Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 27
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 27 gangist undir afnæmismeðferð. Hún breytir því miklu fyrir lífs- gæði slíkra einstaklinga. Það er mjög mikilvægt að ein- staklingar og heilbrigðisstarfsfólk þekki einkenni ofnæmis fyrir geit- ungum og að leitað sé eftir grein- ingu og meðferð. Fyrir þá sem eru með ofnæmifyrir eitri geitunga eru þeirvágestir sem ógna lífi og vellíðan. Hlý veðrátta og vaxandi blóma- og gróðurrækt hefur valdið því að geitungum hefur fjölgað. Geitungar eru skordýr af ættbálki æðvængna (Hymenoptera) en til þeirra teljast einnig humlur og bý- flugur. Þeir geta stungið og valdið umtalsverðum óþægindum og jafn- vel lífshættulegum viðbrögðum. Langalgengast er að fólk fái stað- bundið svar með kláða og bólgu en lítill hluti almennings myndar of- næmi og fær verri svörun á stærra svæði. Þeir sem eru með lífs- hættulegt ofnæmi fá almenn við- brögð, sk. ofnæmislost sem er lífs- hættulegt ástand. Talið er að bráðaofnæmi vegna geitunga eða býflugna valdi u.þ.b. 50 dauðs- föllum á ári í Bandaríkjunum. Árásargirnin í hámarki Fjöldi geitunga nær hámarki í ágúst/september. Þá er árás- argirnin einnig mest og þeir geta stungið við minnsta áreiti. Mesta hættan á geitungastungu er t.d. við vinnu og leik í garðinum. Einn- ig eru geitungar sérlega sólgnir í sætindi, bjór og vín og geta þeir orðið óbærilega ágengir þar sem fólk er að borða utan dyra í sól- ríku veðri. Einstaklingar geta fengið ofnæmi fyrir einni, fleirum eða jafnvel öllum tegundunum æð- vængja. Alvarlegt ofnæmi er oft hægt að greina með blóðprófi. Ef það er neikvætt er nauðsynlegt að gera húðpróf, en þau eru gerð á göngudeild Ofnæmis, lungna og svefns á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi í Fossvogi. Almenn ráð Til að forðast stungur er rétt að hafa eftirfarandi í huga:  Að eyða búum sem eru við heimili.  Sýna aðgát við garðvinnu, nota hanska.  Matarbiti og drykkir bjóða geitungum heim. Gosdósir eru sér- staklega varhugaverðar.  Geitunga innan dyra má sprauta á hárlakki eða drepa í einu höggi.  Hafa þétt net yfir vögnum barna sem sofa úti.  Klæðast hvítum/ljósum fatn- aði.  Nota ekki ilmefni.  Gangið ekki berfætt úti við, klæðist síðum buxum og langerma skyrtum. Lyfjameðferð Ef grunur vaknar um stungu hjá einstaklingi með geit- ungaofnæmi er meðhöndlað strax eins og um ofnæmislost sé að ræða.  Gefa strax adrenalín. Ein- staklingur með geitungaofnæmi á alltaf að bera á sér Epi-pen sprautu (adrenalín) sem honum hefur verið kennt að nota og and- histamín.  Að því búnu á að kalla á að- stoð og leita umsvifalaust á bráða- móttöku. Allir næmir sjúklingar skulu merktir með Medic Alert merki.  Sértæk afnæming með æð- vængjueitrinu (hymenopthera) er mjög árangursrík meðferð sem rétt er að gefa sjúklingum sem fá ofnæmislost eftir stungu og reyn- ast vera með jákvæð ofnæmispróf. Það má segja að einstaklingur með hættulegt geitungaofnæmi sé í stöðugri lífshættu nema hann  FRÁ LANDLÆKNISEMBÆTTINU Geitungar og ofnæmi Sigurveig Þ. Sigurðardóttir læknir, sérfræðingur í barnalækningum, of- næmis- og ónæmislækningum Landspítala – háskólasjúkrahúsi. RAFLAGNA ÞJÓNUSTA RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is Slóg- og slordælur með öflugum karbít hnífum. Áratuga reynsla. fg wilson Sími 594 6000 Slógdælur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.