Morgunblaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 19
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2004 19 ✝ Lýður Þrastar-son fæddist á Blönduósi 14. júlí 1974. Hann lést á heimili sínu 13. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar Lýðs eru Klara Sigurðardóttir, f. 17.5. 1955, og Þröst- ur Lýðsson, f. 20.12. 1955. Systur Lýðs eru Berglind, f. 31.5. 1977, sambýlismaður Svavar Þórisson og eiga þau dótturina Söru Leu. Agnes, f. 7.4. 1982, sambýlis- maður Atli Örn Jensson og á Agnes dótturina Maríu með Jó- hannesi Sverrissyni. Lýður eignaðist son- inn Sólon Alexander 3.8. 1995 með Jónu Mjöll Halldórudótt- ur. Lýður ólst upp í Reykjavík fyrstu æviárin en flutti 5 ára í Mosfellsbæinn og bjó þar ætíð síð- an. Hann starfaði við tölvur og hugbúnað allan sinn starfsald- ur. Útför Lýðs fer fram frá Bústaða- kirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Látinn er langt fyrir aldur fram, Lýður, systursonur minn, aðeins 30 ára gamall. Sumarið 1974 var Þröst- ur faðir hans leiðsögumaður í Víði- dalsá. Systir mín þá búsett í Reykja- vík og komin langt á leið að eignast sitt fyrsta barn ákvað að heimsækja kærastann norður. Í veiðihúsinu fékk hún léttasóttina og ekið var með hana í loftköstum til Blönduóss. Á sjúkrahúsi Blönduóss fæddist Lýður hinn 14. júlí. Viku síðar komu þau mæðginin til Siglufjarðar þar sem foreldrar okkar bjuggu og við litum Lýð augum í fyrsta sinn. Mjósleginn eins og fuglsungi, lítill þrastarungi sem óx upp og varð að myndarmanni. Þegar ég lít til baka koma í hugann myndir af börnum okkar í sumar- og vetrarferðum norður á Siglufirði heima hjá ömmu og afa á Suðurgöt- unni í ríkishúsinu eins og við köll- uðum það. Þau með afa úti í garði að leika sér í snjónum, eða leitandi um allt húsið að páskaeggjunum sem við földum á páskadagsmorgun. Farandi með þau fram á fjörð þar sem reynt var að fóta sig á skíðum með misgóð- um árangri. Lífið lék við okkur og við áttum hamingjuríka daga. Tíminn leið. Lýður fluttist í Mos- fellssveitina ungur drengur og ólst þar upp við gott atlæti með systrum sínum tveimur. Þar gekk hann í skóla og uppgötvaði tölvuna sem þá var að koma á markað. Hann gleymdi sér yfir henni og átti hún hug hans allan. Á þessum tíma dró ský fyrir sólu. Lýður fór að draga sig inn í skel sína og átti eftir það erfitt með að fóta sig í lífinu þótt hann hefði svo fjölda margt til brunns að bera. Árið 1995 eignaðist Lýður son, Sólon Alexand- er, sem varð sólargeislinn hans. Hann var umhyggjusamur faðir og bestu stundir hans voru þegar Sólon var hjá honum. Við eigum erfitt með að skilja hvað lífið getur stundum leikið mennina grátt. Enn og aftur sitjum við hjálp- arlaus þegar dauðinn tekur ungt fólk í blóma lífsins. Elsku Didda og Þröst- ur. Við Kjartan sendum ykkur og dætrum ykkar innilegar samúðar- kveðjur. Megi guð vera með ykkur. Guðrún. Að skrifa minningargrein er óskemmtileg tilhugsun. Að skrifa minningargrein um einhvern jafn ná- inn og frænda minn, Lýð Þrastarson, er nánast óbærilegt. Í gegnum hugann fara hundruð af minningarbrotum. Þegar við vorum yngri leið ekki vika án þess að við hittumst og lékum okkur saman. Ég man alltaf þegar Þröstur og Lýður komu í jólasveina- búningum með jólapakkann á að- fangadagsmorgun. Þröstur grínaðist og Lýður var eitt bros út að eyrum. Ég leit til pabba míns öfundaraugum og heimtaði að fá að vera jólasveinn um næstu jól. Þegar við eltumst var alltaf gaman að heimsækja Lýð í Mosfellssveitina. Ryðja sér leið í gegnum haug af tölv- um og hljómborðum sem hengu sama á hundruðum víra og heyra nýjustu lagasmíð eða sjá nýjustu þrívídd- argrafíkina hans. Ekki var síður skemmtilegt að þræða í gegnum ímyndunaraflið hans, sem líka hékk saman á hundruðum víra, – gulum, rauðum, bláum, svörtum og skutu gneistum. Þegar við fórum saman út á lífið hópaðist hitt kynið í kringum þennan myndarlega pilt og ég gat tilkynnt stoltur að þetta væri frændi minn. Einhvern veginn taldi ég mér trú um að það að vera frændi Lýðs gerði mig að enn betri kosti. Stelpurnar voru kannski ekki alveg á sama máli og héldu ótruflaðar áfram að sveima í kringum Lýð. Eftir að við fullorðnuðumst og ég fluttist til útlanda misstum við sam- bandið. Símtal hér, e-mail þar, tölvu- spjall hér og þar… Ég stend eftir með svo mörg orð sem aldrei voru sögð, svo mikla væntumþykju sem ég hefði getað tjáð betur og meiri skiln- ing sem ég hefði getað sýnt. Það besta sem ég get gert núna er að tjá þessar tilfinningar til fjölskyldu Lýðs; foreldranna, Diddu og Þrastar, systranna, Agnesar og Berglindar, og Sólons sonar hans. Lýður, mig langaði til að skrifa þessi fábrotnu orð til þín núna en minning þín mun ferðast með mér. Frændi minn, litli hamingjusami strákurinn í jólasveinabúningnum. Stefán Kjartansson. Það eru margar góðar minningar sem við eigum um þig, og þú manst þær með okkur. Það var til dæmis ómetanlegur eiginleiki hjá þér að geta hlegið að sjálfum þér, án þess að vera hræddur um fordóma eða um- tal. Alveg síðan í barnaskóla áttirðu fámennan en góðan vinahóp sem hélst nokkurn veginn óbreyttur alla tíð, enda varstu traustur miðpunktur innan hans. Heimilið þitt í Skelja- tanganum var ávallt opið ef einhvern vantaði samastað, það þurfti ekki einu sinni að spyrja að því. Það var þar sem vinahópurinn kom oftast saman og þótti alltaf eðlilegast að „hittast hjá Lýð“ ef eitthvað stóð til. Hvert sem þú komst léstu engan ósnortinn með nærveru þinni. Þér fannst þú þurfa að fara á eigin for- sendum og við gleymum þér aldrei. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til Sólons, Þrastar, Klöru, Agnesar og Berglindar. fyrir blásorg hinna fjarrænu daga fangaði neindin þína sól í sjóndrá líður ævi og birtan sem lifir er spegilmynd þín svo hljótt var í morgun þótt sólin stigi þungt niður fjöllin á vitiborna moldina – ég vissi að hér hafði engill farið hjá ... Orð fá ekki lýst hversu mikið við söknum þín … Þínir vinir að eilífu, Kristian og Ólafur. LÝÐUR ÞRASTARSON Lokað Lokað verður mánudaginn 23. ágúst frá kl. 12.00—15.00 vegna jarðarfarar LÝÐS ÞRASTARSONAR. Merkúr hf., Akralind 2, Kópavogi, Bæjarflöt 4, Reykjavík. ✝ Magnús EydórSnæfells Þor- steinsson sjómaður og bifreiðarstjóri fæddist í Reykjavík 26. apríl 1932. Hann lést á Vífilsstöðum 17. ágúst síðastlið- inn. Magnús var son- ur Þorsteins Þórðar Guðmundssonar, f. í Winnipeg í Kanada 30. sept. 1900, d. í Reykjavík 18. nóv. 1958 og Ólafíu Eyj- ólfsdóttir, f. á Öl- valdsstöðum í Borg- arhreppi í Mýrarsýslu 1. sept. 1898, d. í Reykjavík 28. okt. 1988. Hálf- bróðir Magnúsar var Pétur Péturs- son, fyrrverandi alþingismaður, f. í Mýrardal í Kolbeinstaðahreppi 21. ágúst 1921, d. 27. október 1996. Sonur Magnúsar og Eyglóar Guðjónsdóttur, f. í Vestmanneyjum 12. febrúar 1935 er Grétar Örn, f. 29. maí 1961, maki Kristín G. Frið- björnsdóttir, börn þeirra eru Árni Kristófer, Elmar Freyr, Garðar, fells, f. 8. sept. 1969, maki Ellisif M. Bjarnadóttir, börn þeirra eru Guðni Eydór, Þórhildur Sif og Kar- en Lilja. 3) Sigfús Snæfells, f. 12. apríl 1971. Börn hans eru Kristján Gilbert, Þórdís Hrönn og Kristín Birna. 4) Steinar, f. 7. maí 1975, maki Þórunn Þorleifsdóttir, börn þeirra eru Einar Ágúst, Emanúel Aron og Katrín María. Magnús lauk hefðbundinni skólagöngu og snemma fór hann að vinna fyrir sér með sjómennsku og einnig sem bifreiðastjóri ásamt því að vinna við landbúnaðarstörf. Hann bjó sín æskuár að Meltungu í Kópavogi hjá fósturforeldrum sín- um sem voru Gestur Gunnlaugsson og Loftveig Guðmundsdóttir. Hann bjó sín hjúskaparár lengst af í Hafnarfirði en eftir að leiðir þeirra hjóna skildu sneri hann aftur að æskuheimili sínu. Eftir að bera fór á veikindum hans dvaldi hann á heilbrigðisstofnunum síðustu ár ævi sinnar. Úför Magnúsar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Hreinn og Brynjar. Foreldrar Eyglóar eru Guðjón Karlsson, vél- stjóri í Vestmanneyj- um, síðar í Reykjavík, f. í Reykjavík 27. nóv. 1901, d. 15, maí 1966, drukknaði af vélskip- inu Ísborgu, og kona hans Sigríður Markús- dóttir, f. á Valstrýtu í Fljótshlíðahreppi í Rangárvallasýslu 26. sept. 1902. Magnús kvæntist 28. maí 1966 Þórdísi Guð- nýju Kristjánsdóttur, f. í Borganesi 28. jan. 1942. For- eldrar hennar voru Kristján Stein- ar Þórólfsson, sjómaður í Borgar- nesi, f. í Straumfirði í Álftanes- hreppi á Mýrum 27. sept. 1917, d. 30. júlí 1977, og kona hans, Jó- hanna Magnea Helgadóttir, f. í Gunnólfsvík í Skeggjastaðahreppi í N-Múl. 12. ágúst 1915, d. 4. sept. 1998. Magnús og Þórdís skildu. Börn þeirra eru: 1) Halldór Snæ- fells, f. 22. júlí 1967. 2) Loftur Snæ- Elsku pabbi minn. Þá er stundim komin, langri bar- áttu þinni við erfiðan sjúkdóm loks lokið. Í bernskuminningu minni hlakkaði ég alltaf til að fá þig heim af sjónum, þá fórum við oft í sveitina til afa og ömmu í Meltungu í Kópavogi. Þú varst duglegur að segja mér frá þín- um bernskuárum í Meltungu og veit ég þér leið alltaf best þar í faðmi fóst- urforeldra þinna og uppeldissystk- ina. Þú varst mikill bílaáhugamaður og ef eitthvað bilaði hjá vinum og kunningjum var oft leitað til þín. Leiðir okkar skildu í nokkur ár en við heyrðumst reglulega og einnig kom- uð þið mamma í heimsókn til mín í Fljótshlíðina þar sem ég var í nokk- urn tíma. Ég veit það elsku pabbi minn að þú varst stoltur af okkur strákunum og lést mig líka vita af því og þó ég hafi ekki alist upp hjá þér þá veit ég að þú hugsaðir vel til mín eins og ég til þín. Ég man að ég var hjá þér í eitt sumar, þá fórum við á lands- mót hestamanna á Þingvöllum ásamt Dedda frænda og einhvern veginn tókst mér að týna þér en þá endaði ég uppi á sviði með Halla og Ladda og þér þótti gaman að ég skyldi vera að skemmta með þeim bræðrum! Þetta er með þeim skemmtilegri stundum sem við áttum saman í æsku minni. Þegar ég var hjá Jónu frænku okk- ar í Þingeyjarsýslunni man ég að þú hringdir óvænt snemma morguns í mig og baðst mig um að koma niður á bryggju og fórum við Haddi af stað kl. 6 um morguninn til Húsavíkur. Þá gafst þú mér gjafir sem mér þótti mjög vænt um og fannst mér mjög gaman að fara um borð í stóra skipið hans pabba, þetta var mikil ævin- týraferð fyrir lítinn pjakk. Þegar bera fór á veikindum þínum urðu samverustundir okkar fleiri og fannst mér erfitt að sjá hvað sjúk- dómurinn fór illa með þig líkamlega en alltaf varstu jákvæður, hress og kátur. Ég var á sjónum með mönnum sem höfðu verið með þér á sjónum og sögðu þeir mér að þú hefðir verið ósérhlífinn dugnaðarforkur og þú hefðir alltaf viljað allt fyrir alla gera. Í apríl síðastliðnum héldum við mat- arboð þér til heiðurs, við bræðurnir, vegna 72 ára afmælis þíns og man ég hvað þú varst ánægður að sjá alla strákana þína samankomna með þér og sjá hvað þú varst brosmildur er við stóðum þér við hlið við myndatök- ur þetta kvöld. Síðasta vetur fylgdir þú tveimur bestu vinum þínum, Dedda og Gunna Ísleifs, til grafar og tók það mikið á þig en nú, elsku pabbi minn, hittist þið aftur. Ég fyllist allt- af stolti þegar ég heyri talað um vatnaguðinn en það var þitt viður- nefni sem ansi margir þekktu þig undir, til að mynda í bók Hafliða Magnússonar „Togarasaga með til- brigðum“, þar er farið góðum orðum um vatnaguðinn. Samverustundir þínar með börnunum mínum hefðu mátt vera fleiri en þær stundir sem þið áttuð saman eru þeim dýrmætar. Ég mun stoltur segja Kristjáni, Þór- dísi og Kristínu frá vatnaguðinum afa sínum. Með þessum fátæklegu orð- um kveð ég þig, elsku pabbi minn. Þinn Sigfús. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Bless elsku afi. Kristján Gilbert, Þórdís Hrönn og Kristín Birna. MAGNÚS EYDÓR SNÆFELLS ÞORSTEINSSON Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURÐUR ÓLAFSSON Hamrahlíð 21, Reykjavík, lést laugardaginn 21. ágúst síðastliðinn. Jarðarförin auglýst síðar. Ingveldur Eyvindsdóttir og börn www.mosaik.is LEGSTEINAR sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960 Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.