Morgunblaðið - 04.11.2004, Síða 15

Morgunblaðið - 04.11.2004, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2004 15 ERLENT Dömustígvél leður og rúskinn FIMMTUDAGS- TILBOÐ Verð áður frá 12.995 Verð nú frá 6.995 Litir: Svartir, hvítir, bleikir og rauðir Stærðir: 36-41 Suðurlandsbraut 54, sími 533 3109 INTERNATIONAL ADVANCED RECOVERY CONCENTRATE CELL REFINING CREAM flytur húðinni aukinn kraft til þess að vinna á móti áhrifum öldrunar í hornlaginu - ysta og sýnilegasta lagi húðarinnar. Húðin verður sléttari, mýkri og ljómar meira, en það er aðalsmerki algjörlega orkuhlaðinnar og hraustrar húðar. Sérfræðingar Kanebo verða í Hagkaup Kringlu að kynna það nýjasta frá Japan og veita faglega ráðgjöf í dag, fimmtudag, á morgun föstudag kl. 13-18 og á laugardag kl. 13-17. Húðgreiningartölvan verður á staðnum. MEST var spennan á talningar- nótt vegna forsetakjörsins í Ohio þar sem vitað var fyrirfram að mjótt yrði á munum. Talið er ljóst að nokkrir dagar líði áður en búið verður að telja öll atkvæði þar og úrskurða um gildi vafaatkvæða. En John Kerry, forsetaefni demó- krata, ákvað þegar í gær að við- urkenna ósigur sinn. Í gærmorgun, þegar búið var að telja öll atkvæði að undanskildum utankjörstaðaatkvæðum og vafaat- kvæðum, var forskot George W. Bush í Ohio um 135.000 atkvæði. Kjörsókn var mikil á þriðjudeg- inum og langar biðraðir við kjör- staði. Fór svo að sums staðar var fólk enn að kjósa á miðnætti og var kjörfundur framlengdur til að allir næðu að nota atkvæðisréttinn. Bush var með 51% atkvæða en Kerry 48,5%. Ekki var enn búið að telja utankjörstaðaatkvæði í 54 sýslum í ríkinu. Þar að auki taldi Kenneth Blackwell, innanríkisráð- herra Ohio, að bráðabirgðaatkvæði gætu verið allt að 175.000. Er um að ræða atkvæði fólks sem ekki fannst á kjörskrám en fékk samt sem áður að kjósa og er þetta nýj- ung. Var með þessu komið til móts við fólk sem ekki hafði fengið senda heim til sín atkvæðaseðla vegna utankjörstaðaatkvæða- greiðslu í tæka tíð. Er síðan kann- að eftir kjördag hvort það hafi raunverulega haft kosningarétt. Vitað var að mikið var af bráða- birgðaatkvæðum í þrem sýslum, Lucas, Mahoning og Summit en demókratar hafa yfirleitt mikinn stuðning í þessum sýslum. Hins vegar þótti útilokað að Kerry myndi vinna upp muninn sem var á heildaratkvæðafjöldanum í rík- inu. Hrakspár um að tæknilegir erf- iðleikar myndu valda vandræðum rættust ekki. Sem dæmi má nefna að engar alvarlegar uppákomur urðu í Flórída að þessu sinni. Allt að þriðjungur bandarískra kjós- enda kaus á stöðum þar sem not- aðir voru snertiskjáir og stóðust þeir flestir raunina. Samt urðu vandræði í New Orleans vegna bil- ana og varð að biðja kjósendur að koma aftur síðar. Hægt gekk að fá niðurstöður í Iowa vegna bilana í talningartækj- um og einnig var borið við þreytu starfsmanna. „En nú ríkir almenn syfja!“ „Menn Kerrys voru enn spennt- ir í dag [miðvikudag] og ekkert til- búnir að gefa upp alla von,“ sagði Sigríður Víðis Jónsdóttir sem er í heimsókn í Columbus í Ohio og fylgdist með kosningunum. „Fólki fannst auðvitað merki- legt að úrslitin væru að ráðast í þeirra eigin ríki, Ohio. Það hefur sagt mér að því hafi aldrei fundist atkvæðið vera jafnmikilvægt. Þegar leið á nóttina vonuðu menn að vafaatkvæðin væru nógu mörg til að Kerry hefði möguleika á sigri. Síðan tók við mikil spenna þegar fólk beið eftir því hvað demókratar myndu gera í stöðunni en nú ríkir almenn syfja!“ Deilt var harkalega síðustu dag- ana fyrir kjördag vegna kröfu repúblikana um að fá að hafa eft- irlitsmenn á kjörstöðum og áttu þeir að fylgjast með því hvort kjósendur væru í reynd með at- kvæðisrétt. Sigríður sagðist ekki hafa heyrt um nein vandamál vegna þessa eftirlits. „Það var ekki mikið rætt um þetta. Svo virðist sem framkvæmd kosninganna hafi gengið vel. Ég var á einum kjör- staðnum hér í dag og þar hafði ekki komið upp neitt vesen, menn höfðu ekki verið að efast um rétt nokkurs kjósanda þar.“ „Atkvæðið aldrei jafnmikilvægt“ Sigríður Víðis Jónsdóttir Columbus í Ohio, New York. AP, AFP. RALPH Nader, þriðji fram- bjóðandinn í forsetakosningun- um í Bandaríkjunum, bar lítið úr býtum að þessu sinni. Fékk hann ekki nema brot af því fylgi, sem hann fékk fyrir fjórum ár- um. Neytenda- frömuðurinn Nader, sem bauð sig fram í 34 ríkjum, hét því í gær að berjast áfram gegn ofurvaldi stórfyrirtækja í bandarískum stjórnmálum og fór hörðum orðum um „frjáls- lynda menntamenn“, sem lagt hefðu hart að honum að hætta við framboð og styðja John Kerry. Sagði hann, að Demó- krataflokkurinn hlustaði ekki á þá hópa, sem styddu hann helst, og lítill munur væri á honum og Repúblikanaflokknum. Demókratar héldu því fram fyrir fjórum árum og trúlega með réttu, að Nader hefði kost- að Al Gore sigurinn, og bentu í því sambandi sérstaklega á Flórída og New Hampshire. Í fyrrnefnda ríkinu fékk Nader þá 2% atkvæða, rúmlega 97.000 at- kvæði, en Bush sigraði þar með 537 atkvæðum. Nú fékk hann aðeins 0,5% atkvæða á Flórída og innan við 1% í New Hamp- shire á móti 5% fyrir fjórum ár- um. Nader fékk lítið fylgi Ralph Nader Washington. AP.                     !  "                  #$  !  " #$  !  " #$ % &  '# (")$*+#* ! , )$*! ,    !"   - #$  #  #   %   - "   -  &!   -  &'    - (&  - )     - *     .  *+    . *,  - - !  .     - . " - /! #   . / #$$ - /# # - /& # - !0  %  !)  ! !/ '( #    !,  )* !%    #   /0 . /+ #  .  )+   !1 . / #     . /" #  &  . - , %   - ,   ,-  - ,   - %  .  .  %# / & -  3. 0& - 4 1   - $+ 2 )  +" 3&  -  +. 3  .  +! 3 & -  + 3)      - %& /   . "0   )  . . "%     4/4 *)      -  )&   .  )2 $   !$ . + 5 & 3 &  !"#$%& '()%&* + ,'!!-./!"( 0%1 2&* 156  7   89659 6 : 7  ;< 7  =9    #6 59 >  '&)&$!!34 %(,5 - ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.