Morgunblaðið - 04.11.2004, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ásgeir Guð-mundsson fædd-
ist í Reykjavík 19.
febrúar 1926. Hann
lést 22. október síð-
astliðinn. Hann var
sonur hjónanna Guð-
mundar Jónssonar
skrifstofumanns, f.
14.10. 1893, d. 31.12.
1947, og Kristínar
Margrétar Jónsdótt-
ur, f. 8.11. 1900, d.
20.5. 1927. Alsystkini
Ásgeirs eru: 1) Jón, f.
5.5. 1922, d. 7.10.
2000, 2) Eysteinn, f.
5.8. 1923 og 3) Kristín, f. 29.4. 1927.
Hálfsystkini Ásgeirs, samfeðra,
eru: 4) Sigríður Ósk, f. 1.10. 1930,
5) Ólafur, f. 16.10. 1931, d. 4.2.
17.6. 1977, maki Eyrún Eiðsdóttir,
f. 22.3. 1977, börn þeirra eru Steinn
Andri Viðarsson, f. 21.12. 1995,
Hjördís María, f. 25.10. 2002, og
Ingibjörg Svana, f. 16.6. 2004. b) Jó-
hanna, f. 1.5. 1982, maki Hörður
Birgisson, f. 22.8. 1982. c) Ásta, f.
20.11. 1991. 2) Guðmundur, f. 9.7.
1958, maki Kristbjörg Baldursdótt-
ir, f. 11.9. 1957. Börn þeirra eru
Baldur Már, f. 25.2. 1983, Ástrós, f.
4.9. 1987, og Smári Nikulás, f. 16.2.
1995. 3) Þorsteinn, f. 28.11. 1963,
maki Oddný Hildur Sigurþórsdótt-
ir, f. 18.1. 1965. Börn þeirra eru
Þóra, f. 6.7. 1984, d. 7.7. 1984, Yrsa
Örk, f. 16.6. 1985, Salka, f. 8.6.
1989, og Jóhanna Embla, f. 11.10.
1995.
Ásgeir lærði málaraiðn hjá Ing-
þóri Sigurbjörnssyni á Selfossi. Út-
skrifaðist sem málarameistari og
starfaði sjálfstætt allan sinn starfs-
feril við þá iðn.
Útför Ásgeirs fer fram frá Frí-
kirkjunni í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
1978, 6) Árni, f. 20.11.
1933, d. 4.6. 1999, 7)
Ólína, f. 21.5. 1938 og
8) Sigurður, f. 7.2.
1940, d. 13.8. 1971.
Ásgeir kvæntist
31.12. 1955 Jóhönnu
Þorsteinsdóttur, f. 3.5.
1929. Foreldrar henn-
ar voru Margrét Ingi-
björg Geirmundsdótt-
ir, f. 26.10. 1899, d.
15.2. 1976, og Þor-
steinn Sigfússon bóndi
á Sandbrekku í Hjalta-
staðaþinghá, f. 29.9.
1898, d. 25.2. 1986.
Börn þeirra Ásgeirs og Jóhönnu
eru: 1) Ingibjörg, f. 2.3. 1956, maki
Vilhjálmur Ari Arason 27.4. 1956.
Börn þeirra eru: a) Ásgeir Snær, f.
Menn skyldu varast að halda að þeir viti
nú alla skapaða hluti þó þeir hafi lesið
eitthvert slángur af bókum því sannleik-
urinn er ekki í bókum, og ekki einu sinni
í góðum bókum, heldur í mönnum sem
hafa gott hjartalag.
(Halldór Laxness.)
Þorsteinn Ásgeirsson.
Ég vil minnast tengdaföður míns
Ásgeirs Guðmundssonar, með
nokkrum þakklætisorðum. Fyrst og
síðast vil ég þakka honum að hafa
verið mér einstaklega góður
tengdafaðir og börnum mínum frá-
bær afi, jafnframt að hafa verið
börnum sínum góður faðir og góður
eiginmaður tengdamóður minnar
Jóhönnu. Á betra varð ekki kosið.
Hann var mér einstakur trúnaðar-
vinur í meira en þrjá áratugi sem
alltaf var jafngott að leita til og
aldrei bar skugga á. Alltaf tilbúinn
til viðræðna og lét sér ekkert
mannlegt óviðkomandi og var skoð-
anafastur.
Við í fjölskyldunni treystum
manna best minni hans þegar eitt-
hvað bar á góma sem menn voru
ekki vissir með að muna rétt svo og
var hann viskubrunnur um flest
sem tengdist sögu þjóðarinnar á
þessari öld og ekki var hann verri í
landafræðinni.
Ásgeir var afburða hjálpsamur
þegar taka þurfti til hendinni ein-
hvers staðar í fjölskyldunni og ófá
skiptin sem hann tók upp pensilinn
og rúlluna þegar einhvers staðar
þurfti að mála eins og hjá syni mín-
um fyrir tæpum tveimur árum og
ég sjálfur fjarverandi úti á landi.
Hann var mjög félagssinnaður og
mannblendinn hvar sem hann kom
og því ekki að undra að hann þurfti
að koma þeirri orku og hæfileikum
frá sér sem hann gerði í félagsskap
með Oddfellowum. Þar veit ég að
hann var mjög vel liðinn og gegndi
mörgum trúnaðarstörfum. Hann
hafði mikinn áhuga á íþróttum og
þá sérstaklega fótbolta sem hann
hafði yndi af að horfa á, sérstaklega
síðustu árin þegar starfsþrekið var
farið að þverra. Hann var eitilharð-
ur Framari.
Ég þakka guði og læknavísind-
unum fyrir að hafa gefið honum
aukalíf eftir að hjartað hans gaf sig
fyrir rúmum áratug en þá gekkst
hann undir erfiða hjartaaðgerð. Ár-
anna á eftir naut hann á einstak-
lega innihaldsríkan hátt á hlýju
heimili sínu samvistum með Jó-
hönnu í Fannafoldinni. Ég þakka
Jóni Högnasyni hjartalækni fyrir
að hafa fylgst með hjartanu hans
brothætta síðan. Ég þakka Ásgeiri
fyrir að hafa verið fjölskyldunni
allri ættarhöfðingi sem gott var
heim að sækja fram á síðasta dag,
hvernig sem á stóð. Alltaf veitingar
á borð bornar og hann gaf sér tíma
til að spjalla. Frábærastur var þó
Ásgeir sem afi barnabarna sinna
tíu. Þau bókstaflega dýrkuðu hann
öll en þau yngstu fengu alltaf for-
gang á athygli hans hvar og hve-
nær sem var.
Þakka þér, Ásgeir minn, fyrir að
hafa verið mér fyrirmynd í flestu
sem prýtt getur góðan mann, betri
læriföður er ekki hægt að finna. Ég
vona að ég eigi eftir að standast
væntingar sem þú gerir til mín á
móti.
Þinn tengdasonur
Vilhjálmur Ari Arason.
Minn elskulegi tengdapabbi er
dáinn. Við lögðum upp í helgarferð
til Kaupmannahafnar sem átti að
vera öllum til gleði og ánægju. En
eins og hendi væri veifað fórst þú í
lengri ferð, ferð sem við öll munum
á endanum fara.
En þrátt fyrir þessa vitneskju er
það alltaf svo óendanlega sárt að
kveðja.
Þú varst albesti tengdapabbi sem
ég gat fengið. Ég er búin að þekkja
þig nánast alla mína ævi, því ung að
aldri kynntist ég Dodda syni þínum,
og það má segja að þið Jóhanna
hafið ekki bara eignast tengdadótt-
ur, heldur líka táning sem bættist
við fjölskyldu ykkar. Þið reyndust
okkur unga fólkinu vel, og leið-
beinduð okkur í gegnum lífið á
þann máta að allir englar himinsins
hafa fylgst stoltir með. Þú tengda-
pabbi varst í raun alltaf tímalaus
hvað aldur varðar. Þú kunnir að
gleðjast á góðum stundum með
börnunum þínum, umbarst ung-
lingana okkar og skildir manna best
litla fólkið í fjölskyldunni. Alltaf
varst það þú sem gast sett þig í
spor annarra sem urðu á vegi þín-
um, aldrei dæmdir þú neinn heldur
reyndir að gera gott úr öllu þannig
að allir gætu unað vel við sitt. Guð
hefur fengið til sín þann allra besta
sáttasemjara sem mannkynið hefur
átt. Um þig á ég bara góðar minn-
ingar, minningar um hjartahlýjan
og kærleiksfullan tengdapabba.
Tryggðina við börnin þín, barna-
börn og tengdabörn ætla ég að hafa
sem mitt veganesti í lífinu, og ég
þakka fyrir þá gæfu að hafa þekkt
þig. Hafðu þökk fyrir allt elsku
tengdapabbi minn.
Þín tengdadóttir
Oddný Hildur Sigurþórsdóttir.
Elsku afi, það tekur mig sárt að
þurfa að setjast niður og skrifa
minningargrein um þig núna, en
þegar ég hugsa til baka á ég ekkert
annað en yndislegar minningar sem
geta varla annað en komið mér til
að brosa. Ég man frá því ég var
pínulítil í bangsaleik með þér við
ljónið, alla leikina sem þú komst til
að horfa á mig í fótboltanum og all-
ar sögurnar sem þú hefur sagt mér
frá sjálfum þér þegar þú varst ung-
ur. Þú kenndir mér mikið og þá
sérstaklega alla þessa þolinmæði,
umbyrðarlyndi og gæsku sem þú
sýndir öllum þeim sem að þér
komu. Þinn faðmur var opinn öll-
um.
Afi minn er besti maður sem ég
hef kynnst.
Ég sakna þín.
Yrsa Örk.
ÁSGEIR
GUÐMUNDSSON
Fleiri minningargreinar um Ás-
geir Guðmundsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga. Höfundar eru: Ragnhildur
Karlsdóttir og Guðmundur M. Sig-
urðsson, Jóhanna Vilhjálmsdóttir.
✝ Halldóra Júlíus-dóttir fæddist í
Hítarnesi 29. maí
1920. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 23. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Júlíus Jónsson,
f. 23. júlí 1885, d.
16. ágúst 1975, og
Kristín Stefánsdótt-
ir, f. 29. maí 1891, d.
31. desember 1958.
Systkini Halldóru
eru Þorvarður, f.
30. júlí 1913, d. 20.
nóvember 1991, Lovísa, f. 12.
september 1914, Stefán Halldór,
f. 26. september 1915, d. 9. des-
ember 1980, Jón, f. 8. apríl 1917,
d. 11. maí 1917, Jón Valberg, f.
18. ágúst 1918, Valtýr, f. 15.
mars 1923, d. 26. apríl 2003,
Laufey, f. 8. maí 1925, Unnur, f.
25 apríl 1928, Aðalsteinn, f. 2.
september 1931, d. 8. febrúar
1959, Páll, f. 20. desember 1934,
d. 9. desember 1987.
Hinn 20. desember 1959 gift-
ist Halldóra Magnúsi Finnboga-
syni, f. 5. október 1927. Börn
þeirra eru: 1) Hafliði, f. 20. júní
1958, kvæntur Svanhildi Agn-
arsdóttur, f. 1. nóvember 1958,
börn þeirra eru
Halldór Rúnar, f.
30. maí 1985,
Hrafnhildur, f. 18.
júní 1989, og Guð-
mundur Örn, f. 26.
apríl 2001. 2) Krist-
ín, f. 1. nóvember
1964, d. 2. nóvem-
ber 1964. Fyrir átti
Magnús tvær dæt-
ur.
Fram eftir vann
Halldóra á ýmsum
stöðum á veturna
við þjónustustörf en
á sumrin dvaldist
hún í Hítarnesi og vann við bú-
skapinn bæði innandyra og ut-
an. Eftir að hún giftist fluttist
hún alfarið til Reykjavíkur,
fyrst á Laugaveginn í stuttan
tíma, en síðan í Heima- og Voga-
hverfið þar sem hún bjó í 44 ár.
Frá þeim tíma starfaði hún við
saumaskap og sölumennsku
meðan heilsan leyfði. Halldóra
var virk í félagsmálum bæði í
Kvenfélagi styrktarfélags lam-
aðra og fatlaðra og Kvenfélagi
Langholtskirkju þar sem hún
var meðal annars í stjórn.
Útför Halldóru verður gerð
frá Langholtskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Þér kæra sendir kveðju
með kvöldstjörnunni blá.
Það hjarta, sem þú átt,
en sem er svo langt þér frá,
þar mætast okkar augu,
þótt ei oftar sjáumst hér.
Ó, Guð minn ávallt gæti þín,
ég gleymi aldrei þér.
(Bjarni Þorsteinsson.)
Magnús Finnbogason.
Móðir mín, ég á svo erfitt með að
sætta mig við að þú sért farin. Þrátt
fyrir erfið veikindi þá hélt maður
alltaf í vonina.
Sem barn man ég eftir að við vor-
um oft í Hítarnesi á sumrin. Þar leið
þér greinilega vel, enda varstu alltaf
með mjög sterkar rætur þar. Aldrei
leið þér betur en þegar þú varst á
kafi í hvort sem var inni- eða útiverk-
um. Ég smágutti, á vappi í kringum
þig. Þó mikið væri að gera, þá hafðir
þú samt alltaf stund fyrir mig til að
sýna mér allt í sveitinni, segja mér
sögur og svara óteljandi spurningum
sem dundu á þér. Þú kenndir mér
svo margt, kenndir mér að meta það
sem ég á, ég gat ekki fengið betri
leiðsögn fyrir lífið en frá þér. Heima í
Reykjavík vannst þú líka mikið, ég
man eftir að ég öfundaði oft vini
mína sem höfðu mömmur sínar
heima hjá sér allan daginn. Þegar
barnabörnin komu tókstu þeim fagn-
andi hendi og varst alltaf svo góð við
þau. Alltaf áttu þau vísan stað hjá
þér.
Síðasta ár var erfitt hjá þér, en
það hjálpaði mikið hve margir voru
góðir og tilbúnir að hjálpa til. Sér-
stakar þakkir vil ég færa göngudeild
Landspítalans Landakoti, göngu-
deild Eirar og deild A7 á Landspít-
alanum Fossvogi. Þarna voru margir
sem sýndu þér mikla umhyggju og
hlýju og eiga fyrir það skilið góðar
þakkir.
Þakka þér fyrir allt og hvíl í friði.
Hafliði.
Amma í Gnoðarvogi eins og við
kölluðum hana lést hinn 23. október
sl. 84 ára að aldri. Kveðjum við hana
með hryggð í hjarta og minnumst
allra þeirra stunda er við áttum sam-
an.
Á hverju einasta ári síðan við
munum eftir okkur hafið þið afi hald-
ið upp á jólin með okkur. Eigum við
margar góðar minningar frá jólun-
um. Man ég (Halldór) sérstaklega
eftir þegar ég var um fimm ára gam-
all og orðinn óþolinmóður að komast
í pakkana að ég spurði ömmu „af
hverju borðar þú svona mikið
amma“? því ekki mátti opna pakkana
fyrr en búið var að borða. Var mikið
hlegið að þessu næstu jólin. Erfitt er
að trúa því að næstu jól munt þú ekki
vera með okkur.
Alltaf var gott að koma í heimsókn
til ykkar afa. Alltaf varstu tilbúin
með eitthvað gómsætt handa okkur
og stjanaðir í kringum okkur með
bros á vör.
Elsku amma, komið er að kveðju-
stund. Við þökkum þér allar þær
samverustundir sem við höfum átt,
við munum sakna þín og minnast þín
með ást. Við biðjum guð að varðveita
þig, eins og við munum í hjarta okk-
ar.
Halldór Rúnar og Hrafnhildur.
Elsku Dóra.
Langt er síðan þú varst frænkan í
sveitinni hjá ömmu og afa, þú varst
þessi þolinmóða frænka sem kenndir
og huggaðir, þú áttir alltaf stund fyr-
ir okkur börnin. Tilfinningabönd
systkinanna frá Hítarnesi, barna
Kristínar Stefánsdóttur og Júlíusar
Jónssonar, eru svo sterk og ég hef
verið svo heppin að njóta þeirra.
Sem barn var ég hjá ömmu og afa á
sumrin og þá var gott að nokkur
systkinanna voru heima, t.d. Dóra,
Páll og Aðalsteinn sem báðir eru
farnir langt um aldur fram.
Að njóta þolinmæði, fræðslu og
hlýju frá þér góða frænka hefur ver-
ið gott vegarnesti í lífinu.
Svo fluttir þú til Reykjavíkur og
alltaf var gott að hitta þig, en þú
varst mjög viljug að sinna stórfjöl-
skyldunni, bæði með boðum og heim-
sóknum. Jólaboðin þín voru fjölsetin,
bæði kaffi- og matarboð, þar hitt-
umst við oft og bárum saman bækur
okkar.
En allt hefur sinn tíma og nú hefur
þú lagt augun aftur og ég þakka þér
fyrir allt.
Samúðarkveðja til fjölskyldu þinn-
ar.
Guðrún Magnúsdóttir.
HALLDÓRA
JÚLÍUSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar um Hall-
dóru Júlíusdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Höfundar eru: Kristín Stefáns-
dóttir.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Minningar-
greinar
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
INGIBJÖRG LÚÐVÍKSDÓTTIR,
Smáragrund 15,
Sauðárkróki,
sem andaðist mánudaginn 25. október, verður
jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn
6. nóvember kl. 14.00.
Stefán Birgir Pedersen,
Árni Ragnar Stefánsson, Ása Dóra Konráðsdóttir,
Olgeir Ingi og Hólmar Smári Árnasynir.
JAKOBÍNA ÁSKELSDÓTTIR,
Hólmavík,
sem lést laugardaginn 30. október, verður
jarðsungin frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn
6. nóvember kl. 14.00.
Áshildur Vilhjálmsdóttir, Halldór D. Gunnarsson,
Sigurður Vilhjálmsson, Aðalheiður Ragnarsdóttir,
Svanhildur Vilhjálmsdóttir, Jón E. Alfreðsson,
Sóley Vilhjálmsdóttir, Arnór Grímsson,
Jón Vilhjálmsson, Svanhildur Jónsdóttir,
Áskell Vilhjálmsson, Magnea Símonardóttir
og barnabörn.