Morgunblaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁHRIF áfengisvanda einstak- linga á vinnuframlag þeirra eru vart mælanleg, önnur en þau að karlmenn sem eiga við drykkju- vandamál að stríða vinna al- mennt lengri vinnudag en aðrir karlmenn. Þetta er niðurstaða íslenskrar rannsóknar Tinnu Laufeyjar Ás- geirsdóttur, heilsuhagfræðings og doktorsnema í Miami-háskóla í Flórída í Bandaríkjunum, og Kerry Anne McGeary, frá Drex- el-háskóla í Fíladelfíu í Banda- ríkjunum. Í rannsókninni voru notaðar niðurstöður könnunar Gallup meðal 2.000 Íslendinga, sem gerð var árið 2002. Tinna segir mikið rætt um nei- kvæð áhrif áfengisvanda á vinnu- markaðinn án þess að það hafi verið rannsakað til hlítar, og því hafi hún og McGeary ákveðið að kanna hvort þetta væri í raun og veru tilfellið. Þær rannsökuðu því hversu mikil neikvæð áhrif áfengisvandamálið hefði á störf fólks. Í niðurstöðum rannsóknarinn- ar kemur fram að það finnist engin neikvæð áhrif á atvinnu- þátttöku þeirra sem eiga við áfengisvandamál að stríða, og fjöldi unninna vinnustunda sé ekki minni en hjá öðrum. Hjá konum var enginn mælanlegur munur á vinnustundafjölda, óháð því hvort konurnar áttu við áfengisvandamál að stríða. Því kom nokkuð á óvart að samkvæmt könnuninni vinna karlar sem eiga við áfengis- vanda að stríða fleiri stundir í viku en aðrir karlar. Skýringa leitað Tinna segir að næsta skrefið sé að rannsaka nánar hvers vegna þetta sé. Hún segir fjöl- margar skýringar hugsanlegar, t.d. að það tengist kostnaði við drykkjuna, því að áfengissjúk- lingar séu einfaldlega lengur að koma því í verk sem þeir þurfa að gera, eða því að félagsleg einangrun fái mennina til að eyða meiri tíma í vinnunni. Orsakatengslin eru ekki ljós, hvort karlar sem vinna mikið eru líklegri til að eiga við áfengisvanda að stríða, eða hvort karlar sem eigi við áfeng- isvanda að stríða vinni meira af öðrum orsökum. Rannsakaði áhrif áfengisvanda á framlag fólks á vinnumarkaði Lítil áhrif á vinnutíma HEIMASTJÓRNARHÁTÍÐ al- þýðunnar á Ísafirði tókst með ein- dæmum vel að sögn Jóns Fanndal Þórðarsonar, upphafsmanns hátíðarinnar, en hátíðin var haldin í tilefni 100 ára heimastjórn- arafmælis landsmanna. „Þetta var algjör upplifun, ég meina það. Það var ótrúlegur fjöldi fólks og stemmningin var alveg stórkost- leg,“ segir Jón Fanndal og bætir við að veðrið hafi að auki leikið við hátíðargesti. Hátíðin var haldin á laugardag og var eitt af markmiðum hennar að íbúar Ísafjarðarbæjar og ná- grannabyggða kæmu saman til að fagna sameiginlega áföngum í sjálfstæðis- og réttindabaráttu al- mennings á liðinni öld, og að minn- ast hlutar Vestfirðinga í menning- ar- og félagslífi landsins. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var sérstakur heið- ursgestur á hátíðinni og flutti hann hátíðarræðu í tilefni dagsins, þar sem m.a. kom fram að heima- stjórnin hefði verið uppskeruhátíð. Hann sagði að gott hefði verið að eiga bakhjarl í Vestfirðingum fyrir 100 árum síðan þegar Íslendingar fengu heimastjórn. Höfðingjar á Ísafirði hefðu oft leikið lykilhlut- verk í þeirri baráttu. „Það er því vel við hæfi að fagna hundrað ára afmæli hér á Ísafirði og tengja há- tíðina við alþýðu manna, afkom- endur þeirra sem veittu öflugt lið- sinni þegar mest á reyndi, fólkið hér vestra sem ætíð hefur sótt kjark og baráttuvilja í nátt- úruöflin,“ sagði Ólafur Ragnar í hátíðarræðu sinni. Þar færði hann að auki Sigurði Bjarnasyni, fyrr- verandi sendiherra og ritstjóra Morgunblaðsins, sérstakar þakkir en hann er hinn eini eftirlifandi þeirra sem sátu á Alþingi á lýð- veldisárinu 1944. Endað með flugeldasýningu Dagskrá hátíðarinnar var fjór- skipt og voru þátttakendur frá öll- um þéttbýlisstöðum Ísafjarð- arbæjar og nágrannabæjum. Kyndilhlaup, hátíðardagskrá á Silf- urtorgi á Ísafirði, lokasýning á Pollinum og heimildarmyndahátíð þar sem sýndar verða myndir sem fjalla um mannlíf og náttúru Vest- fjarða, voru meðal þeirra dag- skrárliða sem gestir og gangandi gátu tekið þátt í. Var hátíðin ætluð öllum aldurshópum að sögn Jóns Fanndal sem bætir því við að kvöldið hafi endað með glæsilegri flugeldasýningu og svo hafi verið kveikt í brennu á miðjum Poll- inum. Hann segist aldrei hafa kynnst annarri eins samstöðu með- al Vestfirðinga en allir sem komu að hátíðinni unnu sjálfboðavinnu og tóku ekki krónu fyrir sína vinnu. „Það er ekki hægt að segja neitt nema jákvætt um þetta.“ Með kyndilhlaupinu var minnst þess framfarahugar og þeirrar djörfungar sem einkenndi fyrri aldamótakynslóð sem leiddi ís- lensku þjóðina í sókn til þjóðfrelsis og efnahagslegra framfara. Eld- urinn þótti táknrænn fyrir þennan baráttuanda og lýsandi fyrirmynd nýrrar aldamótakynslóðar sem nú vex úr grasi, segir í tilkynningu um hátíðina. Fjöldi gesta á heimastjórnarhátíð alþýðunnar á Ísafirði Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Kyndilberar kveiktu eld sem er lýsandi fyrirmynd nýrrar aldamótarkynslóðar. Mikill fjöldi fólks var saman kominn á Silfurtorgi á Ísafirði til að fylgjast með hátíðardagskránni á laugardagskvöld. „Stemmning- in alveg stórkostleg“ OFFITA hefur frekar neikvæð áhrif á atvinnuþátttöku kvenna en karla, sam- kvæmt nýrri íslenskri rannsókn, og getur ástæðuna fyrir þessum mun ver- ið að finna í mismunun of feitra kvenna bæði hjá vinnuveit- endum og við- skiptavinum. Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu í gær sýnir ný íslensk rann- sókn á íslenskum konum fram á að konur sem eru í kjörþyngd eru lík- legri til að vera virkar á vinnu- markaðinum en þær sem eru of þung- ar, en það sama gildir ekki um karl- menn, þar sem enginn munur var á atvinnuþátttöku eftir holdafari. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, heilsu- hagfræðingur og doktorsnemi í Miami-háskóla í Flórída í Bandaríkj- unum, hefur undanfarið unnið að rann- sókn á áhrifum offitu á atvinnuþátt- töku, og byggist rannsóknin á tölum sem safnað var frá 2.000 Íslendingum í könnun Gallups árið 2002. Í rannsókn- inni leitaðist Tinna við að greina hvort minni atvinnuþátttaka þeirra sem eru yfir kjörþyngd tengist mismunun vegna útlits, verri heilsu, minni hvatn- ingu til að vinna, eða því að þeir sem ekki vinna séu líklegri til að verða of þungir vegna þess að þeir vinna ekki. Tinna segir að skýr orsakatengsl séu milli offitu og atvinnuþátttöku hjá konum, og hefur í rannsókn sinni sýnt fram á að þau skýrist ekki með heilsu- fari, enda segir hún að ef þessi munur tengdist heilsufari ætti hann að vera sá sami eða meiri hjá karlmönnum, en þar er hins vegar enginn munur. Tinna segir að áður hafi margar ástæður verið sagðar hugsanlegar fyr- ir þessum áhrifum offitu á atvinnu- þátttöku. Ef manneskja hafði til dæm- is ekki mikla hvöt til að koma sér inn á atvinnumarkaðinn gat verið að hún hefði að sama skapi ekki mikla hvöt til að halda sér í góðu líkamlegu formi. Þrjár mögulegar skýringar „Bara það að finna þessi orsaka- tengsl, að þau liggi frá offitunni yfir í atvinnuþátttöku, bendir til þess að það sé þrennt sem gæti orsakað þetta. Það gæti verið mismunun gagnvart of þungum konum á vinnumarkaðinum, þær séu ekki ráðnar jafnmikið. Það sem gæti líka verið er að ef of feitt fólk fær lægri laun þá getur verið að það séu ekki sömu hvatar fyrir það að taka þátt, og næsta skref hjá mér er einmitt að skoða hvaða áhrif offita hefur á laun fólks,“ segir Tinna. Þriðja skýringin gæti verið að það væri meiri framleiðni hjá þeim sem eru ekki feitir, en Tinna segir það ekki geta skýrst af heilsufarsástæðum þar sem þær voru teknar út úr reikningn- um í rannsókninni. Þá þurfi að líta til annarra þátta, eins og viðhorfa við- skiptavina til of feitra kvenna í þjón- ustustörfum, og þess hvort þær sem eru í góðu formi sýni betri framleiðni þar sem viðskiptavinurinn kjósi heldur að eiga samskipti við granna konu. Allar skýringarnar sem Tinna telur líklegar byggjast á mismunun sem beinist að konum sem eru of feitar, hvort sem það er vinnuveitandinn sem mismunar þeim með því að ráða þær síður eða greiða lægri laun, eða við- skiptavinurinn sem mismunar vegna þess að of feitar konur eru ekki taldar fallegar. Það sem vekur sérstaka at- hygli er að of feitir karlmenn virðast ekki lenda í þessari mismunun, og seg- ir Tinna að það megi skýra með því að útlit kvenna hafi almennt mun meiri áhrif en útlit karla, meira máli skipti fyrir konur að líta vel út en karla í samfélaginu almennt. Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar á áhrifum holdafars á þátttöku fólks á vinnumarkaði Skýr tengsl milli offitu og atvinnuþátttöku Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.