Morgunblaðið - 04.11.2004, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2004 41
DAGBÓK
Félagsstarf
Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handavinna
kl. 9–16.30, boccia kl. 9.30, helgistund
kl. 10.30, leikfimi kl. 11, smíði, útskurður
kl. 13–16.30, myndlist kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böð-
un, almenn handavinna, leikfimi, mynd-
list, bókband, söngur, fótaaðgerð.
Félagsstarf Lönguhlíð 3 | Bingó kl. 15.
Félag eldri borgara Reykjavík | Staf-
ganga kl. 11, brids kl. 13, námskeið í
framsögn kl. 16.15, félagsvist kl. 20.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 |
Bridsdeild FEBK Gullsmára spilar 9. og
10. umferð sveitakeppninnar í dag, kl.
12.45.
Félagsstarf aldraðra Garðabæ | Gler-
málun kl. 9, málun og karlaleikfimi kl.
13, trélist kl. 13.30, í Mýrinni er vatns-
leikfimi kl. 8.30, í Garðabergi er
spænska 400 kl. 10.45, opið í Garða-
bergi kl. 13–17
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30
helgistund í samstarfi við safn-
aðarstarf Fella- og Hólakirkju, frá há-
degi spilasalur og vinnustofur opnar
m.a. myndlist og fjölbreytt föndurgerð.
Uppl. í s. 5757720 og www.gerduberg-
.is.
Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa-
vinna, bútasaumur, perlusaumur,
kortagerð, hjúkrunarfræðingur á
staðnum, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl.
12 hádegismatur, kl. 14 félagsvist, kl. 15
kaffi.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa,
bútasaumur kl. 9–13, boccia kl. 10– 11,
hannyrðir kl. 13–16.30, félagsvist kl. 13.
30 gott með kaffinu. Böðun virka daga
fyrir hádegi. Fótaaðgerðir–hársnyrting.
Hæðargarður 31 | Opið félagsstarf kl.
9–16, listasmiðja, glerskurður, aðstoð
við böðun kl. 9–16, sönghópur Hjördís-
ar Geirsdóttur kl. 13.30. Hárgreiðslu-
stofa s. 568-3139. Skráning á Edith
Piaf stendur yfir. Dagblöðin og mola-
sopi í býtið, hádegisverður og
síðdegiskaffi. S. 568-3132.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun
föstudag, sundleikfimi í Grafarvogs-
laug kl. 9.30.
Norðurbrún 1 | Kl. 9–12 leir, kl. 9–16.30
opin vinnustofa, kl. 10 ganga, kl. 9
smíði, kl. 13–16.30 leir, kl. 15 kaffi.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og
fótaaðgerðir, kl. 9.15–14 aðstoð v. böð-
un, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9–10
boccia, kl. 10.15–11.45 enska, kl. 10.15–
11.45 spænska, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–
16 kóræfing. Helgistund kl. 10.30 í
umsjá séra Jakobs Ágústs Hjálm-
arssonar dómkirkjuprests. Kór fé-
lagsstarfs aldraðra syngur undir stjórn
Sigurbjargar Hólmgrímsdóttur.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
8.45, bókband, pennasaumur og hár-
greiðsla kl. 9, morgunstund og fót-
snyrting kl. 9.30, boccia kl. 10, hand-
mennt, glerskurður og frjáls spil kl. 13.
Þórðarsveigur 3 | Bingó kl. 13.30.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Kyrrðarstund
fimmtudag kl. 12. Léttur hádegisverður
á eftir. – Samvera eldri borgara kl. 15.
Margt góðra gesta. Söngur og kaffi-
veitingar.
Áskirkja | Opið hús 14–17 í dag fimmtu-
dag. Samsöngur undir stjórn org-
anista. Kaffi og meðlæti. TTT–samvera
milli 17–18 (búið til handrit að stutt-
mynd).
Breiðholtskirkja | Biblíulestur á
fimmtudögum í safnaðarsal Breið-
holtskirkju kl. 20. Tilvist og trú í umsjá
dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar, hér-
aðsprests.
Bústaðakirkja | Foreldramorgunn kl.
10–12. www.kirkja.is.
Digraneskirkja | Leikfimi I.A.K. kl 11. 15.
Bænastund kl 12. 10.
Fella- og Hólakirkja | Foreldramorg-
unn kl. 10–12. Kristín Árnadóttir hjúkr-
unarfr. ræðir um svefnvandamál barna.
Allir foreldrar, afar eða ömmur sem
eru heima með barn eða börn velkom-
in.
Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund í Vídalínskirkju kl. 22. Tekið er
við bænarefnum af prestum og djákna.
Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar.
Grafarvogskirkja | Foreldramorgunn
kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar
samverustundir, ýmiss konar fyr-
irlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús
og brauð fyrir börnin.
Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund í Hall-
grímskirkju í hádegi kl. 12. Orgelleikur,
íhugun. Léttur málsverður í safn-
aðarheimili eftir stundina.
Háteigskirkja | Vinafundur kl. 13.30. Á
vinafundum hjálpast fólk við að vekja
upp gamlar og góðar minningar, endur-
uppgötva gleymdar tilfinningar og gildi
s.s. nægjusemi, undrun og traust.
Brids aðstoð á föstudögum. Klukkan 13
spilum við brids í Setrinu og veitum
aðstoð þeim sem þess óska. Kaffi
klukkan 15.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Sam-
vera eldri borgara kl. 15. Söngur, guðs
orð og kaffi.
KFUM og KFUK | Ad, KFUM fimmtu-
daginn 4. nóvember kl. 20. „Heimspeki
og trú“ Hannes H. Gissurarson, pró-
fessor fjallar um efnið. Upphafsbæn,
Arnmundur Kr. Jónasson, hugleiðing,
Karl Benediktsson. Allir karlmenn vel-
komnir.
Langholtskirkja | Opið hús fyrir for-
eldra ungra barna kl. 10–12. Kaffisopi
og söngstund. Umsjón hefur Rut G.
Magnúsdóttir.
Laugarneskirkja | Kl. 12 Kyrrðarstund.
Léttur málsverður á eftir. Kl. 14 Sam-
vera eldri borgara. Vigfús Albertsson
guðfræðingur: Eldist sálin? Kl. 17:30
KMS (14–18 ára.) Æfingar fara fram í
Áskirkju og Félagshúsi KFUM & K. Kl.
18 Íþróttaæði (8. bekkur) Íþróttahúsi
Laugarnesskóla.
Neskirkja | Hádegiserindi kl. 12.15.
Trúarsannfæring og umburðarlyndi, sr.
Sigurður Pálsson. Umræður. Krakka-
klúbburinn, starf fyrir 8 og 9 ára kl.
14.30. Fermingarfræðsla kl. 15.
Stúlknakór kl. 16. 9–10 ára. 60+ kl. 17.
Kór fyrir 60 ára og eldri. Stjórnandi
Steingrímur Þórhallsson. Uppl. í
896 8192.
Njarðvíkurprestakall | Ytri–
Njarðvíkurkirkja: Sunnudagaskóli 7.
nóv. kl. 11 í umsjá Margrétar H. Hall-
dórsdóttur, Gunnars Þórs Haukssonar
og Natalíu Chow Hewlett, organista.
Staður og stund
http://www.mbl.is/sos
ÓL í Istanbúl.
Norður
♠G843
♥KD4 S/Allir
♦G106532
♣--
Vestur Austur
♠-- ♠75
♥Á10752 ♥86
♦7 ♦KD984
♣ÁKD10652 ♣G943
Suður
♠ÁKD10962
♥G93
♦Á
♣87
Úrslitaleikur ÓL hefst í dag, en þegar
þetta er skrifað standa fjögurra liða úr-
slitin sem hæst. Þar eigast við Ítalía og
Kína annars vegar, og Holland og Rúss-
land hins vegar. Sigursveitirnar úr
þessum leikjum munu spila til úrslita og
lýkur þeim leik ekki fyrr en á laug-
ardag.
Ítalía og Pakistan mættust í átta liða
úrslitum og unnu Ítalir sannfærandi
sigur. En þeir töpuðu þó orrustunni í
spili dagsins, sem kom upp í fyrstu lot-
unni:
Vestur Norður Austur Suður
Fazli Bocchi Allana Duboin
-- -- -- 1 spaði
5 lauf 5 spaðar Pass Pass
6 lauf Pass Pass Dobl
Pass Pass Pass
Vestur á firnagóð spil, sem erfitt er
að melda af vísindalegri nákvæmni.
Pakistaninn Fazli valdi að fela hjartalit-
inn og stökkva beint í fimm lauf við opn-
un suðurs á einum spaða. Fazli barðist
svo áfram í sex lauf við fimm spöðum og
keypti samninginn þar. Hann fór einn
niður, en það var lítið gjald fyrir slemm-
una sem NS eiga í spaða. (Reyndar vek-
ur furðu að Duboin skuli ekki reyna sex
spaða, því pass Bocchis yfir sex laufum
er væntanlega kröfusögn.)
Á hinu borðinu kom Versace inn á tví-
lita sögn með vesturspilin:
Vestur Norður Austur Suður
Versace Hadi Lauria Shoaib
-- -- -- 1 spaði
2 spaðar * 3 lauf * 4 lauf 4 spaðar
5 lauf 5 spaðar Pass Pass
6 lauf Pass Pass 6 spaðar
Pass Pass Pass
Ekki er alveg ljóst hvað 3ja laufa sögn
norðurs merkir, en það gæti verið yf-
irfærsla í tígul. Alltént hafði þessi hæg-
fara leið Versace þau áhrif að NS voru
tilbúnir til að veðja á sex spaða yfir sex
laufum. Sá samningur stóð sem stafur á
bók og Pakistan vann sér inn 15 IMPa.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
KRISTJÁN Guðmundsson opnar
sýninguna Arkitektúr í i8 í dag kl. 17.
Þetta er þriðja sýning listamanns-
ins í galleríinu. Á sýningunni sýnir
Kristján málverk af torfbæjum og
skúlptúra. Eða eins og segir í texta í
sýningarskrá:
„Í byggðasafninu í Görðum á
Akranesi eru teikningar af síðustu
torfbæjunum sunnan Skarðsheiðar.
Sr. Jón M. Guðjónsson, fyrrverandi
sóknarprestur á Akranesi, gerði
þessar myndir á árunum 1958–1960.
Teikningarnar vann hann eftir lýs-
ingu fólks, sem búið hafði á viðkom-
andi bæjum eða þekkti þar gjörla til.
Sr. Jón vill láta það koma fram, að
hann vann þessar myndir fyrst og
fremst til þess að gefa hinum ungu
innsýn í fortíðina, en vill ekki að þær
séu skoðaðar sem listaverk. Samtals
eru þetta 80 teikningar. 65 þeirra eru
í byggðasafninu.“
Sjálfur segir Kristján: „Þegar ég
rakst á þessar myndir af teikningum
séra Jóns fannst mér að hér væri
komið gott viðhengi, eða tenging við
torfskúlptúra mína. Ekki þó í þeim
skilningi að skúlptúrarnir dragi
myndirnar á nokkurn hátt. Nei, en
samt sterk tenging. Byggingafræði-
leg tenging. Ég ákvað því að ættleiða
þessar myndir. En sú ættleiðing fólst
í því að breyta þeim í list. Og þegar
hlutirnir eru svona góðir, eins og
teikningar sr. Jóns, þá þarf listamað-
urinn nærri því ekkert að gera annað
en smella fingrum – og segja: þetta
er list.“
Sýningin stendur til 18. desember
nk. i8 er opið miðvikudaga til föstu-
daga kl. 11–17, laugardaga kl. 13–17
og eftir samkomulagi.
Myndlist | Kristján Guðmundsson opnar sýningu í i8
Fingrum smellt
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Kristján Guðmundsson í i8: Teikningum breytt í list.
„ÉG HEF lært að færa orku og
tíðnir inn í líkamann og inn í orku-
sviðin til að hreinsa og samrýma og
styrkja og fjarlægja gamlar tilfinn-
ingar og trúarkerfi sem dvelja í
meðvitundinni og undirmeðvitund-
inni, til dæmis sársaukafullar minn-
ingar um áföll eða atburði í æsku,“
segir heilarinn Karina Becker, sem
dvelur hér á landi þessa dagana til
að bjóða upp á námskeið og einka-
tíma í heilun.
Karina nam heilun við Barbara
Brennan school of healing, en
Barbara Brennan er m.a. höfundur
bókarinnar Hendur lífsins. „Ég er
aðallega að vinna við atburði úr
þessu lífi, því ég trúi því að við þurf-
um að skilja þetta líf og samband
okkar við okkur sjálf, fjölskylduna,
starfið og sköpun okkar,“ segir
Karen. „Með þjálfun minni get ég
séð og læknað alla persónuna, ég sé
ekki bara einn hluta hennar, heldur
sé ég kosti hennar og möguleika.
Þá get ég hjálpað einstaklingnum að
sjá möguleika sína líka.“
Karina hefur starfað við heilun í
23 ár og er með stofur í Þýskalandi
og Englandi. „Ástæðan fyrir því að
ég kom til Íslands er sú að ég hef bú-
ið hér og vinir mínir báðu mig um að
koma hingað og bjóða fram vinnu
mína,“ segir Karina, sem síðan þá
hefur komið til landsins tvisvar á
ári, á vorin og snemma á veturna.
Um helgina mun hún leiðbeina á
námskeiði um hrygghreinsunar-
aðferðir á vegum Félags íslenskra
heilsunuddara. „Á námskeiðinu
hjálpa ég fólki að skilja orku sína,
verða meðvitaðri um sjálft sig, taka
meiri ábyrgð á eigin lífi. Þá hjálpa
ég þeim að verða ekki háð mér,
heldur ná sjálfstæði. Þetta hjálpar
við að glíma við streitu og finna eig-
in styrk. Þetta snýst alltaf um ein-
staklinginn sjálfan.“
Karen segir hámarksfjölda þátt-
takenda á námskeiðinu vera um 15
manns, en venjulega séu það sem
betur fer aðeins færri. „Þá get ég
einbeitt mér betur að hverjum og
einum. Allir verða að vinna í þessu
og taka þátt í þessu með mér. Fólk
þarf enga grundvallarþekkingu og
þetta er mjög gaman.“
Þýskur heilari á Íslandi
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Námskeiðið verður haldið á laug-
ardag og sunnudag. Nánari upp-
lýsingar í síma 552 6625.
NÝTT gallerí bætist í galleríflóru Reykjavíkur á laugardag-
inn þegar Gallerí 49 verður opnað á Hringbraut 49, á gatna-
mótum Hringbrautar og Furumels, beint á móti Elliheim-
ilinu Grund.
Fyrir Galleríinu standa þær Alda Ármanna Sveinsdóttir,
Erna Guðmarsdóttir, Kristín Arngrímsdóttir og Kristjana F.
Arndal, en allar hafa þær starfað sem rekstraraðilar í galleríi
áður og eru fagfélagar í samtökum myndlistarmanna. Í Gall-
eríi 49 munu verða málverk, vatnslitamyndir, grafík, myndir
málaðar á silki, teikningar og fleira.
Alda Ármanna segir Gallerí 49 tilkomið vegna þess að
listakonurnar vildu finna hagstæðari kjör vegna sölu á mynd-
um, en ein listakvennanna á húsnæðið, svo húsnæðiskostn-
aðurinn er minni en ella. „Það er auðvitað hægt að selja á
sýningum, en það er stopult og óáreiðanlegt. Það skiptir máli
að geta gengið að einhverjum möguleikum á sölu á hagstæðu
verði. Mörgum galleríum hefur verið lokað núna, þannig að
þetta er erfiður markaður. Hann hrundi í sambandi við mál-
verkafölsunina, þá fór fólk að kaupa annað á veggina hjá sér.“
Alda segist hlakka til að takast á við verkefnið og vinna með
samstarfskonum sínum að rekstri gallerísins. „Við stóluðum
á það að geta unnið saman og það verður gaman að sjá hvern-
ig gengur. Við erum að vona að fólk taki sæmilega við okkur
og þetta verði hrein viðbót við flóruna. Það er töluverð gerjun
í gangi,“ segir Alda og bætir við að ekki sé heldur yfir að-
genginu að kvarta. „Það er hagstætt að koma hingað, bíla-
stæðin eru góð og gjaldfrjáls.“
Mikil gerjun í gangi
Morgunblaðið/Kristinn
Alda Ármanna Sveinsdóttir, Kristjana F. Arndal og
Erna Guðmundsdóttir.
Myndlist | Nýtt gallerí opnað á laugardag á Hringbraut 49
Gallerí 49 verður opið á miðvikudögum, fimmtudögum og
föstudögum milli kl. 12 og 18, en á laugardögum milli kl. 11
og 15. Galleríið verður opnað nú á laugardaginn kl. 11.