Morgunblaðið - 04.11.2004, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
edda.is
Spennandi fantasía
Á meðan Signý sefur á
spítalanum þarf
ævintýrapersónan hennar
- Leda - að kljást við
erfiðar þrautir í öðrum
heimi.
Æsispennandi bók eftir
verðlaunahöfundinn
Ragnheiði Gestsdóttur.
Leikur á borði
- Íslensku
barnabókaverðlaunin 40 vikur
- Barnabókaverðlaun
fræðsluráðs
Reykjavíkur
NOKKUÐ hefur dregið úr gos-
virkni í Grímsvötnum auk þess sem
hlaup í Skeiðará virðist í rénun.
Ekki var hægt að fljúga yfir gos-
stöðvarnar í gær vegna veðurs en
áfram er fylgst með framvindu
gossins.
Almannavarnadeild ríkislög-
reglustjóra hefur sent frá sér við-
vörun til ferðamanna á Vatnajökli,
um að ferðir í nágrenni við gos-
stöðvarnar í Grímsvötnum séu
mjög hættulegar. Að sögn Al-
mannavarnadeildar hafa fregnir
borist af því að ferðalangar hafi
lent í vandræðum með að komast
ofan af jöklinum í fyrradag. Ferða-
mönnum er bent á að hættusvæðið
nær að minnsta kosti 2 kílómetra út
frá eldstöðinni. Hnit gígsins eru 64°
23.9’ N, 17° 23,5’ V.
Virknin í gosstöðvunum í Gríms-
vötnum var nokkuð breytileg í
fyrrinótt og um miðnættið dró
nokkuð úr krafti gossins, en jókst
svo aftur um kl. 02:30 en skjálfta-
virkni var ekki mikil.
Rennslið í Skeiðará
minnkar mikið
Vegurinn um Skeiðarársand, sem
lokað var í fyrrinótt af öryggis-
ástæðum, var opnaður aftur í gær-
morgun eftir að vegagerðarmenn
frá Höfn fóru yfir sandinn og sáu
engar skemmdir. Skeiðarárhlaup
virðist hafa náð hámarki í fyrradag
en rennslið var þá um 2.600 rúm-
metrar á sekúndu. Rennslið var
komið niður í tæpa 1.100 rúmmetra
á sekúndu um hádegið í gær og
minnkaði eftir því sem leið á dag-
inn. Til samanburðar má nefna að
venjulega er rennslið í Skeiðará
nokkrir tugir rúmmetra á sekúndu
á veturna. Í hamfarahlaupinu mikla
í október 1996 fór rennslið hins
vegar í 45 þúsund rúmmetra.
Öskugeirinn færðist í vesturátt
yfir Norðausturlandi í gær og var
talsvert öskufall í Laxárdal í Suður-
Þingeyjarsýslu, Mývatnssveit,
Fnjóskadal og Bárðardal. Einnig
var öskufall á Akureyrarflugvelli. Í
Möðrudal, þar sem mjög mikið
öskufall var á þriðjudag, bar nánast
ekkert á því í gær. Sextán geitur
eru á bænum og tókst að finna
fimm þeirra á þriðjudagskvöld og
afganginn í gær. Hefur búsmali að
öðru leyti verið settur á hús þar
sem því hefur verið viðkomið þar
sem öskufalls hefur gætt. Að sögn
Önnu Birnu Snæþórsdóttur á
Möðrudal var mjög óþægilegt að
fara út undir bert loft þegar ösku-
fallið var sem mest og sveið undan
öskunni. Þegar vindur snerist til
suðaustanáttar í gær snarminnkaði
öskufallið á Möðrudal en herjaði í
staðinn á svæði vestar á Norðaust-
urlandi. Að sögn Guðrúnar Péturs-
dóttur á Árhólum í Laxárdal var
jörð grá að lit í gær og sagðist hún
aldrei hafa séð jafnmikla ösku frá
neinu eldgosi.
Búist er við vaxandi norðvest-
anátt í dag, fimmtudag og segir
Veðurstofan að hugsanlega gæti
orðið öskufall í Höfn í Hornafirði.
Dregur úr gosvirkni í Grímsvötnum
Öskufall í
Laxárdal og
Mývatnssveit
Ljósmynd/Kristján Þór Kristjánsson
Ekki viðraði til flugs yfir Grímsvötn í gær, en í fyrradag var gosmökkurinn stór og mikill.
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur lokið rann-
sókn á dauða Sri Rhamawati og voru málsgögn
í gær send til ríkissaksóknara. Hákon Eydal,
fyrrum sambýlismaður og barnsfaðir hennar,
hefur játað að hafa orðið henni að bana að
heimili hans í Reykjavík hinn 4. júlí sl. Hann
mun sitja í gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur
í málinu.
Úrskurðuð ósakhæf
Þá hefur lögregla lokið rannsókn á láti 11
ára stúlku sem lést af völdum stungusára sem
hún hlaut á heimili sínu í lok maí síðastliðinn,
og hafa málsgögn verið send ríkissaksóknara.
Lögregla telur ljóst að móðir hennar hafi veitt
henni áverkana en hún ber við minnisleysi um
atburðina. Móðirin hefur verið úrskurðuð
ósakhæf og er hún nú vistuð á réttargeðdeild-
inni að Sogni.
Manndrápsrannsókn lokið
Málsgögn
hjá ríkissak-
sóknara
GUNNAR Rúnar Pétursson bóndi í
Vogum í Mývatnssveit var í gær að
hýsa fé sem hann átti á túni á Ytri-
Höfða. Áður höfðu bændur í Vogum
sótt fé á tún í Hofsstaðaheiði. Í
fyrranótt gerði nokkurt öskufall í
Mývatnssveit og var það mest niður
við Helluvað og í Hofsstaðaheiði.
Þar eru fannir talsvert mikið gráar.
Eru farnir að hýsa
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
BLAÐBERUM Morgunblaðsins býðst
nú að fá gult endurskinsvesti til að
klæðast á meðan þeir bera út blöðin til
að þeir sjáist betur í skammdeginu.
Vestin eru einkum ætluð þeim sem
bera út þar sem umferð er, en á höf-
uðborgarsvæðinu einu eru rúmlega
400 blaðberar, að sögn Arnar Þór-
issonar, áskriftarstjóra Morgunblaðs-
ins.
Blaðberum stendur einnig til boða
að fá mannbrodda til að kljást við svell-
bunka vetrarins, og til að nálgast vest-
in og broddana þurfa blaðberar að
setja sig í samband við blaðið. Þegar
hafa um 200 vesti og talsvert af mann-
broddum farið til blaðbera.
Rétt er að minna áskrifendur Morg-
unblaðsins á að hafa útidyraljós kveikt
á morgnana svo blaðberar sjái til verka
í skammdeginu sem nú er skollið á.
Blaðberar
fá endur-
skinsvesti
Morgunblaðið/Golli
Gulu endurskinsvestin ættu að gera ökumönnum auðveldara að
sjá blaðbera Morgunblaðsins í myrkrinu og auka öryggi þeirra.
fyrir flugumferð og verður svo áfram þar til nánari
upplýsingar liggja fyrir um útbreiðslu gosmakkarins
og öskunnar frá gosinu.
Lokunin á þessu svæði hefur ekki haft mikil áhrif á
alþjóðaflugið, en þó hefur þurft að beina flugvélum
suður fyrir lokaða svæðið.
FLUGMÁLASTJÓRN fékk skeyti frá sænsku veður-
stofunni í fyrrinótt þar sem tilkynnt var um gosmökk
sem náði frá 15 þúsund fetum og upp í 50 þúsund feta
hæð yfir sunnanverðri Skandinavíu. Eldgosið í Gríms-
vötnum hefur valdið því að um 311 þúsund ferkíló-
metra svæði norð-austur af gosstöðvunum er enn lokað
Gosmökkur yfir sunnanverðri Skandinavíu
TALIÐ er öruggt að þrengt
hafi verið að hálsi Sæunnar
Pálsdóttur, sem ráðinn var
bani í íbúð í Hamraborg á
mánudag, með þvottasnúru
sem lögregla fann í íbúðinni.
Friðrik Björgvinsson, yfirlög-
regluþjónn í Kópavogi, vildi
ekki staðfesta þessar upplýs-
ingar í gær.
Eiginmaður konunnar,
Magnús Einarsson, hefur ját-
að að hafa orðið henni að
bana. Hann hefur verið úr-
skurðaður í gæsluvarðhald til
15. desember og situr nú í ein-
angrun. Friðrik vildi ekki
segja frá því hvort hann hefði
gefið einhverjar skýringar á
atlögunni en hann hefur ein-
ungis verið yfirheyrður einu
sinni vegna málsins.
Þrengt að
hálsi með
snúru