Morgunblaðið - 22.10.2004, Page 6

Morgunblaðið - 22.10.2004, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bók sem sker sig úr Ótrúleg spenna! Lesið og sannfærist BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR „Karin Alvtegen er einstök meðal spennusagnahöfunda“ Eskilstuna-Kuriren „Þessi bók tekur af öll tvímæli um frábæra hæfileika Alvtegen ...“ The Guardian „... spennan eins og hjá Hitchcock ...“ Vouge HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest þá niðurstöðu Héraðsdóms Suður- lands, um þjóðlendumörk í upp- sveitum Árnessýslu, eða Bláskóga- byggð, að land innan landamerkja nokkurra jarða sé ekki þjóðlenda. Jafnframt var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að Framafréttur teljist þjóðlenda en í öðru máli, sem ríkið höfðaði aðeins gegn Blá- skógabyggð, var snúið við niður- stöðu héraðsdóms um að afréttur „norðan vatna“ væri ekki þjóð- lenda. Hefur úrskurður óbyggða- nefndar því verið staðfestur um að allur Biskupstungnaafréttur sé þjóðlenda og um leið afréttur Blá- skógabyggðar. Dómsins beðið á mörgum vígstöðvum Telst niðurstaða Hæstaréttar, sem var fjölskipaður í málunum tveimur, vera fordæmisgefandi fyrir þau landsvæði sem óbyggða- nefnd á eftir að fjalla um. Var Hæstaréttardómsins beðið á mörg- um vígstöðvum og meðferð mála á Norðausturlandi og uppkvaðning úrskurða um V-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu hafði verið frest- að. Hefur lögmaður ríkisins þannig fengið öðru sinni framlengdan frest til 12. nóvember nk. að lýsa þjóðlendukröfum á Norðaustur- landi. Í öðru málinu sótti ríkið gegn 17 einstaklingum, einu einkahluta- félagi, einni kirkjusókn (Bræðra- tungukirkju, einum minningarsjóði og sveitarfélaginu Bláskógabyggð. Kröfum ríkisins var hafnað um að mörk þjóðlendu yrðu dregin inn fyrir landamerki Úthlíðartorfu, Haukadalstorfu, Hóla og Tungu- heiðar, eins og þeim er lýst í landamerkjabréfum og dómi. Gekk eignardómur í Hæstarétti um Tunguheiði árið 1980, þar sem við- urkenndur var beinn eignarréttur Bræðratungukirkju að landinu. Hæstiréttur bendir á að ríkið hafi unað þeim dómi en kjósi engu að síður að haga kröfulínu sinni þann- ig að hún fari þvert í gegnum land kirkjunnar. „Sú krafa fær ekki samrýmst þeirri afstöðu aðaláfrýj- anda [ríkisins] að una áðurnefnd- um dómi og eru haldlausar þær skýringar hans að með dóminum hafi ekki verið skorið efnislega úr um eignarrétt. Verður kröfu aðal- áfrýjanda um að mörk þjóðlendu verði dregin inn á land stefnda Bræðratungukirkju á Tunguheiði hafnað þegar af þeirri ástæðu,“ segir Hæstiréttur. Fellst ekki á að nefndin hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu Hæstiréttur segir landamerkja- bréf fyrir Úthlíðartorfu og Hauka- dalstorfu frá ofanverðri 19. öld ekki ein og sér sanna beinan eign- arrétt landeigenda. Önnur atriði verði að koma til, s.s. eldri heim- ildir. Kemur þar einkum til vísitas- íubók Brynjólfs Sveinssonar, bisk- ups í Skálholti, frá árinu 1646 þar sem skráður er vitnisburður leigu- liða um landamerki jarðarinnar. Fellur sá vitnisburður saman við lýsingu landamerkjabréfa. „Er með þessum gögnum sýnt fram á hver umráðamenn jarðarinnar í nokkrar aldir töldu vera rétt mörk landsins og að með landamerkja- bréfinu 1885 hafi ekki verið gengið lengra í því að helga jörðinni land en áður var gert,“ segir Hæstirétt- ur um Úthlíðartorfuna. Þá fellst Hæstiréttur ekki á þau sjónarmið Bláskógabyggðar og landeigenda að með þjóðlendulög- unum nr. 58/1998 sé ekki fullnægt kröfum um réttláta málsmeðferð. Ekki er heldur fallist á að óbyggðanefndinni hafi ekki verið ætlað með lögunum að taka til um- fjöllunar kröfur ríkisins um land sem þinglýstar heimildir væru til um, né að nefndin hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni með full- nægjandi hætti. Málin dæmdu dómarar Hæsta- réttar, þau Markús Sigurbjörns- son, Garðar Gíslason, Guðrún Er- lendsdóttir, Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason, Ingibjörg Bene- diktsdóttir og Pétur Kr. Hafstein, fv. hæstaréttardómari. Lögmaður ríkisins var Skarp- héðinn Þórisson hrl. en lögmenn landeigenda voru Ólafur Björns- son hrl., sem einnig flutti mál Blá- skógabyggðar, og Ragnar Aðal- steinsson hrl. Var ríkinu gert að greiða gjaf- sóknarkostnað, 300 þúsund krónur í málskostnað tveggja aðila og þóknun lögmanna upp á tvær milljónir króna. Að öðru leyti féll málskostnaður niður fyrir Hæsta- rétti. Hæstiréttur staðfestir úrskurði óbyggðanefndar um þjóðlendumörk í uppsveitum Árnessýslu Morgunblaðið/Golli Þeir Björn Sigurðsson í Úthlíð og Ólafur, sonur hans og lögmaður, ánægðir fyrir utan Hæstarétt í gær. Eignarrétt- ur landeig- enda viður- kenndur                                                                                            !    "                       !    " # $  $    !  & '("    Vísitasíubók Brynjólfs biskups mikilvægt sönnunargagn NIÐURSTÖÐUR Hæstaréttar eru í samræmi við úrskurð óbyggða- nefndar og þær eru ótvíræð stað- festing á því að meginniðurstöður óbyggðanefndar eru reistar á traustum grunni. Þetta sagði Sif Guðjónsdóttir, skrifstofustjóri hjá óbyggða- nefnd, eftir að Hæstiréttur hafði kveðið upp dóm um þjóðlendur á Suðurlandi í gær. Sömu niðurstöður Hún segir Hæstarétt í raun komast að alveg sömu niðurstöðu og óbyggðanefnd um Bisk- upstungnaafrétt, bæði norðan vatna og Framafrétt þar sem óbyggðanefnd hafi úrskurðað þjóðlendur. Héraðsdómur Suður- lands hafi snúið þeirri niðurstöðu við hvað varðar afrétt norðan vatna og talið það eignarland. „Hæstiréttur er hins vegar sam- mála óbyggðanefnd og segir að þar sé þjóðlenda og afréttur, þ.e.a.s. á afrétti norðan vatna, og sama máli gegni um Framafrétt þar sem Héraðsdómur Suður- lands var raunar á sama máli. Síðan er það niðurstaða óbyggða- nefndar, Hæstaréttar og Héraðs- dóms Suðurlands að jarðir neðan við Biskupstungnaafrétt séu eign- arlönd. Þannig að í þessum dóm- um tveimur felst ótvíræð stað- festing Hæstaréttar á því að þær meginforsendur sem óbyggða- nefnd hefur byggt úrskurði sína á fái staðist,“ segir Sif. Hún segir eina frávikið milli niðurstöðu nefndarinnar og Hæstaréttar vera Hagafells- svæðið svokallaða, sem sé lítill landskiki á jaðri Biskups- tungnaafréttar vestanverðum. „Þar hafði óbyggðanefnd úr- skurðað þjóðlendu og Hæstiréttur bætir því við að þar sé afréttur að auki,“ segir Sif. Staðfest- ing á nið- urstöðum óbyggða- nefndar ÞAÐ VAR mjög mikilvægt að fá niðurstöðu Hæstaréttar um til- tekin grundvallaratriði í þessu máli. Nú þarf að rannsaka að hve miklu leyti þessi dómur hef- ur fordæmisgildi gagnvart öðr- um landsvæðum og taka til skoðunar að hve miklu leyti menn kunni að þurfa að breyta um stefnu í þeim efnum. Þetta segir fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, um dóma Hæstaréttar í þjóðlendumál- unum og minnir á að varðandi landsvæðin norðan vatna og Framafrétt hafi Hæstiréttur fallist á þau séu þjóðlendur. „Stóra niðurstaðan gagnvart landeigendum er að það er fall- ist á þeirra kröfur. Ég tel ekki að þetta sé neinn ósigur fyrir ríkið. Tilgang- urinn var ekki síst að fá á hreint í eitt skipti fyrir öll hvernig þess- um málum væri háttað. Það eru auð- vitað mik- ilvægir lang- tímahagsmunir fyrir þessa landeigendur að það komi ekki aðilar síðar og beri brigður á þeirra eignarétt. Ég tel ástæðu til þess að óska landeigendum til hamingju með þessa nið- urstöðu og sérstaklega Birni Sigurðssyni í Úthlíð sem hefur haft ákveðna forystu í þessum málum,“ segir Geir. Ekki ósigur fyrir ríkið Geir H. Haarde

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.