Morgunblaðið - 04.11.2004, Síða 40

Morgunblaðið - 04.11.2004, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 vitur, 4 fær, 7 ljósgjafa, 8 nam, 9 álít, 11 rifa, 13 svalt, 14 trylltur, 15 maður, 17 sundum, 20 óhljóð, 22 verkfærið, 23 erfið, 24 hæsi, 25 tíu. Lóðrétt | 1 buxur, 2 kind- ar, 3 hæverska, 4 stórhýsi, 5 gamla, 6 byggt, 10 gufa, 12 illmenni, 13 knæpa, 15 lítil tunna, 16 auðugum, 18 fim, 19 venslamaður, 20 hina, 21 karldýr. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 fjandskap, 8 ríður, 9 dugga, 10 and, 11 afræð, 13 innst, 15 sogar, 18 anker, 21 ónn, 22 keyrt, 23 gands, 24 fiðringur. Lóðrétt | 2 jaðar, 3 nýrað, 4 suddi, 5 augun, 6 örva, 7 falt, 12 æða, 14 nón, 15 sekk, 16 geymi, 17 rótar, 18 angan, 19 kunnu, 20 rósa.  Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Rausnarskapur gagnvart maka og nán- um vinum gerir vart við sig í dag. Eða þá að þeir eru einstaklega gjafmildir við þig. Ætli aðdáunin geri ekki vart við sig á báða bóga. Naut (20. apríl - 20. maí)  Samstarfsmenn þínir eru hressir og hjálpsamir í dag. Vandinn er hins vegar að þú ert ekki í nokkru vinnustuði og vilt helst sitja og láta dæluna ganga. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þetta er frábær dagur fyrir leiki, veislur, ástarævintýri, og glens og grín með smá- fólkinu. Aðstæður eru jafngóðar fyrir fjárfestingar og lánið gæti leikið við þig. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Nýttu daginn til þess að tjá tilfinningar þínar. Bjóddu skyldfólki í heimsókn og hafðu ofan af fyrir félögunum. Taktu fram fjölskyldualbúmið og berðu fram kökur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þetta er mjög góður dagur til þess að skrifa undir samninga og samkomulag við aðra. Ekki gleyma þér samt sem áð- ur, þér hættir til að fara yfir strikið. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Nú er rétti tíminn til þess að þéna pen- inga. Reyndar áttu líka auðvelt með að eyða um þessar mundir, samt sem áður fylgir heppnin þér í fjármálum núna. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Aðstæður fyrir ástarævintýri eru góðar og reyndar eru öll sambönd þín við aðra hlý og innileg í dag. Þú finnur fyrir vel- vild í garð annarra og vilt lyfta þér upp. Allt í lagi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Nýttu daginn til þess að leggja fjölskyld- unni lið. Það er reyndar sjálfsagt mál, en ekki láta tilfinningarnar bera þig ofur- liði. Aumingjagæska er þekkt fyrirbæri. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þér hættir til að vilja fórna þér fyrir aðra í dag og þú tekur þarfir þeirra fram yfir þínar eigin. Ekki samt gleyma þér alveg, þú átt rétt á þér líka. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Fólk lítur þig einstaklega jákvæðum augum í dag. Öfund gæti meira að segja gert vart við sig. Þú talar ekki skýrt í samskiptum við e-n náinn, passaðu þig. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Farðu gætilega í samskiptum við vinnu- félaga og yfirmenn en taktu málefnum sem tengjast ferðalögum, útgáfu og öðr- um menningarheimum með opnum huga. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Nú er lag að þéna smávegis af pening- um, taka á móti gjöfum eða auka fjár- festingar sínar. Það er engu líkara en að alheimurinn skuldi þér, vertu með vas- ana opna. Stjörnuspá Frances Drake Sporðdreki Afmælisbarn dagsins: Fólk dregst að þér því þú hefur persónu- töfra og þykir bæði áhugaverð og hnyttin manneskja. Það veistu reyndar. Þér hætt- ir til að ögra fólki með ummælum þínum og valda uppnámi. Kannski áttu til að stríða öðrum vegna eðlislægrar glettni. Tækifærin bíða þín á næstunni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. c4 Rb6 4. d4 d6 5. exd6 exd6 6. Rc3 Be7 7. Bd3 O-O 8. Rge2 Rc6 9. b3 Bg4 10. Be3 Bh5 11. O-O Bg6 12. He1 He8 13. Dd2 Bf8 14. h3 Re7 15. Rg3 d5 16. c5 Rd7 17. Bxg6 hxg6 18. b4 c6 19. Dd3 b6 20. Bf4 a5 21. a3 axb4 22. axb4 bxc5 23. bxc5 Rf6 24. Be5 Ha5 25. Heb1 Rd7 26. Bf4 Hxa1 27. Hxa1 Rf6 28. Ha7 Rh5 29. Rxh5 gxh5 30. Df3 Rf5 31. Dd3 g6 32. Hc7 He1+ 33. Kh2 Oft glata skákmenn taktískum tæki- færum sem koma upp í skák og getur það skipt sköpum á milli feigs og ófeigs. Í þessu lenti túníski stórmeistarinn Slim Bouaziz (2341) í opnum flokki á Ólympíuskákmótinu en hann hafði svart í stöðunni gegn Weiming Goh (2353). 33... Df6? Svartur hefði unnið eftir 33... Bh6! þar eð biskupinn hvíti getur sig hvergi hrært vegna hróksins á c7 og 34. Dd2 gengur ekki upp vegna 34...Dxc7!. 34. Dd2 He8 35. Re2 De6 36. Rg3 Hc8 37. Hb7 Bg7 38. Rxf5 Dxf5 39. De3 Bf6 40. Bd6 De4 41. Dxe4 dxe4 42. Hb4 He8 43. Bf4 Hd8 44. Bd6 He8 45. d5 cxd5 46. c6 Be7 47. Bxe7 Hxe7 48. Hb7 e3 49. fxe3 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Tónlist Grandrokk | Tónleikar Ames Hickman og Frogsplanet kl. 23. Hafnarborg | Gospelsystur með tónleika sem bera yfirskriftina Banuwa; gráttu ekki, litla stúlka. Gestasöngvari er Andrea Gylfadóttir, en hljómsveit skipa Agnar Már Magnússon á píanó, Snorri Sigurð- arson á trompet, Robert Þórhallsson á bassa, Stefán S. Stefánsson á saxófón og Erik Qvick á slagverk. Háskólabíó | Hljómsveitin Nýdönsk spilar með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórn- andi er Bernharður Wilkinson. Salurinn | Havanaband Tómasar R. Ein- arssonar leikur úrval af latíntónlist Tóm- asar í kvöld kl. 20. Myndlist Gallerí I8 | Kristján Guðmundsson sýnir „Arkitektúr“. Kristján vinnur verk sín í ýmsa miðla og gerir tilraunir með form og aðferðir í myndlist, m.a. með því að leika sér með skynjun á því hvað teikning er. Árskógar 4 | Kristín Andrésdóttir sýnir 20 pastelmyndir. Bækur Bókabúð Máls og menningar | Í dag kem- ur út hjá Máli og menningu BÍTLA- ÁVARPIÐ eftir Einar Má Guðmundsson. Útgáfuhóf verður í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, klukkan 20. Einar Már les, Hljómar taka lagið og 100 kaupendur bókarinnar fá kilju með verk- um Einars. Allir eru hjartanlega velkomn- ir. Skemmtanir Bar 11 | Hljómsveitin Astara heldur út- gáfutónleika á Bar 11 í tilefni Ep-plötunnar þeirra „Alright Alright Alright.“ Tónleik- arnir hefjast kl 21 og með þeim spila Isi- dor. Platan verður til sölu og frítt inn. Café Victor | Trúbadorarnir Basic Souls í kvöld. Kaffi Sólon | Grænn fimmtudagur á Sól- on, Dj Andrés með electronic niðri. Á efri hæð verða Magni og Sævar með party- session á íslenska vísu. Pravda | Sessý & Sjonni bjóða upp á lif- andi tónlist með gítar & söng þar sem leitast er við að mynda þægilega stemn- ingu með tónlistina í fyrirrúmi. www.- sessy.net. Fyrirlestrar Háskóli Íslands | Ástralski bókmennta- fræðingurinn Anne Brewster flytur fyr- irlestur á vegum RIKK í stofu 101 í Odda um skrif ástralskra frumbyggja, einkum kvenna. Anne hefur m.a. sérhæft sig í því hvernig hugmyndir um þjóðerni, alþjóða- menningu, hnattvæðingu og svo fem- ínisma hafa haft áhrif á umræður um og í fyrrverandi nýlendum. Karuna Búddamiðstöð | Friðsæll Hugur er markmiðið með leiddri hugleiðslu hjá Karuna Búddamiðstöð að Ljósvallagötu 10 í hádeginu kl. 12.10. www.karuna.is. Fundir Hótel Loftleiðir | Framhaldsaðalfundur Stokkseyringafélagsins í Reykjavík verður í kaffiteríunni á Loftleiðum hinn 14. nóv. nk. kl. 15. Efni: lagaviðbót. Stjórnin. Kaffi Krús | Beinvernd á Suðurlandi held- ur aðalfund í Kaffi Krús, Selfossi, fimmtu- daginn 4. nóvember kl. 20. Ella Kolbrún Kristinsdóttir sjúkraþjálfari skýrir orsakir beinbrota og Unnur Þormóðsdóttir hjúkr- unarfræðingur segir frá beinþéttnimæl- ingum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Kalkríkar veitingar. Útivist Stafganga í Laugardalnum | Stafganga í Laugardalnum á þriðjudögum og fimmtu- dögum kl. 17.30. Nýtt námskeið hefst 2. nóvember. Þeir sem hafa verið á nám- skeiði áður geta komið og tekið staka tíma. Gengið er frá Laugardalslauginni. Upplýsingar á www.stafganga.is. Staður og stund http://www.mbl.is/sos ROKKSVEITIN Astara heldur útgáfu- tónleika á Bar 11 í kvöld í tilefni af útgáfu nýrrar þröngskífu sveitarinnar, Alright Al- right Alright. Sveit- in, sem hefur nú starfað í rúmt ár er skipuð meðlimum hljómsveitarinnar Spildog frá Mos- fellsbæ auk fyrrum söngvara Snafu Sig- urðar Alexanders Oddssonar og spilar hún nokkurs konar dimmt bílskúrsrokk í anda áttunda áratug- arins. „Platan inniheldur þrjú lög tekin upp í Veðurstofunni og Studio Snakeboots af Palla Pakku og Walkman og Redguy og kemur út á okkar vegum, eða Aim for the Head eins og það kallast,“ segir Sigurður, en fyrsta lag plötunnar, „The Fields of To- morrow“, er nú farið að hljóma á Xinu 977. Að sögn Sigurðar er sveitin meðal ann- ars undir áhrifum frá sígildum rokksveitum eins og Zeppelin, Creedence, The Stooges, The Guess Who, og jafnvel Pink Floyd og The Band og fleiri af þeim meiði, þótt efn- istökin séu nútímalegri. „Við viljum end- urskapa stemmninguna og sköpunarfrelsið sem einkenndi þetta tímabil sem okkur er kært og erum ekki síst undir áhrifum kvik- mynda á borð við Dazed and Confused, Al- most Famous og annarra í svipuðum dúr hvað varðar lífsstíl okkar og viðhorf gagn- vart tónlist.“ Ásamt Astara koma fram sveitirnar Isi- dor og Vera. Tónleikarnir hefjast um 21.00 og kostar ekkert inn. Harðrokksveitin Astara kynnir útgáfu sína á Ellefunni Fréttir í tölvupósti LISTAKONAN K.AND., sem einnig er þekkt sem Kristín Andrésdóttir, heldur nú sína sjöundu einkasýningu í Árskógum 4 í Breiðholti. Kristín stundaði nám frá sjö ára aldri í MHÍ, en hún tók stúdentspróf frá lista- sviði FB og síðan mynd- menntakennarapróf frá MHÍ. Myndir K.AND. á sýn- ingunni eru tuttugu talsins og allar unnar með þurrp- astellitum. Viðfangsefni listakonunnar er landslag Íslands og segir hún að í raun sé hér um að ræða nokkurs konar óð til Íslands. „Myndirnar eru af vel þekktum stöðum víða um land og viðfangsefnin fengin víða að,“ segir Kristín og bætir við að myndirnar séu allar til sölu. Sýningin stendur út nóvember. K.AND. sýnir í Árskógum „VOFA gengur laus um götur heimsins, vofa Bítlanna.“ Þannig hefst Bítlaávarpið sem ætlað var að leysa öll önnur ávörp af hólmi, til dæmis Áramótaávarpið og Kommúnistaávarpið, en í dag kemur út hjá Máli og menningu bókin Bítlaávarpið eftir Einar Má Guðmundsson. Haldið verð- ur upp á útkomu bókarinnar með pompi og prakt í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, klukkan 20 í kvöld. Einar Már mun á þessari útgáfuhátíð lesa upp úr Bítlaávarpinu og rabba við gesti og gangandi auk þess sem fyrsta ís- lenska bítlahljómsveitin, Hljómar úr Keflavík, tekur nokkur lög. Þá fá 100 fyrstu kaupendur bókarinnar í kaupbæti bók eftir Einar í kilju að eigin vali. Í Bítlaávarpinu heldur rokktónlistin innreið sína í veruleika íslenskra skóla- barna á sjöunda áratugnum – og byltir lífi þeirra. Tónlistin leysir margt úr læðingi og verður ásamt ástinni það afl sem breytir heiminum. Bítlaávarpið er sjálfstæð skáldsaga, sem í frásögn og aðferð teng- ist fyrri verkum Einars. Morgunblaðið/Jim Smart Bítlaávarpið í kvöld HJÁ Máli og menn- ingu er komin út bókin Emil í Katt- holti eftir Astrid Lindgren, í þýðingu Vilborgar Dag- bjartsdóttur. Hér er að finna í einni bók allar hin- ar sígildu sögur um „Strákskrattann“ Emil í Kattholti í Smálöndum, sem hafði, þrátt fyrir skammarstrik sín, einstakt gullhjarta. Eftir verstu óknyttina þurfti hann að dúsa í smíðaskemmunni þar sem hann dundaði sér við að tálga spýtu- karla. Mamma Emils skráði skamm- arstrikin í bláar stílabækur sem á endanum fylltu heila kommóðuskúffu og spýtukarlarnir urðu 369 talsins áð- ur en yfir lauk. Börn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.