Morgunblaðið - 04.11.2004, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Viðbrögð við forsetakosningunum í Bandaríkjunum
Forseti Íslands og utanríkisráðherra sendu í gær George W.
Bush skeyti þar sem honum er óskað til hamingju með sigurinn
í forsetakosningunum í Bandaríkjunum.
Forsætisráðherra telur mikilvægt að skýr úrslit skuli hafa
fengist í kosningunum, en forystumenn stjórnarandstöðunnar
telja hins vegar að úrslitin séu vond tíðindi.
HALLDÓR Ásgrímsson forsætis-
ráðherra segir George W. Bush
hafa unnið glæsilegan sigur í
bandarísku for-
setakosning-
unum í gær.
Halldór telur
það skipta mjög
miklu máli bæði
fyrir Bandarík-
in og heims-
byggðina alla
að úrslit kosn-
inganna hafi verið með svo af-
gerandi hætti, vegna þess að nú
geti enginn efast um niðurstöður
kosninganna líkt og fyrir fjórum
árum.
„Ég geri mér miklar vonir um
það að forsetinn beiti sér fyrir
því að, ekki aðeins að sameina
Bandaríkjamenn, heldur líka ná
betra samkomulagi við Evrópu
og Mið-Austurlönd,“ segir Hall-
dór. Betra samkomulag næst ef
Bandaríkjaforseti beitir sér af
fullum krafti í því að koma á
friði milli Ísrael og Palestínu,
segir Halldór, og hefur trú á því
að George W. Bush komi til með
að gera það.
Halldór segir ríkisstjórn Ís-
lands áfram leggja áherslu á að
viðhalda farsælu varnarsamstarfi
við Bandaríkjastjórn varðandi
samskipti þjóðanna. „Bush forseti
hefur sagt okkur það að hann
vilji ná niðurstöðu sem við getum
sætt okkur við. Við treystum því
að svo verði,“ segir Halldór.
Mikilvægt að
úrslitin voru
afgerandi
Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra
„ÉG ER nú hér staddur á Norð-
urlandaráðsþingi og ég get ekki
betur heyrt en að allir, fyrir utan
nokkra últra-hægrimenn, séu nú
svolítið slegnir yfir úrslitunum í
forsetakosning-
unum í Banda-
ríkjunum. Mér
finnst það vera
almenn viðbrögð
hér meðal nor-
rænna starfs-
bræðra minna.
Mönnum finnst
það ekki vita á
gott ef við eigum
fjögur ár í viðbót í vændum af því
sama. Ég held það gildi fyrir Evr-
ópu í stórum stíl og stóran hluta
heimsins,“ segir Steingrímur J.
Sigfússon, formaður Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs. „Ég
var hér í hörðum og snörpum orða-
skiptum við hægrimenn áðan og ég
komst nú að þeirri niðurstöðu að
það væru kannski fimm menn í
heiminum sem væru tiltölulega
ánægðir með þetta, Blair og Hall-
dór Ásgrímsson, Anders Fogh-
Rasmussen, John Howard í Ástr-
alíu og svo hægrimaðurinn Inge
Lønning, fyrrverandi forseti Norð-
urlandaráðs, sem ég var að glíma
við.“
Sigur Bush kom Steingrími að
vísu ekki á óvart en hann segist þó
hafa átt von á að hann ynni með
minni mun. Hann segist ekki hafa
reiknað með mikilli pólitískri
breytingu ef Kerry hefði verið kos-
inn.
„En ég verð auðvitað að vera
hreinskilinn og segja að mér hefði
fundist nánast allt betra en Bush.
Ég er í því sérstaklega að hugsa til
utanríkismálanna en út af fyrir sig
líka til efnahagsstefnunnar, skatta-
stefnunnar, sem mér finnst vera
skelfileg og mylur undir þá ríku.
En maður er auðvitað fyrst og
fremst að hugsa um heimsmálin og
það er eiginlega skelfileg tilhugsun
að sjá fyrir sér fjögur ár í viðbót af
bush-isma í heimsmálunum.“
Steingrímur segist ekki vera í
neinum vafa um að það hefðu að
minnsta kosti opnast möguleikar til
þess að fara að byggja aftur upp
trúnaðartraust og eðlileg samskipti
milli t.d. Evrópu og Bandaríkjanna
og í raun og veru á milli Banda-
ríkjanna og meira eða minna af-
gangsins af veröldinni ef Kerry
hefði sigrað.
„Það er líka hrollur í manni
vegna þess að nú mun hann telja
sig hafa skýrt umboð til þess að
halda áfram á sömu braut og túlka
úrslitin m.a. þannig að þetta sé
sérstakur stuðningur við hvernig
hann hefur hegðað sér í alþjóða-
málum. Kannski er það óhugnan-
legasta ekki tengt Bush sjálfum,
sem maður veit ekki alltaf hversu
mikill gerandi er, heldur klíkunni á
bak við hann, Rumsfeld, Cheney,
Ashcroft og þeim. Það er kannski
alvarlegast að þeir skuli halda
völdum, haukarnir á bak við Bush.“
DAVÍÐ Oddsson utanríkisráðherra sendi George W. Bush heillaóskir
vegna sigurs hans í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í gær.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, óskaði George W. Bush til
hamingju með endurkjörið. Jafnframt lét forseti Íslands í ljós þá ósk að
samband landanna verði áfram náið og sterkt og í anda þeirra hugsjóna
lýðræðis og framfara sem einkennt hafa samvinnu Íslendinga og Banda-
ríkjamanna um langa hríð.
Sendu heillaóskir
„Allt betra en Bush“
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður Vinstrihreyfingarinnar
„MÉR fannst Kerry geðþekkari
sem einstaklingur og almennt er
ég þeirrar skoðunar að stefna
demókrata sé miklu hlýlegri og
vinsamlegri öðrum þjóðum utan
Bandaríkjanna.
Ég tel að það
skipti miklu máli
að yfirburðafor-
ysturíki, eins og
Bandaríkin eru,
sé mannlegt og
sýni nærgætni í
samskiptum,“
segir Össur
Skarphéðinssson, formaður Sam-
fylkingarinnar, um úrslit forseta-
kosninganna vestra. Hann segist
hafa reiknað með endurkjöri Bush
allan tímann og því hafi nið-
urstaðan ekki komið sér á óvart
þótt svo hafi virst skömmu fyrir
kosningar að Kerry væri að sækja
í sig veðrið en tekur jafnframt
fram að það sé engu að síður
ánægjulegt að svo virðist sem úr-
slitin séu þrátt fyrir allt töluvert
skýrari en síðast. Það skipti miklu
máli fyrir lýðræðið og fyrir svona
stórt ríki að það séu ekki áhöld
„Allt getur gerst í
vímu svona sigurs“
Össur Skarphéðinsson,
formaður Samfylkingarinnar
um hvar meirihlutinn liggur og að
ekki skuli hafa komið upp sú
skelfilega staða eins og síðast þeg-
ar Al Gore fékk meirihluta at-
kvæða en minnihluta kjörmanna.
Um utanríkismálin segir Össur
að Bush og hin harðsnúna klíka í
kringum hann hafi komist til
valda með óskaplega fastmótaða
stefnu. „Ég óttast auðvitað að
þetta endurnýjaða umboð Bush
verði þeim tilefni til að dusta ryk-
ið af t.d. þeim skelfilega þætti í ut-
anríkisstefnunni sem þeir kalla
forvarnarstríð. Ég minnist þess að
þeir geipuðu hátt um nauðsyn
þess að afvopna ríki sem hugs-
anlega gætu ógnað þeim að þeirra
mati. Þeir töluðu um öxul hins illa
og þar á meðal var ríki sem við
höfum nýlega bundist stjórnmála-
sambandi við, þ.e.a.s. Íran. Ég
auðvitað þori ekki að hugsa þá
hugsun til enda.“ Um samskipti Ís-
lands og Bandaríkjanna í tíð Bush
segir Össur að sem Íslending hafi
hann auðvitað á stundum sett
hljóðan yfir þeim vinnubrögðum
sem hann fylgdist með sem stjórn-
málamaður úr návígi af hálfu
Bandaríkjanna við Íslendinga þeg-
ar viðkvæm utanríkismál eins og
samskipti þjóðanna á sviði örygg-
ismála eru reifuð. „Mér finnst sem
fimmtíu ára náin vinátta hafi að
litlu orðið á stundum þegar, mér
liggur við að segja ítrekað, eru
teknar einhliða ákvarðanir af
hálfu Bandaríkjamanna sem varða
öryggi þar sem við höfum í reynd
treyst á tiltekna samninga við þá.
Sú mynd sem ég hef gert mér af
einstaklingnum John Kerry og
þeim hópi manna og kvenna sem
hann hefur starfað með er þess
eðlis að ég hefði ætlað að sam-
skiptin yrðu önnur með hann í
brúnni,“ segir Össur.
RANNVEIG Guðmundsdóttir al-
þingismaður var á þingi Norður-
landaráðs í gær kjörin forseti ráðsins
og Jónína Bjartmars alþingismaður
var kjörin varaforseti en Ísland fer
með formennsku í Norðurlandaráði
næsta árið. Rannveig sagði við Morg-
unblaðið að forsetastarfið væri víð-
tækt verkefni, afar áhugavert og hún
væri mjög stolt af því að taka við því
fyrir hönd Íslands.
„Það skiptir miklu máli að hafa
verið einhuga útnefnd af hálfu Ís-
landsdeildar Norðurlandaráðs til að
taka við þessu embætti. Ekki fyrst og
fremst mín vegna heldur vegna þess
að jafnaðarmaður frá Íslandi hefur
aldrei áður gegnt embætti forseta
Norðurlandaráðs. Ég tek þess vegna
við þessu embætti með nokkurri lotn-
ingu,“ sagði Rannveig. „Og það að
taka við embætti forseta Norður-
landaráðs á þessum tíma þýðir ekki
að maður fari bara á fundi á Norð-
urlöndunum til að tala um Norður-
löndin og okkur sjálf. Starfið innan
Norðurlandaráðs er orðið svo miklu
meira og stærra. Norðurlönd og
Norðurlandaráð njóta mikillar virð-
ingar alls staðar í kringum okkur og
því er mjög mikilvægt að Norðurlönd
miðli af reynslu sinni og séu þátttak-
endur þar sem þess er óskað.“
Sjónir Norðurlandaráðs
beinast nú mjög í suður
Rannveig hefur starfað í Norður-
landaráði með stuttum hléum frá
árinu 1991 og segist hafa upplifað
miklar breytingar á störfum ráðsins,
þekki þróun þess og geri sér grein
fyrir því að nú sé ákveðin þróun í
gangi. Norðurlandaráð hafi fengist
við gífurlega stór og mikil verkefni á
því sviði að móta sameiginlega lög-
gjöf og tryggja sameiginleg réttindi
fyrir alla íbúa Norðurlandanna svo
þeir geti farið um Norðurlönd í störf,
nám og búsetu hvar sem er og samt
upplifað að þeir séu heima. Þetta
verði áfram grunnþættir í starfi
Norðurlandaráðs. Síðustu ár hafi
staðið yfir úttekt á því hvaða hindr-
anir verði í vegi fólks við flutning og
viðskipti milli landanna og vinna
standi yfir við að afnema þessar
hindranir.
„En samhliða því að við höfum ver-
ið að skapa þessi skilyrði fyrir íbúa
norðursins hefur Norðurlandaráð
verið frumkvöðull að samstarfi yfir
landamærin á mjög mörgum merki-
legum sviðum. Norðurlandaráð hafði
m.a. frumkvæði að því að sett yrði á
laggirnar sérstakt samstarf land-
anna við norðurskautið og fékk með
sér Rússland, Kanada og Bandaríkin.
Síðan þróaðist það í sjálfstætt sam-
starf landanna sem allir gera sér
grein fyrir að er mjög mikilvægt.
Norðurlandaráð tók upp sérstakt
samstarf við Eystrasaltslöndin þegar
þau urðu frjáls og breytti m.a. innra
skipulagi sínu til að það gæti gengið
skipulega fyrir sig.
Á sama tíma voru fleiri Norður-
landaþjóðir að sækja um aðild að
Evrópusambandinu þannig að það
má segja að Norðurlandaráð hafi
skipt verkefnum sínum í þrennt:
Grannsvæðastarf sem sneri fyrst og
fremst að þessum þremur Eystra-
saltslöndum; Evr-
ópumál sem lutu
að því að Norður-
löndin fylgdust
með því hvað væri
að gerast í Evr-
ópusambandinu
og þriðja verkefn-
ið laut að innra
starfi Norður-
landanna.
Norðurlanda-
ráð hefur haft mikið frumkvæði að
því að vinna að mikilvægum málum
yfir landamæri. Þegar ég tala nú um
þróun í starfi ráðsins, þá er ég m.a. að
vísa til þess, að það er í gangi um-
ræða milli Norðurlandaráðs og for-
seta þjóðþinga Norðurlandanna um
það hvernig hægt er að gera þetta
Norðurlandasamstarf enn skilvirk-
ara og hvernig hægt er að tengja það
betur störfum þjóðþinganna.
Á sama tíma er mjög áleitin um-
ræða uppi, bæði hjá okkur í ráðinu
sjálfu og í þjóðþingunum, um það
hvernig hlutverk Norðurlandanna á
að vera í Evrópu, sem hefur ger-
breyst á einum áratug. Nú höfum við
eignast nýja nágranna í austri og ef
til vill verða þeir orðnir aðilar að Evr-
ópusambandinu áður en við vitum af.
Það þarf að rækta sambandið við
þessa nágranna, það þarf að byggja
brýr yfir landamæri og nú er Norð-
urlandaráð að byggja brú yfir til
norðvesturhluta Rússlands. Menn
horfa nú mjög í suður og austur
vegna þessarar stækkunar Evrópu-
sambandsins,“ sagði Rannveig.
Umræða um hlutverk
Norðurlandaráðs í Evrópu
mjög áleitin
Hún segir að umræðan um hlut-
verk Norðurlandaráðs í Evrópu sé
jafnvel enn áleitnari nú en þegar þrjú
Norðurlandanna gengu í Evrópu-
sambandið. „Þegar þessi umræða er
uppi um hlutverk ráðsins í Evrópu,
um að skerpa línurnar í Norður-
landaráði og auka samvinnu yfir
landamæri í austur og nú sérstaklega
suður, þá finnst mér ekki verra, að
forsetaembætti Norðurlandaráðs sé í
höndum Íslendinga, til að tryggja að
það gerist ekkert sem setji okkur á
Vestur-Norðurlöndum og upp við
norðurskaut til hliðar,“ sagði Rann-
veig. „Norðurlöndin ætla ekkert að
sitja hjá þegar Evrópa er að mótast,
þau ætla sér hlutverk þar. Við Íslend-
ingar erum alveg sammála því að
Norðurlandaráð eigi að hafa hlutverk
í Evrópu en mér finnst skipta máli, að
við gætum þess að samhliða því að
menn horfi til austurs og suðurs muni
menn eftir því hversu óhemjumikil-
vægt norðurskautssvæðið er, ekki
síst á umhverfis- og loftslagssviðinu.“
Hún segir að umræðan um hlut-
verk Norðurlandanna í Evrópu hafi
snúist um hvort samstarf Norður-
landanna við Eystrasaltslöndin eigi
að renna saman í einhvers konar
Eystrasaltsríkjasamstarf, hvort búa
eigi til eitthvert stórt norður-evr-
ópskt þingmannasamstarf eða hvort
Norðurlandaráð eigi að vinna út frá
sínu kjarnasamstarfi og nýta reynsl-
una af því til að verða mótandi í ólíku
og árangursríku svæðasamstarfi í
Evrópu „Þessi síðasta leið finnst mér
afar áhugaverð og ég mun vinna að
slíkri niðurstöðu,“ sagði Rannveig.
Barátta gegn mansali og
skipulagðri glæpastarfsemi
mjög mikilvæg
Rannveig segir, að mikið sé rætt
um umhverfismál innan Norður-
landaráðs, ekki síst gagnvart Rúss-
landi. Samstarf eigi sér stað við
Rússland gegnum heimskautasam-
starfið, gegnum Barentshafssam-
starfið og gegnum Eystrasaltssam-
starfið, og nú sé verið að tala um að
koma á þingmannasamstarfi við
norðvesturhluta Rússlands sem yrði
á öðrum nótum en hefðbundið landa-
samstarf.
Þá segir hún að mannréttindamál,
einkum í nágrannalöndunum í austri,
og vinna við að jafna kjör í fátækum
nágrannalöndum Evrópusambands-
ins sé þvílíkt verkefni að Norður-
landaráð muni ekki sitja hjá auk þess
sem ráðið láti varnir gegn mansali og
skipulagðri glæpastarfsemi mjög til
sín taka. „Þetta er verkefni sem verð-
ur mjög ofarlega á baugi á komandi
ári og ég vil, að því leyti sem mér er
unnt, vinna að því að við getum haml-
að gegn sölu á ungum konum og
börnum,“ sagði Rannveig Guð-
mundsdóttir.
Rannveig
Guðmundsdóttir
Mjög mikilvægt
að Norðurlönd miðli
af reynslu sinni
Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður Samfylkingarinnar kjörin forseti Norðurlandaráðs