Morgunblaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2004 27
ilvægur liður í því er að skilja verkefni samkeppni-
eftirlits frá öðrum verkefnum sem nú eru á könnu
Samkeppnisstofnunar. Nýtt frumvarp til sam-
keppnislaga gerir ráð fyrir þessu og því ber að
fagna. Það gerir einnig ráð fyrir skilvirkara
stjórnskipulagi og er það einnig til bóta. Tekið er
undir að rétt sé að stofna til sérstakrar neytenda-
stofu til þess að gæta hagsmuna neytenda.
Traust málsmeðferð er nauðsynleg: Í þessu sam-
bandi er þó rétt að velta upp tveimur mjög mik-
ilvægum atriðum er lúta að stjórnsýslu sam-
keppnismála í ljósi þess að heimildir
samkeppnisyfirvalda eru mjög víðtækar og geta
verið mjög afdrifaríkar.
Í fyrsta lagi er rétt að velta því fyrir sér hvort
rétt sé að færa skipan mála nær því sem tíðkast í
Svíþjóð og Finnlandi og greina betur á milli rann-
sóknarvaldsins og íhlutunar-/dóms-/refsivalds. Í
þessum löndum gegna dómstólar veigameira hlut-
verki og í mörgum tilvikum þarf úrskurð dómstóla
fyrir aðgerðum. Við verulega íþyngjandi ákvarð-
anir á borð við bann við samruna eða álagningu
sekta vegna brota á bannreglum samkeppnislaga
verður að sækja mál fyrir dómstólum (Marknads-
domstolen). Með þessu móti er betur tryggt en
hér hefur verið að andmælaréttur sé virtur.
Ákveðna tilraun í þessa átt er að finna í frum-
varpi til nýrra samkeppnislaga en betur má ef
duga skal. Þeim möguleika má einnig velta fyrir
sér að Samkeppniseftirlitinu verði ekki heimilt að
ákvarða sektir vegna brota á bannreglum né held-
ur að amast við samruna án þess að sækja málið
fyrst fyrir áfrýjunarnefnd þar sem þeim, sem
ákvörðun beinist gegn, gefst kostur á að taka til
varna.
Í öðru lagi er rétt að skoða mjög vel alla þætti er
lúta að málsmeðferð, s.s. andmælarétti, að hvaða
þáttum rannsókn beinist, fyrningarreglum og
fleira í þeim dúr. Ekki verður séð að lögin sjálf taki
á þessum þáttum með fullnægjandi hætti. T.d. er
ekki beint kveðið á um fyrningarfrest brota. Lagt
er til að sett verði ákvæði um að fyrningarfrestur
brota á samkeppnislögum verði 5 ár til samræmis
við það sem segir í hegningarlögum um brot af því
tagi.
Í núgildandi lögum og einnig frumvarpi til
nýrra samkeppnislaga er gert ráð fyrir að Sam-
keppnisstofnun/samkeppniseftirlit setji sér sjálft
reglur um málsmeðferð, sbr. Reglur um málsmeð-
ferð samkeppnisyfirvalda nr. 922/2001 og gefnar
eru út í B-deild stjórnartíðinda. Þetta er óeðlilegt
fyrirkomulag og ekki til þess fallið að skapa traust
á vinnubrögðum og að þess sé nægilega gætt í
reglunum að réttur þeirra, sem sæta rannsókn, sé
ekki fyrir borð borinn. Lagt er til að viðskipta-
ráðuneytið semji og gefi út þessar reglur.
Samkeppnisákvæði samkeppnislaga
Bann við samruna falli brott: Vinnuhópurinn
leggur til að fellt verði á brott ákvæði úr lögum
sem heimila bann við samruna og tilheyrandi til-
kynningarskyldu. Þetta er og hefur verið afdrátt-
arlaus skoðun Samtaka iðnaðarins. Þetta á enn
frekar við í ljósi þeirra breytinga sem lagðar eru
til á samkeppnislögum og hlutverki nýs Sam-
keppniseftirlits sem á að verða enn betur í stakk
búið til þess að hafa eftirlit með samkeppnislaga-
brotum, ekki síst misnotkun markaðsráðandi
stöðu. Á þann þátt hafa Samtök iðnaðarins ávallt
bent sem einn hinn mikilvægasta í störfum sam-
keppnisyfirvalda.
Þröskuldar fyrir afskiptum hækki verulega:
Verði ekki fallist á að fella ákvæði um bann við
samruna fyrirtækja úr gildi á að breyta ákvæðinu
verulega og ekki á að vera heimilt að banna eða
hindra samruna nema sýnt sé fram á að hann hafi
veruleg óæskileg áhrif á samkeppni og það valdi
þjóðhagslegum og efnahagslegum skaða. Þá þarf
að hækka þröskulda sem eru fyrir afskiptum sam-
keppnisyfirvalda til samræmis við það sem tíðkast
t.d. í Danmörku, enda starfa íslensk fyrirtæki á
sama eða sambærilegum mörkuðum og hin
dönsku.
Samkvæmt 2. mgr. 18. gr. samkeppnislega ber
fyrirtækjum að tilkynna samruna til stofnunar-
innar sé heildarvelta yfir einum milljarði IKR og
ársvelta a.m.k. tveggja þeirra yfir 50 milljónum
IKR. Þessar viðmiðunarfjárhæðir eru alltof lágar
sem sést vel á hlutfallslegum samanburði við ná-
grannaríki á Norðurlöndum. Við blasa þær afleið-
ingar að íslensk fyrirtæki sem fá ekki að stækka
hér en mega stækka í nágrannalöndum, einfald-
lega hverfi úr landi. Þess vegna leggjum við til að
teknar verði upp sömu viðmiðunarreglur og fjár-
hæðir í Danmörku sem eru 300 milljónir DDK og
3,8 milljarðar DDK. Umreiknað til íslenskra
króna eru það um 3,5 milljarðar og 44,8 milljarðar.
Lagst gegn heimildum til að breyta skipulagi/
uppbyggingu fyrirtækja: Sterklega er varað við
öllum hugmyndum um að fá samkeppnisyfirvöld-
um heimildir til frekari íhlutunar í uppbyggingu
atvinnulífsins en nú er. Samkeppnisyfirvöld hafa
hins vegar og eiga að hafa heimildir og úrræði til
þess að koma í veg fyrir að ákvæði laganna séu
brotin og sérstaklega eiga þau að hafa eftirlit með
hegðan markaðsráðandi fyrirtækja. Það hlutverk
íslenskra samkeppnisyfirvalda er einmitt sérlega
mikilvægt hérlendis þar sem aðstæður eru þannig
að líklegt er að á mörgum sviðum muni verða fá-
keppni líkt og hingað til. Fákeppni er þó alls ekki
ávísun á skort á samkeppni eins og bent hefur ver-
ið á nýlega í grein Snjólfs Ólafssonar, prófessors
við viðskiptaskor Háskóla Íslands.
Styrkja verður ákvæði um aðskilnað samkeppn-
isrekstrar opinberra aðila: Samkeppnislög eiga
að ná yfir samkeppnisrekstur opinberra aðila, sbr.
2. gr. þeirra. Á þessu er verulegur misbrestur eins
og fjölmörg dæmi sanna. Í 14. gr. samkeppnislaga
er kveðið á um fjárhagslegan aðskilnað rekstrar
opinbers fyrirtækis sem nýtur einkaleyfis eða
verndar og þess hluta rekstrar sem er í frjálsri
samkeppni. Hér verður að ganga enn lengra og
skilja innviði sérleyfisrekstrar að fullu frá sam-
keppnisrekstri með því að hann fari fram á að-
skildum starfsstöðvum og í öðru félagi (formi) er
lýtur sérstakri sjálfstæðri stjórn og hafi sjálfstæð-
an fjárhag.
Í þessu samhengi er einnig rétt að benda á
ákvæði innkaupastefnu ríkisins um fráhvarf hins
opinbera af markaði ef einkaaðili getur sýnt fram
á og boðið hagkvæmari lausn. Því miður hefur
komið í ljós að mjög skortir á vilja stjórnvalda
sjálfra til þess að framfylgja henni.
Breytingar á hlutafélagalöggjöf
Ekki má íþyngja smærri fyrirtækjum: Gera verður
skýran greinarmun á almenningshlutafélögum
sem skráð eru í kauphöll eða gefa út skuldabréf og
minni einkahlutafélögum. Starfsemi þeirra er í
mörgum tilvikum eðlisólík og oft og tíðum með
öllu óþarft að leggja nýjar byrðar fundahalda og
skýrslugerðar á eigendur smáfyrirtækja sem rek-
in eru í formi einkahlutafélags. Það er óþarft að
íþyngja mörg þúsund einkahlutafélögum með
reglum sem ætlað er að taka til stórfyrirtækja
með tugum, hundruðum eða jafnvel þúsundum
hluthafa. Það gengur einnig gegn alþjóðlegri við-
leitni til þess að auðvelda stofnun og rekstur
smærri fyrirtækja. Við leggjum því til að þegar í
stað verði hafin vinna sem hefur að markmiði ein-
földun laga um einkahlutafélög og að því verki
verði lokið hratt og vel.
Rétt er að benda sérstaklega á nýjar reglur um
stjórnarhætti fyrirtækja sem Kauphöllin, Samtök
atvinnulífsins og Verslunarráð Íslands hafa gefið
út. Heppilegast er að slíkar reglur komi að eins
miklu leyti í stað laga og unnt er.
Ekki lengja boðunarfresti: Lagst er gegn breyt-
ingu á 63. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög, sbr. 1.
gr. frumvarpsins enda fæli breytingin í sér þreng-
ingu á rétti hins almenna hluthafa. Það er öf-
ugþróun að lengja frest á boðun hluthafafunda um
leið og í orði kveðnu er horft til þess að rafræn
samskipti séu aukin.
Störf stjórnarformanns: Við leggjumst eindregið
gegn því að ganga jafn langt og tillögur nefnd-
arinnar gera ráð fyrir. Það er óþarft inngrip í
starfsemi hlutafélaga og skerðing á félagafrelsi.
Það er á ábyrgð stjórnar almenningshluta-
félaga að marka stefnu en ekki einungis að hafa
eftirlit með störfum framkvæmdastjóra. Lagt er
til að í lögum verði kveðið á um að samþykkt um
starfskjör og starfssvið stjórnarformanns verði
lagt fyrir hluthafafund. Það er sjálfsagt að frá
þessu sé gengið með formlegri hætti en hingað til
hefur verið tíðkað.
Ekki ákvæði um fundi án framkvæmdastjóra:
Óþarft er að kveða á um það í lögum að stjórnir
megi funda án framkvæmdastjóra. Það getur
stjórnin ákveðið sjálf telji hún þess þörf.
Skýrar reglur þarf um hverjir séu stofnanafjár-
festar: Varðandi upplýsingaskyldu stofnanafjár-
festa þarf að setja skýrari reglur og skilgreina
betur hvað við er átt með stofnanafjárfesti. Það
verður að vera alveg skýrt til hverra reglan um
upplýsingaskyldu tekur til.
uhóps Samtaka iðnaðarins um íslenskt viðskiptaumhverfi
ar til vaxtar eru forsenda útrásar
Hreinn Jakobsson Þorgeir BaldurssonJón Diðrik Jónsson Helgi Magnússon Víglundur Þorsteinsson
ð rangt. Þá var sagt að ekk-
naði konum að vera dómarar
ið að skipa konur í dóm-
tíma var íslam túlkað svo að
ki verið dómarar og síðar
gætu verið dómarar! Við
unar á íslam sem samrým-
kar.“
ki einungis barist fyrir rétt-
heldur einnig barna.
smenningin hefur áhrif á
Hún lítur svo á að börnin
tt sinni. En barn er sjálf-
lingur. Feðraveldismenn-
að síðasta nafn barns sé ætt-
s. Sama menning kennir að
f feðrum sínum en gefur
kna engan gaum. Ég verð að
gar ég tala um feðraveld-
vísa ég ekki einungis til
er að tala um menningu
ðurkennir ekki gildi mann-
ta er hræðileg menning.
una innan heimilisins og
óðfélagslega né stjórn-
ekið lýðræði. Lýðræðið
einstaklingsins. Feðraveldið
di manneskjunnar og getur
kið lýðræði. Réttindi kvenna
tvær hliðar á sama kvarða.
di lítil á lýðræðið erfitt upp-
veldið er því það sem kemur
einna verst.“
ki einungis gagnrýnt heim
nningarinnar heldur einnig
r eitthvað sem við þurfum
ri vegar?
g því að konur séu þving-
slæður í múslímalöndum.
móti því að konur séu þving-
slæðurnar niður á Vest-
urlöndum. Í íslömskum löndum er slæðu-
kvöðin komin frá feðraveldinu. Þrátt fyrir
það er ég á móti slæðubanninu í Frakk-
landi. Þar í landi er litið svo á að slæðurnar
séu trúartákn. Frakkland sé veraldlegt
land og þess vegna bannað að bera trúar-
tákn. Samt hafa þeir ekki bannað körlum
að bera síð skegg, sem eru tákn um bók-
stafstrú meðal karla. Það má því spyrja
hvers vegna hömlurnar lenda alltaf á kon-
unum en ekki körlunum?“
Þú hefur einnig gagnrýnt að ályktanir
Sameinuðu þjóðanna virðist hafa misjafnt
vægi, eftir því gegn hverjum þær beinast.
„Ef samþykktir Sameinuðu þjóðanna
gegn Ísrael eru skoðaðar þá sést að þeim
er alls ekki fylgt eftir. Öðrum ályktunum
er hins vegar strax fylgt eftir. Þegar Írak
réðst inn í Kúveit samþykktu Sameinuðu
þjóðirnar strax að Írakar yrðu reknir út úr
Kúveit. Ef Kúveit hefði ekki átt olíu og
bara verið eitthvað land úti í buskanum,
hefði þá þessari sömu ályktun verið fylgt
eftir? Skoðum aðeins Saddam. Hann var
harðstjóri og kúgaði þjóð sína. Það er eng-
um vafa undirorpið að hann var svívirðileg-
ur glæpamaður. En réðust Bandaríkin á
Írak vegna þess að Saddam var harðstjóri
eða vegna þess að Írak á olíu? Er Saddam
eini harðstjórinn í heiminum? Gleyma
Sameinuðu þjóðirnar öllum hinum harð-
stjórunum t.d. í Suður-Ameríku, Afríku og
víðar? Því miður eru dýrmæt hugtök eins
og lýðræði og mannréttindi misnotuð.“
Það hefur vakið athygli undanfarið að
þú hefur höfðað mál gegn bandarískum
stjórnvöldum.
„Ég skrifaði endurminningar mínar.
Ritskoðun kom í veg fyrir að ég gæti gefið
þær út í heimalandi mínu svo ég ákvað að
gefa bókina út í Bandaríkjunum. Þá var
mér sagt að vegna þess að ég er írönsk
gæti ég ekki gefið út bók þar í landi.
Bandaríkin settu viðskiptabann á nokkur
lönd og Íran var þeirra á meðal. Þeir létu
viðskiptabannið ekki aðeins ná til viðskipta
heldur einnig til skipta á upplýsingum og
uppfræðslu. Það á ekki að gera. Þetta er
bannað samkvæmt bandarísku stjórn-
arskránni svo þeir hafa brotið gegn henni.
Ég fór því í mál til að geta gefið út bók
mína.
Útgefandi minn lagði til að ég gæfi bók-
ina út í Evrópulandi og sendi hana þaðan
til Bandaríkjanna, en ég neitaði því. Mark-
mið mitt er að vefengja þessi lög sem tak-
marka tjáningarfrelsið. Ég hef barist fyrir
tjáningarfrelsi í heimalandi mínu og verið
verjandi margra rithöfunda. Ég er að verja
tjáningarfrelsið með því að fara í mál gegn
Bandaríkjunum.“
Hvaða gildi hafði það fyrir starf þitt að
fá friðarverðlaun Nóbels?
„Friðarverðlaunin voru staðfesting og
viðurkenning á starfi íslamskra mennta-
manna. Mér þótti sem heimurinn hefði við-
urkennt að íslam er andvígt hryðjuverk-
um. Verðlaunin sögðu mér að heimurinn
hefði ákveðið að afskrifa okkur ekki þrátt
fyrir mistök nokkurra einstaklinga í nafni
trúarinnar. Það voru drýgðir margir glæp-
ir gegn múslímum í stríðinu í Bosníu, en
enginn sakaði kristnina um þá. Rangar
gerðir nokkurra einstaklinga hafa ekkert
með kristindóm sem trúarbrögð að gera.
Það sem gerist í Ísrael hefur ekkert með
gyðingdóm að gera. Spurning mín í dag er
þessi: Ef nokkrir íslamskir einstaklingar
hafa drýgt misgjörðir, hvers vegna er þá
reynt að varpa ábyrgðinni á íslam? Í
Bandaríkjunum er meira að segja notað
orðatiltækið „íslamskir hryðjuverka-
menn“. Þegar forsætisráðherra Ísraels var
drepinn af gyðingi talaði enginn um „gyð-
inglegan hryðjuverkamann“. Við skulum
greina á milli misgjörða fólks og trúar
þess. Ég viðurkenni að til eru múslímar
sem gripa til ólöglegra aðgerða, en það er
ekki íslam að kenna heldur þeim sjálfum.“
Þú ert hingað komin til að veita viðtöku
heiðursdoktorsnafnbót frá félagsvísinda-
og lagadeild Háskólans á Akureyri. Hvað
vissir þú um Ísland áður en þetta bar til?
„Ég hafði lesið greinar um Ísland en
vissi ekki mikið um landið. Þetta er fyrsta
heimsókn mín til Íslands og ég er mjög
glöð yfir að hafa fengið tækifæri til að
koma hingað. Þegar ég fór í Bláa lónið varð
ég mjög hissa. Við höfum heitar upp-
sprettur í Íran, en þær eru miklu minni en
það sem ég fékk að sjá hér.“
Shirin Ebadi segist hafa séð árangur af
starfi sínu og það gefur henni von. Hún
hefur séð lögin í heimalandi sínu breytast
til hins betra. Þótt áfangarnir séu litlir miði
þróuninni í rétta átt.
„Ég segi alltaf við sjálfa mig að ég verði
að vera bjartsýn. Ef ég tapa voninni get ég
ekki haldið baráttu minni áfram,“ sagði
Shirin Ebadi.
tsýn“
ðursdoktors-
tkomandi
narsson
nds.
Morgunblaðið/Kristinn
Dr. Shirin Ebadi er fædd í Íran árið 1947. Hún lauk lagaprófi frá Háskólanum í
Teheran og var einna fyrst kvenna til að gegna dómarastarfi í landi sínu. Hún var
forseti borgardóms í Teheran 1975–79, en eftir byltinguna 1979 var hún neydd til
að segja af sér og boðið ritarastarf við dómstólinn. Shirin Ebadi hefur barist fyrir
mannréttindum og lengi verið verjandi baráttufólks fyrir mannréttindum í Íran.
Shirin Ebadi hlaut friðarverðlaun Nóbels 2003 fyrir þrotlausa baráttu fyrir mann-
réttindum í heimalandi sínu Íran. Hún er talsmaður hófsamra sjónarmiða í trú-
málum og fylgir íslamskri endurskoðunarstefnu sem hún telur að geti vel átt sam-
leið með mannréttindum og lýðræði.