Morgunblaðið - 04.11.2004, Síða 38
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Risaeðlugrín
© DARGAUD
ÉG ER AÐ SPARA PENING
MEÐ ÞVÍ AÐ KLIPPA SJÁLFUR
Á MÉR HÁRIÐ
ÞÚ HLÝTUR AÐ VERA AÐ
SPARA MILLJÓNIR
ÞÚ?
ÁTT ÞÚ JÖRÐINA ÞAR SEM
ÞAÐ Á AÐ BYGGJA NÝJA
FLUGVÖLLINN?
EN AF HVERJU VILTU EKKI
SELJA? ÞEIR ÞURFA Á LAND-
INU AÐ HALDA! HVAÐ GETUR
ÞÚ SVO SEM GERT VIÐ ÞAÐ?
VERNDARSVÆÐI
FYRIR FUGLA...
?
HEFUR ÞÚ KYSST STELPU
HOBBES?
JÁ, ÆTLI
ÞAÐ EKKI HVERNIG
ER ÞAÐ
EIGINLEGA?
EINHVERN
VEGINN SVONA
AÐ VONA AÐ
ÞAÐ YRÐI EKKI
SVONA LOÐIÐ
ÉG VAR
framhald ...
Dagbók
Í dag er fimmtudagur 4. nóvember, 309. dagur ársins 2004
Víkverji er ekki mik-ið fyrir að fara í
verslunarmiðstöðvar,
fyllist ævinlega óskilj-
anlegri þreytu þegar
hann kemur í slíka
staði og þegar hann
lítur yfir sviðið og sér
fólk í taumlausum
neysluham missir
hann einhvern veginn
trúna á mannskepn-
una, finnst hann ekki
lifa á réttum tíma eða
á réttum stað. Og
bölvar því í hljóði að
kvótinn hafi verið
seldur af ættarjörð-
inni þar sem Víkverji hefði getað
gerst bóndi fjarri ys og þys borg-
arinnar, engum öðrum háður nema
sjálfum sér – og kannski fram-
leiðslu- og skógræktarstyrkjum hins
opinbera. Þarna hefði Víkverji getað
lifað sæll og sáttur í bláum vinnu-
samfestingi, hlustað á gömlu gufuna
og lesið bækur á síðkvöldum með
mjólkurglas í annarri og matarkex í
hinni hendinni.
x x x
En nú hefur Víkverji gleymt sér ídraumórum, leiðin liggur ekki út
á land í bláan samfesting og sveita-
sæluna heldur þvert á móti í firring-
una í verslunarmiðstöð
á höfuðborgarsvæð-
inu, þar sem fólk
þveitist á milli versl-
ana og fær sér ham-
borgara og kók til þess
að fá orku til þess að
halda áfram að versla.
Víkverji, sem að upp-
lagi og stofni er frekar
neikvæður, þunglynd-
islegur og félagslega
óhæfur einstaklingur,
neyddist til þess að
leggja leið sína í
Smáralind á dögunum
til að kaupa gjöf sem
ekki varð hjá því kom-
ist að gefa. Víkverji hafði dóttur sína
með í för sér til halds og trausts
enda bjargarlaus á þessu sviði.
Eins og mönnum er kunnugt lifum
við á tímum krafna um botnlausa já-
kvæðni og að sjálfsögðu vill Víkverji
ekki skorast undan kalli tímans.
Hann bjóst nú við að þurfa að kaupa
líka gjafapappír og borða til að festa
utan um gjafapakkann en komst þá
að því sér til ánægju að við þjónustu-
borðið á neðri hæðinni í Smáralind
er sérstakt borð með nóg af gjafa-
pappír, gylltum borðum og öllum
græjum til slíkra verka – og allt
saman ókeypis. Afbragðs framtak,
hugsaði Víkverji með sér.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Þjóðleikhúsið | Leikararnir Kristján Ingimarsson og Paulo Nani sýna í
kvöld kl. 20, á stóra sviði Þjóðleikhússins, leikverk án orða sem nefnist Listin
að deyja. Verkið fjallar um tvo gamanleikara sem frétta að annar þeirra sé
dauðvona og þau áhrif sem þær fréttir hafa á samband þeirra jafnt á sviðinu
og utan þess. Fjallar verkið þannig á vissan hátt meira um lífið en dauðann.
Þeir félagar búa í Danmörku en hafa ferðast um heiminn með sýninguna
undanfarið eitt og hálft ár.
Morgunblaðið/ÞÖK
Lífið í dauðanum
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Þér hafið tekið á móti Kristi, Drottni Jesú. Lifið því í honum. (Kól. 2, 6.)