Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
AÐDÁENDUR Bjarkar Guð-
mundsdóttur, sem voru að brima
á Netinu í vikunni, rákust á dul-
arfullt lag, þar sem sagt var að
bandaríska söngkonan Kelis væri
að syngja nýja útsetningu á lag-
inu „Oceania“, sem Björk flutti á
setningarhátíð Ólympíuleikanna í
Aþenu.
Marga grunaði að um væri að
ræða einhvers konar heimafram-
leiðslu sem einhver hefði búið til
og sett á Netið, en nú hefur tals-
maður Bjarkar staðfest, að um sé
að ræða raunverulega upptöku
þar sem þær Björk og Kelis syngi
saman.
„Þetta eru algerlega og án efa
Kelis og Björk,“ hefur fréttavef-
ur MTV eftir Sherry Ring, tals-
konu Bjarkar. „Lagið komst ekki
á plötu Bjarkar vegna þess að
það var tekið upp svo seint en
það voru gerðar af því margar
útgáfur.“
„Oceania“ verður fyrsta smá-
skífulagið af plötunni Medúlla,
sem kemur út eftir helgina. MTV
segir að þær Björk og Kelis hafi
sungið lagið saman þótt þær
væru í nærri 4500 km fjarlægð
hvor frá annarri. Kelis söng lagið
í New York en Björk var á Ís-
landi. Hins vegar hafi samstarf
þeirra hafist á síðasta ári.
„Við tókum þátt í sýningu sem
hét Tískan rokkar í Lundúnum á
síðasta ári,“ segir Kelis, „og bún-
ingsherbergin okkar voru hlið við
hlið. Björk var með geisladisk
með Peaches sem var bilaður og
ég gaf henni mitt eintak. Svo við
fórum að tala saman og hittumst
eftir sýninguna. Við skiptumst á
símanúmerum og síðar bað hún
mig að syngja. Mér hefur alltaf
þótt efnið hennar gott, svo ég
sagði já.“
Lagið komst á Netið eftir að
það var spilað í útvarpsþættinum
Breezeblock á BBC en hægt er að
nálgast hann á Netinu. Tals-
maður Bjarkar segir við fréttavef
MTV að ekki séu áform um að
gefa lagið út með formlegum
hætti.
Tónlist | Brimarar finna óvænta
upptöku af lagi Bjarkar
Björk og Kelis
syngja saman
Miðasala opnar kl. 13.30
Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i. 14 ára.
Mjáumst
í bíó!
Sjáið frábæra
gamanmynd
um frægasta,
latasta og
feitasta kött
í heimi!
Sýnd kl. 2, 4 og 6. ísl tal.
Sýnd kl. 8.Sýnd kl. 8 og 10.15.
Mjáumst
í bíó!
Sýnd kl. 2, 4 og 6. ísl tal. / Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Enskt tal.
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.
Sjáið frábæra gamanmynd um frægasta,
latasta og feitasta kött í heimi!
Sýnd bæði með íslensku og ensku tali.
Í Stepford er eitthvað undarlegt á seyði
Frábær gamanmynd með toppleikurum
CHRISTOPHER
WALKEN
BETTE
MIDLER
FAITH
HILL
CLENN
CLOSE
NICOLE
KINDMAN
MATTHEW
BRODERICK
Þetta var ekki hennar heimur..
en dansinn sameinaði þau!
Sjóðheit og seiðandi skemmtun!
Sýnd kl. 2. ísl tal.
Kr. 500
Yfir 20.000 gestir!
Yfir 20.000 gestir!
Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40.
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
kl. 2.30, 5.20, 8 og 10.40.
Myrkraöflin eru
með okkur!
Mögnuð
ævintýra-
spennumynd!
FRUMSÝNINGFRUMSÝNING
Sérstök samantekt Gísla Sigurgeirssonar
fréttamanns á svipmyndum úr bæjarlífi
Akureyrar, í tilefni Menningarnætur.
Síðustu menningarnótt var troðfullt á allar
sýningar, og nú kemur Gísli með nýtt og
spennandi efni.
Frítt inn meðan húsrúm leyfir.
Sýnd kl. 4, 5, 6 og 7.
Sýnd kl. 10.
BÆRINN VIÐ POLLINN
GENGIN SPOR
Sýnd kl. 3. ísl tal.
Kr. 200.
Uppáhalds köttur
allrar fjölskyldunnar
er kominn í bíó!
Ein besta ástarsaga allra tíma.
EFTIR METSÖLUBÓK
NICHOLAS SPARKS
Ein besta ástarsaga allra tíma.
EFTIR METSÖLUBÓK
NICHOLAS SPARKS