Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM
48 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Íapríl á þessu ári kom þriðjaeiginlega breiðskífa múm,Summer Make Good, út. Eig-inlega er sagt því múm hefur
komið að alls kyns verkefnum öðrum
s.s. leikhústónlist, danstónlist, ljóða-
diskum, endurhljóðblöndunarskífum,
sjötommum og svo má telja.
Í sumar kom svo út þriðja plata
Slowblow, sem er dúett þeirra Orra
Jónssonar og Dags Kára Péturs-
sonar. Slowblow og múm hafa átt í
ýmiss konar samstarfi síðustu ár og
m.a. tók Orri þátt í að hljóðrita
Summer Make Good. Hljómsveit-
irnar fóru svo saman í túr um Banda-
ríkin í júlí og ætla þær að binda form-
legan endahnút á þá ferð hér heima.
Blaðamaður nýtti því tækifærið og
spurði múmliðana í þaula um nýju
plötuna þeirra og það sem á daga
þeirra hefur drifið á þessu ári.
Innhverf
Summer Make Good sker sig þó-
nokkuð frá fyrri plötum múm. Hljóð-
myndin er myrk og köld, nánast inn-
hverf, og það er ekki fyrr en eftir
nokkuð margar spilanir sem hún op-
inberar sig. Ólíkt hinum tveimur sem
grípa frekar fljótt. Summer Make
Good gerir hins vegar fyrst vart við
sig á milli svefns og vöku.
„Þetta er það sem við höfum verið
að heyra,“ segir Örvar. „Platan er
líka á milli svefns og vöku. Ég er að
heyra frá fólki sem fannst hún hræði-
lega leiðinleg fyrst en er nú að koma
upp að manni og lýsa yfir ánægju
með hana.“
Síðasta plata, Loksins erum við
engin/Finally We Are No One (’02),
batt í raun endahnútinn á viðkvæmn-
islegan hljóðheiminn sem er að finna
þar og svo á fyrstu plötunni, Yest-
erday Was Dramatic, Today Is OK
(’99). Það var ekkert hægt að taka
hann lengra.
„Ég er mjög ánægður með nýju
plötuna,“ viðurkennir Örvar. „Með
hinar tvær var maður alltaf að hugsa
til baka, ég væri til í að breyta þessu
og hinu en nú er ekkert slíkt í gangi.
Við erum fullkomlega sátt.“
Talið berst að Hróarskelduhátíð-
inni og í ljós kemur að múm var boðið
að spila. Þau urðu hins vegar að af-
þakka vegna stífra bókana í sumar.
Eina hátíðin sem múm lét sjá sig á í
sumar var Fuji Rock Festival í Japan
(sem fram fór 30. júlí til 1. ágúst),
risahátíð þar sem m.a. P.J. Harvey,
Pixies, Lou Reed, White Stripes,
Franz Ferdinand, Ash og vinaband
múm, Belle and Sebastian, léku. Sú
síðastnefnda og múm hafa það fyrir
reglu að spila fótbolta saman er sveit-
irnar hittast og í ár átti múm harma
að hefna.
Rugl
Meðganga Summer Make Good er
um margt athyglisverð og það er
greinilega meira en að segja það að
gefa út eitt stykki plötu. „Það er mik-
ið rugl í kringum þetta,“ lýsir Örvar
yfir. „Símtöl og rafpóstur til hægri
vinstri.“
Kristín segir að platan hafi verið
hljómjöfnuð (masteruð) síðasta des-
ember.
„Við fórum í framhaldinu til Eng-
lands til að skera vínylinn,“ heldur
hún áfram. „Og það er allt í vitleysu í
kringum hann. Vonandi kemur hann
út í haust. Við vorum með hann í
huga fyrst og fremst þegar við unn-
um plötuna.“
Örvar dæsir. „Það er furðulegt að
vínylvinnsla er að verða týnd list.
Vínyllinn verður á tvöfaldri tólf-
tommu og hlið fjögur verður með
greyptri mynd í. Það virðist ætla að
vera óyfirstíganlegt að koma þessari
mynd í gegn!“
Í ár hefur múm verið sex manna
sveit uppi á sviði en auk Kristínar,
Örvars og Gunnars Tynes sem skipa
múm koma við sögu þau Eiríkur Orri
Ólafsson, Ólöf Arnalds og finnski
trymbillinn Samuli Kosminen. Þau
komu einnig að gerð Summer Make
Good.
„Þetta getur verið dálítið snúið á
þessum tónleikaferðalögum,“ segir
Kristín. „Því að sumir geta ekki verið
með allan tímann þannig að það þarf
að æfa með nýju fólki við og við. En
það er bara gaman.“
Sviðssveitin múm samanstendur af
fólki með ólíkan bakgrunn. Sumir
sprenglærðir tónlistarmenn, sumir
náttúrubörn, sumir sjálfmenntaðir
og hugmyndaríkir gutlarar. Vegna
þessarar staðreyndar beinir blaða-
maður spurningu að Örvari og spyr
hann hreint út hversu góður tónlist-
armaður hann sé. Sakleysisleg
spurningin átti ekki að vera gild-
ishlaðin og varðaði einungis tækni-
lega getu en er mistúlkuð skemmti-
lega og veldur miklum hlátrasköllum.
„Þetta er góð spurning,“ segir
Örvar og hlær. „Að þessu spyr ég
sjálfan mig á hverjum morgni.“
Spurningin er óðum leiðrétt. Hún
stafar einfaldlega af forvitni leik-
manns í garð þess að í múm og í
kringum hana virðist fjöldi þúsund-
þjalasmiða sem geta spilað á það sem
hendi er næst.
„Ég og Gunni erum algjörir gutl-
arar en nægilega góðir til að geta
komið því sem við erum að pæla frá
okkur,“ útskýrir Örvar. „En svo er-
um við umkringdir snillingum og
undrabörnum.“
Kristín tiltekur í framhaldi þessa
Ólöfu og Eirík en Eiríkur hefur verið
viðloðandi múm frá upphafi, var með-
al annars á plötunni Náttúruóperunni
sem múm og úrúbúrú-sextettinn gáfu
út í febrúar árið 1999. Platan er í dag
nokkuð eftirsótt söfnunareintak, ekki
síst hjá erlendum múm-aðdáendum,
sem er stigvaxandi hópur.
„Svo er Samuli algjör snillingur,“
segir Örvar. „Hann kom bara upp á
svið á sínum tíma í Finnlandi og spil-
aði með okkur heila tónleika.“
Stanslaust
Ólafur Björn Ólafsson eða Óli Björn
(Yukatan, Unun, Rúnk) og Hildur
Guðnadóttir (Woofer, Rúnk) komu
múm einnig til aðstoðar í sumar.
„Óli Björn var í hlutverki einhvers
konar eftirhermu,“ segir Örvar.
„Hann leysti Samuli af, svo Eirík Orra
og loks Dag Kára, en Dagur gat ekki
spilað á meirihluta Slowblow-
tónleikana vegna anna við kvikmynda-
gerð. Við í múm höfum spilað á fleiri
Slowblowtónleikum en Dagur sjálfur!“
Frá byrjun apríl hefur múm verið
svo gott sem á stanslausu tónleika-
ferðalagi. Ýmsir aðilar hafa spilað með
sveitinni, t.d. Animal Collective (sem
Örvar mælir sérstaklega með), Mice
Parade, Mileece, Vestfirðingurinn
Mugison, jaðarrapparinn Why? og
austurrískur dúett að nafni hey-o-
hansen. Einatt rann sett múm saman
við sett hina og fólk hjálpaðist að uppi
á sviði.
Lífið á vegum úti getur verið ein-
kennilegt og Örvar segir sukk nær
óumflýjanlegt.
„Það er þó mjög persónubundið. En
það eru ákveðnir hlutir sem verða lýj-
andi eftir átta vikur. Það er ákveðin
geðveiki sem felst í því að vera með
sama fólkinu viku eftir viku, allan sól-
arhringinn. Ég sjálfur er farinn að
drekka meira af tei og minna af vodka
upp á síðkastið.“
Með sveitinni fer tónleikaskipu-
leggjari sem heldur utan um allt
dæmið, tímasetningar og slíkt. Nokk-
uð óverðskuldað starf en hann er
sjaldnast vinsælasti maðurinn í rút-
unni að sögn Kristínar og Örvars.
Tónlist | Múm og Slowblow í Bæjarbíói um helgina
Í svefni og í vöku
Múm og Slowblow halda heimkomutónleika í kvöld og á
morgun eftir tónleikaferðalag um Bandaríkin. Arnar Eggert
Thoroddsen ræddi við múmliðana Kristínu Valtýsdóttur
og Örvar Þóreyjarson Smárason vegna þessa.
Um þessa helgi munu hljómsveitirnar múm og Slowblow halda tónleika hérlendis. Sveitirnar eru nýkomnar úr
viðamiklu tónleikaferðalagi um Bandaríkin. Múm er að stofni til tríó, skipað þeim Gunna, Kristínu og Örvari.