Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 26
DAGLEGT LÍF 26 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ný sending af buxum iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 buxur fást í 3 lengdum Vöruhúsið heildverslun kynnir fallegu gjafavörurnar fást í helstu blóma og gjafavöruverslunum. Garðurinn við Munkaþver-árstræti 23 á Akureyri eróvenju litríkur, en eigend-urnir Jón Jóhannesson og Sigrún Magnúsdóttir leggja áherslu á fjölbreytileika og litadýrð í garði sínum. Þar er einnig að finna úrval ýmissa berjarunna, eins og rifsber, sólber, jarðarber og stikilsber, kirsuberjatré er í garðinum og am- erískur bláberjarunni, en síðast en ekki síst eru í garðinum kraftmiklir hindberjarunnar sem gáfu góða uppskeru síðastliðið sumar og það sama er upp á teningnum nú. „Ég býst við að fá eitt til tvö kíló af hindberjum núna í haust,“ segir Jón. Þau Jón og Sigrún keyptu húsið árið 1990 en nokkrum árum síðar gaf nágrannakona þeim sprota af hindberjarunnum sínum. „Hún hafði verið með þessa runna í sínum garði en reynt að halda þeim í skefjum,“ segir Jón. Runnunum var komið fyr- ir í garðinum norðanverðum, „alls ekki á besta stað, þeir standa þarna nánast óvarðir fyrir norðanvindi, það hefur oft blásið hressilega um þá, þeim hefur ekki verið hlíft“, seg- ir Jón. Góð uppskera Hann segir það hafa tekið runn- ana töluverðan tíma að verða svo öflugir sem þeir eru nú. „Það byrjaði með því að við sáum eitt og eitt ber og lengi vel trúði ég því að ekkert yrði úr þessu, en svo var það í fyrrasumar sem ég fékk fyrstu virkilega góðu uppskeruna,“ segir Jón, „og mér sýnist hún muni síst verða lakari núna í sumar. Þetta sýnir að það er ekkert mál að rækta hindber utanhúss sums staðar á Ís- landi.“ Hann sagði runna í garðinum hafa stækkað óskaplega mikið á nýliðnu blíðviðrissumri og uppskeran er eft- ir því. Nefnir Jón að til að mynda rifsberin hefðu verið fullþroskuð í byrjun ágúst, tæpum mánuði fyrr en vant er. Nú sligast runnarnir undan eldrauðum berjunum „og ég veit ekkert hvað ég á að gera við þetta allt saman“, segir hann. Á fullt af rifsberjahlaupi inni í búri frá und- anförnum árum. „Þegar maður er kominn með þrjá árganga þá fallast manni bara hendur.“ Jón segir nauðsynlegt að tína hindberin strax og þau eru tilbúin, þau séu að því leyti lík jarðarberjum, eyðileggjast ef þau eru ekki tínd fljótlega. Hann segir hindberin einkar góð, en á heimilinu eru þau aðallega notuð fersk, ein sér eða með ís. Þegar svo uppskeran er eins mikil og nú síðastliðin tvö sumur hefur hann sett berin í pott og álíka mikið magn af sykri út í. Blöndunni hleypir hann upp og hrærir í af og til. „Ég sýð þetta í smástund, alls ekki lengi, ég vil sjá anga af berjum í pottinum,“ segir hann. Maukið er svo sett í þar til gerða frystipoka, en að sögn Jóns frýs það ekki þar sem svo mikill sykur er í því. Hann segir maukið, sem er mjög seigt, henta með eftirréttum af ýmsu tagi, t.d. yfir marenstertur eða ítalskar pavlovur.  RÆKTUN | Ótal berjategundir við Munkaþverárstræti á Akureyri Morgunblaðið/Kristján Jón Jóhannesson: Með vel þroskuð hindber en í garðinum eru líka bláber, jarðarber, stikilsber, sólber og kirsuber. Hindber í garðinum Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.