Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 22
MINNSTAÐUR
22 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Keflavík | „Ég skal nú ekki segja um
það, hversu miklir meistarar við er-
um en það gengur sæmilega hjá
fólkinu,“ sagði Þorkell Indriðason,
félagi í Púttklúbbnum í Reykja-
nesbæ. Hann sýndi góða takta við
púttið á vellinum við sjúkrahúsið í
Keflavík á meðan félagi hans, Ísleif-
ur Guðleifsson, fylgdist með sposk-
ur á svipinn þótt hans kúla ætti
greinilega enn lengra í land.
Þorkell segir að púttvöllurinn sé
mjög vel sóttur. Sextíu til sjötíu
manns taki þátt í starfinu og sé vel
mætt. Hópurinn hittist venjulega
strax eftir hádegið og þeir hörð-
ustu fara aftur á völlinn eftir kvöld-
fréttir. Mót er annan hvern fimmtu-
dag og þá leggja menn sig
sérstaklega fram. Einnig er farið í
keppnisferðir til annarra byggð-
arlaga.
„Við dúllum okkur í þessu, þetta
er ekkert átak,“ segir Þorkell.
Hann segir púttið sé gott til að
drepa tímann og alltaf sé gaman að
hitta fólkið. Og svo fáist góð hreyf-
ing út úr þessu.
Hann segir ekki hægt að kvarta
undan veðrinu. Það hafi verið sér-
staklega gott í sumar og varla skil á
því. Púttklúbburinn hefur inniað-
stöðu í Röst á Vatnsnesi svo fé-
lagarnir geta stundað íþróttina allt
árið, óháð veðri.
Púttarar í Keflavík hafa stundað æfingarnar vel í sumar
„Dúllum
okkur í
þessu“
Morgunblaðið/Þorkell
SUÐURNES ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Selfoss | „Í skólastarfinu er maður
að vinna með dýrasta efnivið sam-
félagsins. Það sem maður gerir sem
kennari og skólastjórnandi hefur
áhrif um aldur og ævi. Það finnur
maður þegar maður íhugar áhrif
sinna eigin kennara,“ segir Birgir
Edwald, skólastjóri við Sunnulækj-
arskóla á Selfossi, nýjan skóla sem
hóf starfsemi í vikunni og verður til
sýnis fyrir almenning í dag, laugar-
dag, þegar skólinn verður tekinn
formlega í notkun við hátíðlega at-
höfn.
Birgir er enginn nýgræðingur í
skólastarfi, hann byrjaði að kenna
1979 og varð aðstoðarskólastjóri í
Barnaskólanum á Eyrarbakka og
Stokkseyri 1997. Hann tókst á við
sameiningu skólanna ásamt öðrum
stjórnendum skólans þar en sú sam-
eining þótti takast mjög vel og í
framhaldi af því tók við annað stór-
verkefni sem var þegar skólinn tók
þátt í stóru skólaþróunarverkefni
um beitingu upplýsingatækni í
skólastarfi. „Það má kannski segja
að hjá mér hafi hvert stórverkefnið
rekið annað en fyrir mér er starf-
semi Sunnulækjarskóla gríðarlega
stórt og skemmtilegt verkefni sem
auðvitað gefst ekki nema einu sinni á
ævinni. Sjálfsagt er þetta verkefni
það flóknasta sem ég hef fengist
við,“ sagði Birgir.
Sunnulækjarskóli er staðsettur
syðst í Selfosskaupstað og mun
stækka með byggðinni í kring. Skól-
inn byrjar fyrsta starfsárið með 154
nemendur í 1.–4. bekk. Fyrstu þrjú
árin mun skólinn vaxa þannig að
bætast mun við yngstu árgangana en
síðan er gert ráð fyrir að næsti
áfangi skólans verði tekinn í notkun
árið 2007. „Við erum hér að byggja
upp nýjan skóla með áherslu á ein-
staklingsmiðað nám sem er reyndar
það sama og allir eru að fást við og
hafa verið að fást við undanfarin ár.
Það sem er nýstárlegt hérna hjá
okkur er sú aðstaða sem starfinu er
búin. Sú leið sem farin var við hönn-
un skólans er sú sama og farin var
við hönnun Ingunnarskóla og Sjá-
landsskóla og byggist á vinnu und-
irbúningshóps úr samfélaginu,“ seg-
ir Birgir og samsinnir því að hann sé
skólamaður enda finnur hann sig vel
í skólaumhverfinu, mótuninni sem
þar fer fram og þeirri lífssýn sem
starfinu fylgir.
„Það fylgir þessu starfi löngun til
Birgir Edwald er skólastjóri Sunnu-
lækjarskóla sem hefur starfsemi í dag
„Vinnum með
dýrasta efnivið
samfélagsins“
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
25
61
1
0
8/
20
04
Toyota, Nýbýlavegi 4-6. Toyotasalurinn Selfossi, Fossnesti 24. Toyotasalurinn Reykjanesbæ, Njarðarbraut 19. Toyota Akureyri, Baldursnesi 1
STÓRSÝN
Yaris Bluehaustpakki100.000 kr. aukabúnaður Innifalið: Þokuljós að framan, sérstök
Yaris Blue innrétting, krómpúst,
silsalistar, vindskeið o.fl.
Frumsýn
um
nýjan Co
rolla
Kynnum
tákn um
gæði
Komdu á stórsýningu Toyota um helgina. Sjáðu nýja Corolla bílinn, glæsilega
Yaris Blue haustpakkann, ríkulegan útbúnað Avensis og margt fleira.