Morgunblaðið - 04.11.2004, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BUSH ÁFRAM FORSETI
George W. Bush var endurkjörinn
forseti Bandaríkjanna í kosningum
sem fram fóru í fyrradag. Þetta varð
ljóst í gær þó að endanleg úrslit í
Ohio-ríki lægju ekki fyrir. Þótti sýnt
að demókratinn John Kerry gæti
ekki brúað bilið sem var á milli hans
og Bush í Ohio þó að enn ætti eftir
að telja nokkra tugi atkvæða. Þar
með var Bush kominn með 274 kjör-
menn sem er meira en þarf til svo
menn teljist hafa náð kjöri sem for-
seti Bandaríkjanna. Kerry óskaði
Bush til hamingju með sigurinn í
gær og lýsti þeirri skoðun sinni að
nú þyrfti að græða sár og stuðla að
sáttum, enda einkenndi mikill klofn-
ingur hið bandaríska samfélag. Bush
tók undir þessi sjónarmið í ræðu
sinni í gær.
Grundartangi stækkar
Century Aluminium, móðurfyr-
irtæki Norðuráls, hefur ákveðið að
fjárfesta fyrir rúmlega 7,3 milljarða
króna í stækkun álvers Norðuráls á
Grundartanga umfram það sem áður
hafði verið ákveðið og verður álverið
þar með stærra en álverið í
Straumsvík.
Staða borgarstjóra óljós
Nauðsynlegt er að gefa Þórólfi
Árnasyni borgarstjóra tækifæri til
að skýra þátt sinn í samráði olíufé-
laganna. Þetta var samþykkt á fundi
borgarstjórnarflokks R-listans í
gærkvöldi. Mikil óánægja er með
stöðu mála innan VG í Reykjavík og
vill félagið ekki lýsa yfir trausti á
borgarstjóra.
Heilsu Arafats hrakar
Ónafngreindir heimildarmenn
innan palestínsku heimastjórn-
arinnar sögðu seint í gær að líðan
Yassers Arafats, leiðtoga Palest-
ínumanna, hefði versnað verulega
yfir daginn og var hann fluttur á
gjörgæslu í gærkvöldi. Arafat er á
sjúkrahúsi í Frakklandi.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 28
Erlent 14/16 Minningar 30/34
Höfuðborgin 18 Bridds 37
Akureyri 19 Bréf 28
Suðurnes 19 Kirkjustarf 40
Landið 19 Dagbók 38/41
Daglegt líf 21 Fólk 44/49
Listir 20 Bíó 46/49
Umræðan 24/28 Ljósvakamiðlar 50
Forystugrein 26 Veður 51
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull-
trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf
Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl
!
"
#
$
%&' (
)***
edda.is
Spilafíkill Dostojevskís
Fjárhættuspilarinn er
einhver frægasta og
magnaðasta lýsing á áþján
spilafíknarinnar sem til er.
Sagan er borin uppi af
meistaralegum lýsingum á
innri togstreitu og
hégómagirnd persónanna
og hér takast á spaug og
alvara; allt með þeim hætti
sem lesendur þekkja vel úr
öðrum meistaraverkum
Dostojevskís.
GUÐBJÖRN Snær Björnsson, Jón Arnar Barðdal og Ísak Örn Jafetsson í 2.
og 4. bekk Flataskóla í Garðabæ hafa ekki setið auðum höndum í verkfalli
kennara. Þeir eru búnir að eyða mörgum verkfallsdögum í að reisa virki
við Greniás í Garðabæ. Ekki er líklegt að til bardaga komi, en víst er að hér
eru góðir verkmenn á ferð.
Morgunblaðið/Golli
Byggja sér öflugt virki
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær tæplega
þrítugan mann, Bryngeir Sigurðsson, í tveggja ára
fangelsi fyrir vopnað rán í Landsbanka Íslands í maí
sl. Sá sem ók bílnum var sakfelldur fyrir þátttöku en
sá þriðji sýknaður. Bótakröfu Landsbankans var vísað
frá þar sem hún þótti ófullkomin og meðal annars ekki
ljóst að hverjum hún beindist.
Með ráninu rauf Bryngeir skilorð níu mánaða fang-
elsisdóms sem hann hlaut fyrir þjófnað og fíkniefna-
brot og voru brotin dæmd í einu lagi.
Mennirnir þrír voru allir ákærðir fyrir rán. Í dómn-
um kemur fram að meðan Bryngeir fór inn í bankann
biðu hinir tveir í bíl skammt frá. Þegar hann kom inn
braut hann skilrúm á gjaldkerastúku, ógnaði gjald-
kera og hrifsaði því næst um 570.000 krónur í pen-
ingum. Fimm mínútum eftir að hann fór út úr bank-
anum var hann handtekinn en honum hafði í
millitíðinni tekist að kasta peningunum inn um opna
rúðu á bílnum en við það dreifðust peningarnir um all-
an bílinn. Hann játaði ránið en sagðist ekki vita hvað
hefði orðið um peningana. Þeir sem biðu í bílnum
sögðust hafa óljósar hugmyndir um fyrirætlanir Bryn-
geirs umræddan dag. Þann sem ók bílnum grunaði þó
hvað væri á seyði þar sem ýmislegt hefði gengið á hjá
Bryngeiri og hann m.a. orðið fyrir barsmíðum vegna
fíkniefnaskuldar. Eftir ránið kvaðst bílstjórinn hafa
tekið að sér að greiða 260.000 króna fíkniefnaskuld
hans. Fyrir þátt sinn í ráninu var bílstjórinn dæmdur
fyrir hlutdeild og hlaut hann þriggja ára skilorðs-
bundið fangelsi.
Guðjón St. Marteinsson kvað upp dóminn. Sigríður
J. Friðjónsdóttir flutti málið f.h. ákæruvaldsins. Verj-
endur voru Sveinn Andri Sveinsson hrl., Jón Hösk-
uldsson hdl. og Hilmar Ingimundarson hrl.
Tveggja ára fangelsi
vegna bankaráns TÍÐNI bankarána á Íslandi árið
2003 var sú næsthæsta á Norð-
urlöndum og ein sú hæsta í Evr-
ópu.
Í árslok 2002 voru 178 bankabú
á Íslandi, en sjö bankarán voru
framin árið 2003. Það samsvarar
því að 25. hvert útibú hafi verið
rænt.
Á Norðurlöndunum er ein-
göngu hærri tíðni bankarána í
Danmörku, þar sem 11. hvert
útibú var rænt í fyrra. Í Noregi
var hins vegar 169. hvert
bankaútibú rænt og voru banka-
rán þar alls átta, eða einu fleiri
en á Íslandi. Víðast hvar færist
ofbeldi í bankaránum hins vegar í
vöxt./C1
Ein hæsta
tíðni banka-
rána á Íslandi
SEÐLABANKI Íslands mun gefa út
og setja breyttan þúsund króna seð-
il í umferð hinn 8. nóvember. Felst
breytingin í auknum öryggis-
þáttum og lítið eitt frábrugðnu út-
liti. Myndefni á breytta seðlinum
nær út í brún á langhliðum hans og
verður hvít jaðarrönd felld þar
burt. Stærð, myndefni og litir nýja
seðilsins verða óbreytt.
Nýr þúsund
króna seðill
SÚ ÁKVÖRÐUN var tekin á sam-
eiginlegum fundi þingmanna Suð-
urkjördæmis í gær að fresta fram-
kvæmdum á fyrirhuguðum
Bakkavegi og færa 60 milljónir
króna í önnur verkefni.
Guðjón Hjörleifsson alþingis-
maður segir að ákveðið hafi verið
að nýta 55 milljónir króna til frek-
ari rannsókna á jarðlögum í
tengslum við hugsanleg jarðgöng
milli lands og Eyja. Fimm milljónir
verða svo nýttar til þess að ljúka
rannsóknum á ferjulægi Bakka-
fjöru. Guðjón segir nauðsynlegt að
þessar rannsóknarniðurstöður liggi
fyrir næsta haust en þá verður tek-
in ákvörðun um framtíðarsam-
göngur Eyjamanna.
Vinnu við Bakka-
veg frestað
FERTUGUR karlmaður var í mik-
illi lífshættu eftir að hann var rist-
ur á kviðinn í íbúð á annarri hæð
húss við Hverfisgötu í Reykjavík í
fyrrinótt. Manninum tókst að kom-
ast út úr húsinu og ganga hátt í 70
metra áður en hann hné niður á
móts við Laugaveg 49 þar sem
hann fannst liggjandi í blóði sínu.
Hluti af iðrum mannsins lá úti.
Lögreglan í Reykjavík fékk til-
kynningu um málið laust eftir
klukkan tvö. Gunnleifur Kjartans-
son lögreglufulltrúi segir að meg-
ináverkinn hafi verið á kvið manns-
ins en vill ekki staðfesta hvaða
aðrir áverkar hafi verið á mann-
inum.
Blóðslettur á veggjum
Maðurinn var fluttur á Land-
spítala þar sem hann gekkst undir
aðgerð. Að sögn lækna var mað-
urinn lífshættulega særður en
hann var kominn úr lífshættu í
gær. Svo mikið hafði blætt úr
manninum á leiðinni frá Hverfis-
götu að Laugavegi að lögregla gat
auðveldlega rakið sig eftir blóð-
slóðinni að íbúðinni þar sem árásin
var framin og handtók hún þar
hinn meinta árásarmann. Blóð-
slettur voru í íbúðinni og á hinum
grunaða, sem og í stigagangi og á
húsveggjum sem maðurinn studdi
sig við. Árásarmaðurinn beitti egg-
vopni við árásina en Gunnleifur
vildi ekki greina frá því hvort það
hefði fundist.
Meintur árásarmaður var síð-
degis í gær úrskurðaður í gæslu-
varðhald til 17. nóvember og gert
að sæta geðrannsókn. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins hafa
báðir mennirnir komið við sögu
lögreglu en árásarmaðurinn hefur
þó ekki komið við sögu ofbeldis-
mála.
Gunnleifur Kjartansson tók sér-
staklega fram að þetta mál tengd-
ist hvorki fíkniefnum né handrukk-
un.
Fannst liggjandi á Laugaveginum
Með mikla
áverka á kvið