Morgunblaðið - 04.11.2004, Page 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
Heilsukoddar
Heilsunnar vegna
EIGNATENGSL sem víða er að
finna meðal félaga á íslenskum
verðbréfamarkaði, ekki síst með að-
ild fjármálafyrirtækja, kunna að
ráða nokkru um gengisþróun hluta-
bréfa. Þetta kom fram í máli Páls
Gunnars Pálssonar, forstjóra Fjár-
málaeftirlitsins (FME), á ársfundi
stofnunarinnar í gær. Hann sagði
þetta vera áhyggjuefni.
„Þannig geta gagnkvæm eigna-
tengsl haft áhrif á gengisþróun fé-
laga á víxl þannig að hætta er á að í
hækkun spinnist gengið upp langt
umfram eðlilega verðþróun,“ sagði
Páll Gunnar. „Þessi áhrif geta líka
komið til sögunnar í lækkunarferli.
Hvort og þá með hvaða hætti þau
áhrif koma fram nú verður tíminn
einn að leiða í ljós.“
Útganga virks eiganda
hugsanlega skilyrt
Páll Gunnar sagði að FME teldi
eðlilegt að hugað verði að því hvort
undirstrika megi í lagaákvæðum
um virka eignarhluti í félögum mik-
ilvægi þess að langtímahagsmunir
séu hafðir að leiðarljósi í slíku eign-
arhaldi. Velta megi fyrir sér hvort
skilyrða megi með einhverjum
hætti útgöngu virks eiganda úr fyr-
irtæki.
Fram kom í máli hans að núgild-
andi reglur um eignarhald í fé-
lögum kveði með nokkuð afgerandi
hætti á um aðkomu nýs eiganda
virks eignarhlutar að fyrirtæki.
Sagði hann að eigandinn þurfi að
leita samþykkis fyrir öflun eign-
arhlutarins og uppfylla ákveðin
skilyrði. Eigandinn lúti síðan við-
varandi eftirliti þar sem FME
byggir upp reynslu af eignarhaldi
hans og krefjist úrbóta eða grípi
inní með atkvæðisréttarsviptingu ef
eigandinn fer þannig með hlut sinn
að skaði heilbrigðan og traustan
rekstur fyrirtækisins.
„Hann getur hins vegar horfið á
braut og selt eignarhlut sinn þegar
hann vill og án nokkurra takmark-
ana, annarra en þeirra sem hugs-
anlega hljótast af seljanleika hluta-
bréfanna. Velta má fyrir sér hvort
skilyrða megi með einhverjum
hætti útgöngu virks eiganda úr fyr-
irtækinu,“ sagði Páll Gunnar.
Eignatengsl á verðbréfa-
markaði áhyggjuefni
Fjármálaeftirlitið/B1
RAUNTÍMAUPPLÝSINGAR á vef Fiski-
stofu um afla fiskiskipa geta skaðað og þeim
ætti að seinka, að mati Guðmundar Smára
Guðmundssonar,
framkvæmdastjóra
Guðmundar Runólfs-
sonar hf. á Grundar-
firði. Hann segir
dæmi um að erlendir
ferskfiskkaupendur
nýti sér upplýsing-
arnar til að knýja
fram lægra fiskverð
þegar aflabrögð eru
góð.
„Það er í lagi mín
vegna að þessar upp-
lýsingar séu aðgengi-
legar en ég get ekki ímyndað mér að það
breyti neinu þó að birtingu þeirra til þriðja
aðila verði seinkað um einhverja daga eða
viku.“
Landanir fiskiskipa eru skráðar inn í afla-
skráningarkerfið Lóðs, gagnagrunn Fiski-
stofu, á viðkomandi löndunarhöfnum. Lóðsinn
er uppfærður einu sinni á sólarhring og birt-
ast þá upplýsingarnar jafnóðum á vefnum.
Höskuldur Steinarsson, forstöðumaður upp-
lýsingasviðs Fiskistofu, segir að fram til þessa
hafi krafan verið að upplýsingarnar séu birtar
fyrr. „Þannig höfum við þróað vefinn með það
fyrir augum að veita sem besta þjónustu fyrir
atvinnugreinina og aukinn hraði er að sjálf-
sögðu hluti af því. Að öllu óbreyttu höfum við
ekki hugsað okkur að stíga skrefin afturábak í
vefþróuninni,“ segir Höskuldur.
Rauntíma-
upplýsingar
um afla skaða
Nýta vef/C1
CENTURY Aluminium, móðurfyrirtæki
Norðuráls, hefur ákveðið að fjárfesta fyrir
rúmlega 7,3 milljarða króna í stækkun ál-
vers Norðuráls á Grundartanga umfram það
sem áður hafði verið ákveðið. Í stað þess að
auka afkastagetu álversins um 90 þúsund
tonn hefur verið ákveðið að bæta við 32 þús-
und tonnum, þannig að hún verði 212 þús-
und tonn. Þar með verður álverið á Grund-
artanga stærra en álverið í Straumsvík.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði
lokið í október 2006 og er vilji til 8 þúsund
tonna viðbótarstækkunar í lok þess árs, en
um hana hefur enn ekki verið tekin ákvörð-
un.
Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri
fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls,
segir að eigandi Norðuráls hafi haft áhuga á
að stækka í sinni álframleiðslu.
„Fyrirtækið er líka með framleiðslu í
Bandaríkjunum en tækifærin til stækkunar
eru helst á Íslandi,“ segir Ragnar. „Norður-
ál hefur fengið samkeppnishæfan orku-
samning og þessi framkvæmd er því mjög
hagkvæm.“
Ekki liggur fyrir á þessu stigi hvaðan raf-
skaut til verksmiðjunnar verða keypt að
sögn Ragnars.
Talið er að stækkun álversins muni skila
um 4 milljörðum í auknar útflutningstekjur.
Vegna stækkunarinnar hefur Norðurál
gert samning um raforkukaup við Orkuveitu
Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja og
mun raforkusala til Norðuráls aukast um 54
MW á ári. Um 800 manns munu starfa við
uppbyggingu orkuvera og álvers og að lokn-
um framkvæmdum munu 30–40 manns
starfa við virkjanirnar auk þess sem starfs-
mönnum hjá Norðuráli fjölgar um 160.
„Þessi stækkun sýnir að við höfum trú á
íslensku viðskiptaumhverfi og starfsfólki
Norðuráls,“ segir Craig A. Davis, forstjóri
Century Aluminium.
7,3 milljarða viðbót-
arstækkun Norðuráls
Norðurál/B2
HELDUR var farið að réna í Skeiðará þeg-
ar ljósmyndari Morgunblaðsins var þar á
ferð í gær. Hlaupið virðist hafa náð hámarki
í fyrradag en rennslið var þá um 2.900 rúm-
metrar á sekúndu. Veginum um Skeiðar-
ársand var lokað af öryggisástæðum í fyrri-
nótt, en ekki var talin ástæða til að loka
og minnkaði eftir því sem leið á daginn.
Úr gosvirkni í Grímsvötnum dró nokkuð í
gær en í fyrrinótt var virknin í gosstöðvum
á svæðinu nokkuð breytileg. Ekki var hægt
að fljúga yfir gosstöðvarnar í gær vegna
veðurs en áfram er fylgst með framvindu
gossins./4
brúnni í nótt. Vegfarendur eru þó beðnir um
að hafa vara á sér. Engar skemmdir hafa
orðið á veginum í hlaupinu, en vegagerð-
armenn frá Höfn hafa fylgst vel með
ástandinu.
Um hádegisbilið í gær var rennsli hlaups-
ins komið niður í 1.100 rúmmetra á sekúndu
Morgunblaðið/RAX
Fylgst með Skeiðarárhlaupi
BAUGUR Group keypti í gær
102 milljónir króna að nafnverði
hlutafjár í Íslandsbanka, sem er
um 1% af hlutafé bankans.
Skarphéðinn Berg Steinars-
son, framkvæmdastjóri inn-
lendra fjárfestinga Baugs Group,
segir að ástæða kaupanna sé ein-
faldlega sú að um sé að ræða
góða fjárfestingu. Engin djúp
merking sé að baki kaupunum.
Miðað við lokaverð hlutabréfa
Íslandsbanka í gær hefur kaup-
verð þess hluta sem Baugur
keypti verið um einn milljarður.
Baugur
kaupir 1%
í Íslands-
banka
OKTÓBER síðastliðinn var fyrsti mánuður-
inn þar sem hitinn var undir meðallagi, eða
sem nemur 0,1 gráðu, en meðalhiti í Reykja-
vík var í eða yfir meðallagi þrjátíu mánuði í
röð. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur
hjá Veðurstofu Íslands, segir þetta til marks
um þau hlýindi sem hafa verið á landinu und-
anfarin ár. Hann segir ástand hafsins hafa
haft sitt að segja varðandi loftslagsbreyting-
arnar, en sjórinn umhverfis landið hefur ver-
ið vel hlýr á þessu þrjátíu mánaða skeiði og
segir Einar ekkert lát munu verða á sjáv-
arhitanum á næstunni. Hann segir ástæðuna
fyrir því að október var undir meðallagi
norðanhret þar sem hitinn tók dýfu, en fram-
an af hafði mánuðurinn verið nokkuð hlýr.
Einar segist sjá hlýindi í kortunum á næst-
unni.
Hiti í eða yfir meðal-
tali 30 mánuði í röð
♦♦♦