Morgunblaðið - 04.11.2004, Síða 46
46 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Jón Sigurðsson hafnaði í öðru sætiStjörnuleitarinnar eins og frægt er oggefur nú út sína fyrstu hljómskífu,Our Love.
Um er að ræða eins konar temaplötu þar
sem ástin er í forgrunni og plötuna prýða sí-
gildir ástaróðar á borð við „Annie’s Song“ eft-
ir John Denver, „Honesty“ eftir Billy Joel,
„The Sound Of Silence“ eftir Paul Simon
(sem Simon & Garfunkel gerðu frægt) og
„The First Cut Is The Deepest“ eftir Cat
Stevens.
Naut Jón handleiðslu Þóris Úlfarssonar
sem útsetti og stýrði upptökum auk þess sem
valinkunnir hljóðfæraleikarar léðu lögunum
handbragð sitt.
Mjúkur
„Maður er svona smátt og smátt að venjast
þessu,“ segir Jón um plötuna. „Ég er að venj-
ast því að heyra mig syngja þessi lög. Þetta
er blanda af kvíða og spennu þar sem maður
veit ekkert út í hvað maður er að fara. Maður
er óþekkt stærð, svona þannig séð.“
Jón og Kalli Bjarni, sigurvegari Stjörnu-
leitarinnar, fóru langt á eðlislægum sjarm-
anum en Jón lýsir þeim þó sem frekar ólíkum
mönnum.
„Ég og Kalli náðum mjög vel saman. En
það er meiri töggur í honum á meðan ég er
mýkri.“
Jón lýsir sér sem venjulegum strák úr
Breiðholtinu, nánar tiltekið úr Bakkahverf-
inu, þessum strák sem var „hvorki góður í
íþróttum né lélegur“.
Systir Jóns var forfallinn aðdáandi Stjörnu-
leitarinnar áður en hún barst til Íslands og
hvatti hann til að fara í keppnina.
„Keppnin er mjög sniðug fyrir „meðal-
Jóninn“ sem langar til að koma sér á fram-
færi en er ekki með nein sambönd. Ég tel þó
um leið að það verði að passa að þetta verði
ekki yfirkeyrt þannig að allir fái ógeð á
keppninni.“
Jón segist hafa komið alveg grænn inn í
hljóðverið og datt ekki í hug að það væri
svona mikið mál að koma saman plötu.
„En eftir því sem á leið í ferlinu skólaðist
maður í þessu. Til dæmis töluðu Bubbi, Sigga
og Þorvaldur oft um „pitch“ í keppninni (og
voru að meina tónhæð raddanna) og ég hafði
ekki hugmynd um hvað þau voru að tala um!“
Lagaval plötunnar var í höndum Jóns og
Eiðs Arnarssonar hjá Skífunni.
„Við sendum á milli okkar lagalista og völd-
um þetta í sameiningu. Ég og Þórir ákváðum
svo hvernig þetta ætti að hljóma. Ég er auð-
vitað svo gott sem reynslulaus í þessu en ég
passaði mig á því að velja lög við hæfi en ég
er algerlega þessi mjúka týpa. Þetta eru allt
lög sem eiga vel við mig og þetta er spurning
um að þekkja sín takmörk.“
Jón syngur dúett á plötunni með Oddi Carli
Thorarensen, í laginu „The Sound of Silence“,
en Oddur var á meðal keppenda í síðustu
Stjörnuleit. Jón segir að ýmsar hugmyndir
hafi verið uppi um hvern ætti að fá í dúettinn
og var mörgum þekktum nöfnum kastað á
loft.
„Mig langaði til að fá Odd þar sem mér
finnst hann vera frábær söngvari. Persónu-
lega finnst mér að hann hefði átt að fara
miklu lengra. Vonandi verður hægt að kynna
hann frekar með þessari plötu.“
Jón hefur fullan hug á að nýta þann með-
vind sem Stjörnuleitin færði honum og segist
með ýmislegt á prjónunum til uppfyllingar
því markmiði. Með hvaða hætti það verður
kemur í ljós á næstu vikum.
Tónlist | Jón Sigurðsson gefur út Our Love
Í örmum Amors
Our Love er komin út
www.skifan.is
arnart@mbl.is
Jón Sigurðsson: „Ég er algerlega
þessi mjúka týpa …“
BRYNJAR Jóhannsson, sem kallar
sig Brylla, hefur samið lög og texta
býsna lengi, en þó hann hafi ekki gefið
út plötu áður sendi hann frá sér ljóða-
bók 1996. Hann tók sér loks tak fyrir
tveimur árum og byrjaði að vinna
plötu þá sem nú lítur dagsins ljós.
Næstumþví mað-
urinn er sann-
arlega mjög for-
vitnileg frumraun,
mjög skemmtileg
plata, fjölbreytt og
lifandi.
Brynjólfi er mikið niðri fyrir og
kemur boðskapnum vel frá sér. Hann
kveður oft sterkt að orði, en getur líka
verið galsafenginn eins og í „Eigum
við ekki bara að vera vinir“, mjög
skemmtilegt lag með húmorískum
texta með fínum broddi. Sumstaðar
skýtur hann reyndar yfir markið,
„Ungfrú Ísland“ er fjarkalega þreytt
minni og „Þar sem Sódóma rís“ virkar
litað af fordómum.
Miklu skiptir hvað Brynjar er með
magnaða sveit með sér, sjóðheita
rokksveit með Hallvarð Ásgeirsson
þar fremstan meðal jafningja, en hann
fer hreinlega á kostum í fjölda laga.
Röddun er líka einkar skemmtilega af
hendi leyst, gefur aukinn kraft og lyft-
ir mörgum laganna. Útsetningar eru
svo skemmtilega fjölbreyttar framan
af, kröftugt súrt rokk í upphafslaginu,
„Hús hégómans“, „Óður til deildar 12“
er sveiflukennt kassagítarrokk og
„Fígúrur lífsgæðakapphlaupsins“,
skemmtilega snúið lag.
Eina lagið sem mér finnst ekki
ganga almennilega upp er „Manstu þá
stund“, sem er einskonar vendipunkt-
ur á plötunni, kaflaskipti, því lögin eftir
það eru tekin upp á öðrum tíma og
með annan mannskap að mestu. Lag-
ið sjálft, sem er fulllangt, er í tveim
hlutum, fyrst kassagítarraul og síðar
kröftum ómstrítt rokk – hugmynd
sem gengur ekki upp þó skiptingin sé
vissulega rökrétt þegar rýnt er í text-
ann.
Seinni hluti plötunnar er ekki eins
rokkaður og sá fyrri, útsetningarnar
fjölbreyttari og hreinni, ef svo má
segja. Fyrir vikið dettur stemningin
nokkuð niður, söngurinn verður ein-
tóna og brotalamir á lögum koma bet-
ur í ljós.
Brynjar er ekki með mikla rödd og
á það til að syngja full tilgerðarlega,
heyr til að mynda í upphafslagi plöt-
unnar, „Húsi hégómans“, en þegar
hann lætur vaða, sleppir sér í söngn-
um, heyrist að hann er með fína rokk-
rödd, sérstaklega með ólgandi gítar-
surg á bak við sig. Hún kemur ekki
eins vel út í seinni hluta plötunnar,
nema í síðasta laginu, titillaginu.
Brynjar er ágætur lagamiður og
textarnir almennt bráðgóðir, til að
mynda „Hús hégómans“, „Fígúrur
lífsgæðakapphlaupsins“, „Eigum við
ekki að vera vinir“ og „Næstumþví
maðurinn“, en sums staðar hrasar
hann, eins og í „Óð til deildar 12“, lag
með beittum og skemmtilegum texta
þar sem sagt er frá manni í „jakka-
klæddum fötum“. Í þeim texta vitnar
hann reyndar á skemmtilegan hátt í
Magnús Þór Jónsson.
Bestu lög plötunnar, „Fígúrur lífs-
gæðakapphlaupsins“, „Eigum við
ekki að vera vinir“ og „Næstumþví
maðurinn“, eru fyrirtak, sérstaklega
það fyrsttalda, sem er að auki með
mögnuðum texta og frábærlega flutt.
Forvitnileg frumraun
Tónlist
Íslenskar hljómplötur
Næstumþví maðurinn, sólóskífa Brynjars
Jóhannssonar sem kallar sig Brylla. Með
honum leika ýmsir tónlistarmenn, en
sjálfur syngur hann og leikur á kassagít-
ar. Lög og textar eftir Brynjólf. Ósóma
gefur út. 52,14 mín.
Brylli – Næstumþví maðurinn
Árni Matthíasson
Miðasala opnar kl. 15.30
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
VINCE VAUGHN BEN STILLER
DodgeBall
Ó.Ö.H. DV
S.V. Mbl.
THE HUNT FOR THE BLOOD ORCHID
Loksins mætast frægustu skrímsli
kvikmyndasögunnar í mögnuðu uppgjöri!
Loksins mætast
frægustu skrímsli
kvikmyndasögunna
r í mögnuðu
uppgjöri!
Þorirðu að velja á milli?
Þorirðu að velja á milli?
Toppmyndin á
Íslandi í dag
Toppmyndin á
Íslandi í dag
Sýnd kl. 4. Ísl. tal.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12 ára.
kl. 6,8.30 og 10.40. B.i. 12 ára.
J U L I A N N E M O O R E
HVAÐ EF ALLT SEM ÞÚ HEFUR
UPPLIFAÐ...VÆRI EKKI RAUNVERULEGT?
SÁLFRÆÐITRYLLIR AF BESTU GERÐ SEM FÓR
BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM!
J U L I A N N E M O O R E
HVAÐ EF ALLT SEM ÞÚ HEFUR
UPPLIFAÐ...VÆRI EKKI RAUNVERULEGT?
SÁLFRÆÐITRYLLIR
AF BESTU GERÐ
SEM FÓR BEINT Á TOPPINN Í
BANDARÍKJUNUM!
Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6. Ísl. tal.
Sýnd kl. 6 og 10.20. B.i. 14 ára.
Sýnd kl. 4. Ísl. tal.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15.
Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára.
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 14 ára.