Sunnudagsblaðið


Sunnudagsblaðið - 07.09.1958, Qupperneq 11

Sunnudagsblaðið - 07.09.1958, Qupperneq 11
SUNNUDAGSBLAÐIÐ 455 brennivínsflöskuna, snerj botnin- um upp og tæmdi hana í snatri. Olsen lögregluþjónn var i jarska sæll og ánægður með sig, þegar hann yfirgaf staðinn. Næsta laugardag á eftir gekk hann í sína venjulegu eftirlitsferð eftir þröngum götum Smávíkur, og endaði með því að stiákla fram á bryggjuna. Það er rétt hægt að ímynda sér sigurgleði hans, þegar hann heyrði hjáróma söng og gól út úr kránnj á Smánesi. Þar sátu þeir Ulrik, Benedikt og Elías og sveifluðu hver sinni flösku og sungu fullum hálsi. 01- sen lögreglþjónn skálmaði styztu leið til kráarinnar. „Hef ég' ekki bannað ykkur að sitja hér við drykkju?" hrópaði hann æstur og greip flöskurnar af þeim og hellti því sem eftir var í þeim. „Þið verðið að koma með mér ti.l lögreglustöðvarinnar", sagði hann. „Þetta eru ósnektir á al- mannáfæri, og spillir ró og regiu“. Ulrik, Benedikt og Elías voru auðsveipir eins og lömb. Elías greip þó tómu flöskurnar, og svo gengu þeir út. En þar sem S’mávík er of Htið þorp til þess að lögreglustjóri hafi þar aðsetur, tók það hálftíma að aka til lögreglustöðvarinnar, en lögreglustjórinn átti heima í næsta nágrannabæ. Þetta varð hin skemmtilegasta bílferð fyrir þá Ulrik, Benedikt og Elías. Þeir tóku þetta sem skemmtiferð, og virtust hafa ger- samlega hreina samvizku. Olsen lögregluþjónn varð hvað eftir ann að að þagga niður í þeim, þegar ærsl og kátína kárlanna gekk fram úr hófi. Lögreglustjórinn ldustaði þolin- móður á hina samviskusamlegu skýrslu Olsens, sem hann las upp með auðsæu yfirlæti. ,Hafa fangarnir nokkrar athuga semdir að gera við skýrsluna?“ — sagði hann og horfði spyrjandi á Ulrjk, Benedikt og Elías. Eiías di'ó fram tómu i'löskunrn- ar. „Kannski lögreglustjórinn vilji gera svo vel og lvkta af þessum flöskum,“ sagði hann og setti þær á borðið fyrir framan hann, Lögreglustjórinn bar eina flösk- una að nefinu, varð litið á Olsen lögregluþjón, og þefaði svo af hip um tveimur. Hann ræksti sig. — „Já, ein- mitt ‘, sagði hann. Elías sneri sér að Olsen lög- regluþjóni: „Þetta verða þá fimm krónur og tuttugu og fimm aurar, að því er mér skilst“, sagði hann. — „Þrjár flcskur af appclsín á eina krónu sjötíu og fimm aura hver“. HÉR fara á eftir nokkar vísur, sem lifað hafa á alþýðumunni, og eru þær eftir Jónas Eyvindsson, er lengi átti heima á Snæfells- nesi, en fluttist síðast t,‘l Amer- íku: Skammavísa. Fleskið notar sjálfur sitt sultarþroíinn vana: hefur gotu hann einmitt að hressa á kotungana. Vinnulýsing'. Áfram Jónas ávallt rær, ofan í spæni nuddar, Ketill rakar, Rósa slær, rokkinn þeytir Gudda. Við di'eng. Skrifa áttu, Einar minn eftir þessum línum; Olsen vafðist tunga um tönn: „En það stendur brennivín á flöskumiðanum‘“, sagði hann og benti á miðana. EHas dró litla dós upp úr vasa sínum. „Og á þessai'i dós stendur ,,grammofónsnálar“, en ég nota liana undir neftóbak", sagði hann og snússaði sig. Lögreglustjórinn barðist við hláturinn-, en reyndi að dylja þao með því að hósta. —o— Og upp frá þessu hafa þeir Ul- rik, Benedikt og Elías getað notið laugardagskvöldanna úti á Smá- nesi, án minnstu þ'uflunar af nokkru tagi. STÖKUR láttu pennann létta þinn liggja í mundum þínum. Þó ekki hár sé aldurinn allir vilja lifa; sé ég litli sonur minn situr við að skrifa. Kveðið við telpu. Krigtrún mín er kát og glöð, kemur til að vinna; viijann ber í barnaröð og bóklestri að sinna. IJfsþrev ta. Hvíldar njóta víst ég vil, veröld mótkast eykur; geng ég fljótur grafar til geðs- og fótaveiku. Víða á svæði hef ég hitt hvikul gæði af mönnum; lífið bæði og lánið mitt leikur á þræði grönnum. t

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.