Sunnudagsblaðið


Sunnudagsblaðið - 07.09.1958, Qupperneq 13

Sunnudagsblaðið - 07.09.1958, Qupperneq 13
Ég vissi nú að Paul hafði veitt því athygli að ég var stundum köld og fráhrindandi. Svo kom tími sem Paul talaði ekkert um Helgu og ég vissi að ég átti sökina á því. Ég hafði breyzt, ég var ekki lengur eins hirðusöm um útlit mitt, sem áður °g ég sýndi Paul enga blíðu, ég gat það ekki. Dag nokkurn þegar Paul var ekki heima kom Erich í heimsókn við drukkum saman te og spjöll- uðum saman um alla heima og geyma, en ég vissi að hann kom í vissum. tilgangi. Loksins komst hann að efninu, það var þá bað, að Paul mætti skrifa sig einan fyrir fyrirtækinu. Ég vissi strajr hvað bann var að fara og mig langaði að spyrna á-móti, en ég var of þreytt til þess og sagði að hann gæti haft það alveg eins og hann vildi. Erich horfði undrandi á mig. Sem meðeigandi í fyrirtækinu, átt þú viss réttindi, og Paul á þér að þakka velgengni sína, hefð ir þú ekki lánað honum þitt fé ætti hann ekki sitt eigið fvrirtæki. — Þér skjátlast, Erch, það er Iíelgu sem Paul á alla sína vel- gengni að þakka. Fyrirgefðu Ina, saeði Erich og beit sig í neðri vörina. — Ég skil ekki Paul; að mínum dómi er það skammarlegt hvernig Paul hagar sér. Þú ert alltof eftirgefanleg við hann, eng in önnur kona myndi hafa gert þetta allt fyrir Paul sem þú hefur gert. Þegar ég sat orðlaus hélt hann áfram ósköo rólega. Ég dáist að stillingu þinni Ina, en ég held þó að Það væri bezt fyrir þig að losa þig við Paul áður en það er of seint. Ég hristi höfuðið. Ég get það ekki. Ég treysti mér ekki t’l þess. 'Hann sap)ði ekkert en horfði aðeins á mig. Skömmu síðar kvaddi hann og fór. SUNNUDAGSBLAÐIÐ Næstu nótt gat ég ekki sofið. Eg gat ekki áttað mig á hvað Pau; hugðist gera. Ég gat ekki lengur aíborið það að eiga Paul með annarri konu. Ég vissi að það eina skmsamlega var að fara að ráouni Eívcík og sækja um skiluað, en ég treysti mér ekki til þess, ég v.iai heldur deyja en að missa Paul. Um morgúninn tók ég til þau bréf, sem Paul hafði skrifað mér um dagana- Ég settist fyrir fram- an arineldinn og las hvert bréf- ið á fætur öðru. Svo brendi ég' þeim. Þegar eldtungurnar læstu sig um þau, brast eitthvað í sjálfri mér, ég var ekki lengur Ina Kahr ég var aðeins skuggi þess liðna- Ég hrökk í kút þegar vinnu- stúlkan m|tn sagði mér að það væri ung stúlka að spyrja eftir mér. — Helga Barnholm að nafni. Ég hugsaði til þess dags þegar ég sjálf barði að dyrum hjá Mar- git Kahr. — Segðu henni að koma inn. Ég bauð henni sæti og þar sem hún sat á móti mór kenndi ég ein hvcrs sársauka, en fyrsta hugsun- in sem greip mig, var hve hún var falieg. Ég þykist vita hvers vegna þér eruð komin, ég hálf kenndi í brjósti um hana, en sagðj þó eins kuldalega og ég gat -Þér elskið Paul? — Já, sagði Helga og greip and ann á lofti, og þess vegna e,r ég komin til þess að biðja yður að gefa mér hann eftir. Og vður ætti ekki að vera það eins erfitt, þar sem þið búið aðeins í sýndar- hjónabandi. — Segir Paul það? — Helga stirnaði eitt andartak um leið og hún sagði svo hátt að ég hrökk við. — Já. Ég stóð rólega á fætur gekk út að glugganum og horfði á snævi þakta jörðina, sem var böðuð í vetrarsólinni. En á svipstundu 457 vissi ég hvað mér bar að gera, en fyrst varð ég að segja Helgu' Barnholm allan sannleikann. Ég sneri mér rólega að henni, hún horfði með óttaslegnu augna- ráði á mig. Ég ætla ekki að vera í veginum fyrir hamingju yðar, en fyrst verð ég að segja yður hreinskiln- isiega, Helga, að hjónaband okk- er Pauls er ekki nein sýndar- mennska. Ég hefi að vísu grunað hann upp á síðkastið að hann væri með yður, en háryi hefur gert allt sem hann hefur getað til þess að leyna mig því. Mig tekur sárt að þurfa að segja yður þetta, en ég gat ekkj annað. Augu Helgu Barnholm urðu ennþá stærri en þau voru venju- lega og varir hennar skulfu. Það breytir öllu, Paul hefur log ið að mér, og ég sá að tárin hrundu niður kinnar hennar, um leið og hún sneri sér frá mér og hélt á burtu. Ég horfði á eftir henni þar sem hún gekk föstum ákveðnum skref um cg hnakkakert. Innst inni vissi ég að Paul hafði loks hitt fyrir kcnu, sem var nógu vilja- sterk til þess að brjótast undan dáleiðsluvaldi hans. Helgu myndi honum aldrei takast að eyðileggja. Ég hljóp upp í svefnherbergi mitt og henti mér ofan í rúmið, ég grét hástöfum og skalf, ég hafði fengið hræðilegt taugaáfall. Ég var flutt á sjúkrahús, þar lá ég langan tíma, mér var sama um allt. v Ég heyrði að fólk var að tala við mig, en ég hafði ekki leng- ur áhuga á lífinu, ég var dauð- þreytt — mér fannst ég ekki geta lifað lengur. Erich sat oft þögll við rúm mitt. Paul sé ég aldrei og mig langaði ekki heldur að sjá hann. Hann var sjálfsagt með Helgu Barnholm, sem hafði haldið að ég

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.