Morgunblaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Miðasala opnar kl. 15.30Miðasala opnar kl. 15.30
I I I
T
o p
p
myndin
á íslandi
Tvær vikur á toppnum !
Sýnd kl. 4 og 6. ísl tal. / Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Enskt tal.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
Sjáið frábæra gamanmynd um frægasta,
latasta og feitasta kött í heimi!
Sýnd bæði með íslensku og ensku tali.
Þetta var ekki hennar heimur..
en dansinn sameinaði þau!
Sjóðheit og seiðandi skemmtun!
SV MBLÓÖH DV
Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 12 ára.
Mjáumst
í bíó!
Myrkraöflin eru með okkur!
Mögnuð ævintýra-spennumynd!
Sýnd kl. 5.20, 8, og 10.40. B.i. 14 ára.
kl. 5.20, 8 og 10.40.
T
o p
p
myndin
á íslandi
Uppáhalds köttur allrar
fjölskyldunnar er kominn í bíó!
Mjáumst
í bíó!
Sýnd kl. 6. ísl tal.Sýnd kl. 10.20. B.i. 14 ára.
Myrkraöflin eru með okkur!
Mögnuð ævintýra-spennumynd!
Sýnd kl. 5.45 og 8.
Ó.H.T Rás2
„Myndir á borð við þessar segja
meira en þúsund orð.“
HJ. MBL
S.K., Skonrokk
„Drepfyndin“
Ó.Ö.H. DV
Sýnd kl. 8 og 10.
Þ
riðja alþjóðlega leiklist-
arhátíð Bandalags
áhugaleikfélaga í Norð-
ur-Evrópu (NEATA),
sem Norðurlöndin og
Eystrasaltslöndin þrjú eiga aðild að,
var haldin í bænum Viljandi í Eist-
landi fyrr í þessum mánuði. Á hátíð-
inni, sem stóð dagana 3.–8. ágúst,
mátti sjá sýningar frá átta aðild-
arlöndum samtakanna, þ.e. Dan-
mörku, Eistlandi, Finnlandi, Íslandi,
Lettlandi, Litháen, Noregi og Sví-
þjóð, auk þess sem belgískum leik-
hóp var boðið sem fulltrúa samtaka
áhugaleiklistarfólks í Mið-Evrópu.
NEATA á sér sex ára sögu, en
bandalagið var stofnað árið 1998 þeg-
ar Norræna áhugaleiklistarráðið
(NAR) og samtök leiklistaráhuga-
fólks í Eystrasaltslöndunum hófu
formlega samstarf sitt og gerðust eitt
þeirra átta sambanda sem aðild eiga
að alþjóðasamtökum áhugaleiklist-
arfólks (AITA/IATA). Fram að
stofnun NEATA hafði NAR staðið
fyrir alþjóðlegum leiklistarhátíðum
annað hvert ár og var slík hátíð m.a.
haldin í Reykjavík árið 1986. Við
stofnun NEATA var ákveðið að
halda þessu mikilvæga starfi áfram
og var fyrstu NEATA-leiklistarhá-
tíðinni hleypt af stokkunum í Trakai í
Litháen sumarið 2000 og tveimur ár-
um síðar fylgdi hátíð í Västerås í Sví-
þjóð.
Hátíðin í ár var að sumu leyti um-
fangsminni en tvær fyrri hátíðir
NEATA þar sem aðeins voru sýndar
níu sýningar meðan sýndar voru
fimmtán sýningar á báðum fyrri há-
tíðunum, en samdrátturinn nú helg-
ast fyrst og fremst af því hversu
kostnaðarsamt er að halda hátíðir á
borð við þessa. Af þessum sökum var
t.d. engin rússnesk leiksýning í boði
þetta árið, sem verður að teljast mið-
ur þar sem margar þeirra rússnesku
sýninga, sem undirrituð hefur séð á
alþjóðlegum leiklistarhátíðum, hafa
oft verið með því áhugaverðasta sem
í boði hefur verið. Á móti kom að þó
sýningarnar væru færri í ár þá voru
þær á heildina litið í mun hærri
gæðaflokki en oft áður og var það af-
ar ánægjulegt. Hvort það stafaði af
vandaðra vali áhugaleiklistarsam-
bandanna í hverju landi fyrir sig á
viðkomandi hátíðarsýningum eða
hvort síðasta leikár var almennt
svona miklu betra er hins vegar ekki
gott að segja.
Lettneskt leiklistarlíf
vekur sérstaka eftirtekt
Á þeim leiklistarhátíðum sem und-
irrituð hefur sótt hafa lettneskar og
litháískar sýningar undantekning-
arlaust skorið sig úr hvað gæði og
frumleg efnistök varðar. Svo var
einnig raunin hér. Þannig setti lettn-
eski leikhópurinn Ventspils upp ein-
staklega skemmtilega og hugvitsam-
lega uppfærslu á Tartuffe eftir
Molière undir handleiðslu leikstjór-
ans Agris Krûmiòš, en mögnuð upp-
færsla hans á Kennslustundinni eftir
Ionesco á alþjóðlegri leiklistarhátíð í
Noregi fyrir sex árum er mér enn í
fersku minni. Leikkonan sem fór með
hlutverk þjónustustúlkunnar í
Tartuffe var kómískur leikari af guðs
náð og aðrir leikarar nutu sín greini-
lega vel undir styrkri stjórn leikstjór-
ans. Forvitnileg nýting hans á hús-
gögnum og leikmunum í sýningunni
vakti nokkra athygli, svo og hugvit-
samleg vinna hans með dýpt stóra
sviðsins í borgarleikhúsinu í Viljandi.
Afar athyglisvert var að heyra Tiit
Palu, annan aðalgagnrýnanda hátíð-
arinnar, lýsa því yfir að að sínu mati
væri það mest spennandi í evrópskri
leiklist um þessar mundir að gerast í
Lettlandi og ekki laust við að mann
langi hreinlega til að leggja leið sína
þangað til að skoða lettneskt leiklist-
arlíf af alvöru.
Opnunarsýning hátíðarinnar var í
höndum litháíska leikhópsins Aglija,
en hann sýndi leikgerð sína á skáld-
sögunni Rödluvan eftir finnsku
skáldkonuna Märta Tikkanen þar
sem samskipti kynjanna og refsing
samfélagsins á óbældu hvatalífi
kvenna er til skoðunar. Leikhópurinn
var stofnaður af Laimu Adomaitiene
leikstjóra fyrir rétt tæpum tíu árum
og sér hún sjálf að mestu um þjálfun
leikara sinna og leikstýrir öllum upp-
færslum hópsins. Sú mikla vinna og
agi sem greinilega er krafist af þátt-
takendum hópsins, sem var á aldr-
inum 12–25 ára, skilaði sér í ótrúlega
fágaðri og stílhreinni sýningu sem að
mestu var leikin án orða. Bæði af
þessari sýningu og fyrri sýningum
Adomaitiene, sem undirrituð hefur
séð, er ljóst að hún leggur mikla
áherslu á stíliseraðar hreyfingar
þannig að leiksýningar hennar eru
oft á mörkum þess að teljast dans-
leikhús. Eftir sitja sterkar myndir
sem seint líða úr minni, eins og þegar
tvær litlar stúlkur notuðu örfáar
fjaðrir til að búa til vængi, leikur
þátttakenda með ferðatöskur og
vatnsglös, sem sífellt var verið að
skvetta vatni úr af miklum krafti, og
magnað samspil leikenda þegar aðal-
leikkona sýningarinnar klifraði upp
og niður líkama mótleikara sinna.
Drukkinn Svíi og
úkraínskir anarkistar
Framlag Svía á hátíðinni var ein-
leikurinn Limpan (Brauðhleifurinn),
en í þeim leik segir alkóhólistinn
Lindberg áhorfendum frá lífshlaupi
sínu og reynir að skilja hvers vegna
hann hefur síðustu áratugina þurft að
drekka frá sér ráð og rænu. Leik-
urinn var reglulega brotinn upp með
vísnasöng leikpersónunnar við undir-
leik kontrabassa og harmónikku, en
hvoru tveggja, þ.e. leikur og söngur,
var flutt á framúrskarandi hátt af
hinum magnaða leikara Sören
Ivemyr sem hafði tímasetningar í
leik fullkomlega á valdi sínu og náði
góðu og sterku sambandi við áhorf-
endur. Þess má geta að hópnum hef-
ur þegar verið boðið að sýna á Íslandi
og ef allt gengur upp munu lands-
menn geta séð sýninguna á al-
þjóðlegri leiklistarhátíð sem Banda-
lag íslenskra leikfélaga stendur fyrir
á Akureyri næsta sumar.
Því miður náði undirrituð ekki að
sjá framlag Noregs, The Victorius
(Sigursæll), þar sem íslenski hóp-
urinn þurfti á sama tíma að undirbúa
eigin sýningu. En að sögn þeirra sem
sáu hana var þetta stutt sýning, að
mestu leikin án orða, sem byggðist á
dæmisögunni um pílviðinn og eikina.
Frá Danmörku kom sjálfstætt starf-
andi leikhópurinn Teater etcetera
með sýninguna The Story of
Depravation (Saga af siðspillingu).
Sýningin var afar kaótísk, en sagðar
voru samhliða tvær sögur sem hvorki
tengdust á neinn hátt né vörpuðu
neinu ljósi hvor á aðra. Bæði verkið
og allur leikur virtist fullkomlega
laus við hvers kyns dramatík þó ljóst
væri að hópurinn tæki uppsetningu
sína afar hátíðlega.
Framlag Eistlands var Elizaveta
Bam í flutningi Stúdentaleikhússins í
Tartu. Í sýningunni úði og grúði af
alls kyns leik- og leikhússtílum,
þannig brá fyrir trúðleik, grískum
kór, raunsæjum leik og óperuflutn-
ingi, en á stundum virtist eins og leik-
arar léku hver í sínum stíl. Að mörgu
leyti var þetta því afar forvitnileg til-
raun, en því miður var leikarahóp-
urinn ekki nógu sterkur til að standa
undir þeim kröfum sem þessi leið fól í
sér þannig að þessi tilraun til póst-
módernisma í leikhúsinu féll eig-
inlega um sjálfa sig. Þó má sýningin
eiga það að hún sannaði fyrir mér þá
forvitnilegu þversögn að þegar mað-
ur sem áhorfandi skilur ekki orð af
því sem fram fer ríður enn meira á að
leikarinn beri textann eins skýrt
fram og kostur er.
Mahnovitsina nefndist framlag
finnska leikhópsins. Hér var um að
ræða kröftuga sýningu þar sem not-
uð var tíu manna rokkhljómsveit til
að segja sögu úkraínskrar anarkista-
kommúnu sem bolsévikkar lögðu í
rúst á sínum tíma. Sýningin var
skemmtilega hrá og óhefluð, þó mað-
ur hefði stundum óneitanlega
áhyggjur af því að hinn mikli kraftur
leikaranna væri á köflum nokkuð
taumlaus.
Forvitnilegar tilraunir
og frumleg efnistök
Á alþjóðlegri leiklistarhátíð NEATA,
sem haldin var í Eistlandi fyrr í mán-
uðinum, mátti m.a. sjá afburðafim
litháísk ungmenni, finnska orkubolta
og sænska fyllibyttu. Silja Björk
Huldudóttir var á staðnum.
Opnunarsýning há-
tíðarinnar var í
höndum litháíska
leikhópsins Agljija
og var hér um að
ræða magnaða leik-
gerð á skáldsögu eft-
ir Märta Tikkanen.