Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 33 Í DAG, laugardag, bjóða Akur- eyringar til veislu bæði gestum og sjálfum sér. Akureyrarvaka er nú haldin í þriðja sinn í samvinnu bæjarins, fyrirtækja og stofnana í miðbænum og listamanna. Vökuna skapa íbúarnir sjálf- ir, hún er lifandi verkefni sem þarf ekki að standast samanburð við neina aðra hátíð. Akureyrarvaka er endapunktur Lista- sumars og afmæli Akureyrarbæjar fagnað jafnframt, en hún markar einnig upphaf skammdeg- isins og það er hress- andi fyrir líkama og sál að lyfta sér á kreik þegar fer að húma að. Njóta hins margbreytilega sem bærinn okkar hefur uppá að bjóða. Hátíðin var sett í rökkurró í Lystigarð- inum kl. 21.00 í gær- kveldi. Búið er að setja upp lýsingu á aðal göngustíga í garðinum og hann verður upplýstur fram til 15. sept- ember svo að það verður ánægju- legt að njóta rökkursins á haust- kvöldum þar. Í morgun voru bæjarbúar vaktir af Lúðrasveitinni og fjallahjólamót hófst í Kjarnaskógi kl. 9.00 í morgun. Síðan rekur hver við- burðurinn annan. Mér telst til að það verði a.m.k. sjö opnanir á myndlistarsýningum innlendra listamanna sem sýna verk sín og Listasafnið okkar opn- ar stórmerkilega sýningu á verk- um Boyle-fjölskyldunnar, ,,Ferð að yfirborði jarðar“ og það er frú Cherie Blair sem opnar hana formlega. Í dag er margt fróðlegt að sjá, skoða, snerta og smakka hér nyrðra, þar má nefna sem dæmi tillögur að nýju menn- ingarhúsi, fjórða bindi af Sögu Akureyrar sem kemur út í dag, Maríu mey í ýmsum myndum, gamlar glæsikerrur, þæfða ull, muni úr Fairey Battle flugvélinni, myndbrot úr sögu Ak- ureyrar, byggingarlist á brekkunni og heil- steikt naut á Ráðhús- torgi. Dagskráin er einn allsherjar bræð- ingur sköpunar og gleði og í honum vona ég að allir ættu að geta fundið sinn takt. Akureyrarvöku lýk- ur síðan á eldgöngu þar sem safnast sam- an hestamenn, kyndla- berar, lúðrasveit og eldspúarar og ganga úr Gilinu niður á upp- fyllingu við Strand- götu þar sem form- legri dagskrá lýkur á eftirminnilegan hátt. Gaman væri að sjá íslenska fán- ann að húni á sem flestum stöðum og ég hvet bæjarbúa til að flagga í tilefni dagsins. Dagskráin er birt í heild sinni á vef Akureyrarbæjar www.ak- ureyri.is. Góða skemmtun. Velkomin á Akureyrarvöku! Sigrún Björk Jakobsdóttir skrifar um Akureyrarvöku Sigrún Björk Jakobsdóttir ’Akureyrar-vaka er enda- punktur Lista- sumars og afmæli Akur- eyrarbæjar fagnað jafn- framt …‘ Höfundur er formaður menningar- málanefndar Akureyrar. LYFJAFYRIRTÆKIÐ Delta, dótturfyrirtæki Pharmaco, sem er eign íslenska lyfjarisans Actavis Group, ber hag íslenskra sjúklinga fyrir brjósti. Velta og hagnaður þessarar lyfjasamsteypu er sú hæsta sem þekkist hér á landi. Hagnaðurinn er talinn í þúsundum milljóna á hverjum ársfjórðungi. Þessi mikla velgengni hvílir á útsjónarsemi starfsmanna og eig- enda, sem leita allra leiða til að hagræða í rekstri þannig að eig- endur hagnist sem mest og við- skiptavinir (sjúklingar) fái lyfin á sanngjörnu lágmarksverði. Tökum einfalt dæmi: Læknar hafa um nokkurt skeið ráðlagt kaup á „Barnamagnýl“, sem er fyrirbyggjandi gegn blóð- tappamyndun hjá sjúklingum með hjartaöng og hjartadrep. „Barna- magnýl“ var því eitt mest notaða lyfið í landinu. Hvert box innihélt sem svarar til 100 x 150 mg skammta á 799 kr. (en ráðlagður skammtur er 75 mg á dag, og því innihélt hvert box 200 dag- skammta). Þarna sáu velunnarar okkar hjá lyfjarisanum sér leik á borði. – Við búum bara til nýtt nafn á lyfið – „Hjartamagnýl“ – hækkum verðið um 250% - og tökum gamla „Barnamagnýlið“ út af markaðum! Algjör snilld! Nú er aðeins hægt að kaupa „Hjartamagnýl“ í lyfjaverslunum og inniheldur hvert box 50 x 75 mg skammta á 498 kr. eða 4 sinn- um færri skammta en áður. Hækkunin sem sé 250%! Afgreiðslustúlkurnar í lyfja- versluninni sögðust fá skammir frá sjúklingum margoft á dag vegna þessarar nýju uppfinningar lyfjarisans. Þetta er aðeins lítið og „ódýrt“ dæmi um misnotkun á einokun. Hvar eru neytendavarnir? Hvers vegna er Sjónvarpið ekki með vikulega neytendaþætti – eins og t.d. í Bretlandi – þar sem fram- leiðendum er veitt aðhald og af- hjúpaðar viðskiptabrellur og óheiðarlegir viðskiptahættir gegn neytendum? HANS KRISTJÁN ÁRNASON, viðskiptafræðingur, Sjafnargötu 6, 101 Reykjavík. „Barnamagnýl“ breytt í „Hjartamagnýl“ Frá Hans Kristjáni Árnasyni: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is EINS og svo margir aðrir ungir skákmenn ólst ritari þessara lína upp við goðsögn í skákheiminum sem gnæfði yfir allar aðrar en það var sérlundaði snillingurinn Bobby Fischer sem varð heimsmeistari á Íslandi 1972 og tefldi ekki neitt eftir það. Aðdáendur hans skiptu hundr- uðum þúsunda og var lærifaðir minn einn þeirra. Hann tefldi allar byrj- anirnar hans og gerir enn. Eitt stóð upp úr hjá þessari amerísku kynja- veru við skákborðið; sigurviljinn var óþrjótandi. Engu skipti hvort skákin var mikilvæg eða ekki, ávallt skyldi teflt til sigurs. Þeir sem urðu þess heiðurs aðnjótandi að tefla við snill- inginn geta vart lýst þeim mikla bar- áttukrafti sem stafaði frá honum. Jafntefli og sérstaklega þau stuttu voru eitur í hans beinum. Telft skyldi í botn í hverri skák. Ekki leit út fyrir annað en að hávaxni bandaríski ein- farinn myndi hætta alfarið tafl- mennsku eftir heimsmeistaratignina og fylgja þannig í fótspor fyrirmynd- ar sinnar og landa Pauls Morphys sem hafði sigrað skákheiminn með glæsilegri taflmennsku 1857–1859 en hóf eftir það að hoppa eins og riddari sem leiddi til þess að hann hvarf af sjónarsviðinu. Kannski er þetta hluti skáklistar- innar – snillingar sem þar spretta upp eiga erfitt með að hafa stjórn á allri þeirri innri sálarbaráttu sem listin krefst. Grundvöllur sigurs í listinni er sjálfstraust og orka. Af hvoru tveggja hafði Fischer nóg en orka hans var því miður of oft nei- kvæð og eyðandi. Sennilega hefði verið gott fyrir skáksöguna að eiga þessa goðsögn í friði; hann hafði bor- ið sigurorð af rússneska birninum og sest í helgan stein. En eins og svo margir snillingar varð hann uppi- skroppa með fé og fimm milljón doll- ara verðlaunapottur var of mikið til að hafna. Einvígi milli hans og Boris Spasskys hófst 1992, tuttugu árum eftir að heimsmeistaraeinvígi þeirra lauk í Reykjavík 1972. Auðjöfur nokkur stóð fyrir þessu uppátæki og fóru leikar fram í fyrrverandi Júgó- slavíu en þá hafði það land fengið á sig fordæmingu heimsins og við- skiptabann hafði verið lagt á það. Þetta hafði í för með sér að banda- rískir ríkisborgarar máttu ekki þéna þar fé. Á blaðamannafundi fyrir ein- vígið skyrpti hinn 49 ára „heims- meistari“ á yfirlýsingu bandarískra yfirvalda þess efnis að hann ætti yfir höfði sér handtöku vegna þátttöku sinnar í einvíginu. Boris Spassky, þá franskur ríkisborgari, fékk engar slíkar hótanir frá þarlendum stjórn- völdum. Eins og svo oft áður í skáksögunni bryddaði Fischer upp á einhverju nýju í einvíginu. Hann innleiddi sín eigin tímamörk þar sem hvor kepp- andi fékk viðbótartíma fyrir hvern leik sem hann lék. Í dag er þetta form tímamarka að koma í stað þess sem var. Fischer sigraði í einvíginu með tíu sigrum gegn fimm en alls voru tefldar þrjátíu skákir. Að mati flestra var einvígið ekki vel teflt í samanburði við það sem bestu skák- menn þess tíma voru að gera. Engu að síður náðu þessir öldnu meistarar að kveikja óhemju mikinn áhuga skákmanna á einvíginu og ekki síst hér á landi. Margir lögðu leið sína í húsakynni Taflfélags Reykjavíkur til að fylgjast beint með gangi mála í fyrstu einvígisskákinni. Að gæðum stóð þessi skák upp úr í einvíginu. Hvítt: Bobby Fischer Svart: Boris Spassky Breyer-afbrigðið í Spænska leiknum 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0–0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 0–0 9. h3 Rb8 Upphafið af Breyer-afbrigðinu sem Spassky hafði mikið dálæti á en hann tefldi það m.a. í Reykjavík 1972. 10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 He8 13. Rf1 Bf8 14. Rg3 g6 15. Bg5 h6 16. Bd2 Bg7 17. a4 c5 18. d5 c4 Næsti leikur þótti nokkuð merki- legur í Faxafeni á sínum tíma en frá sjónarhóli nútímans virðist hann ósköp eðlilegur enda til þess ætlaður að hindra mótspil svarts á drottning- arvæng og byggja upp spil hvíts þar. 19. b4! Rh7?! Strategísk mistök þar sem meira mótspil hefði fengist eftir 19. … cxb3 20. Bxb3 Rc5 þó að hvítur stæði vissulega betur eftir 21. c4! 20. Be3 h5 21. Dd2 Hf8 22. Ha3! Rdf6 Áætlun hvíts gengur út á að þre- falda á a-línunni og þrýsta svo hægt og sígandi á b5-peð svarts. Til greina kom fyrir svartan að leika 22. … h4 23. Rf1 f5 24. exf5 gxf5 25. Rg5 en þá stæði hann einnig aðeins lakar. 23. Hea1 Dd7 24. H1a2 Hfc8 25. Dc1 Bf8 26. Da1 De8 27. Rf1! Be7 28. R1d2 Kg7 29. Rb1 Svartur er orðinn verulega að- þrengdur og reynir nú að mynda sér mótspil með mannsfórn. 29. … Rxe4! 30. Bxe4 f5?! 30. … Rf6 hefði veitt svörtum kröftugra mótspil. 31. Bc2 Bxd5 32. axb5 axb5 33. Ha7! Kf6 34. Rbd2 Hxa7 35. Hxa7 Ha8 36. g4! hxg4 37. hxg4 Hxa7 38. Dxa7 f4?! Hugsanlega hefði 38. … Be6 veitt harðvítugra viðnám en næsti leikur hvíts sýnir óumdeilanlega að lengi lifir í gömlum glæðum! 39. Bxf4! exf4?! Betra hefði verið 39. … Bxf3! 40. Bxe5+ dxe5 41. Rxf3 Rg5 en engu að síður stæði hvítur þá vel að vígi. Eft- ir textaleikinn tekst hvítum að færa frumkvæði sitt sér í nyt. 40. Rh4! Bf7 41. Dd4+ Ke6 42. Rf5! Glæsileg gervifórn sem svartur á ekkert gott svar við. 42. … Bf8 43. Dxf4 Kd7 44. Rd4 De1+ 45. Kg2 Bd5+ 46. Be4 Bxe4+ 47. Rxe4 Be7 48. Rxb5 Rf8 49. Rbxd6 Re6 50. De5 og svartur gafst upp. Að einvíginu loknu í Júgóslavíu dvaldist Bobby aðallega í Ungverja- landi en hvarf þaðan eftir að fylgd- arkona hans í einvíginu hryggbraut hann með því að hafna bónorði hans. Meðan á dvöl hans þar stóð hittu skákmenn hann einstöku sinnum fyrir tilviljun. Núverandi breski meistarinn í skák, skoski stórmeist- arinn Jonathan Rowson, sagði mér eitt sinn að hann hefði ásamt enskum kollega sínum, Peter Wells, hitt Bobby á lestarstöð í Búdapest. Skot- inn áræðni nálgaðist meistarann og hrósaði honum í hástert. Bobby tók honum ekki illa en vildi vera út af fyrir sig. Mér þótti frásögn þessi merkileg en í raun og veru er hún það ekki. Eina ástæðan fyrir því að mér fannst hún spennandi var sú að sterkur skákmaður talaði við Bobby. Þessi tilfinning var dæmigerð fyrir þá dulúð sem hvíldi yfir Bobby en eftir viðburði síðustu ára og fúk- yrðaflaum veiks manns í fjölmiðlum er ljóst að blæjan dularfulla er farin fyrir bí. Að sumu leyti er það harmur skákheimsins og Bobbys en engu að síður á þessi gamla hetja það ekki skilið af löndum sínum að vera hent í fangelsi fyrir það eitt að hafa teflt skák. Andi hans mun vart fá frelsun þar. Frelsun Bobbys SKÁK Japan ARFLEIFÐ FISCHERS Ágúst 2004 Reuters Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák. Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.