
fólkinu á Vífilsstöðum okkar kær-
ustu þakkir fyrir mikla umhyggju
og hlýju í garð Guðmundar.
Guðmundur lést upp á dag ári eft-
ir að hann fékk sitt síðasta áfall.
Þrátt fyrir erfið veikindi og oft dep-
urð vegna ástandsins hið síðasta ár,
var hann alltaf brosandi eins og sól í
heiði í hvert sinn sem einhver fjöl-
skyldumeðlimur birtist í heimsókn.
Hann fylgdist vel með öllum börn-
um, barnabörnum og barnabarna-
börnum sínum. Þegar einhvers
staðar stóðu yfir framkvæmdir var
það fyrsta sem hann spurði um
hvernig gengur og hvað er verið að
gera núna. Það eru mikil forréttindi
að hafa notið þeirrar gæfu að fá að
þroskast og lifa lífinu við hliðina á
fólki eins og tengdaforeldrum mín-
um, fyrir það er ég þakklát forsjón-
inni og ég kveð minn kæra tengda-
föður og góða vin með söknuð í
hjarta, þótt ég geti líka séð að lík-
lega hafi kallið verið komið og þetta
rétti tíminn til að kveðja. Tengda-
móður minni bið ég blessunar og ég
veit að hún minnist alls hins góða
sem hún hefur orðið aðnjótandi þau
63 ár sem þau hjónin áttu saman,
því það er mikil blessun. Blessuð sé
minning Guðmundar Stefáns Karls-
sonar.
Pétrína Ó. Þorsteinsdóttir.
Við andlát elskulegs tengdaföður
míns Guðmundar er margs að
minnast.
Það er ekki hægt að minnast
Guðmundar án þess að nefna eig-
inkonu hans, Margréti. Tengdafor-
eldrar mínir hafa búið í farsælu
hjónabandi í 63 ár og voru afar sam-
stiga. Heimilið og fjölskyldan var
þeim mikils virði og nutu barna- og
barnabarnabörnin bæði umhyggju
og ástríkis.
Þeirra áhugamál var útivist og
ferðalög og hafa þau ferðast mikið
um landið og bæði voru þau afar
minnug á staði og örnefni. Hefur
þessi áhugi þeirra smitað frá sér til
afkomenda þeirra.
Guðmundur hafði mjög einbeitt-
an vilja sem sýndi sig best í því að
þegar heilsan fór að gefa sig á
seinni árum náði hann sér vel á
strik aftur með æfingum og göngu-
ferðum sem voru hans besta heilsu-
bót.
Síðasta ár var Guðmundi erfitt,
hann gat ekki verið lengur heima á
Baldursgötu því eftir blóðtappa
sem hann fékk þurfti hann mikla
aðstoð. Eftir góða endurhæfingu á
Landakoti fór hann á Vífilsstaði og
naut þar aðstoðar og umhyggju
starfsfólks sem við fjölskylda Guð-
mundar erum þakklát fyrir.
Elsku Margrét, guð gefi þér
styrk.
Guð blessi minningu Guðmundar.
Þín tengdadóttir,
Guðrún.
Elsku afi, nú þegar komið er að
kveðjustund er margs að minnast
og rifjast upp skemmtilegar stundir
sem við systkinin áttum með þér.
Oftast var nú setið við eldhús-
borðið á Baldursgötunni og spjallað
en þar kenndir þú okkur einnig ým-
islegt, þó var lokapunkturinn ávallt
peningagaldurinn sem þér tókst að
heilla okkur með, hvert fór krónan?
Ef óþekktin og lætin ætluðu allt
um koll að keyra var nóg að þú
smelltir fingrum því það þýddi
steinbítstak. Þú varst okkur góður
leiðbeinandi hvort sem það var í
sambandi við áhugamál okkar, en
það má segja að þú hafir náð að
smita okkur af skíðabakteríunni, og
ekki brást það, alltaf upplýstir þú
okkur um nýjasta nýtt í skíðaheim-
inum. Þú fylgdist vel með og hafðir
áhuga á því sem við vorum að gera
hverju sinni.
Útivist og hreyfing var þér mikils
virði, skíði, tjaldferðalög og síðast
en ekki síst allar gönguferðirnar í
Heiðmörk. Ekki leið sá dagur að
ekki væri farið í göngu og ef snjór
var yfir var farið á gönguskíði og
voru amma og Pétur bróðir þinn fé-
lagar þínir í þessum ferðum. Þegar
þú komst heim úr einni af göngu-
ferðum þínum um Ægisíðuna gast
þú ekki annað en dáðst að manni
sem þú og Pétur höfðuð hitt, sá var
búinn að fara í sund um morguninn
og var svo mættur í göngu á Ægi-
síðunni eftir hádegi, kominn á tí-
ræðisaldurinn. Það var eins og þú
gerðir þér grein fyrir að þetta var
þín síðasta gönguferð.
Elsku afi, hafðu bestu þakkir fyr-
ir allt sem þú gafst okkur og við
kveðjum þig nú með þessum ljóð-
línum.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum í trú
á að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Margrét Björg, Íris Anna
og Guðmundur Ingi.
Nú er sá sem hefur haft lengsta
búsetu í Þingholtunum farinn á vit
feðranna. Þetta er fullyrðing sem
ég hef ekki gengið úr skugga um að
sé rétt en það skiptir engu máli.
Hún er að minnsta kosti ekki langt
frá sannleikanum. Afi minn fluttist
árið 1920, þá tveggja ára, á Bald-
ursgötuna og bjó á sama blettinum
allt til æviloka.
Sumarið eftir fermingu kynntist
ég afa á nýjan hátt þegar ég fékk
sumarvinnu í Fálkanum en þar
vann afi nær alla sína starfsævi.
Hann var þá deildarstjóri reiðhjóla-
deildar og hjá honum vann ég öll
sumur fram til nítján ára aldurs.
Á vorin og fyrri hluta sumars var
mest að gera í reiðhjólunum. Þá var
fólk að koma gömlum hjólum í stand
fyrir sumarið eða að kaupa ný. Mín
biðu því alltaf skilaboð frá afa þegar
ég kom úr síðasta prófinu á vorin að
ég ætti að drífa mig í vinnuna, það
væri svo mikið að gera.
Síðasta prófið var oftast nær fyr-
ir hádegi og var ég alltaf kominn í
vinnuna eftir hádegi. Hann sá því
alltaf til þess að ég væri ekkert að
slæpast að prófum loknum og sagði
að það væri nær að drífa sig í vinn-
una og gera eitthvert gagn.
Afi var léttlyndur og það var gott
að vinna með honum. Hann gerði
oft grín að sér og öðrum sem með
honum unnu. Hann minntist til
dæmis oft á að ég ætti ekki að kalla
sig afa í vinnunni: „Þá heldur fólk
að ég sé orðinn gamall.“
Þegar færi gafst fórum við stund-
um í bíltúr eftir vinnu. Eitt sinn
vildi hann endilega að ég færi með
sér að leita að húsi sem hann hafði
frétt af í Kapelluhrauni. Húsið var
kallað Slúnkaríki og átti að vera
byggt þannig að allt væri öfugt í
því. Við ókum á þann stað þar sem
húsið átti að vera og leituðum í
nokkra stund þangað til við fundum
húsið. Þetta var þá lítill kofi, ágæt-
lega byggður, en hann var svo sann-
arlega öfugsnúinn því hann var
bárujárnsklæddur að innan og
veggfóðraður að utan. Ekki veit ég
hver tók upp á því að byggja þennan
kofa eða af hvaða tilefni en afi hafði
gaman af þessu og minntist oft á
hann.
Annar bíltúr er mér minnisstæð-
ur. Ekki vegna þess hvert við fórum
heldur vegna þess sem gerðist með-
an á ökuferðinni stóð. Ég var ný-
kominn með bílpróf og sagði afi við
mig að hann þyrfti að sjá hvernig ég
keyrði bíl og því ætlaði hann að
skutla mér heim eftir vinnu en láta
mig keyra. Ég tók því fagnandi
enda er fátt meira spennandi en að
aka bíl þegar maður en nýkominn
með bílpróf. Þegar við vorum lagðir
af stað tók ég eftir því að afi sem sat
í farþegasætinu lyfti alltaf vinstri
fætinum upp þegar við komum að
götuhorni svona eins og hann væri
að stíga á kúplinguna. Ég fór að
gera grín að honum og spurði hvort
hann væri svona hræddur í bíl með
mér. Hann svaraði að það væri nú
ekki aksturslag mitt heldur ósjálf-
ráð hreyfing. „Það er svo langt síð-
an ég var farþegi í bíl að ég bara
kann það ekki lengur. Mér finnst ég
alltaf þurfa að stíga á kúplinguna
þegar bíllinn kemur að horni.“
Eftir nám í Bandaríkjunum flutt-
ist ég á hæðina fyrir neðan ömmu
og afa á Baldursgötunni og bjó þar í
tvö ár. Þau áttu heima á þriðju hæð-
inni og áttu einnig íbúðina á annarri
hæð. Þar hafa synir þeirra og mörg
barnabörn hafið sinn búskap. Ég
var einn af þeim sem áttu því láni að
fagna. Það var gott að búa á Bald-
ursgötunni og amma og afi voru
góðir nágrannar.
Ég kveð afa nú með söknuði en
minningin um hann á eftir að vera
með mér alla ævi og fyrir það er ég
þakklátur.
Guðmundur Þór Gunnarsson.
Elsku afi, nú hefurðu fengið hina
hinstu hvíld, og við vitum að þú ert í
góðum höndum og líður vel. Þegar
við hugsum til baka koma fram ynd-
islegar minningar um þig, elsku afi.
Fyrir okkur varstu alltaf mikill
dugnaðarkarl sem allir gátu litið
upp til. Þú vannst hörðum höndum
að öllu því sem þú tókst þér fyrir
hendur og vildir þér og þínum að-
eins það besta. Það var líka aðdáun-
arvert hvað þú og amma hélduð vel
utan um okkar stóru fjölskyldu, og
bar þar hæst hið árlega fjölskyldu-
jólaboð á jóladag.
Það var alltaf svo gott að koma til
ykkar ömmu á Baldó, og alltaf
tókstu á móti okkur með bros á vör
og alveg einstökum húmor. Þú varst
einstaklega laginn við að líta lífið
björtum augum, jafnvel þó að á móti
blési. Okkur fannst svo fyndið hvað
þú varst með stórt skinn, sérstak-
lega á seinni árunum, og var alltaf
byrjað á því að toga skinnið á oln-
boganum eins langt og hægt var og
svo var hlegið og hlegið. Og svo við
tölum nú ekki um hið fræga Baldó-
hnerr, sem fékk alla blokkina til að
nötra, en þess var alltaf beðið með
óþreyju og svo skellt upp úr á eftir.
Það var líka svo gaman að fá þig
og ömmu í heimsókn, alltaf gafstu
þér tíma til að leika við okkur og er
okkur sérstaklega minnisstætt þeg-
ar þú hjólaðir á litla þríhjólinu okk-
ar úti í garði, og gönguferðin þegar
við sáum kanínuna. Þú sýndir líka
öllum okkar athöfnum mikinn
áhuga og fylgdist vel með bæði
handboltanum og náminu hjá Ingu
og litla sólargeislanum Söndru Sól,
og förðunarnáminu hjá Signýju og
lífinu í Danmörku og öllu í kringum
Maríu Hrönn, hvort sem það var
trúlofunin eða skólinn. Alltaf varstu
að spyrja um okkur öll og var auð-
séð hversu mikla hlýju þú barst til
okkar. Elsku afi, við söknum þín svo
mikið, en minning þín mun ávallt
lifa í hjörtum okkar og leiða okkur
áfram í lífinu. Elsku amma, pabbi,
Gunnar, Kalli, Þórir og okkar kæra
fjölskylda, megi Guð vera með okk-
ur og styrkja okkur í sorginni.
Þínar
Inga Steinunn, Signý Rún
og María Hrönn.
Elsku langafi, það var gaman að
heimsækja þig, þú varst svo
skemmtilegur að gera galdra. Lést
þumalinn losna, lést pening hverfa
inn í olnbogann og tókst nefið af
okkur. Það var skemmtilegt að vera
með þér, þú varst svo áhugasamur
um það sem við vorum að gera og
við söknum þín og brossins þíns.
Við minnumst þín með bros á vör,
elsku besti langafi.
Rafn Viðar, Gunnar Smári,
Pétrína, Hilmir Örn
og litli bróðir.
Eitt sinn skal hver deyja. Nú er
horfinn á vit feðra sinna Guðmund-
ur Stefán Karlsson eftir langa og
giftudrjúga dvöl hér á jörð.
Guðmundur réðst til starfa hjá
Ólafi Magnússyni, kaupmanni í
Fálkanum, afa undirritaðs, í mars
1939, 19 ára að aldri. Síðasti vinnu-
dagur hans þar var í apríl 1994, eða
55 árum síðar. Hygg ég, að svo
langur og samfelldur starfsferill
hljóti að vera fáheyrður, ef ekki
einsdæmi.
Sá sem þessar línur ritar þekkti
Guðmund sem vinnufélaga og vin.
Leiðir lágu fyrst saman þegar ég,
lítið barn, var að flækjast í Fálk-
anum. Foreldrar mínir bjuggu
fyrstu búskaparár sín á efstu hæð á
Laugavegi 24, húsi Fálkans, þannig
að samgangur var óhjákvæmilega
töluverður. Á þeim tíma var Guð-
mundur aðalmaðurinn á reiðhjóla-
verkstæðinu, alltaf brosandi og
mildur við lítinn pilt. Man ég vel,
hvað mér fannst návist hans vera
þægileg. Honum var eiginlegt að
laða að sér litla sál og vinna traust
hennar án nokkurra vífilengja. Síð-
an er liðin meira en hálf öld.
Í ársbyrjun 1971 réðst ég til
fullra starfa hjá Fálkanum. Varð ég
þeirrar gæfu aðnjótandi í upphafi,
að starfa náið með Guðmundi. Hann
var þá verslunarstjóri í reiðhjóla-
deild fyrirtækisins, er ég tók við
starfi deildarstjóra. Guðmundur
var sívinnandi, vel skipulagður og
úrræðagóður starfsmaður, og mjög
meðvitaður um að hagsmunir við-
skiptavinarins og fyrirtækisins
færu saman. Skapbetri og jákvæð-
ari vinnufélaga er vart unnt að
hugsa sér, hann var heiðarlegur í
hugsun og framkomu, ævinlega op-
inn fyrir nýjungum og einkar laginn
í mannlegum samskiptum. Átti
Guðmundur ríkan þátt í að hjálpa
mér að fóta mig í nýju og vanda-
sömu starfi.
Einnig átti ég því láni að fagna að
kynnast Margréti, eftirlifandi eig-
inkonu Guðmundar, og sonum
þeirra fjórum. Þar hefur ást, kær-
leikur og samheldni ætíð ráðið ríkj-
um, enda allt saman gæfufólk, og
eiga þeir synir góðar fjölskyldur í
anda foreldranna.
Guð styrki þau öll í sorg sinni.
Algóður Guð geymi sálu Guð-
mundar og blessi minningu hans.
Páll Bragason.
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Vélstjórar
Samherji hf. óskar eftir að ráða vélstjóra til
starfa á sjó.
Menntun og hæfniskröfur:
Vélarstærð 3400 kw.
Upplýsingar um starfið gefur Jóhanna Erla
Birgisdóttir, sími 460 9000,
johanna@samherji.is
Samherji hf. er eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins með
víðtæka starfsemi víðsvegar um Evrópu. Samherji hf. hefur á að
skipa hæfu og framtakssömu starfsfólki og stjórnendum, öflugum
skipaflota, miklum aflaheimildum og fullkomnum verksmiðjum
í landi.
Vinnslustjóri
- vaktformaður
Reyktal AS óskar eftir vaktformanni á
rækjufrystitogara. Vaktformaður þarf að
hafa reynslu af vinnslustjórn á rækju-
frystitogara og vanur netamaður.
Viðkomandi þarf að vera reglusamur.
Enskukunnátta nauðsynleg.
Umsóknir sendist með tölvupósti til
hjalmar@iec.is eða á fax nr. 588 7635.
Nánari upplýsingar veitir Ólafur eða
Hjálmar í síma 588 7666.
Jarðvélar ehf.
óska eftir vönum mönnum með meirapróf,
vinnuvélaréttindi og verkstjórnum sem fyrst.
Einnig vantar mælingamenn. Tekið er á móti
umsóknum á Bakkabraut 14, 200 Kópavogi.
Einnig er hægt að senda umsóknir á heimasíðu
jarðvélar.is eða með tölvupósti
jardvelar@jardvelar.is .
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 564 6980.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R