Morgunblaðið - 28.08.2004, Page 2

Morgunblaðið - 28.08.2004, Page 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Orkuveita Reykjavíkur starfrækir gestamóttöku í Skíðaskálanum í Hveradölum í tengslum við Hellisheiðarvirkjun. Á laugardögum í ágúst verður boðið upp á leiðsögn um virkjunarsvæðið. Framkvæmdum eru gerð skil í máli og myndum í Skíðaskálanum. Opnunartími: 10:00 til 17:00 mánudaga - föstudaga. 10:00 til 18:00 laugardaga. Nánari upplýsingar í síma 617- 6784. Hellisheiðarvirkjun www.or.is NEITA AÐ AFVOPNAST Liðsmenn uppreisnarklerksins Moqtada al-Sadrs fóru í gær út úr Alí-moskunni í Najaf, helgri borg sjíta í Írak, eftir að samkomulag náðist um að binda enda á nær þriggja vikna átök í borginni. Upp- reisnarmennirnir neituðu hins vegar að afhenda írösku lögreglunni vopn sín og uppfylltu því ekki eitt af skil- yrðunum sem bráðabirgðastjórn Íraks setti fyrir því að hætta árásum á þá. Skila 3,5 milljörðum Tekjur ríkissjóðs af stimp- ilgjöldum verða um hálfum milljarði hærri í ár en gert var ráð fyrir, að sögn Bolla Þórs Bollasonar, skrif- stofustjóra í fjármálaráðuneytinu. Stimpilgjöld eru tekin af öllum láns- samningum sem gerðir eru í landinu. Jafnvægi einkalífs og vinnu Cherie Blair hélt erindi á málþingi í gær og sagði m.a að eitt stærsta málefni 21. aldarinnar snerist um jafnvægið milli einkalífs og vinnu. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 33 Fréttaskýring 8 Skák 33 Úr verinu 11 Umræðan 30/33 Viðskipti 12 Minningar 34/37 Erlent 16 Kirkjustarf 39 Minn staður 20 Dagbók 42/44 Höfuðborgin 21 Myndasögur 42 Akureyri 21 Víkverji 42 Landið 22 Staður og stund 44 Suðurnes 22 Menning 45/53 Árborg 23 Af listum 46 Ferðalög 24/25 Leikhús 46 Daglegt líf 26/27 Bíó 50/53 Neytendur 36 Ljósvakamiðlar 54 Forystugrein 28 Veður 55 Viðhorf 30 Staksteinar 55 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað Porsche frá Bilabúð Benna. Blaðinu í dag fylgir einnig auglýsinga- blaðið Skólalíf frá Félagi grunnskóla- kennara. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                  ! " #      $         %&' ( )***                   ÚTFÖR Gylfa Þ. Gíslasonar, fyrrverandi ráðherra, fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir jarðsöng, en kistuna báru úr kirkju Jónas Haralz, Össur Skarphéðinsson, Jón Þórarinsson, Jóhannes Nordal, Sighvatur Björgvinsson, Gunnar Eyjólfsson, Þráinn Eggertsson og Páll Skúlason. Morgunblaðið/Jim Smart Útför Gylfa Þ. Gíslasonar EIRÍKUR Tómasson, prófessor, Eggert Óskarsson, héraðsdómari, og Allan Vagn Magnússon, héraðs- dómari, hafa skilað inn umsókn um embætti hæstaréttardómara. Jón Steinar Gunnlaugsson, prófessor og hæstaréttarlögmaður, hafði áð- ur tilkynnt að hann sæktist eftir embættinu. Umsóknarfrestur um embættið rann út á miðnætti í gær. Sam- kvæmt upplýsingum úr dómsmála- ráðuneytinu verður ekki ljóst fyrr en eftir helgi hverjir sóttu um emb- ættið. Einhver geti hafa póstlagt umsókn sína í gær og berist hún þá á mánudaginn. Dagsetning á póst- stimpli gildi, samkvæmt upplýsing- um ráðuneytisins. Ein staða í Hæstarétti losnar eftir að Pétur Kr. Hafstein hættir störfum 1. október nk. en þá verða 13 ár frá því hann hóf þar störf. Í auglýsingu ráðuneytisins segir að við veitingu embættisins skuli jafnrétti kynjanna haft í heiðri og að umsóknir þar sem óskað sé nafnleyndar verði ekki teknar gild- ar. Síðast skipað í fyrra Síðast skipaði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, Ólaf Börk Þor- valdsson í embætti hæstaréttar- dómara 20. ágúst á síðasta ári. Vakti sú ákvörðun deilur og kom til kasta umboðsmanns Alþingis og kærunefndar jafnréttismála. Þá sóttu Allan Vagn, Eggert og Eiríkur Tómasson einnig um emb- ættið. Aðrir umsækjendur þá voru: Hjördís Hákonardóttir, héraðs- dómari, Jakob R. Möller, hæsta- réttarlögmaður, Ragnar Halldór Hall, hæstaréttarlögmaður og Sig- rún Guðmundsdóttir, hæstaréttar- lögmaður. Embætti hæstaréttardómara laust Umsóknarfrest- ur runninn út HELGA Jónsdóttir, borgarritari, hefur óskað eftir rökstuðningi Árna Magnússonar, félagsmálaráðherra, við skipan í stöðu ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins. Helga var ein sjö umsækjenda en einn dró um- sókn sína til baka. Í bréfi til Árna í gær fer Helga þess enn fremur á leit að fá aðgang að öllum gögnum sem varði á ein- hvern hátt mat félagsmálaráðherra eða ráðgjafa hans á umsókn hennar í ráðningarferlinu, sbr. stjórnsýslu- lög. Félagsmálaráðherra skipaði í fyrradag Ragnhildi Arnljótsdóttur, lögfræðing, í embætti ráðuneytis- stjóra til fimm ára frá og með 15. september nk. Helga vill ekki tjá sig frekar um málið fyrr en rökstuðningur ráð- herra liggur fyrir. Hún hefur gegnt starfi borgarritara, sem er staðgeng- ill borgarstjóra og æðsti embættis- maður Reykjavíkurborgar, frá árinu 1995. Árið 1983 varð hún aðstoðar- maður Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra og tók við stöðu skrifstofustjóra í forsætisráðuneyt- inu 1989. Frá 1992 til 1995 var hún varafastafulltrúi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í framkvæmda- stjórn Alþjóðabankastofnananna í Washington í Bandaríkjunum áður en hún tók við embætti borgarritara. Valið erfitt Í greinargerð hennar með um- sókninni kemur fram að hún hafi átt þess kost að taka virkan þátt í þeirri öru þróun sem hafi orðið í opinberri stjórnsýslu og stjórnun síðustu árin. Æskilegt sé að einstaklingur takist á við ný verkefni með hæfilegu millibili og hún treysti því að reynsla hennar og þekking verði talin nýtileg í starfi ráðuneytisstjóra. Allir umsækjendur voru metnir hæfir og endanlegt val á umsækj- anda erfitt að því er fram kom í fréttatilkynningu félagsmálaráð- herra á fimmtudag. Óskar rökstuðnings við ráðningu ráðuneytisstjóra KARL Gústaf XVI Svíakonungur, Silvía drottning og Viktoría krón- prinsessa koma í opinbera heimsókn til Íslands 7. september næstkom- andi. Einnig kemur Laila Freivalds, ut- anríkisráðherra Svíþjóðar, með kon- ungshjónunum til Íslands og mun hún m.a. eiga viðræður við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra með- an á heimsókninni stendur. Ekki hafa enn fengist upplýsingar um hvernig dagskrá heimsóknar sænsku konungshjónanna til Ís- lands verður háttað en heimsóknin mun standa yfir í þrjá daga, frá 7. til 9. september. Skv. upplýsingum Morgunblaðs- ins er reiknað með að konungs- hjónin verði svo í einn og hálfan dag til viðbótar á Íslandi í einkaerindum eftir að hinni opinberu heimsókn er lokið. Sænsku konungshjónin hafa alloft komið hingað til lands en krónprins- essan hefur ekki áður komið til Ís- lands. Sænsku konungshjónin heimsækja Ísland MEÐALHITI í ágústmánuði hefur verið yfir meðallagi en er þó aðeins lægri en í fyrra. Ágústmánuður á síðasta ári var sá hlýjasti síðan mælingar hóf- ust. Það sem af er mánuðinum hefur hitinn verið að meðaltali 12,9 stig en það er 2,4 stigum yfir meðallagi. Hitamet féllu á 132 veðurathugunarstöðvum í hitabylgjunni í byrjun ágúst. Hitastig í ágúst yfir meðallagi UMFERÐARÓHAPP varð á Ólafsfjarðarvegi á Árskógs- strönd sunnan við Dalvík skömmu eftir hádegi í gær. Jeppabifreið var ekið á kyrr- stæðan fólksbíl og við árekst- urinn kastaðist jeppinn út af veginum. Engin slys urðu á fólki, sam- kvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Dalvík, en báðir bílarn- ir voru fjarlægðir með dráttarbíl. Ekið á kyrr- stæðan bíl við Dalvík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.