Morgunblaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 301. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Syngur um
ástina
Idol-stjarnan Jón Sigurðsson
gefur út hljómdisk | Menning 46
Ver | Nýta vel Fiskistofu Alíslenskt góðmeti Viðskipti | Hækkun
hlutabréfa yfir heiði Sjálfkjörið bankaráð Íþróttir | Ólöf María á
evrópsku mótaröðinni Öruggt hjá Keflvíkingum
kynna sjónarmið sín fyrir borgarbú-
um. Borgarfulltrúar og borgarstjóri
eru sammála um að leiða málið sam-
eiginlega til lykta.“
Aðspurð hvort hún teldi að sam-
starf R-listans væri í hættu sagði
Anna svo ekki vera. Sagði hún enn-
fremur að sameiginleg ákvörðun yrði
tekin um framhald málsins strax í
næstu viku.
Einn heimildarmaður blaðsins
sagði að umræða um þetta mál í fjöl-
miðlum hefði verið mjög hröð, en
ákveðið hefði verið að hún ætti ekki að
ráða ferðinni. Þórólfur hefði staðið sig
vel sem borgarstjóri og ætti inni að fá
sitt tækifæri.
Um tíma í gær var samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins útlit fyrir
að Þórólfi yrði gert að segja af sér í
dag, virtist sem samstaða gæti orðið
um að Dagur B. Eggertsson settist í
ÞÓRÓLFI Árnasyni borgarstjóra
var á löngum fundi borgarstjórnar-
flokks Reykjavíkurlistans í Ráðhús-
inu í gærkvöldi gefið ráðrúm til að
skýra sín sjónarmið gagnvart borg-
arbúum. Umræðan síðustu daga um
skýrslu Samkeppnisstofnunar hefði
gert stöðu borgarstjórans erfiða.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins leit um tíma út fyrir það í gær að
hann myndi segja af sér í dag.
Að loknum fjögurra tíma fundi kom
Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi
fram á tólfta tímanum og las eftirfar-
andi samþykkt flokksins fyrir frétta-
menn, sem hefði verið samhljóða:
„Borgarstjórnarflokkur Reykja-
víkurlistans telur að umræða síðustu
daga um skýrslu Samkeppnisstofnun-
ar hafi gert stöðu Þórólfs Árnasonar
borgarstjóra erfiða. Borgarstjórnar-
flokkurinn vill gefa Þórólfi tóm til að
stól borgarstjóra og „kláraði kjör-
tímabilið“ eins og það var orðað, en
ljóst væri að ekki yrði leitað út fyrir
raðir borgarfulltrúa R-listans að
næsta borgarstjóra. Í gærkvöldi
breyttist þetta og fær Þórólfur nú
ráðrúm til þess að fara yfir málið,
jafnvel fram í næstu viku. Óvíst er
hvað þá gerist, en samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins er inni í mynd-
inni að hann muni þá láta af embætti.
Þórólfur sagði við fréttamenn að
farið hefði verið vel yfir málin á
löngum fundi í gærkvöldi. Sagðist
hann vel skilja gremju fólks í garð ol-
íufélaganna. Hann sagðist hafa viljað
fá að vita að staða sín væri ljós meðal
félaga sinna. Hann væri ánægður
með að staðan hefði skýrst og myndi
taka næstu daga í að fara yfir sín mál.
Umræðan hefur gert
stöðu Þórólfs erfiða
Samþykkt borgarstjórnarflokks R-listans frá í gærkvöldi
VG vill/6
GEORGE W. Bush hét því í gær að
reyna að ávinna sér traust þeirra ríf-
lega 55 milljóna Bandaríkjamanna
sem greiddu keppinauti hans, demó-
kratanum John Kerry, atkvæði sitt í
forsetakosningunum sem fram fóru í
Bandaríkjunum á þriðjudag. „Til að
gera þessa þjóð öfluga og betri mun
ég þurfa stuðning ykkar, ég mun
leggja hart að mér til að verðskulda
hann,“ sagði Bush eftir að ljóst var
orðið að hann hafði verið endurkjör-
inn forseti Bandaríkjanna.
Bush flutti ávarp í gærkvöldi
skömmu eftir að Kerry hafði lýst sig
sigraðan í ræðu sem hann hélt í Bost-
on. „Bandaríkjamenn hafa fellt dóm
sinn og ég stend auðmjúkur frammi
fyrir því trausti sem samborgarar
mínir hafa sýnt mér,“ sagði Bush.
„Þessum dómi fylgir sú ábyrgð að
þjóna öllum Bandaríkjamönnum vel,“
bætti hann síðan við. Sagði hann
Kerry geta verið stoltan af þeirri „öfl-
ugu baráttu“ sem hann hefði háð og
þakkaði hann demókratanum vinsam-
legt símtal hans fyrr um daginn.
Sterk staða á Bandaríkjaþingi
Mörg erfið verkefni bíða forsetans
á nýju kjörtímabili. Þarf hann m.a. að
leita leiða til að stilla til friðar í Írak og
tryggja pólitískan stöðugleika. Hann
hét því í gær að hopa hvergi í barátt-
unni við alþjóðlega hryðjuverkahópa
og sagði jafnframt að nú biði það
verkefni að umbylta „úreltu skatta-
kerfi“ í Bandaríkjunum, vinna að úr-
bótum á almannatryggingakerfinu og
halda í heiðri „helgustu gildi fjöl-
skyldunnar og trúarinnar“.
Ætti Bush að vera vel í stakk búinn
til að ná fram stefnumálum sínum því
repúblikanar hafa áfram meirihluta í
báðum deildum Bandaríkjaþings.
Úrslit í Ohio voru ekki endanlega
orðin ljós þegar Kerry viðurkenndi
ósigur sinn þar. Með sigri í Ohio fór
Bush í 274 kjörmenn, en 270 kjör-
menn þarf til að ná kjöri sem forseti
Bandaríkjanna. Skiptir því ekki máli
hver verða úrslit í Iowa, en þaðan
koma sjö kjörmenn, og Nýju-Mexíkó,
en þaðan koma fimm, en þau verða
líklega ekki ljós fyrr en í dag. Bush
fékk næstum fjórum milljónum at-
kvæða meira en Kerry í heildina.
Kjörsókn hefur ekki verið meiri í for-
setakosningum síðan 1968 en allt að
120 milljónir manna mættu á kjör-
stað, um 60% atkvæðisbærra manna.
Repúblikaninn George W. Bush endurkjörinn forseti Bandaríkjanna
Segist vilja ávinna sér
traust allra kjósenda
Reuters
George W. Bush veifar til stuðningsmanna sinna í gær. Með honum er fjölskylda hans og Dick Cheney varaforseti.
Washington, Boston. AP, AFP.
Sjá umfjöllun bls. 14–16
JOHN Kerry lýsti því í gær yfir að
hann teldi ljóst að niðurstaðan í for-
setakosningunum í Bandaríkjunum
gæti ekki orðið demókrötum í hag.
Sagðist hann því hafa hringt í
George W. Bush og óskað honum til
hamingju með sigurinn.
Kerry sagði að nú yrði að brúa þá
djúpu gjá sem klyfi bandarísku
þjóðina. „Við ræddum um hættuna
sem fylgir sundrungu í samfélagi
okkar og þörfina, þá miklu þörf, á
því að finna samhljóm,“ sagði
Kerry um samtal það sem hann átti
við Bush. „Ég vona að í dag getum
við byrjað að græða sárin.“
Kerry sagði að hann hefði komist
að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa
rýnt í stöðuna í Ohio, að hann gæti
ekki haft betur þar í baráttunni við
Bush. Engu skipti þó að tugir þús-
unda atkvæða væru enn ótaldir.
Ekki væri því ástæða til að draga
málið frekar. „Niðurstöðunni eiga
kjósendur að ráða, hún á ekki að
ráðast af langvinnum lagalegum
átökum,“ sagði Kerry.
Reuters
Kerry
viðurkennir
ósigur
Úr verinu, Viðskipti, Íþróttir
YASSER Arafat, leiðtogi Palest-
ínumanna, var fluttur á gjörgæslu-
deild á hersjúkrahúsi í útjaðri Par-
ísar í gær og sögðu heimildarmenn
í palestínsku heimastjórninni að
heilsu hans hefði hrakað mikið yfir
daginn. Þeir sögðu líðan hans í
gærkvöldi þó stöðuga.
Flogið var með Arafat til Frakk-
lands í síðustu viku eftir að hann
veiktist illa. Ekki er vitað hvað
þjakar Arafat en læknar telja að
um alvarlegan blóðsjúkdóm geti
verið að ræða. AP hafði eftir einum
heimildarmanni, sem sagður er
þekkja til, að Arafat þjáðist af
„banvænum“ sjúkdómi. Þetta hafði
hins vegar ekki fengist staðfest og
palestínskur embættismaður full-
yrti í gær að flutningur Arafats á
gjörgæsludeild „þýddi ekki að líf
hans væri í hættu“.
Arafat í gjörgæslu
París. AFP, AP.