Morgunblaðið - 04.11.2004, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 04.11.2004, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ GAMANLEIKRITIÐ Kvenfélagið er samið og leikstýrt af innanfélags- fólki, hinu sama og stóð að sýning- unni Allt sem þér viljið fyrir nokkr- um árum. Í stuttu máli fjallar verkið um kvenfélag í litlu plássi á Norður- landi og vandræðin sem verða þegar í ljós kemur að félagið er ekki starf- hæft vegna þess að í lögum þess seg- ir að lágmarksfjöldi félagskvenna verði að vera ellefu en þær eru að- eins tíu. Fléttan snýst að einhverju leyti um samkeppni við karlaklúbb- inn í plássinu um að halda hátíðina miklu og fléttað er inn tveimur litlum ástarsögum, annarri róm- antískri og hinni grátbroslegri. Hug- myndin að verkinu er ágæt og margt er vel unnið í leikstjórn og leik auk þess sem tónlistin er vel samin og áheyrileg með skýrum textum. Hins vegar er ýmislegt í leikstjórninni ekki nógu vel hugsað, búningar og hárkollunotkun að miklu leyti út í hött og síðast en ekki síst hefði þurft þriðja augað til þess að taka leikritið og skera niður málalengingar, end- urtekningar og upplýsingar sem ættu aðeins að liggja milli línanna. Það þarf sérstaka hæfileika til þess að leikstýra eigin verki og hér hefði sýningin grætt mikið á því að fá ann- an leikstjóra en einn af höfundunum því eins og áður sagði er hugmyndin skemmtileg og margt vel gert. Það sem drífur sýninguna áfram er hressandi ærslaleikur með mis- skilningi og orðaleikjum, í stíl gömlu farsanna. Mörg fyndin og eft- irminnileg atvik verða til á sviðinu en best er þar unnið með misskiln- inginn með karlinn í kvenfötunum og bleiku slæðuna sem átti að verða kennimark ungrar konu en verður til þess að allt kemst upp. Umgjörð- in er í raun í sama ærslastílnum; öllu ægir saman í hárkollum og bún- ingum frá ýmsum tímum en þar er heldur betur farið yfir markið. Af sextán leikurum eru allir með kollur nema þrír og áhorfendur hljóta að spyrja sig af hverju þeir eru und- anskildir. Flestar hárkollurnar eru bara hallærislegar og þjóna engum tilgangi. Það er margítrekað í text- anum að verkið gerist á þessu ári og því engan veginn tímalaust. Hið sama má segja um búningana, þeir eiga að undirstrika ýktar persón- urnar og gera það oft ágætlega en eru sumir allt of bundnir við hin og þessi stíltímabil. Það verður svo að nefna hér þá furðulegu ákvörðun að troða líkamslýtum eins og maga og afturenda inn í búninga nokkurra leikaranna alveg án tilgangs auk þess sem sumir eru farðaðir óeðli- lega mikið. Leikurinn er misjafn eins og eðli- legt er þegar svo margir taka þátt og leikararnir misþjálfaðir. Leik- stjórinn velur sumum leikaranna ýktan stíl og hávaðasaman sem heppnast stundum ágætlega en er of oft bara hávaði. Aðrir leika á lágu nótunum en það heppnast oftar vel og er yfirleitt auðveldara til að fram- kalla hlátur. Dæmi um mjög efnilega leikara sem hafa ekki fengið agaða leikstjórn eru Guðbjörg Jóhann- esdóttir sem formaður kvenfélagsins og Olga Albertsdóttir sem hin stjórnsama Klara. Þessar konur hefðu getað átt sviðið en gerðu ekki vegna yfirgengilegs leikstílsins. Af þeim sem léku lágstemmdara verður að nefna Ara Baldursson sem lék skemmtilega og áreynslulaust til viðbótar því að syngja mjög fallega. Það var svo Lárus Heiðar Sveinsson sem kom, sá og sigraði en hann skipti mjög eðlilega milli þess að leika ungan mann og mann að leika konu. Einnig var fallegur samleikur hans og Katrínar Sifjar Árnadóttur. Það er synd að sýning Leikfélags Dalvíkur geldur fyrir að aðstand- endur hennar hafa ekki gert al- mennilega upp við sig hvernig upp- færsla þetta átti að verða því með vandaðri undirbúningsvinnu hefði Kvenfélagið orðið flott farsasýning. LEIKLIST Leikfélag Dalvíkur Höfundar: Arnar Símonarson, Dana Jóna Sveinsdóttir, Friðrik Ómar Hjörleifsson og Sólveig Rögnvaldsdóttir. Leikstjóri: Arn- ar Símonarson. Tónlist: Friðrik Ómar Hjör- leifsson. Söngtextar: Gunnar Þór Þór- isson. Sýning í Ungó 30. október. Kvenfélagið Hrund Ólafsdóttir BÓKAFORLAGIÐ Bjartur hefur gefið út barnabókina Blíðfinnur og Svörtu ten- ingarnir: Lokaorustan eftir Þorvald Þorsteinsson. Bókin er beint framhald sögunnar Blíðfinnur og svörtu tening- arnir: Ferðin til Targ- íu sem út kom fyrir tveimur árum. Blíðfinnur er nú kominn til Targíu, borgar Hinnanna, eftir langt og erfitt ferðalag á sjóræningjaskipinu Hafgú- unni og hyggur á hefndir fyrir mis- gjörðir Otta og rummunga hans. Áður en yfir lýkur hefur Blíðfinnur þó kynnst nýjum hliðum á ógnum og ævintýrum þessa framandi lands og öðlast betri skilning á því allra dularfyllsta sem sögur fara af, nefnilega lífinu sjálfu. Börn BÓKAFORLAGIÐ Bjartur hefur gefið út unglingabókina Ljónadrengurinn eftir Zizou Corder í íslenskri þýðingu Jóns halls Stef- ánssonar. Eftirförin er framhald bók- arinnar um ljóna- drenginn Charlie Ashanti sem vakn- ar við það einn daginn að foreldrar hans eru horfnir. Hann slæst í för með farandsirkus til að hafa uppi á þeim og berst leik- urinn frá London, til Parísar og það- an áfram austur á bóginn. Charlie er þeirri gáfu gæddur að geta talað við kattardýr, stór og smá, og getur not- fært sér vináttu sína við ljónin í sirk- usnum. Unglingar Rakarinn morðóði Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Miðasala á Netinu: www.opera.is Fös. 12. nóv. kl. 20 - sun. 14. nóv. kl. 20 - fös. 19. nóv. kl. 20 sun. 21. nóv. kl. 20 - lau. 27. nóv. kl. 20 - Allra síðasta sýning lau. 4. des. kl. 20 Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst. Litla stúlkan með eldspýturnar Lau. 6. nóv. kl. 14 - sun. 7. nóv. kl. 13 - lau. 13. nóv. kl. 14 - sun. 14. nóv. kl. 14 lau. 20. nóv. kl. 14 - sun. 21. nóv. kl. 14 - lau. 27. nóv. kl. 14 - sun. 28. nóv. kl.14 Misstu ekki af SWEENEY TODD! Einhver magnaðasta sýning sem sést hefur á íslensku leiksviði Aðeins ÖRFÁAR sýningar eftir! Miðasalan er opin kl. 13-18 mán. og þri. Aðra daga kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. www.leikhusid.is • midasala@leikhusid.is Þjóðleikhúsið sími 551 1200 • Stóra sviðið kl. 20:00 LISTIN AÐ DEYJA – Gestasýning frá Danmörku. Kristján Ingimarsson og Paolo Nani Í kvöld 4/11 örfá sæti laus. Aðeins þessi eina sýning. ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA – Hallgrímur Helgason /leikgerð Baltasar Kormákur Fös. 5/11 örfá sæti laus, fös. 12/11 örfá sæti laus, lau. 20/11 nokkur sæti laus. EDITH PIAF – Sigurður Pálsson Lau. 6/11 uppselt, lau. 13/11 uppselt, fös. 19/11 uppselt, fim. 25/11 uppselt, fös. 26/11 uppselt, lau. 4/12 uppselt, lau. 11/12 uppselt, mið. 29/12 uppselt. DÝRIN Í HÁLSASKÓGI – Thorbjörn Egner Sun. 7/11 kl.14:00 örfá sæti laus, sun. 14/11 kl.14:00 nokkur sæti laus, sun. 21/11 kl. 14:00. NORÐUR – Hrafnhildur Hagalín 4. sýn. sun. 7/11 örfá sæti laus, 5. sýn. fim. 11/11 örfá sæti laus. 6. sýn. sun. 14/11 nokkur sæti laus, 7. sýn. fim. 18/11 nokkur sæti laus. • Smíðaverkstæðið kl. 20:00 SVÖRT MJÓLK – Vasílij Sígarjov Lau. 13/11 nokkur sæti laus, sun. 14/11 nokkur sæti laus, fös. 19/11. • Litla sviðið kl. 20:00 BÖNDIN Á MILLI OKKAR – Kristján Þórður Hrafnsson Fös. 5/11 örfá sæti laus, sun. 7/11 örfá sæti laus, fös. 12/11 örfá sæti laus, sun. 14/11, fim. 18/11, lau. 20/11 nokkur sæti laus. LISTIN AÐ DEYJA SPRENGHLÆGILEGUR GAMANLEIKUR ÁN ORÐA! CHICAGO Missið ekki af vinsælustu sýningu ársins Stóra svið Nýja svið og Litla svið BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Í kvöld kl. 20 - UPPSELT Su 7/11 kl 20, Su 21/11 kl 20, Su 28/11 kl 20 Aðeins þessar sýningar HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Fö 5/11 kl 20, Su 14/11 kl 20, Fö 19/11 kl 20, Fö 26/11 kl 20 NÁMSKEIÐ UM VESTURFARANA HEFST Í BORGARLEIKHÚSINU 11. NÓVEMBER Kennarar: Böðvar Guðmundsson, Gísli Sigurðsson, Helga Ögmundardóttir, Viðar Hreinsson Skráning hjá Mími - Símenntun á mimir.is eða í síma 580 1800 Híbýli vindanna - frumsýning 7. janúar 2005 CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse Tvenn Grímuverðlaun: Vinsælasta sýningin og bestu búningarnir. Lau 6/11 kl 20, Lau 13/11 kl 20, Lau 20/11 kl 20, Lau 27/11 kl 20 Síðustu sýningar GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA? eftir Edward Albee Fö 5/1kl 20, Su 14/11 kl 20, Fö 19/11 kl 20, Fö 26/11 kl 20, Síðustu sýningar SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Fö 12/11 kl 20, Su 14/11 kl 20, Fö 19/11 kl 20 Su 21/11 kl 20, Fö 26/11 kl 20, 15:15 TÓNLEIKAR Caput/Vox Academica, Ný endurreisn. Rómeó og Júlíu kórinn frá Dramaten í Stokkhólmi Lau 6/11 kl 15:15 Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 7/11 kl 14, Su 14/11 kl 14, Su 21/11 kl 14, Su 28/11 kl 14, Su 5/12 kl 14 ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN: SCREENSAVER eftir Rami Be'er 4. sýning su 7/11 kl 20 - Græn kort 5. syning fö 12/11 kl 20 - Blá kort Su 21/11 kl 20 AÐEINS ÞESSAR SÝNINGA ☎ 552 3000 SÍÐUSTU SÝNINGAR! • Fimmtudag 4/11 kl 20 NOKKUR SÆTI LAUS • Föstudag 12/11 kl 23 • Fimmtudag 25/11 kl 20 eftir LEE HALL Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ midasala@loftkastalinn.is “EINSTÖK SÝNING sem gengur upp að öllu leyti. Leikararnir fara á kostum” SS Rás 2 Nýdönsk og Sinfó Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Nýdönsk ::: gömul og ný lög Maurice Ravel ::: Bolero Aram Katsjatúrjan ::: Maskerade svíta Aram Katsjatúrjan ::: Spartakus Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson Útsetningar ::: Kjartan Valdimarsson og Samúel Jón Samúelsson HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 4. NÓVEMBER KL. 19.30 ÖRFÁ SÆTI LAUS FÖSTUDAGINN 5. NÓVEMBER KL. 19.30 LAUS SÆTI LAUGARDAGINN 6. NÓVEMBER KL. 19.30 UPPSELT MI‹ASALA Í SÍMA 545 2500 E‹A Á WWW.SINFONIA.IS 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími SVIK e. Harold Pinter, Fös. 5/11 kl. 20 7. kortas. UPPSELT Fös. 5/11 kl. 22 30 Aukasýning Sun. 7/11 kl. 20 8. kortas. Örfá sæti laus Síðustu sýningar á Akureyri Ausa og Stólarnir Fim 11/11 kl 20 Frums. UPPSELT Fös 12/11 kl 20 2.kortas. Örfá sæti laus Lau 13/11 kl 20 3.kortas. Örfá sæti laus Mán 15/11 kl 20 UPPSELT Þri 16/11 kl 20 UPPSELT Mið 17/11 kl 20 UPPSELT Fim 18/11 kl 20 UPPSELT Svik víkur fyrir Ausu og stólunum Lau . 06 .11 20 .00 T ILBOÐ MBL. Sun . 07 .11 20 .00 T ILBOÐ MBL. F im. 11 .11 20 .00 LAUS SÆTI Lau . 13 .11 20 .00 LAUS SÆTI „Ekk i spurn ing að þet ta er e inn best i söng le ikur sem ég hef séð . Ég át t i e r f i t t með að ha lda mér í sæt inu og stökkva ekk i upp á sv ið og vera með“ -B i rg i t ta Haukda l , söngkona- . NEMENDALEIKHÚSIÐ Draumurinn eftir William Shakespeare 10. sýn. fös. 5. nóv. kl. 20 11. sýn. lau. 6. nóv. kl. 20 uppselt 12. sýn. þri. 9. nóv. kl. 20 uppselt Miðaverð 1000 kr. Sýnt í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13 552 1971 - leiklistardeild@lhi.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.