Morgunblaðið - 04.11.2004, Page 14

Morgunblaðið - 04.11.2004, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Áhuginn var ósvikinn, mennflykktust enda á kjörstað,margir biðu klukkustund-um saman í röð og nið- urstaðan er sú að djúpstæður klofn- ingur bandarísku þjóðarinnar hefur verið staðfestur. Líklegt er að sá klofningur setji í auknum mæli mark sitt á næstu fjögur ár George W. Bush í Hvíta húsinu í Wash- ington. Þótt endanleg niðurstaða hvað varðar fjölda kjörmanna hafi ekki fengist í gær er ljóst að sigur George W. Bush telst afgerandi og glæsilegur og mun stærri en skoðanakannanir höfðu gefið til kynna. Á landsvísu hlaut Bush 51% greiddra atkvæða gegn 48% Johns F. Kerrys. Er það besta hlutfall í prósentum talið frá árinu 1988 þegar faðir núverandi forseta gjörsigraði andstæðing sinn, Michael Dukakis. Forskot Bush á landsvísu mældist (síðdegis í gær þegar talningu var ekki fyllilega lokið) um þrjár og hálf milljón at- kvæða sem verður í ljósi aðstæðna að teljast gífurlegt. Kosningaþátt- taka var mikil á bandaríska vísu. Klofningur bandarísku þjóð- arinnar hefur á hinn bóginn verið staðfestur í þessum kosningum því gjörólík sýn til umheimsins, Banda- ríkjanna og grundvallargilda í mannlífinu mótaði það hvernig al- menningur varði atkvæði sínu. Kannanir sem gerðar voru á kjör- stöðum leiddu í ljós að kjósendur Bush studdu hann einkum með til- liti til „siðferðisgilda“ og stríðsins gegn hryðjuverkaógninni. Kjós- endur Kerrys höfðu einkum hugann við efnahags- og atvinnumál og inn- rásina í Írak. Traust á forustu Bush í hryðjuverkastríðinu, ótti við ógn- arverk og djúp sannfæring fyrir því að forsetinn stæði betur vörð um heldur íhaldssöm „siðferðisgildi“ sýnast hafa tryggt honum sigur í kosningunum. Trúarleg og siðferð- isleg afstaða mótaði afstöðu kjós- enda fremur en stétt, kynþáttur eða menntun og voru mikilvægari í huga þeirra en hryðjuverkastríðið, ástandið í Írak og efnahagsmálin. Þetta eru mikil tíðindi í banda- rískum stjórnmálum. Hvað „siðferðisgildin“ varðar er vert að benda á að í ellefu ríkjum var kosið um hvort leggja bæri bann við hjónaböndum samkyn- hneigðra. Í öllum þessum ríkjum var bannið samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Framganga Bush í embætti, einkum herförin gegn stjórn Sadd- ams Hússeins í Írak og margvísleg eftirmál hennar og árásarinnar á Bandaríkin 11. september 2001, hefur kallað fram afar djúpstæð pólitísk ágreiningsefni í Bandaríkj- unum. Þau bætast við þau sem jafn- an eru til staðar en misjafnlega áberandi og lúta flest að siðferð- islegum gildum, trúarlegri afstöðu og samfélagssýn. Vitanlega er slík- ur klofningur ríkjandi víða erlendis, Ísrael kemur upp í hugann, en hann hefur líklega aldrei birst með svo skýrum hætti sem nú í Bandaríkj- unum. Viðtekin sannindi hrakin Margvísleg viðtekin sannindi um bandarísk stjórnmál reyndust ekki eiga við í þessum kosningum. Þann- ig hefur jafnan verið litið svo á að mikil kjörsókn komi demókrötum til góða. Það reyndist ekki eiga við nú. Bush forseti fékk mun fleiri at- kvæði en keppinauturinn, rúmar 58 milljónir gegn tæplega 55 millj- ónum Kerrys. Sigur hans í kjör- mannaráðinu var því ekki bundinn við það fyrirbrigði líkt og gerðist árið 2000 þegar Al Gore tapaði kosningunum þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði. Menn geta síðan velt því fyrir sér hver viðbrögðin hefðu orðið og þá ekki síst erlendis hefði Kerry unnið kosningarnar í kjörmannaráðinu þrátt fyrir að vera tæpum fjórum milljónum atkvæða á eftir Bush á landsvísu. Slíkt hefði án nokkurs vafa verið talið rothögg fyrir kosn- ingakerfið í Bandaríkjunum og ef til vill sjálft lýðræðið þar. Þegar utankjörstaðaatkvæði og svonefnd „bráðabirgðaatkvæði“ eru talin með greiddu um 120 milljónir manna atkvæði á þriðjudag. Það fer nærri spám og telst um 60% kjör- sókn. Rúmlega 173 milljónir manna höfðu á hinn bóginn skráð sig. Sannaðist því enn á ný að eitt er að fá fólk í Bandaríkjunum til að skrá sig og annað að fá það til að nýta atkvæðisréttinn. Þá hafði því verið spáð að ýmsir hópar hlynntir demókrötum myndu skila sér á kjörstaði sem aldrei fyrr, Horft var m.a. til innflytjenda og ungs fólks. Þetta kom að vísu á daginn en hópar hlynntir repúlíkön- um, t.a.m. kirkjuræknir Banda- ríkjamenn og trúheitir, gerðu slíkt hið sama þannig að met í skráningu og kjörsókn virðist hafa jafnað sig út. Kerry gaf eftir á lokasprettinum Því hafði og verið haldið fram að Kerry myndi reynast sterkur á lokasprettinum. Vísað var til viðtek- inna sanninda í því efni þar sem skoðanakannanir sýndu að forset- inn hafði einungis um 48% fylgi á landsvísu gegn 46–47% Kerrys. Haft var fyrir satt að forseti sem ekki nyti stuðnings meira en 50% kjósenda skömmu fyrir kjördag væri í vandræðum því reglan væri fremur sú að fylgið sogaðist til áskorandans á allra síðustu dög- unum. Þetta reyndist augljóslega ekki eiga við rök að styðjast. Loks var fullyrt að Kerry hefði jafnan reynst öflugur frambjóðandi á lokaspretti kosningabaráttu. Ann- að kom á daginn, raunar verður ekki annað séð en honum hafi tekist illa upp í lokin þegar allt snýst um að skapa sem mesta nálægð við al- menning í þessu mikla landi. Póli- tískir hæfileikar forsetans njóta sín hins vegar best við þær aðstæður og vel kann að vera að kraftmikil framganga hans allra síðustu sólar- hringana hafi riðið baggamuninn. Alltjent er sýnt að sveiflan lá öll til Bush. Stórsigur í Flórída Skoðanakannanir reyndust réttar að því marki sem þær leiddu í ljós lykilríki forsetakosninganna 2004. Því hafði verið spáð að úrslitin myndu ráðast í þremur ríkjum, Ohio, Flórída og Pennsylvaníu. Sýnt þótti að sá sem færi með sigur af hólmi í tveimur þessara ríkja færi með húsbóndavaldið í Hvíta húsinu næstu fjögur árin. Þetta kom á daginn. Kerry marði sigur í Pennsylvaníu (50,8% gegn 48,6%) en Bush vann Flórída örugglega og kom það nokkuð á óvart (munurinn var um 370.000 atkvæði, 52% gegn 47%). Forsetinn vann síðan Ohio, það viðurkenndi Kerry að lokum síðdegis í gær þó svo að talningu vafaatkvæða væri ekki lokið. Því hafði enda verið haldið fram fyrr um daginn að tölfræðilega væri úti- lokað að óstaðfest úrslit þar breytt- ust nægilega til að tryggja Kerry sigur í ríkinu sem hefur tuttugu kjörmenn. Kerry og menn hans virðast hafa komist að sömu nið- urstöðu. Þar með hafði forsetinn hlotið 274 kjörmannaatkvæði en 270 slík þarf til að sigra í forsetakjöri í Bandaríkjunum. Andrew Card, skrifstofustjóri forsetaembættisins, sagði að þar á bæ væru menn sann- færðir um að Bush myndi alls hljóta 286 kjörmannaatkvæði þegar upp yrði staðið. Úrslit lágu ekki fyrir í gær í Iowa og Nýju-Mexíkó en þau breyta engu. Undirsátar Bush töldu hins vegar að hann myndi einnig vinna þessi ríki sem ættu að skila lokaniðurstöðu í dag. Aukinn meirihluti á þingi Repúblíkanar unnu einnig merka sigra í þingkosningunum sem fram fóru og bættu stöðu sína í báðum þingdeildum þar sem þeir höfðu meirihluta fyrir. Mun sú niðurstaða án efa koma Bush til góða í við- skiptum við þingið næstu fjögur ár- in. Forsetinn mun vafalaust líta svo á að hann hafi fengið skýrt umboð, skýrara en fyrir fjórum árum, til að framfylgja pólitískri heimspeki sinni, ekki síst á sviði efnahags- og félagsmála. Mesta athygli vakti ósigur Toms Daschles, leiðtoga minnihluta Demókrataflokksins í öldungadeild- inni. Er það í fyrsta skipti í meira en fimmtíu ár sem flokksleiðtogi í öldungadeildinni tapar sæti sínu. Margir horfðu í gær til þess að leið- togahlutverkið kæmi nú í hlut Hillary Clinton. Sigur Bush á landsvísu og glæsi- legan árangur Repúblíkanaflokks- ins í þingkosningunum má skýra með ýmsum hætti. Freistandi er að túlka niðurstöðuna m.a. á þann veg að margir kjósendur hafi ekki talið það æskilegt ástand við þær að- stæður sem nú ríkja að demókrati tæki við forsetaembættinu og þyrfti að eiga í erjum við óvinveittan meirihluta á Bandaríkjaþingi. Sigur fyrir hefð- bundna fréttamiðla Sjónvarpsstöðvar vestra sýndu mikla varfærni á kosningakvöldið. Umfjöllun þeirra er sigur fyrir hefðbundna fréttamiðla. Áður en myndin tók að skýrast fóru ýmsir pólitískir vefmiðlar og „bloggarar“ svonefndir hamförum og birtu upp- lýsingar sem sagðar voru byggðar á útgöngukönnunum. Þær voru flest- ar mjög hagstæðar Kerry. Í ljós kom að upplýsingar þessar voru byggðar á afar hæpnum gögnum enda reyndust þær alrangar í öllum atriðum. Því er iðulega haldið fram að vefmiðlar og „bloggarar“ séu fréttamiðlar nútímans en annað kom á daginn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Slíkir „miðlar“ mótast af sjálfhverfu og óvand- virkni og eiga lítið erindi við al- menning í leit að áreiðanlegum upp- lýsingum. Klofningurinn staðfestur Fréttaskýring | Viðtekin sannindi í bandarískum stjórnmálum reyndust mörg hver ekki eiga við í forsetakosning- unum á þriðjudag. Ásgeir Sverrisson veltir fyrir sér niðurstöðum kosninganna. Reuters Liðsmenn Johns Kerrys á kosningavöku í Boston á þriðjudagskvöld. ’Trúarleg og siðferðis-leg afstaða mótaði af- stöðu kjósenda fremur en stétt, kynþáttur eða menntun og voru mikil- vægari í huga þeirra en hryðjuverkastríðið, ástandið í Írak og efna- hagsmálin.‘ asv@mbl.is Reuters Stuðningsmenn Bush í Washington fylgjast með talningunni á þriðjudagskvöld. Sjónvarpsstöðvar sýndu mikla varkárni að þessu sinni í spádómum sínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.