Morgunblaðið - 04.11.2004, Qupperneq 17
Höfuðborgin | Akureyri | Austurland
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson,
skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson,
krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-
5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg-
arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Verndun Sómastaða | Að fengnu leyfi
Þjóðminjasafns hefur nú verið unnið að
endurbótum á Sómastöðum í Reyðarfirði,
til að vernda húsið meðan á byggingu álvers
Alcoa Fjarðaáls stendur. Búið er að laga
vegghleðslu á norðausturhorni hússins og
skipta út jarðvegi við húsið til að minnka
áhrif frost- og þíðuhreyfinga yfirborðs. Á
næstunni verður tenging gamla vegar við
þann nýja færð fjær húsinu, til að losna við
titring frá umferð um gamla veginn.
Sprengingum á álverslóð verður hagað
þannig að áhrif þeirra á Sómastaði verði
lágmörkuð og jafnframt verður stöðugt
fylgst með titringi við húsið á byggingar-
tímanum. Þetta kemur fram á vef Alcoa.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Prjóna af kappi | Nokkrar eldri konur á
Djúpavogi hafa undanfarið munda prjón-
ana í þágu góðs málefnis, en frá því er sagt
á vef sveitarfélagsins. Þær hafa prjónað
barnaföt úr endum og afgöngum sem eru
svo send til barna í Rúmeníu með aðstoð
SOS barnaþorpanna. Efnið í fötin kemur
frá Gerðubergi sem fær það gefins frá hin-
um ýmsu aðilum.
Styrkir til þjálfunar | Alls stunda 1.338
börn tólf ára og yngri íþróttir í Reykja-
nesbæ. Bæjarsjóður greiðir deildum þeirra
styrki vegna þjálf-
aralauna, alls rúmar
7 milljónir kr., sam-
kvæmt samningi
Reykjanesbæjar og
íþróttafélaganna.
Flestir iðkendur
eru hjá Keflavík,
íþrótta- og ung-
mennafélagi, 939
talsins. Eru það um
70% barnanna. Hjá
Ungmennafélagi
Njarðvíkur eru 240
iðkendur, 83 hjá hestamannafélaginu
Mána, 50 hjá Golfklúbbi Suðurnesja og 26
hjá Nesi, íþróttafélagi fatlaðra.
Flestir æfa knattspyrnu og á það bæði
við um Keflavík og Njarðvík. Körfuboltinn
er í öðru sæti, ekki langt á eftir. Aðrar vin-
sælar greinar eru fimleikar, sund og hesta-
íþróttir, að því er fram kemur á vef Reykja-
nesbæjar.
Sveitarfélagið Horna-fjörður stendur fyr-ir fjölskyldudegi
næstkomandi laugardag í
samvinnu við Sindra og
æskulýðs- og tóm-
stundaráð. Margt verður
til gamans gert, að því er
fram kemur á vef sveitar-
félagsins. Hægt er að fara
í sundlaugina, Sporthöll-
ina, Nýheima, prófa lit-
bolta og hjólaskauta, fara í
íþróttahúsið á Höfn, fé-
lagsmiðstöðina, bókasafn-
ið, jöklasýningu, Pakk-
húsið og Sindrabíó.
Tillaga Elínar Magn-
úsdóttur bæjarfulltrúa um
fjölskyldudag var sam-
þykkt á fundi sveit-
arstjórnar. Vísað er til
þeirrar óvenjulegu stöðu
sem nú er uppi hjá fjöl-
skyldufólki og ábyrgðar
sveitarstjórnarmanna
gagnvart íbúum. Und-
irbúningur er nú í fullum
gangi og dagskráin er á
Samfélagsvef Horna-
fjarðar, hornafjordur.is.
Fjölskyldudagur
Svanhvít Árnadóttirhafði heppninameð sér og vann
sjálfvirka jura espresso-
vél í happdrætti sem fram
fór meðal viðskiptavina
Nóatúns sem keyptu
Lavazza-kaffi á Ítölskum
dögum í versluninni.
Kristján Friðjónsson,
verslunarstjóri Nóatúns í
Austurveri, og Jón Ágúst
Benediktsson, sölumaður
hjá Karli K. Karlssyni, af-
hentu Svanhvíti espresso-
vélina.
Vann espresso-vél
Jón Ingvar Jónssonleggur út af frétt-um liðinna daga:
Það í fréttum helst er hér
að heyrist lítt af Óla,
við Grímsfjall hafið eldgos er
og æskan fer í skóla.
Þá veltir hann fyrir sér
talningunni í bandarísku
forsetakosningunum:
Vestra er velja menn sjóla
er vart hægt á úrslit að stóla,
en sú er ein lausn
að sýna þeim rausn
og gefa þeim eftir hann Óla.
Rúnar Kristjánsson las
vísur um Ingibjörgu Sól-
rúnu á þessum stað sl.
þriðjudag og orti:
Þekkjast víða meinin mörg,
margir kambinn ýfa.
Einkum þeir sem Ingibjörg
ætla sér að klífa!
Gráðugir með genin körg,
gleymnir mjög á artir,
skjótast inn í Ingibjörg
álfakratar svartir!
Rúnar orti eftir að hafa
horft á sjónvarpsfréttir:
Sér á parti er sumum hjá
samráðsmálalistin.
Ýmsir hljóta að elska þá
Einar, Geir og Kristin!
Nóg í fréttum
pebl@mbl.is
Elliðavatn | Enn stendur yfir
barátta eyðingarafla haustsins
og vetrarins gegn gróðri sum-
arsins. Birtist hún í ýmsum
myndum sem hver um sig er
einstakt listaverk náttúrunnar.
Jurtin sem lifað hefur gott sum-
ar á bakka Elliðavatns nær að
halda velli enn sem komið er
þótt ísinn hafi umlukið hana og
vitað sé hvernig baráttan endar
að lokum.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Lífsbarátta á bakka Elliðavatns
Náttúran
Á AÐALFUNDI Samtaka sveitarfélaga á
Vesturlandi var vakin athygli á því í álykt-
un að stöðugt fleiri nýti sér bætt sam-
göngukerfi og sæki atvinnu um langan veg.
Núverandi skattaumhverfi taki hins vegar
lítt tillit til þessarar þróunar.
Var fjármálaráðherra hvattur til þess að
láta skoða hvaða breytingar hægt væri að
gera til að skattaumhverfið stæði ekki
gegn þessari jákvæðu búsetuþróun og í því
sambandi sérstaklega nefndir þættir eins
og ferðakostnaður til og frá vinnu og skipt-
ing útsvars milli sveitarfélaga.
Fjöldi ályktana var samþykktur á fundi
SSV sem haldinn var í Stykkishólmi. Fund-
urinn taldi til dæmis ekki tímabært að
breyta fjölda fulltrúa á landsþingi Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, eins og gert
er ráð fyrir í framkominni tillögu stjórnar
sambandsins. „Það að fjölga fulltrúum fjöl-
mennustu sveitarfélaganna endurspeglar
ekki þá afstöðu sem ríkjandi hefur verið
meðal sveitarstjórnarmanna að efla þurfi
landið í heild sinni, ekki bara fjölmennustu
svæðin,“ segir í ályktuninni. Fundurinn
telur ekki rétt að gera tillögu um fjölgun
fulltrúa fyrr en niðurstaða liggur fyrir um
sveitarfélagamörk, sem ekki verði fyrr en
að tveimur árum liðnum.
Aðalfundurinn fagnaði opnun Fjöl-
brautaskóla Snæfellinga og taldi að hann
hefði án efa jákvæð áhrif á búsetuskilyrði á
Sæfellsnesi. Jafnframt var hvatt til sam-
starfs framhaldsskóla á Vesturlandi.
Skattareglur
hamli ekki
búsetuþróun
TVEIR nýir fulltrúar voru kosnir í stjórn
Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi á að-
alfundi sem fram fór í Stykkishólmi. Þor-
steinn Jónsson úr Dalabyggð var kosinn í
stað Guðrúnar Jónu Gunnarsdóttur og
Ólína B. Kristinsdóttur úr Snæfellsbæ tók
sæti Ásbjarnar Óttarssonar.
Aðrir í stjórn eru Jón Gunnlaugsson og
Kristján Sveinsson af Akranesi, Helga
Halldórsdóttir úr Borgarbyggð, Svein-
björn Eyjólfsson úr Borgarfjarðarsveit og
Sigríður Finsen úr Grundarfirði.
Helga Halldórsdóttir verður áfram for-
maður stjórnar SSV.
Tveir nýir
fulltrúar í
stjórn SSV
♦♦♦
Síðumúla 33 - Sími 588 9490 - www.lyngvik.is - lyngvik@lyngvik.is
F A S T E I G N A S A L A
Grafarvogur
Hef verið beðinn um að finna fyrir ákveðinn
kaupanda lítið einbýlis-, par- eða raðhús í
Grafarvogi á verðbilinu 23-26 millj.
Bein kaup eða skipti á 230 fm parhúsi
í Grafarvogi.
Allar nánari upplýsingar veitir
Daníel í símum 588 9490/897 2593Daníel G. Björnsson,
daniel@lyngvik.is
Afmælishóf Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga í Listasafni
Reykjavíkur kl. 17:00-19:00
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga býður
hjúkrunarfræðingum til 85 ára afmælishófs
í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu,
föstudaginn 5. nóvember kl. 17:00-19:00.
Allir hjúkrunarfræðingar velkomnir