Morgunblaðið - 04.11.2004, Side 39

Morgunblaðið - 04.11.2004, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2004 39 DAGBÓK Samviskuraddir! HVAÐ er að? Valdamenn og valda- konur þessa lands þjást alvarlega af afneitun eða að þau einfaldlega „meika“ ekki að horfast í augu við mörg gríðarlega mikilvæg málefni að mati margra okkar smáborgara. Er bara allt í lagi að byggja vegi, hringtorg, perlur o.fl. byggingar á kostnað okkar skattborgara? Einnig hefur verið umræða um að lækka skatta í haust en ráðamenn geta ekki fengið það af sér að hækka laun kennara sem eru sumir hverjir með 135–165 þús. á mánuði. Halda ráðamenn virkilega að þessi pening- ur endist kennurum mánuðinn út? Í einu af dýrustu löndum heims! Ja, kannski ef þeir versla eingöngu í Bónus, eru ekki að borga skuldir fyrir meira en 10.000 kall á mánuði, borga leigu, bílinn, fyrir krakkana og leyfa sér svo ekkert eins og fata- kaup eða hvers kyns þægindi sem auðugur maður myndi ekki hugsa sig tvisvar um að gera. Hvað er ríkisstjórnin með í laun? Það þarf að kunna að forgangs- raða, þ.e.a.s. ef maður situr í ríkis- stjórn. Hei, það er nú búið að semja við sjómenn!? Unnur Brynjólfsdóttir. Vantar svæði til útivistar Í MORGUNBLAÐINU mánudag- inn 1. nóvember var mynd á bls. 14 af MS-félögum í gönguferð en þeir búa við Sléttuveg. Við Sléttuveginn býr fjöldi manns, bæði fatlað fólk og eldri borgarar. Nú á að fara að byggja 70 íbúða hús á opnu svæði fyrir ofan Sléttuveginn og þá eykst umferðin á þessu svæði. Hvert á fólk þá að fara þegar það vill fara út og hreyfa sig? Það er ekki mikil aðstaða á þessu svæði til útivistar. Við höfum nokkur reynt að kvarta undan þessu skipulagi og því að svona há bygging verði reist en ekk- ert er hlustað á okkur. Ásta. Þrjár kisur fást gefins ÞRJÁR ein- staklega fallegar, blíðar, yndislegar og veluppaldar kisur á misjöfnum aldri fást gefins vegna flutnings eigenda. Upplýs- ingar gefur Gunn- laugur í síma 698 0330. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Ungir Íslendingar í ljósi vís-indanna er yfirskrift mál-þings sem hefst í Há-skóla Íslands á morgun kl. 12.45. Að því standa rektor HÍ og umboðsmaður barna, en þar munu vísindamenn og fagfólk af ýmsum fræðasviðum kynna alls fimmtíu og tvö rannsóknarverkefni um hagi og hætti íslenskrar æsku. Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, segir málþingið ætlað öllum sem áhuga hafi á málefnum barna og unglinga og vilji eiga samræðu við fagfólk og fræðimenn. „Ég tel það mikilsvert og hef ætíð lagt áherslu á að þeir sem vinna að velferð barna og unglinga, á einn eða annan hátt, ræði saman á þverfaglegan hátt,“ segir Þórhildur. „Hér gefst einmitt gott færi á slíkri samræðu milli ólíkra fagstétta, fræðimanna og al- mennings.“ Hvernig er staða barna öðruvísi í nútímasamfélaginu heldur en fyrr á öldum? „Þau umskipti sem hafa orðið á ís- lensku þjóðfélagi á síðustu áratugum hafa að sjálfsögðu gjörbreytt upp- vaxtarskilyrðum barna. Staða barna við upphaf síðustu aldar einkenndist að nokkru leyti af varnarleysi; heil- brigðiskerfið var frumstætt, almenn lífskjör voru bág og þetta bitnaði ekki síst á börnum. Með bættum lífs- skilyrðum hafa kjör barna breyst til hins betra, þ.á m. líkamlegt heil- brigði þeirra og fjárhagslegur að- búnaður. Þær þjóðfélagsumbætur sem áttu sér stað á nýliðinni öld urðu þess valdandi að réttindi barna og unglinga styrktust á marga lund. Nútímanum fylgja hins vegar ýmis áður óþekkt vandamál. Geðrænir sjúkdómar verða stöðugt meira áberandi, átröskun, slys, þyngd barna og hreyfingarleysi svo dæmi séu tekin. Of mörg börn búa við erf- iðleika og ótryggar aðstæður. Hraði og tímaskortur setur æ meira mark á nútímasamfélagið samfara kapp- hlaupi eftir veraldlegum gæðum.“ Hvernig hagnýtast þessar rann- sóknir? „Vísindalegar rannsóknir eru besti grunnur sem byggt verður á til að bæta velferð barna í þjóðfélaginu. Því er mikilvægt að niðurstöður slíkra rannsókna nái eyrum þeirra sem með valdið fara hverju sinni, jafnt á sviði löggjafar sem og stjórn- sýslu. Ég tel afar brýnt að hér á landi verði mótuð opinber heild- arstefna til lengri tíma í málefnum barna og unglinga, en þar skipta nið- urstöður rannsókna á breiðum grundvelli miklu máli og einnig við lagasetningu. Þá má ekki gleyma þeirri þýðingu sem rannsóknir hafa í því að upplýsa og fræða almenning um ýmis mál.“ Í Barnasáttmálanum er gengið út frá því að barn sé sjálfstæður ein- staklingur með eigin hagsmuni, þarf- ir og réttindi. Litið er á æskuna sem sjálfstætt æviskeið með eigið gildi í stað þess að vera fyrst og fremst undirbúningstími fullorðinsáranna. Segja má að með þessu hafi börn loks hlotið viðurkenningu sem borg- arar nútímans í stað þess að vera álitin borgarar morgundagsins.“ Börn | Málþing í HÍ um rannsóknir á stöðu barna og unglinga í samfélaginu Þríhliða samræða mikilsverð  Þórhildur Líndal er fædd í Reykjavík 1951. Hún lauk stúd- entsprófi frá MH 1971 og embættis- prófi í lögfræði við lagadeild HÍ 1977 og öðlaðist hdl. réttindi árið 1989. Þórhildur hefur starfað við ýmis lög- fræðistörf, m.a. sem dómarafulltrúi, yfir- lögfræðingur í félags- málaráðuneyti, deild- arstjóri og lögfræð- ingur hjá forsætis- ráðuneytinu. Þór- hildur var skipuð umboðsmaður barna árið 1995 og endur- skipuð til fimm ára árið 2000. Þórhildur er gift Ei- ríki Tómassyni pró- fessor og eiga þau þrjá syni og tvö barnabörn. Tilboðsmyndatökur Jólamyndatökur Hefðbundnar myndatökur Barnamyndatökur Pantið tímanlega Ljósmyndastofa Kópavogs sími 554 3020 Mynd, Hafnarfirði s. 565 4207 www.ljósmynd.is Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.