Morgunblaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 14
UMRÆÐAN 14 MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Útflutningsráð Íslands, í samvinnu við VUR, Viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins, býður til funda með sendiherrum Íslands og aðalræðismönnum í ágúst og september. Tímapantanir má skrá með tölvupósti á utflutningsrad@utflutningsrad.is og í síma 511 4000. Fundirnir eru ætlaðir fyrirtækjum og öðrum sem eiga hagsmuna að gæta í umdæmum sendiskrifstofanna. Býðst hér tækifæri til þess að ræða viðskiptamöguleika og önnur hagsmunamál þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði. Næstu fundir verða haldnir í húsakynnum Útflutningsráðs að Borgartúni 35 sem hér segir: 25. ágúst kl. 9:00-12:00 Helgi Ágústsson, sendiherra í Washington. Auk Bandaríkjanna er umdæmi sendiráðsins Argentína, Brasilía, Chile, El Salvador, Gvatemala, Mexíkó og Úrúgvæ. 26. ágúst kl. 9:00-12:00 Atli Ásmundsson, aðalræðismaður í Winnipeg. Upplýsingar um aðra sendiherrafundi má nálgast á heimasíðu Útflutningsráðs, www.icetrade.is, og VUR, www.vur.is. viðskiptalífsins í þjónustu Sendiherrar M IX A • fí t • 0 2 2 4 4 SJALDNAST erum við sammála um nokkurn skapaðan hlut, menn eða málefni. Okkur greinir á um leið- ir að markmiðum sem sjálfsagt er eðlilegt þótt stundum finnist manni nú nóg um. Eitt vona ég þó að við getum sam- einast um. Það að bera umhyggju fyrir börn- um og að eiga þá von í hjarta að börnunum okkar farnist vel í líf- inu. Það má reikna með því að á fimmta þúsund sex ára Íslendingar séu þessa dagana á leið í skólann í fyrsta sinn. Sannarlega tímamót í þeirra lífi og fjöl- skyldna þeirra. Samferða í skólann Fátt ef nokkuð er dýrmætara en að eiga raunverulegan vin. Vin sem vill verða samferða í skólann og bregst ekki, sama á hverju gengur. Og jafnvel þótt vinurinn sé ósýni- legur er hægt að finna fyrir honum. Þessi vinur býðst til að lýsa okkur veginn, fylgja okkur eftir hvert fót- mál og vaka yfir okkur, án þess þó að vera uppáþrengjandi eða íþyngjandi á nokkurn hátt. Heldur þvert á móti, uppörvandi, hvetjandi og blessandi. Ómetanlegur vinur með þægilega nærveru sem býðst til að umvefja okkur kærleika sínum með raun- verulegri en ólýsanlegri nálægð. Því hvet ég okkur öll til þess að sameinast í bæn fyrir börnunum okkar og þá ekki síst þeim sem þessa dagana fara með nýju töskuna sína á bakinu í skólann í fyrsta sinn. Eldhúsborðið er ákjósanlegur staður til bæna, hvort sem það er við morgun- eða kvöldverð. Þá getur verið gott að biðja þegar komið er upp í á kvöldin eða bara hvenær sól- arhringsins sem er. Það góða er að það geta og mega allir biðja. Best er að hafa orðalagið einfalt, því það ger- ir bænina einlægari. Eitt er víst að það hefur enginn orðið verri maður af því að biðja og ég held að við ættum bara að láta það eftir okkur sem oft- ast. Bænin er nefnilega kvíðastillandi. Hún er æfing í von og trausti og með henni fæst ólýs- anleg innri ró og friður. Bænin gæti til dæm- is bara verið einhvern veginn svona: Kæri Guðssonur, Jesús Kristur, þú sem sagðir: Leyfið börn- unum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki! Í dag komum við fram fyrir þig í þakklæti fyrir að mega samkvæmt þínu boði leggja allt sem á okkur hvílir á þínar herðar. Því biðjum við þig nú að blessa öll þau börn sem á þessu hausti upplifa þau miklu tímamót að hefja skólagöngu. Vilt þú senda engla þína til að fylgja þeim eftir og gæta þeirra, vaka yfir þeim og vernda frá slysum og hættum og hverju því öðru sem kann að skaða þau. Gefðu að þeim sækist námið vel, verði áhugasöm og gef þeim einbeit- ingu. Gef að þau aðlagist skólanum og bekkjarfélögunum á eðlilegan hátt. Blessaðu samskipti bekkjarfélag- anna og skólafélaganna allra. Forðaðu hverju barni frá því að lenda í einelti eða vera beitt ofbeldi hvers konar, andlegu eða líkamlegu og forða þeim frá að taka þátt í slíku. Þroska með þeim tillitssemi og virðingu fyrir náunganum og ólíkum skoðunum hans. Jafnt gagnvart skólafélögum, kennurum og skóla- stjórnendum, foreldrum og systk- inum sem og öðrum samferðamönn- um. Hjálpa þú börnunum að upplifa skóladaginn skemmtilegan. Haf þú áhrif á þau. Gerðu þau fróðleiksfús og næm fyrir umhverfinu og öllu lífi. Láttu þau hlakka til næsta dags og hjálpaðu þeim að horfa full eftir- væntingar og vonar til framtíðar. Viltu einnig vaka yfir öllum öðrum nemendum. Á hvaða aldri eða stigi sem þau eru. Já, hvar sem hann eða hún kunna að vera stödd á sinni lífs- ins skólagöngu. Gefðu að allt nám verði viðkom- andi nemanda til þroska, ánægju og heilla. Opna þeim leiðir til að viða að sér frekari þekkingu. Gefðu svo að allt nám verði þjóðfélagi okkar til gagns og heilla, framfara og bless- unar. Uppörvaðu hvern nemanda og styrktu. Gefðu honum einbeitingu og úthald til að takast á við verkefni sín. Við biðjum í trausti þess að þú leggir eyra þitt að ákalli okkar og munir vel fyrir sjá. Við biðjum til þín sem sagðir: Biðjið og yður mun gef- ast. Í Jesú nafni. Amen. Með því að biðja fyrir börnunum okkar, leggjum við framtíðina í Guðs hendur. Við stillum saman hugi, jafnt með velferð einstaklingsins og heildarinnar allrar að leiðarljósi. Við verðum meðvitaðri, upplýstari, skilningsríkari og ábyrgari um vel- ferð barnanna okkar og þjóðfélags- ins í heild. Við fljótum þar að leið- andi ekki eins hjálparvana og áhyggjufull inn í óljósa framtíðina. Ég er viss um að við getum ekki sameinast um neitt betra, börnum okkar og þjóð til handa. Biðjum fyrir börn- unum sem eru að hefja skólagöngu Sigurbjörn Þorkelsson skrifar um skólabörn ’ Eldhúsborðið erákjósanlegur staður til bæna, hvort sem það er við morgun- eða kvöld- verð.‘ Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur og fram- kvæmdastjóri Laugarneskirkju. UMRÆÐA um náttúruvernd ein- kennist oft af of mikilli tilfinn- ingasemi þar sem skynsamlegar rök- semdir eiga ekki aðgang. Við verðum að auka tekjur í þjóð- félaginu til að standa undir kröfum samtím- ans. Kjarabarátta kennara er dæmi. Eigi að bæta lífskjör þarf nýja tekjustofna, – virkjanir/álver, meiri fiskveiðar og hval- veiðar. Hálendið og orkan er sá nýi tekjustofn sem verið er að fjárfesta í til að bæta lífskjör. Einu sinni var vinstri stjórn hérlendis svo galin að samþykkja stöðvun hval- veiða. Svo höfum við setið í súpunni og tjónið nemur hundruðum millj- arða. Ísland er nú hringsiglt árlega af „umhverfisvinum“ sem hæðast þann- ig að okkur og markaðssetja um leið nýjan lævísan áróður svo við hefjum síður hvalveiðar. Valdarán fór fram í Alþjóða „hvalveiðiráðinu“ af öfga- fólki. Sannleikur, heiðarleiki og virð- ing fyrir fullveldi sjálfstæðra þjóða er ekki í spjaldskránni. Mér finnst orka tvímælis að Íslend- ingar sitji fundi og séu í „samstarfi“ við hóp öfgafólks, – svikara – sem svífast einskis í að svíkja, ljúga, plata og beita öllum ráðum til að hafa okk- ur áfram að fíflum. Tjónið af því að veiða ekki hvali er tugir milljarða árlega. Hvölum fjölg- ar stjórnlaust, sem aftur skapar tjón fyrir milljarða vegna minnkandi af- raksturs fiskistofna – vegna offjölg- unar hvala. Stjórnlaus fjölgun hvala skapar vaxandi hættu á fæðu- kreppu í vistkerfi sjávar – eins og sést á fallandi vaxtarhraða sumra fiskistofna. Hugsanleg ný leið er að einhver þeirra sem stunduðu hvalveiðar, höfði strax mál á hend- ur stjórnvöldum til að fá viðurkenndan rétt sinn til hvalveiða, – sem stjórnarskrárvarin at- vinnu- og eignarrétt- indi. Þá fer málið fyrir Hæstarétt og verulegar líkur eru á að slíkt mál myndi vinnast. Þá væri komin ný staða. Hæstiréttur Íslands hefði þá leyft hvalveiðar! Hæstiréttur er æðsta dómstig landsins. Vinnist slíkt mál fyrir Hæstarétti bannar Hæsti- réttur stjórnvöldum að banna hval- veiðar! Þá verða stjórnvöld að leyfa hvalveiðar og geta jafnframt varið sig á erlendum vettfangi, á forsendum stjórnarskrár lýðveldisins. Betri mál- staður er vandfundinn! Þetta er sú leið sem átti að vera bú- ið að fara. Ég tel að hvalveiðar séu stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi sem ekki megi banna. Sambærileg mál þyrftu að fara fyrir dómstóla annarra þjóða eins og Noregs, Dan- merkur o.fl. Við slíka dóma myndu al- þjóðasmtök eins og „Alþjóða hval- veiðiráðið“ riðlast innan frá sem ólögleg öfgasamtök. Við ættum að íhuga að taka upp baráttu á al- þjóðavettvangi fyrir því að öfga- samtök sem stunda kúgun á starf- semi fullvalda ríkja, verði leyst upp. Við eigum nú að draga okkur út úr starfsemi Alþjóða hafrannsókn- arráðsins (ICES). ICES er komið með einkenni að „veikinni“ – sömu yf- irþjóðlegu drottnunarstefnuna og Al- þjóða hvalveiðiráðið. ICES gefur út „fyrirmæli“ og „fréttatilkynningar“ um aflakvóta sjálfstæðra þjóða! Slík hrokafull íhlutun í fiskveiðistefnu að- ildarríkja er ólögleg íhlutun í hlut- verk sjálfstæðra ríkisstjórna! Afla- kvótar hérlendis væru hærri ef ICES væri ekki með puttana inn á gafli á Skúlagötu 4. Þannig byrjaði „samstarfið“ við Alþjóða hval- veiðiráðið! Eru þá ekki vítin til að var- ast þau? Öfgasamtök eru á fullri ferð við að fremja valdarán á heimshöfunum, líka í fiskveiðum! „Samstarf“ við öfgafólk hefur reynst eins og að rétta andskotanum litlaputta. Við erum svo allt í einu „óvart“ handjárnuð í „sam- ráð“ við öfgafólk og miskunnarlaust höfð að fíflum – eins og dæmin sýna og sanna í hvalnum og í vaxandi mæli í fiskveiðum! Bætt lífskjör hérlendis eru í hættu nema við endurheimtum fullt og óskert sjálfstæði í nýtingu allra auðlinda til lands og sjávar. Auðlindir, umhverfismál og lífskjör Kristinn Pétursson skrifar um nýtingu auðlinda ’Tjónið af því að veiðaekki hvali er tugir millj- arða árlega.‘ Kristinn Pétursson Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is TIL FRÚ Hillary Rodham Clinton öldungardeildarþingmanns frá Ingimundi Kjarval vegna heim- sóknar hennar til Íslands. Delhi N.Y. 19. ágúst 2004. Kæra frú Hillary Rodham Clint- on. Við búum hér í Delhi N.Y. stundandi búskap, erfið barátta hér í New York fylki eins og þú veist, ekki langt frá stað Moynih- an heitins öldungadeildarþing- manns, ég, konan mín og fjórar dætur, ein þeirra í Delaware Aca- demy sem þú heimsóttir fyrir stuttu. Ástæðan fyrir þessu bréfi er ferð þín til Íslands og mál sem ég tel að þurfi að segja þér frá. Það er mér óblandin ánægja að þú og maður þinn ætla að heim- sækja Ísland og styrkja vinabönd þjóða okkar, eitthvað sem ég hef mikinn áhuga á og hef skrifað um og áhyggjur mínar af andúð Evr- ópu í garð Bandaríkjanna. Ég hafði í huga að skrifa þér um mál fjölskyldu minnar þegar tími kæmi, en skrifa þér núna vegna þessarar ferðar. Afi minn Jóhannes Kjarval var listmálari á Íslandi og elskaður af þjóðinni, meira að segja Björk samdi verk í hans nafni, og safn í Reykjavík með myndum hans er partur af Listasafni Reykjavíkur, nefnt Kjarvalsstaðir. Tveimur mánuðum áður en afi minn lagðist á spítala vegna elli- hrumleika, tæmdi Reykjavík- urborg vinnustofu Kjarvals í leyni og tók meira en 5000 verk eftir hann með 153 kössum sem í var safn langrar ævi, haldandi fram seinna að afi hefði gefið Reykja- víkurborg þetta munnlega til borgarstjóra (hvorki Kjarval né borgarstjóri skrifuðu undir yf- irlýsingu um þessa „gjöf“). Fjölskylda mín hefur síðan í áraraðir reynt að fá hlut sinn rétt- an án árangurs þar til núna að lík- lega verður réttað í málinu, ég þó hræddur um að íslenskt réttar- kerfi muni ekki fjalla um þetta af réttlæti, til þess sé þetta mál of stórt og höggvi of nærri völdum. Sama við hvern þú talar á Ís- landi þá munu þeir þekkja þetta mál, fjölskyldu mína og mig. Það eina sem ég vildi að svo stöddu að þú lýstir yfir ósk þinni um að okk- ur verði sýnt réttlæti. Í einlægri virðingu fyrir þér og þínu starfi. Ingimundur Kjarval PS. Temma Bell listmálari kon- an mín er dóttir Louisu Matthías- dóttur og Lelands Bell sem bæði störfuðu sem listmálarar í New York meðan þau lifðu. Sýning á verkum Louisu verður í „The Am- erican Scandinavian Foundation á Park Ave“ í haust. Ég vona inni- lega að þú getir séð þá sýningu. Louisa Matthíasdóttir var alltaf mikill aðdáandi þinn og varði þig af hörku ef ég sá ástæðu til að gagnrýna þig pólitískt, ég „venju- legur miðaldra New York-fylkis repúblikani“. Hér með tek ég mér leyfi til að bjóða þér á þá sýningu sem öldungadeildarþingmanni okkar hér í New York-fylki, ég er leyniaðdáandi vegna fágunar og hæfni þinnar sem stjórnmála- manns. Ef þú heimsækir utanríkisráðu- neytið á Íslandi muntu sjá mynd eftir Louisu sem fjölskyldan gaf. Myndir eftir afa eru auðvitað alls staðar þar sem þú ferð um Ísland. Til frú Hillary Rodham Clinton Frá Ingimundi Kjarval: AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.