Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN
32 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SVO hljóðar fyrirsögn Nesfrétta
í júlí árið 2000. Þar er að finna ít-
arlegt viðtal við núverandi forseta
bæjarstjórnar Seltjarnarness sem
jafnframt er formaður æskulýðs-
og tómstundaráðs,
Ásgerði Halldórs-
dóttur, og birt mynd
af henni ásamt for-
manni knatt-
spyrnudeildar
Gróttu, Haraldi
Jónssyni, á framtíð-
arsvæðinu. Í viðtal-
inu er haft eftir
henni: „En nú hafa
menn komist að sam-
eiginlegri niðurstöðu
að byggja upp svæð-
ið sem malarvöll-
urinn er á og setja
þar gervigrasvöll
með æfingasvæði…“ Á fundi ráðs-
ins (æskulýðs- og tómstundaráðs),
þar sem mættu yfirmaður vall-
arnefndar KSÍ og forystumenn
knattspyrnunnar var tekin sam-
eiginleg ákvörðun um að vísa
þeirri einróma niðurstöðu hópsins
til bæjarstjórnar að byggja keppn-
isvöll á malarvellinum og hafa
hann með gervigrasi. Í þriggja ára
áætlun bæjarins var gert ráð fyrir
að verja a.m.k. 80 milljónum til
þessa verkefnis.
Sjö árum áður hafði bæjarstjórn
skipað nefnd sérfróðra manna til
að fjalla um staðsetningu knatt-
spyrnuvallar fyrir knattspyrnu-
deild Gróttu til frambúðar. Nefnd-
inni var falið að vinna í samráði
við tæknideild bæjarins ásamt því
að sækja mannvirkjaþing KSÍ og
nýta sér þá sérþekkingu sem þar
var til staðar. Í stuttu máli var
niðurstaða nefndarinnar sú að
eina raunhæfa framtíðarstaðsetn-
ing knattspyrnuvallar Gróttu væri
á núverandi malarvelli. Í fram-
haldinu voru settar til hliðar 50
milljónir til þessa verkefnis. For-
maður nefndarinnar var einnig
formaður knattspyrnudeildar
Gróttu og var niðurstaðan eins og
árið 2000 einróma.
Mann setur því
hljóðan þegar einn
nefndarstarfsmanna
okkar Seltirninga,
Ingimar Sigurðsson,
slær fram í Morg-
unblaðinu 20. ágúst s.l.
eftirfarandi staðhæf-
ingu: „Staðreynd
málsins er sú að for-
ystumenn knatt-
spyrnudeildar Gróttu í
gegnum tíðina, þar
með talinn sá sem
þetta skrifar, hafa
ekki getað komið sér
saman um vallarmál
deildarinnar fyrr en nú“.
Ég þekki ekki ofannefndan
Ingimar nóg til að vita hvaða
hvatir liggja að baki því að birta
jafn fráleita staðhæfingu. Ég hall-
ast helst að því að hann sé að átta
sig á því að þau sýndarrök sem
sett eru fram fyrir flutningi vall-
arins eru vanvirðing við elstu
deild Gróttu, knattspyrnudeildina,
og ekki boðleg fólki sem starfað
hefur áratugum saman við að
vinna að brautargengi íþrótta-
félagsins. Skoðum rökin: (Völl-
urinn) „mun stórbæta aðstöðu
skólabarna í Mýrarhúsaskóla sem
fá hreina viðbót við skólalóðina“,
„völlurinn tryggir betra útsýni úr
húsum við Skólabraut“, „tekur mið
af sem heppilegastri nýtingu
svæðisins“, „tenging við íþrótta-
miðstöð verður greiðari“, „bætir
aðkomu að Mýrarhúsaskóla úr
suðri“, og eykur svigrúm til upp-
byggingar „á öðrum hluta Hrólfs-
skálamels“.
Það eru hvorki skipulagsleg rök
né íþróttahagsmunir, sem ráða
nýju staðsetningunni enda hafa
hönnuðir bæjaryfirvalda sagt það
opinberlega að þessi staðsetning
sé ekki sú heppilegasta.
Þeir urðu að staðsetja völlinn
þarna út frá forsendum bæjaryf-
irvalda til að hámarka bygging-
armagnið á svæðinu. Ég skil
stjórn knattspyrnudeildar Gróttu
mjög vel þegar henni er lofað
gervigrasvelli (strax í haust) að
hún lætur freistast og samþykkir
þessar tillögur. Knattspyrnudeild
Gróttu hefur samanborið við hand-
bolta- og fimleikadeild ávallt setið
á hakanum og aldrei fengið af
hálfu bæjaryfirvalda lokið þessari
framtíðarlausn.
Knattspyrnudeildinni hefur ver-
ið úthlutað bráðabirgðasvæðum
sem hafa verið á lausu á hverjum
tíma og eru æfingavellirnir orðnir
vel á annan tug frá stofnun. Þann-
ig að öll viðbót, hvar svo sem hún
er staðsett, er til bóta fyrir rekst-
ur deildarinnar. Knattspyrnudeild-
in mun eflaust krefja bæjaryf-
irvöld um efnd loforða, um að fá
gervigrasvöll í haust. En ég vil
minna á orð formanns skipulags-
nefndar í blaðaviðtali stuttu eftir
kynningarfundinn í Seltjarnar-
neskirkju sem fullkomnar metn-
aðarleysi bæjaryfirvalda gagnvart
knattspyrnudeildinni: að í framtíð-
inni mætti svo ef til vill byggja á
vellinum (hvaða rök verður notast
við þá?).
Hópur Seltirninga hefur tekið
sig saman og er að reyna með
rökrænum hætti að benda á hví-
líkt klúður er í uppsiglingu í
skipulagsmálum bæjarfélags okk-
ar. Bæjarstjórnin virðist ætla að
þvinga fram með flausturslegum
hætti lítt afturkræfar breytingar,
sem spilla landslagi, hindra þróun
lífvænlegs miðbæjar og eru
íþróttastarfinu ekki til fram-
dráttar.
Allt sem við sjáum eru tillögur
sem geta hugsanlega látið
ársreikninga Seltjarnarnesbæjar
líta betur út næstu árin en vekja
jafnframt vandamál og mynda
djúpa gjá á milli bæjaryfirvalda
og stórs hluta íbúa sem er í senn
nýtt og framandi ástand hér í
þessu bæjarfélagi. Ég hef
brennandi áhuga fyrir framtíð
þessa eftirsótta samfélags okkar,
sem við höfum sjálf skapað án
nokkurrar hjálpar frá núverandi
ráðgjöfum bæjaryfirvalda. Ég er
tilbúinn til að rökræða öll sjón-
armið.
En ég frábið mér að rökræða
við fólk sem beitir ósannindum í
málflutningi sínum.
„Framtíðarsvæði
knattspyrnuiðk-
enda hjá Gróttu“
Stefán Örn Stefánsson
skrifar um skipulagsmál
á Seltjarnarnesi
’Bæjarstjórnin virðist ætla að þvinga
fram með flausturs-
legum hætti lítt
afturkræfar
breytingar …‘
Stefán Örn
Stefánsson
Höfundur hefur verið Gróttumaður
frá stofnun.
BANKARNIR lýsa því nú op-
inberlega yfir að þeir séu komnir í
samkeppni við Íbúðalánasjóð. Þetta
þarf engum að koma á óvart, þeir
hafa jafnt og þétt verið að færa sig
upp á skaftið gagnvart Íbúðalána-
sjóði. Bæði á neikvæðan hátt, með
því að krefjast þess að sjóðurinn
verði lagður niður og
jákvæðan, með því að
bjóða eftirsóknarverð
kjör. Þannig byrjaði
Íslandsbanki um síð-
ustu áramót að veita
svokölluð Húsnæð-
islán Íslandsbanka
þar sem boðið er upp
á ýmsa valkosti,
óverðtryggð lán, lán í
íslenskri mynt, í er-
lendri mynt eða
blöndu af þessu
tvennu.
Á dögunum átti svo
KB banki frumkvæðið
að nýjum íbúðalánum
og nú hafa hinir
bankarnir fylgt í kjöl-
far hans. Nýju lánin,
sem KB banki kynnti,
bera 4,4% fasta vexti
og bjóðast til 25 eða
40 ára. Lánað er allt
að 80% af verðmati
fasteignar á höf-
uðborgarsvæðinu og á
Akureyri en allt að
60% annars staðar á
landinu. Ekkert há-
mark er á lánsfjárhæðinni en hún
verður þó aldrei hærri en sem
nemur brunabótamati fasteign-
arinnar.
Hagsmunir almennings
eiga að vera okkar leiðarljós
Bankarnir telja sig vera að gera
góðan bisness en samt eru þeir
ekki ánægðir. Sameiginlegur tals-
maður þeirra, Guðjón Rúnarsson,
framkvæmdastjóri Samtaka banka
og verðbréfafyrirtækja, segir í
Morgunblaðinu að samkeppnin á
þessum markaði sé jákvæð en bæt-
ir því við að það breyti „engu um
að það er afar óeðlilegt að fjár-
málafyrirtæki hér á landi eigi í
samkeppni við ríkið sem stærsta
lánveitanda á þessu sviði“. Hvers
vegna skyldi það vera óeðlilegt? Er
það vegna þess að lánastofnun með
ríkisbakábyrgð getur þegar á heild-
ina er litið boðið upp á betri kjör
en aðrir lánveitendur? Ef þessi
bakábyrgð væri afnumin segir það
sig sjálft að samkeppnisstaða bank-
anna yrði betri. En almennt yrðu
lánskjörin óhagstæðari. Væri það
betra fyrir lántakendur? Ef svo er
ekki, er þá nokkuð óeðlilegt við það
að ríkið hafi þessa lánastarfsemi
með höndum? Er óeðlilegt að smíða
kerfi sem best þjónar hagsmunum
hins almenna borgara? Það er í
hæsta máta eðlilegt og reyndar það
eina sem er forsvaranlegt að gera.
Landsbyggðin býr
við lakari kjör
Nú er það reyndar svo að – alla-
vega tímabundið – bjóða bankarnir
upp á lægri vexti en Íbúðalánasjóð-
ur. Það er jákvætt. En ekki er þó
öll sagan sögð með þessu. Lands-
byggðin býr við lakari kjör að því
leyti að fólk þar á ekki kost á eins
háum lánum og fólk í þéttbýli. For-
svarskona KB banka var innt eftir
því hvers vegna boðið væri upp á
lægra veðhlutfall í dreifbýli en
þéttbýli. Hún sagði að markaðurinn
væri ekki eins virkur til sveita.
„Þar sem hann er virkur treystum
við okkur upp í 80%, annars staðar
ekki enda engum greiði gerður með
því.“ Þetta sagði Helena Jónsdóttir,
forstöðukona sölu- og þróun-
ardeildar KB banka, í viðtali við
Morgunblaðið.
Hvers vegna skyldi markaðurinn
þurfa að vera virkur til að KB
banki treysti sér til að veita lán?
Svarið er einfalt, aðeins þar sem
eignir seljast eru veð einhvers
virði. Ég get skilið hvers vegna
lánastofnun telur sér ekki hag í að
lána til svæða þar sem veðin eru
rýr. En lántakanda sem fær lægri
lán fyrir vikið er hins vegar varla
greiði gerður með þessu fyr-
irkomulagi. Er það ekki hans hagur
að fá sem stærstan hluta af lánsfé
til kaupa á íbúð sinni á
lágum vöxtum? Þessi
yfirlýsing stenst því
vart.
Banki vill
gleypa okkur með
húð og hári
Frumkvæði KB banka
að nýjum lánum er
mörgu leyti snjall leik-
ur. Skilyrðin fyrir lán-
veitingum eru nefni-
lega þau að lántakandi
hjá KB banka láni
einnig bankanum sína
peninga eða stundi
regluleg viðskipti við
hann. Til þess að fá lán
á hagstæðustu kjör-
unum þarf lántakand-
inn að uppfylla tvennt
af þrennu: hafa
greiðslukort í bank-
anum, láta hann annast
útgjaldadreifingu eða
varðveita lífeyr-
issparnað. Með þessu
móti gerast lántak-
endur þegnar bankans
að öllu leyti. Og vel að
merkja – bankinn fellst ekki á ann-
að en fyrsta veðrétt. Í reynd er því
dæminu stillt þannig upp að lántak-
andinn þarf að velja og hafna; valið
stendur á milli Íbúðalánasjóðs eða
KB banka.
Jákvætt að lækka vexti
– neikvætt að mismuna
Sem áður segir þykir mér það vera
jákvætt að vextir séu lækkaðir. Í
annan stað er gott að á þessum
verðtryggðu lánum skuli ekki jafn-
framt vera breytilegir vextir: belti
og axlabönd sem ég hef nefnt svo.
Breytilegir vextir eru nefnilega
annað form á verðtryggingu. Að
vísu hefði verið æskilegt að opið
væri fyrir að lækka þessa vexti á
seinni stigum en í rauninni er þó
ekkert sem útilokar að svo verði
gert.
Það sem er slæmt við þetta nýja
fyrirkomulag er að mismunað skuli
vera landsbyggðinni í óhag. Þetta
segir okkur hvað gerist þegar
markaðurinn tekur yfir. Þá ráða
lögmál hans, félagsleg sjónarmið
víkja fyrir gróðahagsmunum. Í
þessu nýja fyrirkomulagi KB
banka, sem hinir bankarnir ætla
einnig að taka upp, sjáum við vísi
að þessu. Slík mismunun hefur ekki
enn orðið ofan á í íbúðalánakerfinu
á Íslandi sem betur fer. Skýringin
er sú að Íbúðalánasjóður er enn við
lýði og verður vonandi áfram.
Þörf á jákvæðum viðbrögðum
Íbúðalánasjóður þarf að bregðast
við á jákvæðan hátt. Vextir hafa
verið of háir á lánum sjóðsins. Þá
þarf að lækka. Annars munu áform
bankanna ganga eftir. Straumurinn
mun liggja til þeirra og þar með sú
trygging sem er einna verðmætust
í landinu: veð í íbúðahúsnæði lands-
manna! Bankarnir eru þegar búnir
að eignast veð í sjávarauðlindunum.
Nú er komið að húsnæðinu.
Mikilvægt er að fylgjast vel með
þessum vendingum á húsnæð-
ismarkaði og í húsnæðiskerfi lands-
manna. Hér eru geysilegir hags-
munir í húfi. Bankarnir hafa sýnt
að þeir kunna að hugsa um sinn
hag. Almenningur þarf að hugsa
um almannahag. Þetta tvennt fer
nefnilega ekki alltaf saman.
Bankar í
hagsmunabaráttu
Ögmundur Jónasson skrifar
um fjármálamarkaðinn
Ögmundur
Jónasson
’Mikilvægt erað fylgjast vel
með þessum
vendingum á
húsnæðismark-
aði og í húsnæð-
iskerfi lands-
manna.‘
Höfundur er alþingismaður
og formaður BSRB.
UNDANFARNA
mánuði hefur staðið
yfir kynning á til-
lögum á breytingum á
aðalskipulagi Seltjarn-
arness sem í gildi var
1981–2001. Meðal
þess sem var í að-
alskipulaginu var að
neðan Valhúsaskóla
væri íþrótta- og úti-
vistarsvæði og hefur
verið þar malarvöllur
sem notaður hefur
verið til knatt-
spyrnuiðkunar.
Nú hafa komið
fram tillögur um
breytingar á að-
alskipulaginu þannig
að þarna verði byggð-
ar íbúðir og knattspyrnuvöllur
færður. Illa hefur tekist til við
hönnun þessarar íbúðabyggðar
þannig að hún er úr öllu samhengi
við nærliggjandi byggð sem eru
rað- og einbýlishús.
Þarna á að byggja fjöl-
býlishús sem eru mun
hærri og öðruvísi í út-
liti en nærliggjandi
hús. Þetta eru margir
Seltirningar óánægðir
með og vilja að komið
verði með nýjar til-
lögur um byggð á
þessu svæði.
Eðlilegt er að komið
sé á móts við fjölda-
marga íbúa og gerðar
tillögur um lægri hús
sem falla betur inn í
umhverfið. Þannig
gefst færi á að skoða
betur mismunandi
hugmyndir um íbúa-
byggð á svæðinu áður
en endanleg ákvörðun
er tekin.
Seltirningar
eru ósáttir
Gunnar Guðmundsson
skrifar um skipulagsmál
á Seltjarnarnesi
Gunnar
Guðmundsson
’Eðlilegt er aðkomið sé á móts
við fjöldamarga
íbúa …‘
Höfundur er læknir og íbúi
við Bakkavör.
Smáralind • sími 553 6622 • www.hjortur.is