Morgunblaðið - 17.07.2004, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 27
-
m og þá
tu-
nda á að
þegar
a sem
og æsku-
vel heppn-
nað komið
að þjón-
semi sem
r með.
mín að
afa allt
ni könnu
r virði að
. íþrótta-
n starfs-
unglinga-
starfi fyrir viðkomandi hverfi.
Tel ég það mun heppilegri og ár-
angursríkari hverfavæðingu að
borgin auki samstarf sitt við frjáls
félagasamtök, sem nú þegar eru
starfandi með mannafla og húsnæði
úti í hverfum borgarinnar, í stað
þess að setja stórfé í uppbyggingu
og rekstur nýrra borgarstofnana
sem ganga eiga undir nafninu þjón-
ustumiðstöðvar.
Afdrif tillögu sjálfstæðismanna
urðu þau að ákveðið var að hleypa
nokkrum tilraunaverkefnum með
íþróttafulltrúa af stað árið 2001.
Annars vegar voru þrjú íþróttafélög
styrkt til að ráða til sín íþróttafull-
trúa, sem voru undir stjórn félag-
anna sjálfra og með aðsetur á svæð-
um þeirra. Hins vegar réð borgin til
sín tvo starfsmenn sem ætlað var að
sinna íþrótta- og æskulýðsstarfi í
ákveðnum hverfum og höfðu aðsetur
í svokölluðum þjónustumiðstöðvum.
Ekki leið á löngu uns það kom í
ljós að fyrri útfærslan heppnaðist
betur, þ.e. þegar íþróttafulltrúar
voru starfsmenn viðkomandi
íþróttafélaga og með aðsetur á svæði
þeirra. Taldi ég að þetta fyr-
irkomulag hefði þegar sannað sig
svo vel á árinu 2002 að gera ætti öll-
um hverfisíþróttafélögum kleift að
ráða til sín íþróttafulltrúa árið 2003.
Áhugaleysi R-listans
Það gekk þó ekki eftir þar sem
borgarfulltrúar R-listans voru ekki á
sama máli og drógu lengi vel lapp-
irnar í íþróttafulltrúamálinu sem
mest þeir máttu. Um síðustu áramót
kom í ljós að í fjárhagsáætlun R-list-
ans fyrir 2004 var ekki gert ráð fyrir
stuðningi vegna nýráðningar
íþróttafulltrúa við þau hverf-
isíþróttafélög sem eftir höfðu leitað
og uppfylltu þær kröfur sem ÍTR
hafði sett. Aukinheldur ákvað
R-listinn að hætta stuðningi við þau
íþróttafélög sem höfðu haft íþrótta-
fulltrúa í tilraunaskyni frá og með 1.
maí sl. þrátt fyrir mótmæli okkar
sjálfstæðismanna. Ekki var heldur
gert ráð fyrir kostnaði vegna
íþróttafulltrúa til hverfisíþrótta-
félaga í öllum hverfum í fjárhags-
ramma ÍTR fyrir árið 2005 né í
þriggja ára áætlun borgarinnar. Töl-
urnar tala sínu máli og segja sitt um
afstöðu R-listans.
Eftir að þetta varð ljóst, sóttu
borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
það hins vegar fast að R-listinn
breytti stefnu sinni í málinu og gengi
þegar til samninga við öll hverf-
isíþróttafélögin um stuðning við
störf íþróttafulltrúa, hvort sem þau
hefðu haft slíkan fulltrúa fyrir eða
ekki. Voru tillögur og bókanir um
slíkt lagðar fram á vettvangi ÍTR en
einnig í borgarráði og borgarstjórn.
Málið var einnig rætt á samráðsvett-
vangi íþróttafélaganna, m.a. á þing-
um Íþróttabandalags Reykjavíkur
og Íþróttasambands Íslands, þar
sem skorað var á borgaryfirvöld að
vinna með íþróttafélögunum í þessu
máli.
Málið vonandi í höfn
Lyktir málsins urðu þær að í maí
sl. féllust fulltrúar R-listans á sjón-
armið sjálfstæðismanna og fékkst
það þá loks samþykkt í Íþrótta- og
tómstundaráði að gerðir yrðu þjón-
ustusamningar við hverfisíþrótta-
félög um íþróttafulltrúa. Er vonast
eftir því að gengið verði frá slíkum
samningum í haust eða vetur.
Með stuðningi við störf íþrótta-
fulltrúa félaga er stigið mikilvægt
skref í samstarfi Reykjavíkurborgar
og frjálsra félagasamtaka. Í honum
felst þýðingarmikil viðurkenning
gagnvart starfi félaganna í þágu
barna og ungmenna í borginni og
verður vonandi til þess að efla það
enn frekar.
æskulýðsstarf-
asamtaka
Höfundur er borgarfulltrúi.
kjartan@reykjavik.is
Morgunblaðið/Árni Torfason
U
ndanfarnar vikur
hafa Staksteina- og
leiðarahöfundar
ítrekað afgreitt und-
irritaðan sem
ómarktækan „gamlan herstöðv-
arandstæðing“, fastan í hjólförum
kalda stríðsins eða ekki í tengslum
við veruleikann. Umfjöllun Morg-
unblaðsins nær þó nýjum hæðum í
Staksteinapistli 9. júlí sl.: „Stein-
grímur J. Sigfússon sagði: „Ör-
yggi fæst með friðsamlegu sam-
starfi við nágranna okkar.“ Og
síðan er spurt: „Og er það svo? Er
það nægjanlegt til að tryggja ör-
yggi og sjálfstæði lands okkar að
lifa hér í friði við nágranna okkar?
Ekki dugði það Spánverjum fyrir
nokkrum mánuðum, þegar alþjóð-
legir hryðjuverkamenn gengu þar
til verks. Í hvaða heimi lifir Stein-
grímur J. Sigfússon?“
Ekki þarf nú Morgunblaðið
meira til en þessa stuttu setningu
sem féll í viðtali við blaðamann
Mbl. þegar ég var beðinn um við-
brögð við fundi Davíðs Oddssonar
og Bush Bandaríkjaforseta. Út af
fyrir sig stendur þessi setning mín
fyllilega fyrir sínu en afstaða mín
til utanríkis- og friðarmála tekur
til fleiri atriða. Get ég vitnað þar
til ræðuhalda innanlands og er-
lendis og greinarskrifa m.a. í
Morgunblaðinu. Samtökin „Varð-
berg“ buðu mér að gera grein fyr-
ir minni sýn á þessa hluti fyrir
nokkrum misserum. Í riti stjórn-
málfræðinema hef ég birt ítarleg-
ar greinar með nokkurra ára milli-
bili þar sem ég geri grein fyrir
viðhorfum mínum til öryggismála
Íslands í samhengi við hugmyndir
um æskilega þróun öryggismála í
heiminum. Of langt mál yrði að
endursegja þá hluti hér en nefna
má eftirfarandi:
– Að Ísland í fyrsta lagi skipi
sér á bekk með þeim þjóðum sem
berjast fyrir breyttum áherslum
og nýskipan öryggismála í heim-
inum. Við eigum sem smáþjóð að
leggja okkar lóð á þær vog-
arskálar og hafna leið stórveld-
anna; hernaðarhyggju og hern-
aðarbandalögum. Stefnt verði að
víðtækum alþjóðasamningi um
gagnsæi og takmarkanir vopna-
viðskipta og fest í sessi regla um
engar herstöðvar ríkja utan eigin
landamæra.
– Í öðru lagi eigum við að ger-
ast liðsmenn baráttunnar fyrir
uppbyggingu nýs alþjóðlegs ör-
yggisgæslukerfis þar sem svæð-
isstofnanir eins og ÖSE og Sam-
einuðu þjóðirnar eða nýtt
endurskipulagt öryggisráð mynd-
uðu heildstætt öryggisgæslukerfi í
heiminum. Hrygglengjan í slíku
öryggisgæslukerfi á að vera ör-
yggisgæslusveitir sem SÞ eða
svæðisbundnar stofnanir hafi
sjálfar yfir að ráða; fjölþjóðlegar
blandaðar sveitir sem slíkir aðilar
geti sent til óróleikasvæða.
– Ég hef í þriðja lagi bent á for-
dæmi Álandseyja sem eru vopn-
laust og hlutlaust svæði, („demilit-
ariserat“ og „neutraliserat“) að
stofni til á grundvelli 150 ára gam-
als samkomulags. Þessi skipan
mála hefur reynst Álandseyingum
vel og í grunninn hefur þetta
gamla samkomulag haldið um að á
Álandseyjum séu ekki byggðar
herstöðvar eða þar staðsettur ann-
ar sá búnaður sem nágrannaríkj-
um geti stafað hætta af.
– Í fjórða lagi væri eðlilegt að
Íslendingar fylgdu eftir vopnleysi
sínu og hlutleysi með kjarnorku-
friðlýsingu landsins og íslenskrar
lögsögu. Við myndum með samn-
ingum við nágrannaríki og banda-
lög leita viðurkenningar á þessari
stöðu og fá menn til að undirgang-
ast að virða hana með sambæri-
legum hætti og griðasamningar
Álandseyja gera. Auðvitað höldum
við uppi löggæslu, landhelg-
isgæslu og landamæraeftirliti af
þeim myndugleik að ribbalda-
hópar eða glæpagengi geti ekki
vaðið uppi en hvorki hervæðumst
né förum þar
með ógnum nein-
um.
– Loks á Ís-
land að beita sér
sérstaklega fyrir
því að efla borg-
aralegt, fyr-
irbyggjandi, frið-
argæslu- og
friðarvarðveislu-
starf. „Civil och förebyggande
krishantering“ gæti slíkt kallast á
sænsku og hefur verið talsvert á
dagskrá Norðurlandaráðs. Það að
berjast gegn fátækt og misskipt-
ingu, jafna lífskjör, efla lýðræði og
mannréttindi o.s.frv. eru vænlegri
og varanlegri aðferðir en að trúa
stálinu.
Sett í þetta samhengi er brott-
för hersins á Keflavíkurflugvelli
og brotthvarf Íslendinga úr þeim
hópi ríkja sem styðja hern-
aðarhyggju bandarískra stjórn-
valda nokkuð annað mál. Eða
hvað? Er mikill fortíðarsvipur á
því að tefla fram djörfum hug-
myndum um endurskipulagningu
öryggismála í heiminum? Ætli það
séu ekki aðrir en undirritaður sem
eigi frekar í vandræðum með að
komast upp úr hjólförum kalda
stríðsins. Það er brjóstumkenn-
anlegt að sjá Morgunblaðið berj-
ast um á hæl og hnakka í sinni
íhaldssömu vörn fyrir fylgispekt
íslenskra stjórnvalda við Banda-
ríkin. Ömurlegt var hvernig Morg-
unblaðið miðlaði lygaþvælunni
sem réttlæta átti árásina á Írak.
Vonbrigðin leka af síðum Mbl.
yfir því að þrátt fyrir allan hinn
dygga stuðning blaðsins og hægri
og miðju aflanna í íslenskum
stjórnmálum skuli herinn bara si-
svona ætla að fara. Fyrst var Ís-
lendingum troðið inn í NATO og
tekið við bandaríska hernum í
óþökk meirihluta íslensku þjóð-
arinnar. Svo var staðið við bakið á
Bandaríkjamönnum í Víetnam-
stríðinu sem Morgunblaðið studdi
dyggilegar og lengur en flestir
vestrænir fjölmiðlar. Kosovo, Afg-
anistan, Írak, allt þetta og miklu
meira hefur Mbl. lagt af mörkum
til hinnar miklu samstöðu. Og
hver eru launin, hvert er þakk-
lætið? Jú, dónaskapur af því tagi
að tilkynna mönnum upp úr þurru
á vordögum 2003 að herþoturnar
séu að fara.
Já, laun heimsins eru vanþakk-
læti, ekki satt, ágætu Morg-
unblaðsmenn? En hvernig væri að
horfast nú bara í augu við raun-
veruleikann og taka nútímanum
eins og menn í stað þess að svala
vonbrigðasviðanum í brunnum for-
aktar á öðrum skoðunum og lífs-
viðhorfum.
Laun heims-
ins eru van-
þakklæti
Steingrímur J. Sigfússon
svarar Staksteinahöfundi
Morgunblaðsins
Höfundur er formaður Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs og situr
í utanríkismálanefnd Alþingis.
’Vonbrigðin leka af síðum Mbl.yfir því að þrátt fyrir allan hinn
dygga stuðning blaðsins og
hægri og miðju aflanna í íslensk-
um stjórnmálum skuli herinn
bara si-svona ætla að fara.‘
róun-
að vinna
ögð á
lífskjör
ga við-
viðmið er
rkmið
slend-
n og
vinna í
und-
ð styðja
fslönd-
með því
kunnáttu
endingar
efur
agt
ra sem
auka
ar og heil-
nu miðar
lýðræð-
afnrétti,
til þarfa
ðu sam-
sem
n á for-
a, í anda
með hlið-
narsam-
bótum
ð draga
xtur ríki
ótum.
ðla að
num með
ingu öfl-
mhverfis.
eta falist í
aðstoð til stjórnvalda við setningu
laga og reglugerða sem stuðla að efl-
ingu einkageirans, vaxandi milli-
ríkjaviðskiptum, auknum atvinnu-
tækifærum og réttlátri vinnulöggjöf.
Á þeim vettvangi mun stofnunin
einnig í auknum mæli greiða fyrir
samskiptum og samvinnu fyrirtækja
og samtaka í samstarfslöndunum við
sambærilega aðila á Íslandi. Önnur
meginforsenda, sem unnið er eftir,
snýr að umhverfisvernd. Á leiðtoga-
fundi Sameinuðu þjóðanna um sjálf-
bæra þróun, í Jóhannesarborg í
september 2002, voru endurnýjaðar
skuldbindingar, sem gerðar voru á
leiðtogafundinum í Ríó um umhverfi
og þróun og markaðar helstu
áherslur í umhverfis- og þróun-
armálum á komandi áratug. Meg-
insjónarmið sjálfbærrar þróunar,
þ.e. efnahagsvöxtur, félagsleg vel-
ferð og verndun umhverfis, eru mik-
ilvægur þáttur í starfsemi flestra
þróunarsamvinnustofnana og mun
ÞSSÍ stefna að því að samþætta þau
sjónarmið allri starfsemi sinni. Í
þeim verkefnum stofnunarinnar
sem tengjast auðlindanýtingu, svo
sem í fiskimála- og jarðhitaverk-
efnum, skal leggja sérstaka áherslu
á umhverfisvernd og sjálfbæra nýt-
ingu.
Fleiri forsendur mætti nefna, t.d.
jafnréttismál, en þúsaldarmark-
miðin leggja áherslu á nauðsyn auk-
ins samfélagslegs jafnréttis í barátt-
unni gegn fátækt. Flestar
þróunarsamvinnustofnanir leggja
nú áherslu á jafnréttismarkmið í
starfi sínu en margoft hefur verið
sýnt fram á að mismunun milli
kynjanna og önnur félagsleg mis-
munun hindrar framfarir og barátt-
una gegn fátækt í heiminum. Í sam-
ræmi við stefnu í alþjóðlegu
þróunarsamstarfi mun ÞSSÍ miða
að því að samþætta jafnréttissjón-
armið inn í alla starfsemi sína á
næstu árum. Tekið verður tillit til
þarfa og hlutverka bæði kvenna og
karla við undirbúning og fram-
kvæmd allra þróunarverkefna stofn-
unarinnar, og þannig reynt að
tryggja að bæði kynin hafi tækifæri
til áhrifa, þátttöku og ábata af verk-
efnunum.
Þá hefur ÞSSÍ aukið framlög sín á
undanförnum árum til grasrót-
arverkefna meðal annars með sam-
starfi við frjáls félagasamtök, bæði á
Íslandi og í samstarfslöndunum.
Stofnunin mun efla þetta samstarf
enn frekar á næstu árum og leitast
þannig við að auka stuðning við
borgaralegt samfélag og lýðræð-
isþróun í samstarfslöndunum og um
leið að bæta skilning íslensks al-
mennings á þróunarstarfi með sam-
starfi við íslensk félagasamtök. Sam-
starf af þessu tagi mun þó ætíð fara
fram með vilja og í samráði við
stjórnvöld samstarfslandanna.
Val á samstarfslöndum
Þróunarsamvinnustofnun hefur
lengst af starfað í nokkrum af fátæk-
ustu löndum Afríku og fram til árs-
ins 2000 aðallega á sviði fiskimála.
Til að þróunarsamvinna stofnunar-
innar verði sem árangursríkust mun
hún áfram einbeita sér að fáum sam-
starfslöndum, ekki síst í suðurhluta
Afríku þar sem mikil þörf er fyrir
þróunaraðstoð og þar sem ÞSSÍ hef-
ur langa reynslu af þróunarstarfi.
Samstarf við önnur lönd en núver-
andi samstarfslönd, þar á meðal við
lönd í öðrum heimsálfum en Afríku,
mun koma til sérstakrar athugunar
samfara auknum umsvifum ÞSSÍ.
Stofnunin mun einnig skoða mögu-
leika á að starfa að afmörkuðum og
tímabundnum verkefnum utan
formlegra samstarfslanda, einkum á
þeim sviðum sem íslensk sérþekking
er mest, eins og í sjávarútvegi eða
orkumálum.
Með auknum umsvifum ÞSSÍ á
undanförnum árum hafa verkefni
hennar í samstarfslöndunum orðið
fjölbreyttari og starfar stofnunin nú
á vettvangi félags-, fræðslu- og heil-
brigðismála, auk þess að starfa við
fiskimálaverkefni. Til að tryggja ein-
beitni og árangursríka þróun-
araðstoð mun ÞSSÍ halda áfram að
starfa aðallega á þessum sviðum, en
áformar einnig að bæta orkumálum
við þau verkefnasvið sem hún sinnir.
Þannig eykst breiddin í starfsemi
Þróunarsamvinnustofnunar Íslands
hægum en öruggum skrefum sam-
fara auknum framlögum íslenskra
stjórnvalda til þróunarmála og í
þeim tilgangi að nýta þá fjármuni
sem best sem varið er til þessa mik-
ilvæga málaflokks.
Höfundur er stjórnarformaður Þró-
unarsamvinnustofnunar Íslands og
aðstoðarmaður utanríkisráðherra.
’Ein af forsendumþess að draga megi
úr fátækt er að hag-
vöxtur ríki samhliða
félagslegum um-
bótum.‘
þróunarsamvinnu