Morgunblaðið - 04.11.2004, Page 37

Morgunblaðið - 04.11.2004, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2004 37 FRÉTTIR Sími 533 4040 Fax 533 4041 Ármúla 21 • Reykjavík kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA jöreign ehf Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17. 2JA HERBERGJA VESTURBÆR/SEILUGRANDI: Falleg og snyrtileg 2ja herb. íbúð á jarðhæð með sérgarði. Stærð um 52,0 fm. Ljóst parket á gólfum. Hús og sameign í góðu ástandi. LAUS STRAX. Verð 11,5 millj. Nr. 4090 3JA HERBERGJA SAFAMÝRI - M/BÍLSKÚR: Falleg og mikið endurnýjuð 3ja herb. íbúð á 2. hæð ásamt bílskúr. Frábær staðsetning. Fallegar innréttingar og parket á gólfum. Hús og sameign í góðu ástandi. Verð 15,5 millj. 4RA HERBERGJA AFLAGRANDI: Glæsileg og vönduð 122,0 fm íbúð á 3. hæð, efstu, í litlu fjölbýli. Sérinngangur af svölum. Vandaðar innréttingar. Björt íbúð. Stórar suðursvalir. Verð 24,7 millj. Nr. 3957 SÉRHÆÐIR SELTJARNARNES Falleg efri sér- hæð um 178,0 fm og sérbyggður bílskúr um 30,0 fm Fjögur góð svefnherbergi og rúmgóðar stofur. Parket og flísar á góflum. Bílskúr. NR. 3888 SÉRHÆÐIR GRÆNAHLÍÐ m/bílskúr. Efsta hæð í fjórbýli Íbúð 148,2 fm. og bílskúr 36,3 fm. Tvennar svalir. Hús í góu ástandi. Nýtt gler og gluggar að hluta. Sér þvottahús í íbúð. Útsýni. Verð 26,5 millj. nr. 5000 ÓÐINSGATA - RISÍBÚÐ Í TVÍBÝLI Vorum að fá rúmlega 62 fm risíbúð á þessum vinsæla stað. Góð lofthæð. Hús er steinsteypt. Ágæt suðurlóð. Geymsluskúr á lóðinni. Þvottaaðstaða í forstofu. Verð 11,5 millj. Nr. 5003. Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Prag í nóvem- ber. Þú getur farið til þessarar fegurstu borg Evrópu á einstökum kjör- um. Þú getur valið um úrval góðra hótel í hjarta Prag og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í Prag allan tímann. Munið Mastercard ferðaávísunina Prag frá kr. 9.990 15. nóvember Verð kr. 9.990 Flugsæti til Prag. Önnur leiðin 15.nóv. Netverð. Hótelverð - kr. 3.400.- Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi, hótel Ilf, pr. nótt með morgunmat. Ragnheiður Nielsen og Hjördís Sigurjónsdóttir Íslandsmeist- arar í kvennaflokki Mótið fór fram um síðustu helgi með þátttöku 18 para, sem er nokkuð minni þátttaka en undanfarin ár og var bridgekvenna af landsbyggðinni sárt saknað. Ragnheiður Nielsen og Hjördís Sigurjónsdóttir urðu Íslandsmeist- arar í tvímenning kvenna 2004. Þetta er fyrsta skipti sem þær báðar vinna þennan titil og voru þær vel að hon- um komnar, enda leiddu þær allan seinni helming mótsins. Elín Jó- hannsdóttir og Hertha Þorsteins- dóttir urðu í 2. sæti en þær leiddu mótið fyrripartinn. Lokastaðan: Hjördís Sigurjónsd.- Ragnh. Nielsen 118 Elín Jóhannsd. - Hertha Þorsteinsd. 87 Kristjana Steingrd. - Guðrún Jóhannesd. 69 Erla Sigurjónsdóttir - Dóra Axelsdóttir 53 Soffía Daníelsd. - Hrafnhildur Skúlad. 45 Dröfn Guðmundsd. - Hrund Einarsdóttir 43 Alda Guðnad. - Grethe Iversen 41 Ragnheiður Nielsen og Hjördís Sigurjónsdóttir sigruðu á Íslandsmótinu í tvímenningi sem fram fór um sl. helgi. Með þeim á myndinni er Kristján B. Snorrason, forseti Bridssambandsins, en hann afhenti verðlaunin í mótslok. Gullsmárabrids Eftir 8 umferðir í sveitakeppni Bridsdeildar FEBK Gullsmára er staða efstu sveita þessi: Sv. Guðjóns Ottóssonar 157 Sv. Einars Markússonar 147 Sv. Ara Þórðarsonar 140 Sv. Hlaðgerðar Snæbjörnsd. 133 Níunda og 10. umferð verða spil- aðar fimmtudaginn 4. nóvember kl. 12.45. Bridsfélag Selfoss og nágrennis Fimmtudaginn 28. október hófst spilamennska í Málarabutlernum. Þetta skemmtilega mót er tvímenn- ingur, en útreikningur er á sveita- keppnisformi. Þessi pör skoruðu mest fyrsta kvöldið: Harpa F. Ingólfsd. – Þórður Sigurðsson 41 Gísli Hauksson – Magnús Guðmss. 37 Grímur Magnúss. – Sigurður Vilhjálmss. 33 Brynjólfur Gestss. – Guðm. Theodórss. 27 Garðar Garðarss. – Gunnar Þórðarson 22 Nánar má finna um gang mála á heimasíðu félagsins www.bridge.is/ fel/selfoss. Mótinu verður haldið áfram næstkomandi fimmtudag, 4. nóvem- ber, í Tryggvaskála kl. 19.30. Norðurlandsmót í sveitakeppni Norðurlandsmót í sveitakeppni verður haldið á Akureyri 6.–7. nóv- ember. Spilað verður í Verslunarmið- stöðinni Sunnuhlíð (fyrrv. starfs- mannasal KEA, í kjallara, gengið inn að sunnan). Spilamennska hefst stundvíslega kl. 10.30 bæði laug- ardag og sunnudag og lýkur um kl. 20 fyrri daginn og um kl. 17.30 þann seinni. Verðlaun eru fyrir þrjú efstu sætin og spilað er um silfurstig. Keppnisgjald 11.000 kr. á sveit. Kaffi, te og djús innifalið. Þátttaka tilkynnist fyrir kl. 19 á fimmtudag Stefáni Vilhjálmssyni, sími 898 4475 og 462 2468 (á kvöld- in) og Ásgrími Sigurbjörnssyni, heimasími 453 5030. Vinsamlega kynnið þetta á spila- kvöldum nú í vikunni og við sjáum hvort ekki verður spilafært. Hvetj- um spilara kröftuglega til að mæta. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson WWW.FEMIN.IS er að gefa þung- uðum konum og nýbökuðum mæðr- um barnaboxið. Barnaboxið inniheldur m.a. sýn- ishorn af bleium, brjóstakremi, þvottaefni fyrir barnið, lekahlífar og snuð. Konurnar þurfa aðeins að skrá sig á www.femin.is og nálgast svo barnaboxið sér að kostn- aðarlausu í barnavöruverslunina Fífu eða valið að fá barnaboxið sent til sín gegn póstburðargjaldi. Einn- ig er hægt að senda fyrirspurnir um barnaboxið á netfangið barna- box@femin.is. Nú þegar hafa rúmlega 1.000 verðandi eða nýbakaðar mæður fengið barnabox frá femin.is, segir í fréttatilkynningu. Femin.is gefur barnaboxið Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) og læknadeild Háskóla Ís- lands hafa skrifað undir samkomu- lag um rannsóknarverkefni tveggja íslenskra læknanema árið 2005 í tengslum við framkvæmdir og þjálf- unarverkefni í heilbrigðismálum, sem ÞSSÍ hefur umsjón með í Monk- ey Bay í Malaví. Læknanemarnir munu dveljast í Malaví við rannsóknir og gagnaöflun í 1–2 mánuði á vormisseri á næsta ári og vinna síðan á Íslandi við úrvinnslu rannsóknanna og samningu ritgerða um rannsóknarverkefni sín. Undir samninginn skrifuðu Sig- hvatur Björgvinsson framkvæmda- stjóri fyrir hönd ÞSSÍ og Páll Skúla- son rektor og Stefán B. Sigurðsson, forseti læknadeildar, af hálfu Há- skóla Íslands. ÞSSÍ hefur umsjón með tvíhliða þróunarsamvinnu milli Íslands og Malaví og er stærsta verkefni stofn- unarinnar uppbygging heilsugæslu í Monkey Bay héraði. Tilgangur verk- efnis læknanemanna er að skoða fæðingarhjálp á heilsugæslustöðvum á svæðinu. Gagnaöflun á því sviði er afar mikilvæg og geta rannsóknar- niðurstöður aukið skilvirkni þeirrar þróunaraðstoðar sem ÞSSÍ veitir í Monkey Bay. Íslenskir læknanemar til rannsóknarstarfa í Malaví Á ÞRIÐJA þúsund manns hefur tekið þátt í undirskriftasöfnun stúdentaráðs þar sem háskólaráð er hvatt til að samþykkja tillögu stúdenta um að leggja átta millj- ónir til kvöldafgreiðslutíma Þjóð- arbókhlöðunnar. Nemendur skól- ans geta skráð sig í undirskrifta- söfnunina á www.student.is. Undirskriftasöfnunin fór af stað um helgina og stendur fram á fimmtudagsmorgun en síðar um daginn verður fundur í háskólaráði þar sem tekin verður afstaða til til- lögu stúdenta, segir í fréttatilkynn- ingu. Skólayfirvöld ákvaðu fyrr á árinu að veita ekki fé til þess að hafa safnið opið á kvöldin eins og gert hafði verið. Bókhlaðan var áð- ur opin til klukkan 22 en frá og með september er henni lokað klukkan 19 alla virka daga nema miðvikudaga en þá er lokað klukk- an 22. Afgreiðslutími safnsins um helgar var auk þess skertur. Upphaflega nam fjárveiting til að hafa opið á kvöldin 15 milljónum króna en eftir að hagrætt hefur verið í rekstri safnsins er sú upp- hæð komin niður í 8 milljónir. Há- skólaráð er æðsti ákvörðunaraðili innan skólans og sitja tíu manns í ráðinu. Krefjast rýmri afgreiðslutíma Stúdentaráð HÍ HJÚKRUNARÞING verður haldið á morgun, en á þessu ári eru 85 ár liðin frá því að hjúkrunarfræðingar komu saman og stofnuðu sérstakt fé- lag. Yfirskrift Hjúkrunar- þingsins er Hjúkrun – hvert stefnir? Á hjúkrunarþingum er fjallað um stefnu félagsins í faglegum málefnum hjúkrunar og er opið öllum hjúkrunar- fræðingum. Dagskráin er samsett af framsöguerindum, hópvinnu og pallborðsumræðum og munu Jón Kristjánsson heil- brigðis- og tryggingaráðherra og Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, ávarpa þingið. Í hópunum verður m.a. rætt um öryggi sjúklinga, kostnað- arhlutdeild sjúklinga í heil- brigðisþjónustunni og hlutverk hjúkrunarfræðinga í síbreyti- legu umhverfi. Dagskrá þingsins er að finna í Tímariti hjúkrunar- fræðinga og á heimasíðu fé- lagsins, www.hjukrun.is, og þar er einnig hægt að skrá þátttöku. Þingið verður haldið á morgun, föstudag, á Kaffi Reykjavík kl. 9.00–16.30 og er það opið öllum hjúkrunarfræð- ingum. Hjúkrunar- þing á afmælisári

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.