Morgunblaðið - 04.11.2004, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 04.11.2004, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þórdís BjörkAspar fæddist í Reykjavík 13. mars 1991. Hún lést á heimili sínu í Þránd- heimi í Noregi, 26. október síðastliðinn eftir 7 ára hetjulega baráttu við krabba- mein. Foreldrar hennar eru Hermann Haukur Aspar, f. 19. október 1967. og Brynja Björk Birgis- dóttir, f. 17. maí 1968. Stjúpfaðir hennar er John Arve Viset, f. 26. apríl 1965 og stjúp- móðir hennar er Sigurveig Hall- dórsdóttir, f. 22. mars 1967. For- eldrar Hermanns eru Jón B. Aspar, f. 3. febrúar 1942 og Unn- ur Hermannsdóttir, f. 6. október 1945. Foreldrar Brynju eru Birgir Guðmundsson, f. 7. ágúst 1943, d. 13. janúar 1999, og Helena Svav- arsdóttir, f. 15. des- ember 1947. For- eldrar John Arve eru Pål Viset, f. 4. ágúst 1942, og Grete Viset, f. 7. septem- ber 1941. Foreldrar Sigurveigar eru Halldór Skaftason, f. 26. febrúar 1942, og Ína Gissurardóttir, f. 10. júlí 1943. Systk- ini Þórdísar eru Ágústa Hlín Aspar, f. 20. febrúar 1989, Hallur Hermannsson Aspar, f. 18. mars 1998 og Stígur Hermannsson Asp- ar, f. 27. janúar 2002. Þórdís bjó í Reykjavík til 3ja ára aldurs en flutti þá með for- eldrum sínum til Þrándheims í Noregi. Útför Þórdísar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Ó, Jesú bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson.) Elsku Þórdís mín. Kallið kom ekki á óvart. Ég held við höfum báðar vitað það í sept- emberlok þegar amma kvaddi þig. En það hlakkaði nú í okkur þegar verkfallið gaf okkur tvo yndislega daga til. Erfiðast fannst ömmu þeg- ar verkfallið leystist og síðasti koss- inn var staðreynd, þá varð leiðin löng milli Þrándheims og Íslands. Ömmustelpan, sem var búin að stríða við erfiðan sjúkdóm í sjö ár, Þórdís mín, skilur eftir góðar og skemmtilegar minningar. Ekkert léstu stoppa þig á meðan kraftar þín- ir leyfðu: Leikur í skógi, fimleikar, lúðrasveitin, skíðaganga og fleira. Og það varst þú sem hringdir í afa, 8 ára gömul, til að hughreysta hann, þegar hann átti líka að fara í geislameðferð. En sjö uppskurðir á fáum árum settu mark sitt á stúlkuna okkar, sem barðist eins og hetja meðan stætt var. Mætti í skólann aðeins nokkrum dögum eftir erfiða meðferð og stóð svo 13 ára gömul frammi fyrir því að tilhlökkun og vonir um að fara í ung- lingaskólann í Spongdal, eins og Ágústa, voru brostnar. Ég minnist líka stóra dagsins hennar Ágústu, þegar fjölskyldan var öll saman komin. Þá stóðst þú upp, öllum að óvörum, og hélst inni- lega tölu um stóru systur þína, sem þú varst svo stolt af og lést okkur vita það, að betri systur gæti enginn átt. Eða þegar við Reynir fórum með þér í grillferð í Sverrisborg. Það fór ekki framhjá okkur hvað starfsfólkið átti mikið í þér. Þau voru líka ófá skóla- systkini þín, nágrannar og vinir, sem kvöddu þig svo fallega. Allir þekktu Þórdísi. Ástin mín, ég trúi því að þú sért komin til afa og hvílir í faðmi hans eins og þið barnabörnin gerðuð svo oft. Hvíl þú í friði, litli engillinn okk- ar, á þeim stað sem þú valdir sjálf. Sorgin hefur knúið dyra hjá okkur, en minningin um yndislega, tápmikla stúlku og allt sem við gerðum saman mun lifa. Elsku Ágústa, Brynja, Hermann, John Arve, Sísí, Hallur og Stígur. Megi góður Guð styrkja ykkur og okkur öll. Helena Svavarsdóttir. Elsku Þórdís. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (Hallgrímur Pétursson.) Þær héldust í hendur systurnar Gleði og Sorg, en þú sigraðist á sorg- inni og brostir þínu sólskinsbrosi. Kraftur, auðmýkt, þrautseigja, æðruleysi, gleði – það varst þú. Nú ert þú farin og Biggi afi stendur og tekur á móti litlu stúlkunni sinni með bros á vör og útbreiddan faðm. Mundi afabróðir er þar líka, með brosið sitt sem var svo líkt brosi afa. Listagyðjan var þér hliðholl, þú hannaðir marga fallega muni sem við varðveitum. Við erum mjög stolt af fánanum sem gerður var eftir lista- verki sem þú hannaðir í gler í skól- anum á sjúkrahúsinu í Þrándheimi sem þú dvaldir svo oft á. Við þökkum þér þær stundir sem við áttum með þér þar til þú við þriggja ára aldur fluttir með mömmu, pabba og Ágústu til Noregs og þær stundir sem við áttum saman í heimsóknum ykkar til Íslands. Þið systur teiknuðu mikið þegar þið vor- uð hjá okkur, á þínum myndum var alltaf sól sem sendi út geisla sína. Ömmu fannst nú oft of mikil sól á myndunum þínum, það rignir líka hér sagði ég en þú stóðst fast á þínu þá 6 ára og sagðir að það væri alltaf sól á Íslandi. Það var sól alltaf í þínu hjarta. Ég veit að þú finnur bleikálóttu hryssuna okkar sem þú vildir alltaf sitja, nú skeiðið þið saman á grænni grundu, báðar svo fallegar. Þakka þér fyrir þann tíma síðast- liðin áramót þegar ég, langamma og Stella komum til ykkar í heimsókn í Flateby. Þú ærslaðist við litlu bræð- ur þína, stóðst fyrir flugeldasýningu með pabba, gafst öllum af kærleik þínum, hver og einn fékk faðmlag án nokkurs annars tilefnis en þess að þú vildir bara knúsa, bara gefa af sjálfri þér. Það var yndislegt að hitta þig svo aftur í Þrándheimi í júní þegar Ágústa systir þín fermdist, þar hélst þú fallega ræðu til systur þinnar. Elsku besta Björkin mín, blíð var ei alltaf ævin þín. Bros þitt eins og sólin skín, elsku besta Þórdís mín. Elsku Ágústa Hlín, Hemmi, Sísí, Hallur, Stígur, Brynja og John Arve, hún Þórdís var einstök, hún var mikil hetja en það hefur ekki síður verið aðdáunarvert að fylgjast með hetju- legri baráttu ykkar og samheldni henni við hlið. Minningin um Þórdísi lifir í hjört- um okkar allra. Amma og afi á Æsustöðum. Það er sárt að þurfa að kveðja manneskju sem ætti að vera að feta sín fyrstu spor til fullorðinsáranna. Þórdís kom inn í mitt líf er hún var 6 ára gömul þegar Sísí dóttir mín og Hermann faðir hennar fóru að búa saman. Þórdís var dugnaðarstúlka, einlæg og glaðvær og það var verulega gam- an að fylgjast með henni. Fljótlega fór hún að sýna hve handlagin hún var, er hún var að hjálpa pabba sín- um að setja saman hin ýmsu hús- gögn. Hún lærði fljótt að nota ham- arinn sú stutta. Þau voru allt of fá skiptin sem ég sá hana, hér á Íslandi, Noregi eða hjá okkur í Hollandi. Mikið gladdi það mitt hjarta þegar hún kallaði mig ömmu, það fannst mér yndislegt. Það kom þó ekki til af skorti á ömmum, því hún átti einar þrjár aðrar dásam- legar ömmur. Þórdís barðist í sjö ár við illvígan sjúkdóm, en þau hafa einkennst af von, því alltaf héldum við í vonina um að næsta aðgerð myndi nú verða sú síðasta. Það var magnað að sjá hvað Þórdís reis alltaf bjartsýn og dugleg upp aftur og aftur. Jafnvel núna í sumar þegar ég átti nokkra daga með henni og hún vissi svo sem hvað verða vildi gátum við ýmist talað um dauðann eða að hún ætlaði að verða hjúkrunarfræðingur. Helst vildi hún hjúkra bönum, hún var nú líka komin með meirapróf í sjúkrahúsvist. Þó að Þórdísi okkar væru ekki ætl- uð fleiri árin skilur hún eftir margar góðar minningar hjá okkur öllum sem þekktu hana. Ég votta öllum aðstandendum Þórdísar mína dýpstu samúð. Ína Gissurardóttir. Elsku Þórdís mín. Það eru fá orð sem fá því lýst hversu erfitt og sárt það var að fá þær fréttir að þú værir búin að kveðja þessa jarðvist, þó að ég vissi að komið væri að þeirri stund. Þú varst orðin svo veik, elsku Þórdís mín. Það er svo margt sem kemur upp í huga minn, eins og þegar ég og amma þín og hún Stella komum til ykkar um áramótin til Óslóar. Það geislaði af þér gleðin og ánægjan. Á gamlárskvöld var orkan og kraftur- inn svo mikill í þér við að hjálpa hon- um pabba þínum að kveikja í sprengjum og skoteldum þó aðeins væru fimm dagar í það að þú færir í erfiða aðgerð. Svo komum við allar aftur til ykkar í júní þegar hún Ágústa systir þín fermdist. Þá varst þú búin að vera svo veik en samt varstu alltaf svo glöð og ljúf og komst fagnandi til okkar. Mér er það svo minnisstætt hvað það var fallegt að sjá til þín standa upp og halda ræðu til systur þinnar í fermingarveislunni. Þú varst yndisleg, falleg og það geislaði af þér góðvildin. Það er svo sárt að hugsa til þess hvað þú þurftir að þola mikil veikindi á þinni stuttu ævi og mér finnst að þú hafir getað kennt okkur hinum margt gott með öllu því æðruleysi og hetjuskap sem þú sýndir í sex ára baráttu þinni við illvígan sjúkdóm. Þú varst mesta hversdagshetja sem ég hefi á ævi minni kynnst. Megi gæfan þig geyma, megi guð þér færa sigurlag. Megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér, að ávallt geymi þig Guð í hendi sér. (Írsk bæn, þýð. Bjarni St. Kon.) Ég bið þess að algóður Guð og allir hans fallegu englar taki vel á móti þér, elsku Þórdís mín. Megi algóður Guð styrkja ykkur í sorginni, elsku Hermann, Sísí, Ágústa, Hallur og Stígur, Brynja og John Arve, Unnur og Jón, Helena og Reynir og aðrir aðstandendur. Fjóla langamma. Hvernig kveður maður yndislega, fallega, unga stúlku, sem búin er að berjast fyrir lífi sínu, hálft sitt líf? Þvílík sorg, þvílík örlög og þvílíkt ranglæti heimsins. Vanmátturinn er algjör gagnvart slíkum örlögum. Þórdís Björk var stórkostleg mannvera, uppfull af jákvæðni, skemmtileg, opin og einstaklega góð sál. Það er stundum svo skrýtið að þeir sem heyja hörðustu baráttuna eru æðrulausastir og þakklátastir lífinu. Þórdís var dæmi um þetta, stórkost- legur persónuleiki, einstaklega já- kvæð og heillandi. Hugur okkar hefur oft farið í gegnum þá stund er Þórdís ásamt pabba sínum, stjúpmóður, systur og bræðrum, heimsótti okkur í Kjóa- hraunið, í síðustu ferð hennar til Ís- lands. Þessi ferð var ein af hennar síð- ustu óskum í þessari jarðvist. Þórdís var skemmtilega sjálfs- örugg og það geislaði af henni þegar hún sýndi okkur nýju fötin sín og glitrandi skartið sem hún bar svo vel. Hún talaði einnig um veikindin sín opinskátt en hún vissi hvert stefndi og hafði óskað eftir hvíldarstað við hlið afa síns – þvílíkt æðruleysi. Við erum mikið búin að dást að þessari stórkostlegu stúlku sem með ótrúlegri reisn mætti örlögum sínum, svona ung að árum og við lútum höfði í auðmýkt og þökkum fyrir að hafa fengið að fylgjast með henni og fjöl- skyldu hennar þennan tíma. Þórdís naut þess að eiga dásam- lega fjölskyldu, þar sem allir lögðust á eitt að hjálpa til við að gera líf henn- ar sem best og eftirminnilegast. Þeg- ar vitað var í hvað stefndi var allt sem í mannlegu valdi stóð gert til að Þórdís fengi að njóta lífsins eins og hægt var, þann tíma sem hún átti eft- ir af lífi sínu. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur sendum við yndislegu fólki sem búið er að berjast fyrir lífi barnsins síns og ástvinar síns, umvefja hana kærleik og aldrei misst vonina – eng- inn getur skilið eða sett sig í þeirra spor. Við biðjum góðan Guð að vaka yfir þeim, vernda þau og hjálpa þeim að lifa áfram, með sorg sinni og söknuði en gleðjast yfir minningum um ein- staka dóttur og ástvin. Sum börn sem gestir koma sólríkan dag um vor og brosið þeirra bjarta býr til lítil spor í hjörtum sem hljóðlaust fela sinn harm og djúpu sár við sorginni er bænin svarið og silfurlituð tár. Það er svo erfitt að skilja með okkar veiku vörn og enga fró að finna þegar fara lítil börn. Börn Guðs sem gestir koma gleymum aldrei því. Í minningunni brosið bjarta býr hjarta okkar í. Það gull við geyma skulum og allt sem okkur er kært, við vitum þegar birtu bregður börn Guðs þá sofa vært. (Bubbi Morthens.) Elsku Þórdís; von okkar er sú að þú sért nú laus við allar þjáningar og vanlíðan og góður Guð og englarnir vaki yfir og með þér. Ykkar vinir; Halla, Ágúst, Hafþór Hrafn og Kristján Hrafn. Elsku Þórdís, það er erfitt að trúa því að nú skuli vera komið að kveðju- stund, þú sem varst svo dugleg þessi ár sem þú barðist við þennan sjúk- dóm. Minningar um þær góðu stund- ir sem við áttum saman hér áður en þið fluttuð til Noregs, ferðin mín út til ykkar, og eins þegar þið komuð heim í mars ylja okkur á þessari stund. Elsku Brynja, John Arve, Ágústa Hlín, Hemmi, Sísí, Hallur og Stígur, megi englar himins vaka yfir ykkur. Sesselja og Borgar. Hinsta kveðja er alltaf erfið. En hvað er verra en að kveðja þá sem allt gott eiga skilið? Þá sem hafa bar- ist hart og lengi við erfiðan sjúkdóm og alltaf haft sigurinn rétt utan seil- ingar? Það er okkar eina huggun að nú hefur Þórdís okkar loksins fengið fullkominn frið. Frið fyrir ágengum sjúkdómi, frið fyrir erfiðum spurn- ingum og frið fyrir brostnum vonum. Okkur skortir orð til að lýsa því, hvað við erum stolt yfir að hafa kynnst þessari glettnu frænku. Og öllum hennar ólíku og óborganlegu hliðum. Hugrekki hennar og dirfsku, brosmildi og stríðni, ráðasnilld og umhyggju. Við söknum þín, Þórdís. Við dáðum þinnar dirfsku gnótt, þinn dugnað, kjark og hreysti. Hversu vel og hversu fljótt, þú hverja þrautu leystir. Oft var gaman: Æ, hve gott! orrustan er unnin. En enginn veit hve ógnarstutt, er áð við æskubrunninn. Því þó þú stæðir, sterk sem stál, í stormi og í hríðum. Það hendir trygga og trausta sál, að tapa sínum stríðum. Vart var fræið vaxin jurt, er vortíminn var liðinn. Frænka, þú ert farin burt. Loksins fannstu friðinn. Hvíldu í friði, frænka, þú ert og verður í öllum okkar bænum. Með ástar- og saknaðarkveðju, Birgir Fannar, Dagmar, Hilmar Yngvi og Bjarki Viðar. Elsku Þórdís Björk. Í huga mínum á ég margar minningar um þig, fyrst þeirra er fermingardagurinn minn, því ég var ekki aðeins að fara að fermast, held- ur fékk ég líka þann heiður að halda á þér undir skírn. Eftir það hefur þú alltaf átt sérstakan stað í hjarta mínu. Þegar þið systurnar voruð litl- ar og bjugguð á Íslandi fékk ég líka stundum að passa ykkur, þið bjugg- uð í Klukkurimanum og ég í Vallar- húsunum, það eina sem skildi okkur að var kirkjugarðurinn sem ég gekk svo oft í gegnum á leið minni til eða frá ykkur. Ekki grunaði mig þá að eftir nokkur ár myndi ég svo fylgja þér þangað. Veikindi þín hafa verið sannkölluð rússíbanaferð, skin og skúrir hafa skipst á í sjö ár. Alltaf trúði ég því þegar birti upp að það myndi ekki dimma aftur en sú varð ekki raunin, það dimmdi oft. Styrkur þinn og fjöl- skyldu þinnar hefur verið ótrúlegur, ekki síst nú síðustu mánuðina. Síð- asta sinn er við hittumst er sterkt í huga mér en þá hittumst við öll stór- fjölskyldan heima hjá mömmu og pabba. Ég hafði verið lasin og búin að afskrifa það að komast en vissi það að þú hefðir nú ekki látið svona smáræði stoppa þig og dreif mig af stað. Þú heillaðist svo af litlu nýfæddu stelp- unni minni, sem var óskírð þá, og sparaðir ekki fögru orðin um hana, hún algjörlega bræddi þig og fékk að hvíla í fanginu þínu mest allt kvöldið þó ekki hefðir þú mikla orku, og þú hikaðir ekki við að skella henni upp á öxlina þegar hún var búin að drekka. Við ræddum aðeins um hvað hún ætti að heita og þú sagðir „kannski bara Þórdís“ og hinn 13. mars, á afmælis- daginn þinn, fékk hún nafnið Þórdís Ösp. Myndirnar og minningarnar um þig verða vel geymdar og ég hugga mig við það að nú sért þú komin á betri stað þar sem þér líður vel. Biggi afi mun taka vel á móti þér og hugsa vel um afastelpuna sína og ég er sannfærð um að saman munið þið vaka yfir okkur hinum. Elsku Þórdís, þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. ÞÓRDÍS BJÖRK ASPAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.