Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 29 m vill snúa kýra laga- un. li sem á ir að þeirri isstjórn dökkt. Þá n miklu m. mál á íslenskt er goðsögn n alltof móta- eðal þeirra ram- em þing- ska blaða- rgra ann- arra einhver skýrasti og skemmtilegasti hugsuður sem til hefur sést á vettvangi heimspekinnar. Sjálfur var ég svo lánsamur að nema hjá honum um nokkurra ára skeið og kynnast þannig verkum hans og störfum af eigin raun. Verðleikakenning Þorsteins um réttlæti er á meðal hans merkustu verka og skyldulesning öllum sem hafa áhuga á samfélagsmálum og því hvernig við byggj- um þjóðfélag sem grundvallast á réttlæti. Þorvaldur hagfræðingur er sá þriðji og ætla ég hér á eftir að vitna til einnar af hans góðu greinum þar sem hann rökstyður hreina arðsemi menntunar og hvernig hún margborgar sig. Bæði fyrir einstakling og samfélag. Ellefu prósenta arðsemi! Þorvaldur skrifaði umrædda grein í Fréttablaðið í síðustu viku um mikilvægi og arðsemi menntunar. Þetta málefni hefur hann mikið fjallað um og stutt efnahags- legum rökum hve arðbært það er að fjárfesta mynd- arlega í menntamálum og nýta jafnframt kosti og kraft einkaframtaksins til að ná sem mestu út úr mennta- kerfinu. Þorvaldur segir í grein sinni að eins og önnur fjárfesting gefi menntun af sér arð sem hægt sé að mæla í prósentum líkt og vexti í banka og gerir síðan grein fyrir formúlu til að reikna út arðsemi menntunar. Niðurstaðan er sú að framhaldsskólamenntun skili að jafnaði 11% arði í OECD-löndunum. Sama tala gildir um háskólamenntun þannig að laun og skatttekjur aukast um 11% sem er miklu meiri ávöxtun en þekkist á hlutabréfamarkaði. Aukin sókn í menntun Á síðustu áratugum hafa æ fleiri sóst eftir því að mennta sig og auka þannig möguleika sína á vinnu- markaði og atvinnuöryggi. Þessari sókn í frekari menntun, hvort sem er á framhaldsskólastigi eða há- skólastigi, hafa stjórnvöld ekki svarað eins og ætla mætti samkvæmt þeim staðreyndum sem fyrir liggja um mikilvægi þess að mennta sem flesta og fjárfesta af krafti í menntamálum. Eftirsókninni hefur verið svarað með því að búa til biðraðir og vísa frá. Bæði frá Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri og það sem alvar- legra er, framhaldsskólunum, eins og rakið var hér að ofan. Veruleikinn eftir tveggja áratuga forystu Sjálfstæð- isflokksins í menntamálum er sá að háskólastigið er fjársvelt og við langt á eftir hinum Norðurlöndunum í framlögum til þess. Nauðlending háskólanna í skugga fjársveltis og skilningsleysis stjórnvalda er að taka upp fjöldatakmarkanir eða óska heimildar til hærri skóla- gjalda á grunnnám. Hvort tveggja eru óviðunandi kost- ir sem ganga gegn menntasókninni sem við eigum að róa að öllum árum. framtíð skólamála Morgunblaðið/Árni Sæberg svarað aukinni eftirspurn eftir menntun með viðunandi hætti. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. ’Niðurstaðan er sú að framhalds-skólamenntun skili að jafnaði 11% arði í OECD-löndunum. Sama tala gildir um háskólamenntun þannig að laun og skatttekjur aukast um 11% sem er miklu meiri ávöxtun en þekkist á hlutabréfa- markaði.‘ ngarinnar hafa talað fyrir neð- estarkerfi og borgarfulltrúar rænna vilja setja upp öflugt spor- rfi innan borgarinnar. Þessi kerfi sameiginlegt, þótt ólík séu, að upp- eirra myndi kosta tugi milljarða árlegur rekstrarkostnaður vart dir tveimur milljörðum. Herma að erlendir ráðgjafar hafi hlegið tardrauma út af borðinu enda ekk- um lestir í tillögunum. Gisnara kerfi eiðakerfi gerir ráð fyrir samtals 19 agnaleiðum sem er nokkur fækkun andi 35 leiða kerfi. Nýja kerfinu er í sex stofnleiðir, sex aðalleiðir og rfaleiðir. Reykvíkinga grundvallast „nýja svipuðum hugmyndum og núver- andi kerfi, þ.e. áfram verður stundaður sam- akstur helstu stofnleiða milli Hlemms og Lækjartorgs og þessir tveir staðir verða áfram þungamiðjan í kerfinu. Tólf af þeim fimmtán leiðum, sem á annað borð aka innan Reykjavíkur, munu hafa viðkomu á Hlemmi og/eða Lækjartorgi. Þegar á heildina er litið er heild- arvegalengd hins nýja kerfis minni en núver- andi kerfis. Nýja kerfið verður gisnara en hið gamla og í mörgum tilvikum munu göngu- vegalengdir að biðstöðvum lengjast, einkum utan fjölbýlishúsahverfa. Mun slíkt fyr- irkomulag líklega mest bitna á öryrkjum og eldri borgurum. Á móti kemur að stefnt er að því að stytta ferðatíma í kerfinu, t.d. með því að minnka akstur um íbúðarhverfi, og auka á ferðatíðni nokkurra stofnleiða á helstu ann- atímum. Borgaryfirvöld verða að viðurkenna þá staðreynd að rysjótt veðurfar og misjöfn færð gerir það að verkum að strætisvagna- farþegar munu flestir taka því illa að þurfa að ganga lengri vegalengdir til og frá bið- stöðvum en nú. Ekki er hægt að líta framhjá því að stór hluti strætisvagnafarþega er börn, öryrkjar og eldri borgarar sem þurfa greiðan aðgang að vagni. Til að þjóna þess- um hópum áfram er mikilvægt að ekki sé dregið úr þéttleika kerfisins. Borgin hefur breyst Má þá engu breyta. Jú! Sjálfstæðismenn fagna endurskoðun leiðakerfisins en telja lít- ið fengið með því að stokka upp allt kerfið um leið og haldið er í sömu grundvallarhugsun og höfð var að leiðarljósi þegar núverandi kerfi var hannað fyrir Reykjavík á sjöunda áratug síðustu aldar. Á þeim hartnær fjöru- tíu árum, sem liðin eru síðan, hafa orðið stór- kostlegar breytingar; höfuðborgarsvæðið þanist út, ný hverfi sprottið upp, nýjar um- ferðaræðar orðið til og verulega þrengt að Hlemmi og Lækjartorgi sem eru vægast sagt ekki lengur í miðju byggðarinnar. Und- irritaður telur að útfæra hefði þurft betur hugmyndir um að þungamiðja nýs kerfis væri nær landfræðilegri miðju höfuðborg- arsvæðisins og við val á staðsetningu miðað við að strætisvagnar kæmust til allra átta með sem greiðustum hætti. Væri slíkri strætisvagnamiðstöð valinn staður í ná- grenni Kringlunnar yrði með góðu móti hægt að aka þaðan út í nær öll hverfi borgarinnar á um tíu mínútum. Í stað þess að skipta um kerfi í einu vetfangi mætti standa þannig að breytingum að smám saman flyttist þunga- miðja kerfisins frá hinum aðþrengda Hlemmi að hinni nýju miðstöð, hvar svo sem hún yrði. Ef snúa á við þeirri óheillaþróun sem orðið hefur í málefnum almenningssamgangna á valdatíma R-listans hlýtur það að vera grundvallaratriði að bæta aðgengi borgarbúa að þjónustunni og gera hana þannig ákjós- anlega fyrir sem flesta. Jafnframt ætti það að vera meginmarkmið að fjölga farþegum án þess að draga úr þjónustu við þúsundir traustra viðskiptavina sem nú þegar halda tryggð við Strætó bs. Það verður ekki gert með því að auka gönguvegalengdir að bið- stöðvum og minnka þéttleika kerfisins eins og samþykkt R-listans ber því miður með sér. Reykvíkingar eru hvattir til að kynna sér nýtt leiðakerfi á heimasíðu Strætó, bus.is, og koma sjónarmiðum sínum á framfæri við borgarfulltrúa. Strætó göngur? Morgunblaðið/Eggert list ef til vill síðasta tækifærið til að gera almenningssamgöngur að raunhæfum ð færa þungamiðju þess nær landfræðilegri miðju höfuðborgarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. kjartan@reykjavik.is S íðustu daga hafa bank- arnir keppst við að kynna nýja lánamögu- leika til fjármögnunar á íbúðarhúsnæði. KB banki reið á vaðið fyrri part vik- unnar og bauð upp á nýja tegund íbúðalána með 4,4% vöxtum. Ekki tók nema tvo sólarhringa fyrir hina stóru viðskiptabankana og stærri sparisjóði að bjóða upp á samskonar lán á nákvæmlega sömu vöxtum. Nú berast síðan fréttir af því að lífeyrissjóðirnir boði einnig vaxtalækkanir og það mun auðvitað hafa veruleg áhrif á markaðinn líka. Nýju lánin og 90% lof- orð framsóknarmanna Mikið hefur verið gert úr því í fréttum að þetta sé mikið áfall fyrir Íbúðalánasjóð og sýni jafn- vel fram á að sjóðurinn sé orðinn óþarfur. Bankarnir hafa lengi vilj- að ná til sín húsnæðislánum ein- staklinga hérlendis og hefur gengið á með kvörtunum þeirra vegna þess síðustu misseri. Kosn- ingaloforð framsóknarmanna í al- þingiskosningunum 2003 um að hækka hlutfall almennra húsnæð- islána Íbúðalánasjóðs í 90% vakti litla hamingju þar á bæ og má segja að sjaldan hafi verið reynt jafn mikið að koma í veg fyrir að kosningaloforð yrði efnt. Þeir sem vona það eiga þó eftir að verða fyrir vonbrigðum því um fram- kvæmd 90% lánanna er samið í stjórnarsáttmála ríkisstjórn- arinnar. Undirbúningur er í fullum gangi Húsbréfakerfið hefur verið lagt af og ný lán Íbúðalánasjóðs eru nú greidd í beinhörðum peningum til íbúðakaupenda. Vextir ákvarðast í útboðum á markaði og sú aðferð hefur þegar skilað sér í umtals- verðri vaxtalækkun til lántak- enda. Vextir í ágúst voru 4,5% en munu lækka í september niður í 4,35%. Hvert prósentustig sem vextir lækka er fljótt að skila sér í buddur landsmanna. Eftirlits- stofnun EFTA (ESA) hefur jafn- framt ákvarðað að starfsemi Íbúðalánasjóðs á vegum ríkisins standist EES-samninginn sem og fyrirhuguð hækkun lánshlutfalls í 90%. ESA kemst að þeirri nið- urstöðu að fyrirkomulag íbúða- lána Íbúðalánasjóðs feli í sér al- mannaþjónustu sem sé heimil samkvæmt ákvæðum EES- samningsins. Sérstaklega er tekið fram að þetta eigi jafnt við um al- menn lán sjóðsins og viðbótarlán til tekjuminni kaupenda, enda ljóst að ekki verði með öðrum hætti tryggt framboð veðlána til kaupa á íbúðarhúsnæði með sömu kjörum um allt land. Endurgjald það sem sjóðurinn fær fyrir þjón- ustuna sé hóflegt og fyr- irkomulagið skaði ekki hagsmuni annarra aðildarríkja. Ákvörðun ESA Þegar þessi ákvörðun ESA lá fyrir varð ljóst að ekki yrði hægt að losna við Íbúðalánasjóð með því að skírskota til þess að starf- semi hans stæðist ekki EES- samninginn. Bankarnir urðu því að grípa til annarra ráða til að auka hlut sinn á húsnæðismark- aði. Þessi nýi lánaflokkur er vænt- anlega þeirra aðferð til þess. Spurningin er hvort þetta hefði gerst án fyrirætlana ríkisstjórn- arinnar. Ég efast stórlega um það. Bankarnir treysta sér þó ekki til að ganga að fullu inn í þjón- ustuhlutverk Íbúðalánasjóðs. KB banki tilkynnti um leið og nýju lánin voru kynnt að 80% lánshlut- fall gilti aðeins um höfuðborg- arsvæðið og Akureyri en yrði að hámarki 60% á öðrum svæðum. Ekki kemur fram í kynningum hinna bankanna á sínum lánum hvort sömu skilmálar gilda hjá þeim, en gera má ráð fyrir að svo sé. Íbúðalánasjóður mismunar hinsvegar ekki kaupendum eftir búsetu og það eitt myndi réttlæta tilveru hans áfram í mínum huga. Lánin eru líka á misjöfnum kjörum. Hægt er að greiða upp eldri húsbréfalán og hin nýju lán Íbúðalánasjóðs hvenær sem er á lánstímanum. Heimildarákvæði er þó í lögum um að félagsmála- ráðherra geti sett uppgreiðslu- gjald á lánin ef fjárhag sjóðsins er stefnt í hættu en vonandi kem- ur aldrei til þess að það þurfi að beita því. Bankalánin eru mis- mikið bundin. Sum eru alveg bundin, með föstum vöxtum og má hvorki greiða inn á þau né greiða upp en í öðrum tilvikum má greiða þau upp á vissum tíma- punktum en vextir eru þá endur- skoðaðir um leið. Í enn öðrum til- vikum má greiða upp lánin gegn sérstöku uppgreiðslugjaldi sem getur verið föst prósenta eða munurinn á vöxtum lánsins og markaðsvöxtum þegar upp- greiðslan fer fram. Að auki gera bankarnir kröfu um að lántakendur þurfi að vera hjá þeim með sín aðal- viðskipti til að fá lágu vextina. Vilji menn hætta viðskiptum og skipta um banka, eins og oft kemur fyrir, hækka vextirnir á íbúðaláninu strax um tæpt pró- sent. Það munar um það í budd- unni og má því segja að þegar tekin eru svona íbúðalán þá sé jafnframt verið að gera samning um bankaviðskipti til 25 eða 40 ára. Þetta kann líka að skapa vandkvæði þegar eignir með áhvílandi lánum skipta um eig- endur ef kaupandi er ekki í við- skiptum við þann banka þar sem lánið er tekið. Getur kaupandi þá ekki yfirtekið lánið án þess að vextir hækki um leið? Þessi lán eru svo ný að þessi spurning hef- ur ef til vill ekki komið upp en hún á örugglega eftir að gera það. Engar slíkar kvaðir fylgja lánum Íbúðalánasjóðs. Vonandi ekki tíma- bundið undirboð Það má þó ekki gleyma því að 4,4% vextir eru gríðarlega lágir miðað við það sem almenningur á að venjast hérlendis. Jafnvel óeðlilega lágir miðað við að ís- lenska ríkið sem hefur besta mögulega lánshæfismat á al- þjóðamarkaði fær svipaða vexti sjálft. Kjarabótum til íbúðar- kaupenda ber þó að fagna og jafnframt að fleiri valkostir séu nú í boði við fjármögnun íbúðar- húsnæðis. Vonandi eru þessi vaxtakjör komin til að vera en ekki bara tímabundið undirboð stefnt gegn Íbúðalánasjóði. Um leið er óskandi að þeir sem ætla að taka þessi nýju lán gefi sér tíma til að reikna dæmið til enda áður. Mikill kostnaður er því fylgjandi að taka lán eins og flest- ir vita. Við Íslendingar erum stundum dálítið fljótfær og verði lánin tekin til að auka neyslu, þá er auðvitað fyrir hendi hætta á aukinni verðbólgu sem verður fljót að éta upp kjarabótina af lægri vöxtum. En við vonum auðvitað að til þess komi ekki. Það er mín ósk að þetta sé upphafið að varanlegri vaxtalækkun hérlendis. Vaxta- lækkun sem hefði tæplega orðið nema vegna fyrirætlana rík- isstjórnarinnar. Ný staða á hús- næðismarkaði Eftir Sigurð Eyþórsson ’Spurningin er hvortþetta hefði gerst án fyrirætlana ríkisstjórn- arinnar. Ég efast stór- lega um það.‘ Höfundur er framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.