Morgunblaðið - 24.07.2004, Síða 48

Morgunblaðið - 24.07.2004, Síða 48
48 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ KRINGLAN Sýnd kl. 10.15. B.i. 12. KEFLAVÍK Sýnd kl. 2 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 6.20, 8, 9.20 og 10.40. B.i. 14 ára. V I N D I E S E L EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 8 og 10.40. KRINGLAN Sýnd kl. 6. Hasarævintýramynd ársins sem enginn má missa af. Með hinni heitu Keira Knightley úr “Pirates of the Caribbean” og “Love Actually” i t i i i f. i i it i i tl i t f t i t ll FRÁ FRAMLEIÐANDANUM JERRY BRUCKHEIMER FRUMSÝNING KEFLAVÍK Sýnd kl. 10.30. B.i. 16. Sýnd kl. 10.Sýnd kl. 3 og 5.30. Enskt tal. Sigurvegari CANN ES og EVRÓPSKU KVIKMYNDAVERÐ LAUNANNA, bráðfyndið meista rastykki. Kvikmyndir.is Sýnd með íslensku og ensku tali. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Enskt tal. / Sýnd kl. 3, 5 og 8. Ísl. tal. „Ansi fyndin mynd, uppfull af myndlíkingum og húmor.“ - Ó.Ö.H., DV Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 8 og 10.10. SV.MBL Kvikmyndir.is  Allt er vænt sem vel er grænt. KD. Fréttablaðið. H.K.H. kvikmyndir.com DV FRUMSÝNING FRÁ FRAMLEIÐANDANUM JERRY BRUCKHEIMER Sýnd kl. 3, 6, 8 og 10. B.i. 14 ára. Ný gamanmynd frá Coen bræðrum Hasarævintýramynd ársins sem enginn má missa af. Með hinni heitu Keira Knightley úr “Pirates of the Caribbean” og “Love Actually” Sýnd kl. 3. 22.000 gestir á 8 dögum Þórhallur Sigurðsson heitirmaður, kallaður Laddi.Eins og klisjan segirþarfnast hann ekki kynn- ingar við, enda orðinn hálfgerð stofnun í íslensku samfélagi. Hann er manna reyndastur og færastur í talsetningu teiknimynda og hefur áunnið sér aðdáun æsku landsins fyrir framlag sitt í þeim efnum síð- ustu 26 árin. Nýjasta afrek Ladda er í myndinni Skrekkur 2, þar sem hann fer á kostum í hlutverki Asna. Þetta viðtal er talsett. Hefurðu einhverja tölu á þeim myndum sem þú hefur talsett? „Nei, ég hef enga hugmynd um það. Þær eru alveg ótrúlega marg- ar.“ Hvenær byrjaðirðu í þessum bransa? „Ég byrjaði í þessu þegar Strumparnir komu fyrst. Sennilega hefur það verið undir lok áttunda áratugarins, u.þ.b. 1978. Ég er bara ekki alveg með það á hreinu. Þá var þetta helmingi erfiðara en núna, því tækin voru ekki eins góð. Ég þurfti oft og tíðum að tala fyrir marga í einu, sem var strembið.“ Hvenær rann upp fyrir þér að þetta lægi vel fyrir þér og að hugs- anlega ættirðu góðan feril fyrir höndum við talsetningu? „Það var bara eftir fyrstu Strumpaseríuna. Hún tókst svo vel, ég fékk það góða dóma, að ég sá að þetta lægi mjög vel fyrir mér.“ Hvaða verkefni hefur verið erf- iðast á ferlinum? Voru það Strumpaþættirnir? „Já, ég held það, og svo var það mjög svipað þegar ég var að lesa fyrir frönsku þættina Einu sinni var í Sjónvarpinu. Græjurnar á Sjónvarpinu voru þannig að ef maður ruglaðist eitthvað þurfti að byrja upp á nýtt. Það var óskap- lega erfitt. Svo er svolítið erfiðara að lesa fyrir leiknar bíómyndir en teiknimyndir. Það er öðruvísi og erfiðara að ná samhæfingunni.“ Tæknin hefur batnað mikið síð- ustu ár, ekki satt? „Jú, nú er þetta unnið eftir á og lagað mjög mikið til. Ef eitthvað passar ekki alveg er það jafnvel lagað til í eftirvinnslunni.“ Hvaða erlendu leikarar finnst þér bestir í talsetningu? „Ég held ég verði að nefna þá félagana sem tala inn á Skrekk, Eddie Murphy og Mike Myers. Svo eru þeir mjög góðir sem töl- uðu fyrir Tímon og Púmba, Nat- han Lane og Ernie Sabella. Mjög skemmtilegir.“ Glatast ekki stundum eitthvað við að heimfæra og íslenska text- ann? „Jú, það vill henda. Það skiptir mjög miklu máli að þýðandinn sé góður og skilji talsetninguna. Hún byggist afskaplega mikið á ryþma, eins og tónlist. Íslensku orðin verða að vera jafnlöng og þau ensku. Það er ekki öllum gefið að leysa það vel af hendi. Ég man að sá sem þýddi fyrstu Strumpaþættina var ekki alveg með þetta á hreinu. Hann þýddi þetta bara beint upp úr handritinu og hefur sennilega ekki hlustað á þættina, þannig að ég þurfti að þýða allt saman upp á nýtt og laga það til. Það var heljarinnar verk, en þetta lagaðist svo með tímanum og síðustu Strumpaþýðingarnar fyrir nokkrum árum voru í miklu betra lagi. Maður hefur leyfi til að laga hitt og þetta til og ef lagfær- ingarnar eru miklar hringir maður í þýðandann og fær leyfi hjá hon- um.“ Hefur þér dottið í hug að bjóða fram þessa hæfileika þína erlendis? „Nei, maður er nú svo mikill Ís- lendingur í sér að manni dettur ekki í hug að leita út fyrir land- steinana. Manni finnst það ein- hvern veginn fráleitt.“ Hvað finnst þér um íslenska tal- setningu almennt? Er hún næg? „Hún hefur aukist afar mikið og núna eru nánast allar teiknimyndir talsettar, sem er mjög gott. Einnig eru margar myndbandsspólur tal- settar. Talsetning hér á Íslandi er í hæsta gæðaflokki og við erum komin mjög langt í þessari tækni. Ég veit til dæmis að Japanir vildu fá að talsetja teiknimynd, Skrekk að ég held, og áttu í einhverjum erfiðleikum. Þá var þeim send spóla með íslenskri talsetningu og sagt að svona ætti að gera þetta.“ Er talsetning þitt helsta starf? „Það má segja að þetta sé mitt eina fasta starf. Ég er með nokkra fasta liði í þessum efnum; bíó- myndir og barnaefni á borð við Bangsímon.“ Hefurðu neitað að talsetja eitt- hvað? „Nei, það hef ég nú ekki gert. Ekki hingað til að minnsta kosti.“ Þórhallur Sigurðsson er eldri en tvævetur í talsetningu Frá Strumpum til Skrekks Laddi á langan feril að baki og er manna reyndastur í talsetn- ingu teiknimynda á Ís- landi. Hann talar fyrir Asnann í myndinni Skrekkur 2, sem nú er sýnd í kvikmynda- húsum. Ívar Páll Jónsson spjallaði við þennan reynda leikara um talsetningu kvik- mynda og fleira. Laddi fer á kostum sem Asninn. Morgunblaðið/Þorkell Laddi ruddi brautina þegar hann talsetti Strumpana á sínum tíma. ivarpall@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.