Morgunblaðið - 28.08.2004, Síða 27

Morgunblaðið - 28.08.2004, Síða 27
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 27 gangist undir afnæmismeðferð. Hún breytir því miklu fyrir lífs- gæði slíkra einstaklinga. Það er mjög mikilvægt að ein- staklingar og heilbrigðisstarfsfólk þekki einkenni ofnæmis fyrir geit- ungum og að leitað sé eftir grein- ingu og meðferð. Fyrir þá sem eru með ofnæmifyrir eitri geitunga eru þeirvágestir sem ógna lífi og vellíðan. Hlý veðrátta og vaxandi blóma- og gróðurrækt hefur valdið því að geitungum hefur fjölgað. Geitungar eru skordýr af ættbálki æðvængna (Hymenoptera) en til þeirra teljast einnig humlur og bý- flugur. Þeir geta stungið og valdið umtalsverðum óþægindum og jafn- vel lífshættulegum viðbrögðum. Langalgengast er að fólk fái stað- bundið svar með kláða og bólgu en lítill hluti almennings myndar of- næmi og fær verri svörun á stærra svæði. Þeir sem eru með lífs- hættulegt ofnæmi fá almenn við- brögð, sk. ofnæmislost sem er lífs- hættulegt ástand. Talið er að bráðaofnæmi vegna geitunga eða býflugna valdi u.þ.b. 50 dauðs- föllum á ári í Bandaríkjunum. Árásargirnin í hámarki Fjöldi geitunga nær hámarki í ágúst/september. Þá er árás- argirnin einnig mest og þeir geta stungið við minnsta áreiti. Mesta hættan á geitungastungu er t.d. við vinnu og leik í garðinum. Einn- ig eru geitungar sérlega sólgnir í sætindi, bjór og vín og geta þeir orðið óbærilega ágengir þar sem fólk er að borða utan dyra í sól- ríku veðri. Einstaklingar geta fengið ofnæmi fyrir einni, fleirum eða jafnvel öllum tegundunum æð- vængja. Alvarlegt ofnæmi er oft hægt að greina með blóðprófi. Ef það er neikvætt er nauðsynlegt að gera húðpróf, en þau eru gerð á göngudeild Ofnæmis, lungna og svefns á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi í Fossvogi. Almenn ráð Til að forðast stungur er rétt að hafa eftirfarandi í huga:  Að eyða búum sem eru við heimili.  Sýna aðgát við garðvinnu, nota hanska.  Matarbiti og drykkir bjóða geitungum heim. Gosdósir eru sér- staklega varhugaverðar.  Geitunga innan dyra má sprauta á hárlakki eða drepa í einu höggi.  Hafa þétt net yfir vögnum barna sem sofa úti.  Klæðast hvítum/ljósum fatn- aði.  Nota ekki ilmefni.  Gangið ekki berfætt úti við, klæðist síðum buxum og langerma skyrtum. Lyfjameðferð Ef grunur vaknar um stungu hjá einstaklingi með geit- ungaofnæmi er meðhöndlað strax eins og um ofnæmislost sé að ræða.  Gefa strax adrenalín. Ein- staklingur með geitungaofnæmi á alltaf að bera á sér Epi-pen sprautu (adrenalín) sem honum hefur verið kennt að nota og and- histamín.  Að því búnu á að kalla á að- stoð og leita umsvifalaust á bráða- móttöku. Allir næmir sjúklingar skulu merktir með Medic Alert merki.  Sértæk afnæming með æð- vængjueitrinu (hymenopthera) er mjög árangursrík meðferð sem rétt er að gefa sjúklingum sem fá ofnæmislost eftir stungu og reyn- ast vera með jákvæð ofnæmispróf. Það má segja að einstaklingur með hættulegt geitungaofnæmi sé í stöðugri lífshættu nema hann  FRÁ LANDLÆKNISEMBÆTTINU Geitungar og ofnæmi Sigurveig Þ. Sigurðardóttir læknir, sérfræðingur í barnalækningum, of- næmis- og ónæmislækningum Landspítala – háskólasjúkrahúsi. RAFLAGNA ÞJÓNUSTA RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is Slóg- og slordælur með öflugum karbít hnífum. Áratuga reynsla. fg wilson Sími 594 6000 Slógdælur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.