Morgunblaðið - 04.11.2004, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 04.11.2004, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2004 11 FRÉTTIR VETRARSALA 4 DAGAR Dömur Flístreflar 3.790 3.032 Vaxjakkar 24.990 19.992 Rennd jakkapeysa 7.490 5.992 Ullarjakki 24.990 19.992 Herrar Skyrtur frá 3.690 2.952 Peysur frá 4.990 3.992 Treflar frá 2.490 1.992 Kringlunni sími 581 2300 Vinnustofa SÍBS Sími 5628500 bréfabindin www.mulalundur.is NOVUS B 50/3 Heftar allt að 140 blöð. Með stillingu til að hefta allt að 8 cm frá kanti Verð 7.450 kr/stk tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680, Seltjarnarnesi, s. 561 1680. iðunn 20% afsláttur af MAC flauelsbuxum fimmtudag til sunnudags RALPH LAUREN SMÁRALIND - SÍMI 561 1690 Glæsilegt úrval af flottum peysum, bolum og skyrtum Fitulausa pannan Smiðjuvegi 11, gul gata, Kóp., sími 568 2770. Opið 9-12 og 13-17. Keramik- og títanhúð sem flagnar ekki af • Steiking án feiti • Maturinn brennur ekki við • Þolir allt að 260 gráður í ofni Tilvalin jólagjöf Pönnur og pottar í úrvali Upplýsinga- og fræðslunefnd Sjálfstæðisflokksins Laugardagskaffi í Valhöll 6. nóvember kl. 10.30 Sjálfstæðisflokkurinn Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík sími 515 1700 www.xd.is Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, flytur framsögu og spjallar við fundarmenn. Fundarstjóri verður Eyþór Arnalds, formaður upplýsinga- og fræðslunefndar. Allir velkomnir! FLUGHRÆÐSLUNÁMSKEIÐ Undirritaður heldur í samvinnu við Flugfélag Íslands námskeið til að takast á við flughræðslu. Námskeiðið verður haldið sunnudaginn 7. nóv. frá kl. 9.00-17.00 á Hótel Loftleiðum og kostar kr. 6.000. Þeir, sem þess óska, geta síðan farið með mér í flug til Akureyrar fram og til baka með Flugfélagi Íslands næstu daga á eftir og kostar það aukalega. Nánari upplýsingar og skráning í síma 849 6480 og runargu@simnet.is Rúnar Guðbjartsson, sálfræðingur og fyrrverandi flugstjóri. UNGIR Íslendingar í ljósi vísindanna nefnist málþing um börn og unglinga sem Páll Skúla- son háskólarektor og Þórhildur Líndal, um- boðsmaður barna, efna til í Háskóla Íslands á morgun kl. 12.45–17. Á málþinginu munu vís- indamenn og fagfólk af ýmsum fræðasviðum kynna rannsóknir á hög- um og háttum íslenskrar æsku og eiga samræður við þátttakendur. Málþingið hefst á lyk- ilerindum þeirra Stefáns Ólafssonar, prófessors í félagsfræði við HÍ, Þór- arins Sveinssonar, dós- ents í lífeðlisfræði við HÍ, Dagnýjar Kristjánsdóttur, prófessors í ís- lensku við HÍ, og Geirs Gunnlaugs- sonar, barnalæknis og forstöðu- manns Miðstöðvar heilsuverndar barna. Að erindum loknum geta ráð- stefnugestir síðan valið milli níu mál- stofa þar sem til umfjöllunar eru m.a. málefni á borð við börn og mennta- kerfið, heilsufar, líðan og lífsstíll barna og nútímafjölskyldan. Aðspurður segist Þórarinn Sveins- son, dósent í lífeðlisfræði við Háskóla Íslands, munu í framsögu sinni kynna frumniðurstöður rannsóknar sem unnin var í samvinnu fjölmargra vísindamanna í fyrra þar sem holda- far 9 ára og 15 ára barna var skoðað. „Rannsókn okkar beindist fyrst og fremst að því að kanna hvaða þættir það eru í lífsstíl einstaklinganna sem fylgir mest hætta á að lenda í þeim hópi sem telst of þungur. Reyna að útskýra af hverju sum börn eru of þung og hvað of feitu börnin gera öðruvísi en önn- ur. Niðurstöður okkar sýna að það er samspil margra þátta, líffræði- legra, félagslegra og næringarlegra, sem hefur áhrif á þessa þróun ofþyngdar hjá börnum og ungling- um.“ Að sögn Þórarins má sjá að hlutfall of þungra barna fer hækkandi á síðustu ár- um og það sé ákveðið áhyggjuefni að hlutfall offitu sé held- ur hærra hjá 9 ára börnunum en hjá þeim 15 ára. „Þegar við skoðum hvernig börnin sem í dag eru 15 ára voru þegar þau voru 9 ára og berum þau saman við 9 ára börnin í dag þá kemur fyrrnefndi hópurinn betur út. Það þýðir í raun að 15 ára krakkarnir voru mun betur á sig komnir þegar þeir voru 9 ára, heldur en börnin sem eru 9 ára í dag. Það er því greinilegt að ástandið fer mjög hratt versn- andi.“ Málþingið, sem fram fer í hátíðasal og kennslustofum HÍ, er öllum opið og er aðgangur ókeypis, en þar sem húsrými er takmarkað eru þeir sem hug hafa á að sækja ráðstefnuna beðnir að skrá þátttöku sína. Skrán- ing fer fram á skrifstofu rektors HÍ eða rafrænt á vef HÍ: www2.hi.is. Málþing um börn og unglinga í HÍ Heilsufar, líðan og lífsstíll barna til skoðunar Þórarinn Sveinsson ætl- ar að kynna nýja rann- sókn á holdafari 9 ára og 15 ára barna. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær hálfþrítugan mann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að nefbrjóta konu fyrir utan skyndibita- stað við Ingólfstorg í miðborg Reykjavíkur. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að konan hefði átt nokkra sök á átökunum og yrði því að bera hluta tjóns síns sjálf. Konan sem varð fyrir árásinni og eiginmaður hennar voru í biðröð við veitingastaðinn þegar deilur hófust milli þeirra og pars sem stóð við bið- röðina, en konan hélt því fram að par- ið hefði reynt að troða sér fram fyrir röðina. Lýsing fólksins á atburðum fyrir dómi var með talsvert ólíkum hætti en vitni lýstu því að konan og eiginmaður hennar hefðu gengið harðar fram en parið. Átökunum lyktaði með því að hinn ákærði sló konuna í andlitið þannig að hún nef- brotnaði og hlaut skurð við nefrót. Vitni sagði að þetta hefði hann gert vegna þess að konan hékk í hári unn- ustu hans og vildi ekki sleppa. Mað- urinn bar því á hinn bóginn við að um sjálfsvörn hefði verið að ræða en á það féllst dómarinn ekki. Hann taldi á hinn bóginn að konan ætti nokkra sök á átökunum og yrði því að bera hluta tjónsins sjálf. Konan sem maðurinn nefbraut og eiginmaður hennar kröfðust 1,3 millj- óna í bætur vegna kostnaðar vegna læknisaðgerða, skemmda á fatnaði, launataps, ferða- og flutningskostn- aðar og miska. Bótakröfum var vísað frá dómi að öðru leyti en því að mað- urinn var dæmdur til að greiða fórn- arlambi sínu 100.000 krónur ásamt vöxtum, svo og allan sakarkostnað. Fullnustu refsingar mannsins var frestað um tvö ár og fellur hún niður eftir þann tíma haldi hann skilorðið. Ásgeir Magnússon héraðsdómari kvað upp dóminn. Daði Kristjánsson flutti málið f.h. lögreglustjórans í Reykjavík en Benedikt Ólafsson hdl. var til varnar. Nefbrotin kona átti nokkra sök á átökunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.