Morgunblaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 13
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2004 13
glæsilegur stál skápur frá
Bosch
Bosch Kælir/frystir
KGV36390
Gler hillur,
185x60x60 cm
235 l kælir
105 l frystir Skútuvogur 2 :: 104 Reykjavik
Sími: 522-9000 :: Fax: 522-9001
Opnunartími:
Mán-föst 11-18.30
Laugard 10-18
Sunnud 13-17
99.900.-
NÁMSMENN
Glæsileg tilboð á dagskinnum
fyrir alla sem vilja gott skipulag
Leðuriðjan ehf. Brautarholti 4 Rvk s. 561 0060
HÚS & HEIMILI
Japan, Þýskaland, Búlgaría,Bretland og Bandaríkin.Þessi lönd eru dæmi umhversu víða að námsmenn-
irnir koma til að nema íslensku við
Háskóla Íslands. Þetta árið tóku 58
manns þátt í sumarnámskeiðunum
sem eru samvinnuverkefni Stofnun-
ar Sigurðar Nordals og heimspeki-
deildar HÍ , en námið er einkum ætl-
að erlendum háskólastúdentum.
Vinsældir þessara námskeiða aukast
ár frá ári og að þessu sinni sóttu
þrisvar sinnum fleiri um en hægt var
að taka á móti.
Hin bandaríska Tiffany Beechy,
Þjóðverjinn Lena Weilbächer og
Japaninn Tatsuyuki Mimura voru í
hópi þeirra sem fengu inni.
„Mér finnst ég vera nýkomin og
það er óneitanlega svekkjandi að nú
þegar ég er loksins farin að skilja
svolítið þá er ég á leiðinni heim aft-
ur,“ segir Beechy, en þau voru ný-
komin úr lokaprófi eftir stíft fjögurra
vikna íslenskunám þegar blaðamað-
ur hitti þau. Mimura sem einnig var á
heimleið tók í sama streng, en bæði
höfðu þau setið byrjendanámskeið í
íslensku. Weilbächer er öllu lengra
komin og hefur, eftir að hafa byrjað
að læra nútímaíslensku í mars sl.,
náð ótrúlega góðum tökum á málinu.
Það hjálpar þó efalítið að forn-
íslenska er viðfangsefni dokt-
orsritgerðar sem hún vinnur að
þessa stundina. „Það er þó eitt að
nota málið við fræðistörf og annað að
beita því sjálfur,“ segir Weilbächer
og hin samsinna.
„Þannig er líka eitt að hafa gaman
af þessum gömlu sögum og allt annað
að heyra málið talað af raunverulegu
fólki. Að reyna að ímynda sér hvern-
ig sögupersónurnar ræddu sín á milli
fær á sig nýjan blæ eftir að hafa
kynnt sér tunguna. Þá leitar ímynd-
unaraflið í allt annan farveg,“ bætir
Beechy við og segir Íslendingasög-
urnar hafa öðlast nýtt líf í sínum
huga eftir dvölina hér. Hún vinnur að
doktorsritgerð í miðaldabók-
menntum við Oregon-háskóla, sem
byggir m.a. á saman-
burðarrannsóknum fornensku og
-íslensku.
Þrátt fyrir að hafa grunn í forn-
íslensku fyrir komuna til landsins
segir Beechy íslenskuna engu að síð-
ur erfiða enskumælandi fólki. „Fall-
beygingarnar eru verstar, þær eru
okkur bara ekki tamar og eins finnst
mér erfitt að greina á milli sérhljóð-
anna því fólk hér talar svo hratt.“
„Stundum er kannski auðvelt að
lesa og skilja innihald textans, en það
er allt annað að tjá sig og tala við
aðra. Það er mun erfiðara,“ segir
Mimura og bætir við að sér finnist þó
danska auðveldari enskunni! Sú full-
yrðing er þó kannski ekki jafn sér-
kennileg og hún hljómar í fyrstu þar
sem hann er í doktorsnámi við
Tókýóháskóla í málvísindum, með
norrænar tungur sem sérfag og er
þessa stundina gestanemandi við
Kaupmannahafnarháskóla.
Dýrt að búa hér
Ekki fór allur tíminn í lærdóm því
hópurinn náði einnig að ferðast um
landið. „Ísland er góður staður að
vera á, en maður þarf að eiga mikla
peninga til að búa hér,“ segir Mim-
ura og vill meina að þær sögusagnir
sem blaðamaður hefur heyrt um dýr-
tíðina í Japan falli algjörlega í skugg-
ann af verðlagi hér. Þær Beechy og
Weilbächer eru á sama máli, en segj-
ast þó hafa getað gert góð kaup í
bókum tengdu náminu. Beechy játar
þó að ein og ein íslensk skáldsaga fái
að fljóta með. „Svo eru það Bónus-
ljóðin, þau eru alveg frábær. Við eig-
um ekkert þeim líkt í Bandaríkj-
unum. Þar myndi ekkert „alvöru“
skáld semja ljóð til stórmarkaðarins.
Þetta er frábær menningargripur.“
Áhyggjur af yfirvigt vegna bóka-
kaupa virðast þó lítt skyggja á dvöl-
ina hér því öll lýsa þau yfir áhuga á
að læra meiri íslensku og enn á ný
hefur Beechy orðið: „Vandamálið er
kannski helst að landið er svo af-
skekkt og Íslendingar fáir, þannig að
ég óttast að fá ekki mörg tækifæri til
að æfa mig.“
MENNTUN | Alþjóðleg sumarnámskeið í íslensku eru vinsæl hjá útlendingum
„Erfitt að greina á
milli sérhljóðanna“
Morgunblaðið/Kristinn
Nemarnir þrír: Lena Weilbächer, Tatsuyuki Mimura og Tiffany Beechy.
MIKILL áhugi er á íslenskunámi
víða um lönd og ekki hvað síst í
Norður-Evrópu og Norður-
Ameríku, samkvæmt upplýsingum
frá Stofnun Sigurðar Nordals.
Auk sumarnámskeiðanna við HÍ
er nútímaíslenska einnig kennd
víða erlendis og stunda á annað
þúsund nemar slíkt nám árlega. 14
íslenskulektorar starfa nú erlendis
með styrk íslenskra stjórnvalda, í
átta Evrópulöndum og einn í Kan-
ada.
Nú í ágúst verður tekið í notkun
nýtt kennsluefni í íslensku fyrir
byrjendur á Netinu, Icelandic On-
line, sem er ætlað bæði til sjálf-
kennslu og fjarkennslu með aðstoð
kennara. Kennsluefnið var þróað í
samvinnu milli heimspekideildar
HÍ, Stofnunar Sigurðar Nordal,
Wisconsinháskóla og háskólastofn-
ana í fjórum Evrópulöndum.
Íslenska fyrir erlenda námsmenn
www.nordals.hi.is
Íslenskunám nýtur vaxandi vinsælda meðal
útlendinga. Á hverju sumri leggur fólk víðs-
vegar að úr heiminum leið sína til landsins
til að kynnast málinu.
annaei@mbl.is