Morgunblaðið - 08.11.2004, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða glæsilega helgarferð til Vínarborgar í 3 nætur þann
19.nóvember í beinu flugi frá Íslandi á hreint ótrúlegum kjörum. Kynnstu
þessari höfuðborg lista og menningar um leið og þú nýtur toppþjónustu
fararstjóra Heimsferða sem kynna þér borgina og lystisemdir hennar.
Frábær hótel í boði.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 29.990
Flug og skattar.
Glæsilegt hótel í boði.
Vínarborgar
19. nóvember
frá kr. 29.990
KB banki hefur breytt skilmálum
sínum vegna KB íbúðalána á þann
veg að framvegis gefst lántakendum
kostur á lánsfjárhæð jafnhárri
markaðsvirði hinnar veðsettu eignar
sé um íbúðakaup að ræða. Lánsfjár-
hæð með 100% fjármögnun getur að
hámarki verið 25 milljónir króna.
Lánað er sem fyrr með 4,2% verð-
tryggðum, föstum vöxtum. Í
ákveðnum tilfellum er nú boðið upp á
kaup á viðbótarbrunatryggingu sé
mikill munur á brunabótamati og
markaðsvirði eigna. Framangreind
breyting tekur gildi um leið og af-
greiðslur bankans verða opnaðar í
dag, mánudag.
KB banki
með 100%
íbúðalán
LANDSBANKI Íslands ætlar bjóða
viðskiptavinum sínum 100% lán til
íbúðakaupa með sambærilegum skil-
yrðum og kjörum og aðrir bankar
bjóða. Veitt verða lán sem nema
sömu fjárhæð og markaðsvirði fast-
eignar. Bankinn hvetur þó fólk til að
fara varlega við skuldsetningu vegna
kaupa á íbúðarhúsnæði sem alla
jafna eru stærstu viðskiptasamning-
ar sem einstaklingar ráðast í.
Að sögn Sigurjóns Árnasonar
bankastjóra er um að ræða verð-
tryggð lán þar sem hætta sé á að
verðtryggingin safnist upp til viðbót-
ar höfuðstólnum.
Til einföldunar má nefna verð-
tryggt lán með 5% vöxtum þar sem
verðbólga er 3%. Miða má við að lán-
takandi greiði 1% af höfuðstól árlega
fyrstu árin en síðan hækkar þetta
hlutfall eins og venjan er með hús-
næðislán. Á fyrsta árinu eru því
greiddir 5% vextir af láninu auk 1%
af höfuðstól og 3% verðbætur af
vaxtagreiðslu og afborguninni. Af-
gangurinn af verðbótunum af höfuð-
stólnum leggst hins vegar við hann.
Lánið hækki hraðar
„Þegar fólk tekur 100% verð-
tryggt lán er hætta á því að þau skil-
yrði myndist að lánið hækki hraðar
en verðmæti íbúðarinnar og þá get-
ur fólk lent í erfiðleikum,“ segir Sig-
urjón og nefnir að 100% verðtryggt
lán geti við þessar aðstæður verið
komið í 106% eftir þrjú ár. Því sé
mikilvægt að fólk fari varlega í þess-
um efnum.
Landsbankinn býður
upp á 100% íbúðalán
Bankastjór-
inn hvetur
fólk til
varfærni FÓLK hefur óþarfa áhyggjur afbráðnun jökla og hækkun sjávar-
máls að mati Nils Axels Mörner
jarðeðlisfræðings sem heldur erindi
á fundi Félags íslenskra veðurfræð-
inga í dag, mánudag. Mörner starfar
við Stokkhólmsháskóla og var for-
maður INQUA-nefndarinnar 1999–
2003 sem fjallaði um breytingar á
sjávarstöðu og þróun strandlengja.
Hann hafnar algerlega staðhæf-
ingum vísindamanna um að yfirborð
sjávar eigi eftir að hækka um 1
metra næstu áratugina samfara
bráðnun jökla með þeim afleiðingum
að stór landsvæði eigi eftir að fara á
kaf í sjó. Gagnrýnir hann hina fjöl-
þjóðlegu loftslagsbreytinganefnd
(IPCC) fyrir að spá annarri eins
hækkun sjávarmáls. Spáir hann
miklu minni yfirborðshækkun, e.t.v.
um 5–10 cm.
Aðspurður segir hann það fara í
taugarnar á sér hvað almenningur
hefur verið afvegaleiddur með svart-
sýnisspám í þessum efnum því rann-
sóknir INQUA sýni að það séu engin
teikn á lofti um að yfirborð sjávar
muni hækka eins gríðarlega og al-
mennt er talið.
„Vísindamenn gegna ábyrgð
gagnvart almenningi og ef mér væri
alveg sama um hvað fólki er talin trú
um, sæti ég bara
heima hjá mér við
skriftir í stað
þess að ræða mál-
ið á opinberum
vettvangi,“ segir
hann.
„Það er alls
ekki viðtekin
skoðun meðal
fræðimanna á
sviði sjávaryf-
irborðsmælinga að yfirborð sjávar
sé að hækka,“ bendir hann á.
Máli sínu til stuðnings nefnir hann
rannsóknir INQUA á Tuvalu-eyjum
í Kyrrahafinu þar sem engin gögn
sýni hækkun sjávarmáls síðustu 25
ár þrátt fyrir fullyrðingar um hið
gagnstæða. Með gervihnattamæl-
ingum á sjávaryfirborði megi draga
niðurstöður IPPC mjög í efa.
Mörner veltir eins og margir fyrir
sér bráðnun jökulíss og hvaða áhrif
hún kann að hafa. „Hvað varðar
heimskautaísinn breytist staða sjáv-
ar ekkert þótt hann bráðni því hann
er hvort eð er í sjónum. Hvað varðar
Grænlandsísinn væri bráðnun hans
skelfileg þróun, en jafnvel IPPC tel-
ur hann ekki vera að bráðna.“ Í
þessu sambandi staðhæfir hann að
þótt allir jöklar á föstu landi hvar
sem er í heiminum bráðnuðu, þá
gætu þeir ekki hækkað sjávarstöðu
nema í mesta lagi 50 cm. Og hann
bendir á að þeir hafi ekki einu sinni
horfið jafnvel þótt meðalhitastig
hefði verið 4 gráðum hærra á jörð-
inni fyrir 5 þúsund árum. „Við
spörkum því ekki jöklunum út svo
glatt,“ segir Mörner.
Sjávaryfirborð hefur hækkað
og lækkað sveiflukennt
Hann tekur fram að sjávaryf-
irborð hafi hækkað og lækkað
sveiflukennt í gegnum árhundruðin
en leggur mikla áherslu á að það séu
miklar ýkjur að halda því fram að yf-
irborðshækkun næstu öldina nemi
heilum metra. Hann nefnir rann-
sóknir á Maldaví þar sem sjávarborð
hefur lækkað frekar en hitt og segir
það stemma við vitnisburð aldinna
heimamanna sem sögðu honum að
fyrr á tíð hafi þeir munað eftir hærri
sjávarstöðu. Áður hafi þeir getað ró-
ið milli eyja en það sé nú liðin tíð.
„Ég greindi yfirvöldum frá nið-
urstöðum mínum en þau brugðust
illa við. Þau vildu nefnilega að land
væri á leið undir sjó svo þau gætu
krafið aðra um skaðabætur,“ segir
hann.
Hann segir það líka hljóma und-
arlega úr munni þeirra vísinda-
manna sem spá hlýnun á jörðinni
með tilheyrandi bráðnun jökla og
hækkandi sjávarstöðu, þegar jörðin
sé einmitt á leiðinni inn í litla ísöld. Í
þessu sambandi greinir hann frá
sveiflum í hitageislun sólar sem hef-
ur náð hámarki á tveggja alda fresti
undanfarin árhundruð. Sólin sé
nýbúin að ná hitahámarki sínu og nú
stefni hún niður á við á nýjan leik. Á
bilinu 2040–2050 verði sólin komin á
„botninn“ og þá megi gera ráð fyrir
að kólnað hafi á jörðinni um 0,5 stig
eða svo.
Aðspurður segir hann að lokum
framtíðina bera í skauti „dásamlegar
fréttir“ fyrir þá sem hafa óttast
hækkandi sjávarstöðu á næstu ára-
tugum með afdrífaríkum afleið-
ingum.
Sænskur jarðeðlisfræðingur segir fólk hafa óþarfa áhyggjur af hækkun sjávar
Spáir því að sáralítil hækkun
sjávar verði næstu áratugina
Nils Axel Mörner
ELDUR kom upp í Borgarholts-
skóla í gær og var Slökkvilið höf-
uðborgarsvæðisins kallað út. Eng-
an sakaði og urðu ekki miklar
skemmdir á húsinu að því er talið
er. Eldurinn mun hafa kviknað út
frá ljósi og fór brunakerfi skólans
í gang. Þegar að var komið
reyndist eldur þó ekki mikill en
reykur fór um alla bygginguna.
Tók það drjúgan tíma að reyk-
ræsta hana.
Morgunblaðið/Kristinn
Eldur í Borgarholtsskóla
KOLBRÚN Halldórsdóttir, þing-
maður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, flutti í annað sinn
þingsályktunartillögu um stofn-
brautarkerfi fyrir hjólreiðar á Al-
þingi, þar sem tekið var fram að
stofnuð yrði nefnd sem tæki þennan
möguleika til skoðunar. „Hlutverk
nefndarinnar verði að undirbúa
áætlun og lagabreytingar sem geri
ráð fyrir hjólreiðum sem viður-
kenndum og fullgildum kosti í sam-
göngumálum. Hjólreiðabrautir verði
sérstaklega skilgreindar og þeim
fundinn staður í vegalögum auk þess
sem kveðið verði á um ábyrgð eða
þátttöku ríkisvaldsins í gerð þeirra.
Þannig verði komið upp sérstöku
stofnbrautarkerfi fyrir hjólreiðar
sem ríkisvaldið sjái um eða taki þátt í
að kosta í samstarfi við sveitarfélög-
in,“ segir í tillögunni en að henni
standa fulltrúar allra flokka.
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, spurði Kol-
brúnu að því hver ætti að standa
straum af kostnaði stofnbrautarinn-
ar. Hann velti upp þeim möguleika
hvort skattleggja ætti hjólreiða-
menn sérstaklega eða hvort öku-
menn ættu að greiða fyrir brautina,
því ljóst væri að umferðin sjálf stæði
straum af vegakerfinu og öllu því
sem fylgir.
Kolbrún svaraði því til að hjól-
reiðamenn ættu að fá frímiða sökum
þess hve mikill sparnaður hlytist
vegna þeirra. Hún benti auk þess á
að hestafólk væri ekki skattlagt sér-
staklega vegna reiðvega sem væri að
finna vítt og breitt um landið, því
ætti síður en svo að skattleggja hjól-
reiðamenn.
Kostir stofnbrautar margir
Kolbrún benti á að kostir stofn-
brautarinnar yrðu margir, s.s. út frá
kostnaðar- og umhverfissjónarmið-
um. Segir í greinargerðinni að tillag-
an styðjist við hugmyndafræði um
sjálfbærar samgöngur sem byggist á
því að skipulagning og stjórn sam-
gangna taki mið af markmiðum um
sjálfbæra þróun samfélagsins.
Þingsályktunartillaga um stofnbrautarkerfi fyrir hjólreiðar
Verði fullgildur kostur
í samgöngumálum
UNNIÐ hefur verið að því að
setja upp neyðarsíma á bryggj-
ur á Akureyri. Alls verða settir
upp 12
slíkir sím-
ar og er
verkið
komið vel
á veg. Það
er Síma-
land sem
sér um
uppsetn-
inguna en
fyrirtækið
hefur flutt símana inn frá
Bandaríkjunum. Þegar hafa
verið settir upp slíkir neyðar-
símar á bryggjur á Dalvík og
Ólafsfirði. Ekki er hér um hefð-
bundna síma að ræða með tóli
og snúru, heldur aðeins hnapp-
ur sem ýtt er á og þá hringir hjá
Neyðarlínunni í 112, sem fær
jafnframt upplýsingar um
hvaðan hringt er. Jafnframt
kviknar á ljósi á staurnum sem
síminn er festur á
Neyðar-
símar sett-
ir upp á
bryggjum
♦♦♦