Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Orkuveita Reykjavíkur starfrækir gestamóttöku í Skíðaskálanum í Hveradölum í tengslum við Hellisheiðarvirkjun. Á laugardögum í ágúst verður boðið upp á leiðsögn um virkjunarsvæðið. Framkvæmdum eru gerð skil í máli og myndum í Skíðaskálanum. Opnunartími: 10:00 til 17:00 mánudaga - föstudaga. 10:00 til 18:00 laugardaga. Nánari upplýsingar í síma 617- 6784. Hellisheiðarvirkjun www.or.is NEITA AÐ AFVOPNAST Liðsmenn uppreisnarklerksins Moqtada al-Sadrs fóru í gær út úr Alí-moskunni í Najaf, helgri borg sjíta í Írak, eftir að samkomulag náðist um að binda enda á nær þriggja vikna átök í borginni. Upp- reisnarmennirnir neituðu hins vegar að afhenda írösku lögreglunni vopn sín og uppfylltu því ekki eitt af skil- yrðunum sem bráðabirgðastjórn Íraks setti fyrir því að hætta árásum á þá. Skila 3,5 milljörðum Tekjur ríkissjóðs af stimp- ilgjöldum verða um hálfum milljarði hærri í ár en gert var ráð fyrir, að sögn Bolla Þórs Bollasonar, skrif- stofustjóra í fjármálaráðuneytinu. Stimpilgjöld eru tekin af öllum láns- samningum sem gerðir eru í landinu. Jafnvægi einkalífs og vinnu Cherie Blair hélt erindi á málþingi í gær og sagði m.a að eitt stærsta málefni 21. aldarinnar snerist um jafnvægið milli einkalífs og vinnu. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 33 Fréttaskýring 8 Skák 33 Úr verinu 11 Umræðan 30/33 Viðskipti 12 Minningar 34/37 Erlent 16 Kirkjustarf 39 Minn staður 20 Dagbók 42/44 Höfuðborgin 21 Myndasögur 42 Akureyri 21 Víkverji 42 Landið 22 Staður og stund 44 Suðurnes 22 Menning 45/53 Árborg 23 Af listum 46 Ferðalög 24/25 Leikhús 46 Daglegt líf 26/27 Bíó 50/53 Neytendur 36 Ljósvakamiðlar 54 Forystugrein 28 Veður 55 Viðhorf 30 Staksteinar 55 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað Porsche frá Bilabúð Benna. Blaðinu í dag fylgir einnig auglýsinga- blaðið Skólalíf frá Félagi grunnskóla- kennara. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                  ! " #      $         %&' ( )***                   ÚTFÖR Gylfa Þ. Gíslasonar, fyrrverandi ráðherra, fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir jarðsöng, en kistuna báru úr kirkju Jónas Haralz, Össur Skarphéðinsson, Jón Þórarinsson, Jóhannes Nordal, Sighvatur Björgvinsson, Gunnar Eyjólfsson, Þráinn Eggertsson og Páll Skúlason. Morgunblaðið/Jim Smart Útför Gylfa Þ. Gíslasonar EIRÍKUR Tómasson, prófessor, Eggert Óskarsson, héraðsdómari, og Allan Vagn Magnússon, héraðs- dómari, hafa skilað inn umsókn um embætti hæstaréttardómara. Jón Steinar Gunnlaugsson, prófessor og hæstaréttarlögmaður, hafði áð- ur tilkynnt að hann sæktist eftir embættinu. Umsóknarfrestur um embættið rann út á miðnætti í gær. Sam- kvæmt upplýsingum úr dómsmála- ráðuneytinu verður ekki ljóst fyrr en eftir helgi hverjir sóttu um emb- ættið. Einhver geti hafa póstlagt umsókn sína í gær og berist hún þá á mánudaginn. Dagsetning á póst- stimpli gildi, samkvæmt upplýsing- um ráðuneytisins. Ein staða í Hæstarétti losnar eftir að Pétur Kr. Hafstein hættir störfum 1. október nk. en þá verða 13 ár frá því hann hóf þar störf. Í auglýsingu ráðuneytisins segir að við veitingu embættisins skuli jafnrétti kynjanna haft í heiðri og að umsóknir þar sem óskað sé nafnleyndar verði ekki teknar gild- ar. Síðast skipað í fyrra Síðast skipaði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, Ólaf Börk Þor- valdsson í embætti hæstaréttar- dómara 20. ágúst á síðasta ári. Vakti sú ákvörðun deilur og kom til kasta umboðsmanns Alþingis og kærunefndar jafnréttismála. Þá sóttu Allan Vagn, Eggert og Eiríkur Tómasson einnig um emb- ættið. Aðrir umsækjendur þá voru: Hjördís Hákonardóttir, héraðs- dómari, Jakob R. Möller, hæsta- réttarlögmaður, Ragnar Halldór Hall, hæstaréttarlögmaður og Sig- rún Guðmundsdóttir, hæstaréttar- lögmaður. Embætti hæstaréttardómara laust Umsóknarfrest- ur runninn út HELGA Jónsdóttir, borgarritari, hefur óskað eftir rökstuðningi Árna Magnússonar, félagsmálaráðherra, við skipan í stöðu ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins. Helga var ein sjö umsækjenda en einn dró um- sókn sína til baka. Í bréfi til Árna í gær fer Helga þess enn fremur á leit að fá aðgang að öllum gögnum sem varði á ein- hvern hátt mat félagsmálaráðherra eða ráðgjafa hans á umsókn hennar í ráðningarferlinu, sbr. stjórnsýslu- lög. Félagsmálaráðherra skipaði í fyrradag Ragnhildi Arnljótsdóttur, lögfræðing, í embætti ráðuneytis- stjóra til fimm ára frá og með 15. september nk. Helga vill ekki tjá sig frekar um málið fyrr en rökstuðningur ráð- herra liggur fyrir. Hún hefur gegnt starfi borgarritara, sem er staðgeng- ill borgarstjóra og æðsti embættis- maður Reykjavíkurborgar, frá árinu 1995. Árið 1983 varð hún aðstoðar- maður Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra og tók við stöðu skrifstofustjóra í forsætisráðuneyt- inu 1989. Frá 1992 til 1995 var hún varafastafulltrúi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í framkvæmda- stjórn Alþjóðabankastofnananna í Washington í Bandaríkjunum áður en hún tók við embætti borgarritara. Valið erfitt Í greinargerð hennar með um- sókninni kemur fram að hún hafi átt þess kost að taka virkan þátt í þeirri öru þróun sem hafi orðið í opinberri stjórnsýslu og stjórnun síðustu árin. Æskilegt sé að einstaklingur takist á við ný verkefni með hæfilegu millibili og hún treysti því að reynsla hennar og þekking verði talin nýtileg í starfi ráðuneytisstjóra. Allir umsækjendur voru metnir hæfir og endanlegt val á umsækj- anda erfitt að því er fram kom í fréttatilkynningu félagsmálaráð- herra á fimmtudag. Óskar rökstuðnings við ráðningu ráðuneytisstjóra KARL Gústaf XVI Svíakonungur, Silvía drottning og Viktoría krón- prinsessa koma í opinbera heimsókn til Íslands 7. september næstkom- andi. Einnig kemur Laila Freivalds, ut- anríkisráðherra Svíþjóðar, með kon- ungshjónunum til Íslands og mun hún m.a. eiga viðræður við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra með- an á heimsókninni stendur. Ekki hafa enn fengist upplýsingar um hvernig dagskrá heimsóknar sænsku konungshjónanna til Ís- lands verður háttað en heimsóknin mun standa yfir í þrjá daga, frá 7. til 9. september. Skv. upplýsingum Morgunblaðs- ins er reiknað með að konungs- hjónin verði svo í einn og hálfan dag til viðbótar á Íslandi í einkaerindum eftir að hinni opinberu heimsókn er lokið. Sænsku konungshjónin hafa alloft komið hingað til lands en krónprins- essan hefur ekki áður komið til Ís- lands. Sænsku konungshjónin heimsækja Ísland MEÐALHITI í ágústmánuði hefur verið yfir meðallagi en er þó aðeins lægri en í fyrra. Ágústmánuður á síðasta ári var sá hlýjasti síðan mælingar hóf- ust. Það sem af er mánuðinum hefur hitinn verið að meðaltali 12,9 stig en það er 2,4 stigum yfir meðallagi. Hitamet féllu á 132 veðurathugunarstöðvum í hitabylgjunni í byrjun ágúst. Hitastig í ágúst yfir meðallagi UMFERÐARÓHAPP varð á Ólafsfjarðarvegi á Árskógs- strönd sunnan við Dalvík skömmu eftir hádegi í gær. Jeppabifreið var ekið á kyrr- stæðan fólksbíl og við árekst- urinn kastaðist jeppinn út af veginum. Engin slys urðu á fólki, sam- kvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Dalvík, en báðir bílarn- ir voru fjarlægðir með dráttarbíl. Ekið á kyrr- stæðan bíl við Dalvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.