Morgunblaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 31
Úr furutré, sem fann ég út við sjó,
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.)
Elsku Brynja, John Arve, Hemmi,
Sigurveig, Ágústa Hlín, Hallur, Stíg-
ur og aðrir aðstandendur, ykkur
sendi ég mína dýpstu samúð.
Þín
Berglind.
Í minningu stúlku sem vakti að-
dáun okkar með þokka sínum og
hugrekki.
Hví var þessi beður búinn,
barnið kæra, þér svo skjótt?
Svar af himni heyrir trúin
hljóma gegnum dauðans nótt.
Það er kveðjan: „Kom til mín!“
Kristur tók þig heim til sín.
Þú ert blessuð hans í höndum,
hólpin sál með ljóssins öndum.
(Björn Halldórsson.)
Kær kveðja til ykkar allra sem nú
eigið um sárt að binda.
Sigrún, Arnar og börn.
Mikil hetja hefur nú kvatt
eftir heljarklifur bratt.
Baráttuvilji, seigla og styrkur
hennar vopn fram í svartasta myrkur.
Nú hefur vorað í hennar hjarta.
Hún hleypur um engi, sér sólina bjarta.
Glöð og falleg í fanginu á afa
því feiknarmikið þau þurfa að skrafa.
Eftir brennur minningin bjarta
og betrumbætir okkar hjarta.
Hetjuna ungu með koss á kinn
og þakklæti ég kveð um sinn.
Elsku Brynja, Jon Arve og
Ágústa. Hemmi, Sísí og synir. Hel-
ena og aðrir ástvinir. Guð veri með
ykkur og styrki ykkur í sorginni.
Vera og fjölskylda.
Elsku Þórdís.
Þegar ég settist niður til að skrifa
kveðju til þín voru mörg orð sem
komu upp í hugann, hugrekki lýsir
þér svo vel, þegar þú varst bara 6 ára
og þurftir að fara í geislana þá hlust-
aðir þú á sögur og beiðst eftir að
meðferðinni lyki. Það er líka hug-
rekki þegar maður er 7 ára að út-
skýra fyrir afa sínum að það sé ekk-
ert vont að fara í geisla og það sé
betra að missa hárið heldur en að
deyja.
Alltaf varstu tilbúin að grínast og
prakkarast, alveg sama hvað þú
varst að ganga í gegnum í veikind-
unum þínum og á myndunum af þér
er alltaf prakkaraglampi í augunum
þínum. Við gleymum aldrei vatns-
slagnum sem þið frændsystkinin fór-
uð í í fyrrasumar í garðinum ykkar
og þá blotnuðum við hin nú líka, og
þú hlóst svo innilega að okkur. Þú
varst líka svo blíð og góð og alltaf
tilbúin að knúsa okkur þegar við hitt-
umst og segja okkur að þú saknaðir
okkar þegar langt var á milli okkar.
Þú varst líka flott stelpa og vildir
vera töffaraleg og þegar hún Sandra
ætlar að vera flott fer hún í fötin sem
hún Þórdís stóra frænka í Noregi
sendi henni.
Í fermingunni hennar Ágústu í
sumar hélstu svo fallega ræðu til
stóru systur og hafðir áhyggjur af
því að hún væri að verða fullorðin og
þú myndir sakna hennar svo mikið
þegar hún flytti að heiman, nú er það
hún Ágústa sem á eftir að sakna litlu
systur sinnar sem hún hefur alltaf
passað svo vel uppá og setið hjá á erf-
iðum stundum. Þegar við kvöddumst
í sumar baðstu mig að segja Steinari
og Söndru að ef þau yrðu leið yfir því
að þú ættir að deyja, að reyna bara
að hugsa um eitthvað skemmtilegt,
það væri það sem þú gerðir. Við
huggum okkur við það að núna líði
þér vel og við trúum því að Biggi afi
taki á móti þér í hlýja faðminn sinn
og þú getir núna aftur kúrt á mjúku
bumbunni hans.
Elsku Þórdís, við eigum eftir að
sakna þín sárt og geyma minninguna
um sterku hugrökku frænkuna okk-
ar í hjarta alla okkar framtíð.
Elsku Ágústa, Brynja og John-
Arve, Hemmi og fjölsk., ömmur og
afar, við vottum ykkur okkar dýpstu
samúð.
Linda frænka og fjölskylda.
Elsku Þórdís, nú ertu farin frá
okkur og komin til Bigga afa. Þú ert
búin að heyja erfiða baráttu í mörg
ár, og nú loksins líður þér vel. Við
sitjum eftir með sárt hjarta en verð-
um að reyna að vera jafn dugleg og
þú varst.
Þú fluttir til Þrándheims aðeins
þriggja ára gömul svo við hittumst
alltof sjaldan en við fylgdumst með
þér. Í huga okkar núna er stundin
sem við áttum í febrúar þegar þú
komst til Íslands og við hittumst í
mat hjá mömmu, þá vorkenndir þú
mér að þurfa að nota staf, og fannst
ég eiga bágt en varst ekki að hugsa
um þig. Þetta lýsir þér vel.
Við kveðjum þig með sorg í hjarta
en trúum því að ykkur afa líði vel
núna.
Elsku Brynja, John Arve, Hemmi,
Sigurveig, Ágústa Hlín, Hallur og
Stígur, innilegar samúðarkveðjur.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Með þessum orðum kveðjum við
þig.
Sólveig, Daníel Kristófer
og Svava Ósk.
Elsku Þórdís.
Mikið er erfitt að hugsa til þess að
þú sért ekki lengur á meðal okkar.
Það hlýtur að vera mikil þörf fyrir 13
ára engil á himnum.
Þú ert búin að vera hetjan okkar
þau sjö ár sem þú barðist við þennan
illvíga sjúkdóm sem sigraði að lok-
um.
Við minnumst heimsóknarinnar í
febrúar sl. þegar þið komuð öll frá
Noregi og við áttum svo góðar stund-
ir saman. Þú varst svo dugleg og glöð
og varst orðin svo mikill „unglingur“,
þú fékkst lit í hárið, keyptir þér flott
föt og varst algjör „pæja“. Þér fannst
stundum svolítil læti í frænkum þín-
um sem voru bara 10 ára og lagðir
þig gjarnan í sófanum til að hvíla þig.
Elsku frænka, við þökkum þér fyr-
ir yndislegar stundir og þú ert alltaf
hetjan okkar. Við vitum að Biggi afi
gætir þín núna.
Guð blessi minningu þína,
Rósa, Harpa Dögg og
Sólveig Svava.
Elsku Þórdís frænka.
Við kveðjum þig með söknuði og
minnumst alltaf gleði þinnar og
hlýju. Sérstaklega hvað þú hafðir
mikinn áhuga og gaman af hestum.
Þú komst í vor og heimsóttir okkur
öll og fórst á hestbak hjá ömmu og
afa. Við trúum að nú líði þér vel á
nýja staðnum og farir glöð á hestbak.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Bergur og Kristín Fjóla.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar
síðan Brynja, þá ungur nýstúdent,
kom til mín á Árbæjarsafn og óskaði
eftir vinnu við fornleifarannsóknir.
Hún var einbeitt og áhugasöm á leið í
nám í fræðunum. Ég fann um leið
hve mikið var spunnið í þessa ungu
og dugnaðarlegu konu. Þá hófst sam-
starf okkar og umfram allt góð vin-
átta. Ég fylgdist með því þegar
Brynja stundaði sitt nám í sagnfræði
og fornleifafræði, hóf störf sem
fræðimaður hér heima og í Noregi,
ætíð með frábærum árangri. Ég
fylgdist líka með því þegar Brynja
eignaðist tvær fallegar dætur,
Ágústu og Þórdísi, sem hafa ætíð
verið stolt hennar og yndi, og lífi
þeirra í Þrándheimi. Það var mikils-
vert hve miklum styrk þær mæðgur
hafa búið yfir þegar takast þurfti á
við erfið veikindi og sorgir. Aðdáun-
arvert hefur verið að fylgjast með
dugnaði Brynju, móðurumhyggju og
æðruleysi. Brynja hefur ekki vikið
frá dóttur sinni í baráttunni við ill-
vígan sjúkdóm og jafnframt séð til
þess að hún fengi að upplifa ævintýri
og gleði.
Það má glögglega sjá þegar skoð-
aðar eru myndir af glaðlegum andlit-
um systranna í gegnum árin þar sem
hamingja og væntumþykja skín út úr
hverri mynd þrátt fyrir veikindin.
Ágústa hefur reynst einstök stóra
systir og sýnt ótrúlegan styrk og
hlýju í garð systur sinnar. Þegar þær
mæðgur heimsóttu mig fyrir nokkr-
um mánuðum var sannarlega yndis-
legt að verða vitni að móðurástinni
og kærleikanum á milli þeirra allra.
Þórdís var sem lítill engill, sem lýsti
allt umhverfi sitt. Fallegt augnaráð-
ið, brosið og einlægni Þórdísar snart
mig djúpt ekki síður en þroski þeirra
allra. Augljóst var hvernig Þórdís
hafði verið umvafin hlýju og ást alla
tíð frá mömmu sinni og systur, John
Arve og pabba sínum sem og fjöl-
skyldunni allri. Þórdís var einstök
stúlka, sem mun verða ljóslifandi í
hugum allra sem henni kynntust,
sannkölluð hetja og engill í senn.
Elsku Brynja mín, ég vil votta þér,
Ágústu, John Arve, Hermanni,
bræðrunum og fjölskyldunni allri
mína dýpstu samúð.
Megi minning Þórdísar lifa.
Með vinarkveðju,
Margrét Hallgrímsdóttir.
Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér,
– hvert andartak er tafðir þú hjá mér
við sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við guð um þúsund ár.
…
já vita eitthvað anda hér á jörð,
er ofar standi minni þakkargjörð
í stundareilífð eina sumarnótt.
Ó alheimsljós, ó mynd sem hverfur skjótt.
(Halldór K. Laxness.)
Með þessum orðum langar mig að
kveðja litla einstaka vinkonu. Nú er
Þórdísin orðin að yndislegum engli
hjá afa Birgi. Þannig mun ég hugsa
til þessarar litlu hetju, sem nú hefur
fengið hvíld eftir löng og erfið veik-
indi. Þó við hittumst allt of sjaldan þá
gaf hún Þórdís mér svo mikið með
sinni einlægni og stóra faðmlagi. Mér
er hugleikin einstök jákvæðni og
hugrekki hennar sem við öll getum
lært af.
Elsku Brynja, Ágústa, Jon Arve,
Helena, Hermann og fjölskylda, ég
votta ykkur mína dýpstu samúð á
þessari sorgarstund.
Megi guð geyma fallega engilinn
okkar allra.
Ástríður Eggertsdóttir (Addý).
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2004 31
MINNINGAR
HINSTA KVEÐJA
Elsku Þórdís Ég veit að
við hittumst sjaldan, en ég vil
að þú munir að ég sakna þín
og elska þig.
Steinar.
Elsku Þórdís Ég sakna þín
mjög sárt og ég vildi óska að
við gætum sést og talað sam-
an aftur, en ég veit að sú ósk
verður ekki uppfyllt. En ég
veit að þér líður vel hjá Bigga
afa.
Sandra.
Elsku Þórdís Björk.
Við kveðjum þig í dag með
bæninni sem mamma kennir
okkur.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Hvíldu í friði.
Valtýr Borgar og
Þórdís Ösp.
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir
Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir
Einarsson,
útfararstjóri.
Bryndís
Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
Baldur
Frederiksen,
útfararstjóri.
Guðmundur Þór
Gíslason,
útfararstjóri.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Ástkær eiginkona mín og systir okkar,
JENNÝ ST. GUÐLAUGSDÓTTIR
GRÖTTEM,
Skjalgsgt. 35,
4041 Hafrsfjord, Noregi,
lést á heimili sínu mánudaginn 25. október sl.
Jarðarförin hefur farið fram.
Nils-Johan Gröttem og fjölskylda,
Katrín Þ. Guðlaugsdóttir,
Hildur Björg Guðlaugsdóttir,
Pétur Guðlaugsson
og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og bróðir,
GUÐJÓN JÓNSSON,
Núpi II,
Vestur-Eyjafjöllum,
verður jarðsunginn frá Ásólfsskálakirkju laugar-
daginn 6. nóvember kl. 14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hans, er bent á reikning Kvenfélagsins Eyglóar
nr. 0182-05-690, kt.: 571188-1399.
Ásta Sveinbjörnsdóttir,
Jón Kristinn Guðjónsson, Linda Bára Finnbogadóttir,
Hanna Valdís Guðjónsdóttir,
Guðmundur Ingi Guðjónsson, Bryndís Hrund Brynjólfsdóttir,
Svanhildur Ósk Guðjónsdóttir,
systkini og fjölskyldur.
Ástkæri vinur okkar, faðir, tengdafaðir, sonur
og afi,
JÓN STEFÁNSSON,
Götu,
Hrunamannahreppi,
lést sunnudaginn 31. október.
Útförin verður auglýst síðar.
Ólöf Guðnadóttir,
Lilja Björg Jónsdóttir, Guðni Þór Valþórsson,
María Jónsdóttir, Eymundur Sigurðsson,
Ágúst Scheving Jónsson, Hildur Gylfadóttir,
Stefán Scheving Kristjánsson,
Ágústa Sigurdórsdóttir
og barnabarn.
Elskulegur eiginmaður minn,
SIGTRYGGUR ÓLAFSSON,
Skarðshlíð 27c,
Akureyri,
lést þriðjudaginn 2. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Kristín Stefánsdóttir.
LOUISE BAKER INDRIÐASON
frá Héðinshöfða,
sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
föstudaginn 29. október sl., verður jarðsungin
frá Húsavíkurkirkju mánudaginn 8. nóvember
kl. 14.00.
Aðstandendur.