Morgunblaðið - 17.07.2004, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 17.07.2004, Qupperneq 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga ALLT stefnir í metkolmunnaafla ís- lenskra skipa á þessu ári. Aflinn á árinu er nú orðinn nærri þriðjungi meiri en á sama tíma á síðasta ári en þá veiddu íslensk skip meira af kol- munna en nokkru sinni fyrr, um hálfa milljón tonna. Þó verður að teljast hæpið að skipin nái að veiða allan kolmunnakvóta ársins. Mok- veiði hefur verið austur af landinu síðustu vikur, í júnímánuði veiddist rúmt 91 þúsund tonn sem er 66% meiri afli en í júní í fyrra. Heldur hefur þó dregið úr aflabrögðunum síðustu daga og að sögn Guðmundar Sveinbjörnssonar, skipstjóra á Ás- grími Halldórssyni, er afli nú tregur. Stefnir í metafla  Þriðjungi meiri/11 Góð kolmunnaveiði MARKVÖRÐUR Hauka var einbeittur á svip í gær í rimmu sinni við knöttinn er leikmenn liðs- ins hituðu upp fyrir átökin á Gullmóti JB og Breiðabliks í Smáranum. Metþátttaka er á mótinu þar sem rúmlega 1.500 stúlkur á aldrinum 6–16 ára taka þátt, en mótið fór fyrst fram árið 1984 og hefur vaxið með hverju ári síðustu tvo áratugi. Lukkudýrin eru mikilvægur þáttur í undirbúningi fyrir mót sem þetta og fengu Haukabangsarnir að vera með í léttum leik í veðurblíðunni í Kópavogs- dalnum. Knattspyrna er að sjálfsögðu aðal- atriðið á mótinu en í leikjum gærdagsins var það leikgleðin, ákefðin og eftirvæntingin sem var í aðalhlutverki – samkvæmt venju. Morgunblaðið/Eggert Lukkudýr á Gullmóti í Smáranum BYGGINGAFRAMKVÆMDIR í stöðvarhúshvelfingu Kárahnjúka- virkjunar hefjast eftir helgina. Það er Fosskraft sem sér um þennan hluta verksins, en framkvæmdir á vegum fyrirtækisins hafa gengið mjög vel og eru talsvert langt á undan áætlun. Fyrirtækið er búið að bora um 75% af öllum jarð- göngum og mun klára borun í haust. Hermann Sigurðsson, verkfræð- ingur hjá Fosskrafti, er ánægður með gang verksins. Hann tók einn- ig þátt í gerð Hvalfjarðarganga. „Þetta hefur gengið vel eins og í Hvalfjarðargöngum. Vinnan er svipuð nema að því leyti að þar vor- um við með sjóinn fyrir ofan okkur og höfðum eðlilega áhyggjur af honum. Hér er hins vegar um flóknari framkvæmd að ræða og miklu meira um mælingar,“ sagði Hermann, en göngin í Fljótsdal eru mörg og af ýmsum gerðum. Núna í vikunni hefst vinna við steypta bita í lofti stöðvarhússhvelf- ingarinnar, en í honum kemur til með að hanga krani sem verður notaður við byggingu stöðvarhúss- ins. Fljótlega hefst einnig vinna við borun seinni fallganganna en vinnu við fyrri göngin lauk fyrir nokkrum vikum. Almennt gengur vinna við Kára- hnjúkavirkjun vel. Jarðgangavinnan er á undan áætlun, en vinna við sjálfa stífluna er hins vegar nokkr- um vikum á eftir áætlun. Ástæðan er sú að botn gilsins reyndist gljúp- ur og þurfti að grafa 12 metrum lengra niður en áætlanir gerðu ráð fyrir. Bergið í botninum er einnig talsvert sprungið. Talsmenn Im- pregilo og Landsvirkjunar telja að allir möguleikar séu á að vinna upp þann tíma sem hafi tapast. Þeir eru bjartsýnir á að það takist. Smíði í stöðvarhús- hvelfingu að hefjast Morgunblaðið/Egill Ólafsson Uppsetning á borunum sem Impregilo notar er langt komin. Afköstin hafa verið 33 metrar á dag að meðaltali, en afköstin þurfa að vera 25 metrar svo að verkáætlun haldist. Mest hafa afköstin verið 80 metrar á dag.  Stíflan/8 Framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun ganga almennt vel TUTTUGU og fjórir bíllyklar að jafnmörgum bílum fundust á manni sem lögreglan í Reykjavík handtók í gær vegna gruns um þjófnað. Handtaka mannsins, sem hef- ur nokkrum sinnum áður komið við sögu lögreglu, tengdist öðru máli en lögreglan fann lyklana við leit á manninum. Samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra lögreglunnar í Reykjavík er ekki enn vitað hvernig maðurinn notaði lyklana og hvort þeir hafa verið notaðir til innbrota í bifreiðir en yfir- heyrslur yfir manninum fóru fram síðdegis í gær. Aðalvarð- stjóri mundi ekki eftir því að lög- reglan hefði fundið annað eins magn af bíllyklum á einum og sama manninum. Að sögn lögreglu hefur bíl- þjófnaður þó ekki færst í aukana að undanförnu og ekki hefur orð- ið vart við að bílþjófar séu betur tækjum búnir en áður. Lögreglan í Reykjavík vill af þessu tilefni ítreka við ökumenn að ganga eins tryggilega frá öku- tækjum og kostur er og skilja ekki aukalykla eftir á glámbekk eða inni í bílnum, t.d. í hanska- hólfi. Morgunblaðið/Júlíus Lögreglumennirnir Ríkharður Örn Steingrímsson og Karl Arnarson (til hægri) eru með lyklana 24 sem fundust í fórum mannsins. Handtekinn með 24 bíllykla á sér TALSMAÐUR hjá Herra Örlygi hefur staðfest að skoska rokk- sveitin Franz Ferdinand muni halda tónleika hér á landi. Fara þeir fram 18. desember í Kaplakrika. Með- limir hljómsveit- arinnar eru steinhissa á því að hafa selt fyrstu plötu sína, sem út kom í febrúar, í 1,2 milljónum eintaka. Bassaleikarinn, Bob Hardy, er mik- ill áhugamaður um Ísland og hlakk- ar mikið til Íslandsfarar. Franz Ferdin- and kemur  Snilld/48 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.