Morgunblaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bók sem sker sig úr Ótrúleg spenna! Lesið og sannfærist BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR „Karin Alvtegen er einstök meðal spennusagnahöfunda“ Eskilstuna-Kuriren „Þessi bók tekur af öll tvímæli um frábæra hæfileika Alvtegen ...“ The Guardian „... spennan eins og hjá Hitchcock ...“ Vouge HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest þá niðurstöðu Héraðsdóms Suður- lands, um þjóðlendumörk í upp- sveitum Árnessýslu, eða Bláskóga- byggð, að land innan landamerkja nokkurra jarða sé ekki þjóðlenda. Jafnframt var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að Framafréttur teljist þjóðlenda en í öðru máli, sem ríkið höfðaði aðeins gegn Blá- skógabyggð, var snúið við niður- stöðu héraðsdóms um að afréttur „norðan vatna“ væri ekki þjóð- lenda. Hefur úrskurður óbyggða- nefndar því verið staðfestur um að allur Biskupstungnaafréttur sé þjóðlenda og um leið afréttur Blá- skógabyggðar. Dómsins beðið á mörgum vígstöðvum Telst niðurstaða Hæstaréttar, sem var fjölskipaður í málunum tveimur, vera fordæmisgefandi fyrir þau landsvæði sem óbyggða- nefnd á eftir að fjalla um. Var Hæstaréttardómsins beðið á mörg- um vígstöðvum og meðferð mála á Norðausturlandi og uppkvaðning úrskurða um V-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu hafði verið frest- að. Hefur lögmaður ríkisins þannig fengið öðru sinni framlengdan frest til 12. nóvember nk. að lýsa þjóðlendukröfum á Norðaustur- landi. Í öðru málinu sótti ríkið gegn 17 einstaklingum, einu einkahluta- félagi, einni kirkjusókn (Bræðra- tungukirkju, einum minningarsjóði og sveitarfélaginu Bláskógabyggð. Kröfum ríkisins var hafnað um að mörk þjóðlendu yrðu dregin inn fyrir landamerki Úthlíðartorfu, Haukadalstorfu, Hóla og Tungu- heiðar, eins og þeim er lýst í landamerkjabréfum og dómi. Gekk eignardómur í Hæstarétti um Tunguheiði árið 1980, þar sem við- urkenndur var beinn eignarréttur Bræðratungukirkju að landinu. Hæstiréttur bendir á að ríkið hafi unað þeim dómi en kjósi engu að síður að haga kröfulínu sinni þann- ig að hún fari þvert í gegnum land kirkjunnar. „Sú krafa fær ekki samrýmst þeirri afstöðu aðaláfrýj- anda [ríkisins] að una áðurnefnd- um dómi og eru haldlausar þær skýringar hans að með dóminum hafi ekki verið skorið efnislega úr um eignarrétt. Verður kröfu aðal- áfrýjanda um að mörk þjóðlendu verði dregin inn á land stefnda Bræðratungukirkju á Tunguheiði hafnað þegar af þeirri ástæðu,“ segir Hæstiréttur. Fellst ekki á að nefndin hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu Hæstiréttur segir landamerkja- bréf fyrir Úthlíðartorfu og Hauka- dalstorfu frá ofanverðri 19. öld ekki ein og sér sanna beinan eign- arrétt landeigenda. Önnur atriði verði að koma til, s.s. eldri heim- ildir. Kemur þar einkum til vísitas- íubók Brynjólfs Sveinssonar, bisk- ups í Skálholti, frá árinu 1646 þar sem skráður er vitnisburður leigu- liða um landamerki jarðarinnar. Fellur sá vitnisburður saman við lýsingu landamerkjabréfa. „Er með þessum gögnum sýnt fram á hver umráðamenn jarðarinnar í nokkrar aldir töldu vera rétt mörk landsins og að með landamerkja- bréfinu 1885 hafi ekki verið gengið lengra í því að helga jörðinni land en áður var gert,“ segir Hæstirétt- ur um Úthlíðartorfuna. Þá fellst Hæstiréttur ekki á þau sjónarmið Bláskógabyggðar og landeigenda að með þjóðlendulög- unum nr. 58/1998 sé ekki fullnægt kröfum um réttláta málsmeðferð. Ekki er heldur fallist á að óbyggðanefndinni hafi ekki verið ætlað með lögunum að taka til um- fjöllunar kröfur ríkisins um land sem þinglýstar heimildir væru til um, né að nefndin hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni með full- nægjandi hætti. Málin dæmdu dómarar Hæsta- réttar, þau Markús Sigurbjörns- son, Garðar Gíslason, Guðrún Er- lendsdóttir, Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason, Ingibjörg Bene- diktsdóttir og Pétur Kr. Hafstein, fv. hæstaréttardómari. Lögmaður ríkisins var Skarp- héðinn Þórisson hrl. en lögmenn landeigenda voru Ólafur Björns- son hrl., sem einnig flutti mál Blá- skógabyggðar, og Ragnar Aðal- steinsson hrl. Var ríkinu gert að greiða gjaf- sóknarkostnað, 300 þúsund krónur í málskostnað tveggja aðila og þóknun lögmanna upp á tvær milljónir króna. Að öðru leyti féll málskostnaður niður fyrir Hæsta- rétti. Hæstiréttur staðfestir úrskurði óbyggðanefndar um þjóðlendumörk í uppsveitum Árnessýslu Morgunblaðið/Golli Þeir Björn Sigurðsson í Úthlíð og Ólafur, sonur hans og lögmaður, ánægðir fyrir utan Hæstarétt í gær. Eignarrétt- ur landeig- enda viður- kenndur                                                                                            !    "                       !    " # $  $    !  & '("    Vísitasíubók Brynjólfs biskups mikilvægt sönnunargagn NIÐURSTÖÐUR Hæstaréttar eru í samræmi við úrskurð óbyggða- nefndar og þær eru ótvíræð stað- festing á því að meginniðurstöður óbyggðanefndar eru reistar á traustum grunni. Þetta sagði Sif Guðjónsdóttir, skrifstofustjóri hjá óbyggða- nefnd, eftir að Hæstiréttur hafði kveðið upp dóm um þjóðlendur á Suðurlandi í gær. Sömu niðurstöður Hún segir Hæstarétt í raun komast að alveg sömu niðurstöðu og óbyggðanefnd um Bisk- upstungnaafrétt, bæði norðan vatna og Framafrétt þar sem óbyggðanefnd hafi úrskurðað þjóðlendur. Héraðsdómur Suður- lands hafi snúið þeirri niðurstöðu við hvað varðar afrétt norðan vatna og talið það eignarland. „Hæstiréttur er hins vegar sam- mála óbyggðanefnd og segir að þar sé þjóðlenda og afréttur, þ.e.a.s. á afrétti norðan vatna, og sama máli gegni um Framafrétt þar sem Héraðsdómur Suður- lands var raunar á sama máli. Síðan er það niðurstaða óbyggða- nefndar, Hæstaréttar og Héraðs- dóms Suðurlands að jarðir neðan við Biskupstungnaafrétt séu eign- arlönd. Þannig að í þessum dóm- um tveimur felst ótvíræð stað- festing Hæstaréttar á því að þær meginforsendur sem óbyggða- nefnd hefur byggt úrskurði sína á fái staðist,“ segir Sif. Hún segir eina frávikið milli niðurstöðu nefndarinnar og Hæstaréttar vera Hagafells- svæðið svokallaða, sem sé lítill landskiki á jaðri Biskups- tungnaafréttar vestanverðum. „Þar hafði óbyggðanefnd úr- skurðað þjóðlendu og Hæstiréttur bætir því við að þar sé afréttur að auki,“ segir Sif. Staðfest- ing á nið- urstöðum óbyggða- nefndar ÞAÐ VAR mjög mikilvægt að fá niðurstöðu Hæstaréttar um til- tekin grundvallaratriði í þessu máli. Nú þarf að rannsaka að hve miklu leyti þessi dómur hef- ur fordæmisgildi gagnvart öðr- um landsvæðum og taka til skoðunar að hve miklu leyti menn kunni að þurfa að breyta um stefnu í þeim efnum. Þetta segir fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, um dóma Hæstaréttar í þjóðlendumál- unum og minnir á að varðandi landsvæðin norðan vatna og Framafrétt hafi Hæstiréttur fallist á þau séu þjóðlendur. „Stóra niðurstaðan gagnvart landeigendum er að það er fall- ist á þeirra kröfur. Ég tel ekki að þetta sé neinn ósigur fyrir ríkið. Tilgang- urinn var ekki síst að fá á hreint í eitt skipti fyrir öll hvernig þess- um málum væri háttað. Það eru auð- vitað mik- ilvægir lang- tímahagsmunir fyrir þessa landeigendur að það komi ekki aðilar síðar og beri brigður á þeirra eignarétt. Ég tel ástæðu til þess að óska landeigendum til hamingju með þessa nið- urstöðu og sérstaklega Birni Sigurðssyni í Úthlíð sem hefur haft ákveðna forystu í þessum málum,“ segir Geir. Ekki ósigur fyrir ríkið Geir H. Haarde
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.