Morgunblaðið - 08.11.2004, Page 8

Morgunblaðið - 08.11.2004, Page 8
8 MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Suðurlandsbraut 32 Sími 577 5775 Fundur eða veisla framundan? útbúum girnilega brauðbakka fyrir stórar veislur sem smáar Við erum allir fagmenn með meistaragráðu í samráði. Á tónleikum í gærsem efnt var til íDómkirkjunni fór fram kynning á nýjum lög- um og ljóðum sem ætluð eru til flutnings í hjóna- vígslum. Í ljósi þessa er ekki úr vegi að kanna hvort tilvonandi brúðar- pör sumarsins 2005 séu al- mennt farin að undirbúa stóra daginn. Í bókum og á vefum sem ætlað er að hjálpa brúðhjónum við skipulagningu giftingar sinnar er oft bent á að ágætt sé að vera tíman- lega með hluti eins og að panta kirkjuna, prestinn, salinn og veitingarnar og gera það með allt að sex til tólf mánaða fyrirvara. Samkvæmt upplýsingum blaðamanns eru pör þegar farin að panta kirkjur, presta og sali, en mun minna er um að brúðhjónin tilvonandi séu farin að gera ráðstafanir hvað klæðnað, veisluþjónustu og skreytingar varðar, enda yfirleitt hugað að því þegar nær dregur. Að sögn Jóns Helga Þórarins- sonar, sóknarprests Langholts- kirkju, er fólk rétt að byrja um þessar mundir að panta kirkjuna og prestinn fyrir brúðkaup á sumri komanda. „Ég myndi áætla að fjórðungur tilvonandi brúð- hjóna panti með allt að árs fyr- irvara og síðan eru alltaf að berast einhverjar pantanir yfir veturinn. Flestar pantanir til mín fyrir sum- artímann koma hins vegar upp úr áramótum.“ Jón Helgi segir fólk yfirleitt panta snemma ef það er að reyna að tryggja sér ákveðna dagsetningu eða kirkju, sem tengd eru fjölskyldunni með ein- hverjum hætti, eða þegar stefnt er að mjög stórum brúðkaupum þar sem stefna á miklum fjölda saman. Raunar segir Jón Helgi íburðarmikil brúðkaup og veislur á ákveðnu undanhaldi og mun miklu sjaldgæfari en látlausari brúðkaupin sem helgist e.t.v. af því að fólk er almennt farið að gifta sig nokkuð seinna en áður var. „Mér finnst tilhneiging til þess að þau pör sem gifta sig eldri, kannski undir þrítugt, sem eiga börn og eru búin að koma sér upp heimili, þau hafi heldur hóflega umleikis. Kannski helgast það bæði af því að eldri pör hefur oft betri yfirsýn yfir fjármál sín, auk þess sem þau borga yfirleitt veisl- una sjálf,“ segir Jón Helgi. Landinn fastheldinn þegar kemur að blómaskreytingum „Fólk er þegar byrjað að panta veislusali fyrir komandi sumar,“ segir Ísak Runólfsson, sölufulltrúi veitingaeldhússins Veislunnar. „Þeir sem ætla að hafa góðan fyr- irvara og tryggja sér ákveðna dagsetningu byrjuðu raunar að panta veislusali fyrir komandi sumar strax síðasta sumar. Við höfum fengið mikið af fyrirspurn- um í haust og bókað talsvert,“ segir Ísak og áætlar að eitthvað í kringum fjórðungur brúðhjóna panti salinn með allt að árs fyr- irvara á meðan eitthvað í kringum helmingur brúðhjóna panti salinn hálfu til heilu ári fyrir brúðkaupið. „Undanfarin ár höfum við tekið þátt í brúðkaupssýningum sem fram fara í febrúar og mars ár hvert og þar er alltaf nokkuð um að fólk sé að panta fyrir sumarið árið eftir sýninguna,“ segir Ísak og tekur fram að hann hafi oft ver- ið undrandi á því hvað margir eru ótrúlega tímanlega í pöntunum. Þórunn Sigurðardóttir, eigandi Brúðarkjólaleigu Katrínar, segir tilvonandi brúðir yfirleitt ekki byrja að skoða brúðarkjóla fyrir sumarið fyrr en í janúar sem helst í hendur við að þá sé ný sending kjóla væntanleg. Hún segir karl- mennina yfirleitt mun seinna á ferðinni við val á brúðkaups- klæðnaði heldur en konurnar sem yfirleitt velji og panti kjólinn með hálfs árs fyrirvara. Spurð um lín- ur og liti tilvonandi sumars segir Þórunn demantahvítt vera litinn í ár. „Kjólarnir verða rómantískir og einkennast af mýkri línum en verið hefur. Nokkuð dregur úr skrauti, en það sem er verður pent og fallegt, má þar nefna blúndur og litlar perlur. Jenný Ragnarsdóttir, blóma- skreytir hjá Garðheimum, segir borðskreytingar í brúðkaups- veislum oftast nær taka mið af brúðarvendi brúðarinnar. Hvað skreytingar fyrir sumarið 2005 varðar segir Jenný gegnsæja eða gisna brúðarvendi vera að koma sterkt inn. „Slíkir vendir eru létt- ari en þeir vendir sem verið hafa í tísku að undanförnu. Þannig er meira um að notuð séu færri blóm og jafnvel nokkuð sérstök blóm sem síðan eru vafin inn í strá eða skreytt með greinum, t.d. að sett- ar séu saman þrjár orkideur með nokkrum stráum.“ Hvað liti sum- arsins varðar segist Jenný aðal- lega eiga von á því að hvítt, epla- grænt og bleikt verði vinsælast líkt og verið hefur að undanförnu. „Áherslurnar erlendis fyrir kom- andi sumar eru að setja saman sterka liti, sérstaklega rautt og appelsínugult. Það er spurning hvort sú tíska nái fótfestu hér- lendis, því Íslendingar eru afar fastheldnir þegar kemur að blóma- og brúðarskreytingum.“ Fréttaskýring | Brúðkaupsundirbúning- urinn þegar hafinn hjá mörgum Brúðkaupin sumarið 2005 Undirbúningur vegna brúðkaupa kom- andi sumars fer líklega á skrið í janúar Tilvonandi brúðhjón eru þegar farin að skipu- leggja brúðkaup sín á sumri komanda. Minni íburð má rekja til hærri giftingaraldurs  Fólki er oft ráðlegt að byrja tímanlega að skipuleggja brúð- kaup sitt og panta a.m.k kirkj- una, prestinn og salinn með allt að árs fyrirvara. Ljóst er að þau sem hug hafa á ákveðnum kirkjum eða dagsetningum fyrir brúðkaup sitt eru þegar byrjuð að panta, en áætla má að í kring- um 25% brúðhjóna panti kirkj- una og salinn með árs fyrirvara og eitthvað í kringum helmingur brúðhjóna panti með allt að hálfs árs fyrirvara. silja@mbl.is BJÖRG Thorarensen, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segir að þátt- taka Íslands í friðargæslunni í Kabúl í Afganistan sé í fullu samræmi við þjóðréttarskuldbindingar Íslands samkvæmt stofnsáttmála Samein- uðu þjóðanna. Hvað varðar refsiákvæði í almenn- um hegningarlögum við að ráða menn innan íslenska ríkisins til her- þjónustu sem Ögmundur Jónasson alþingismaður vísaði til í umræðum á Alþingi, segist hún líta svo á að ákvæðið sé tæplega virkt eða eigi við í þessu tilfelli sem um ræðir. Umrætt ákvæði hefur staðið óbreytt í íslenskum refsilögum frá 1869. Björg segist ekki telja að breyta þurfi lögum til að Íslendingar geti tekið þátt í friðargæslu líkt og þeir hafa stundað.Atlantshafsbandalagið stundar friðargæslu í Afganistan í umboði Sameinuðu þjóðanna á grundvelli ákvarðana öryggisráðs- ins. Í samtali við Morgunblaðið sagði Björg að Íslendingar hefðu, með að- ild sinni að SÞ, gengist undir ákveðnar þjóðréttarlegar skuldbind- ingar, m.a. þær að tryggja að álykt- anir öryggisráðs SÞ næðu fram að ganga. Hafa réttarstöðu starfsmanna Sameinuðu þjóðanna Varðandi réttarstöðu friðargæslu- liðanna sem hermanna innan NATO, sagði Björg að markmiðin með frið- argæslunni væru önnur en hernað- arleg og því væri ekki um eiginlegan hernað að ræða eða erlenda herþjón- ustu. Þá væri fyllilega eðlilegt að ís- lensku friðargæsluliðarnir gengju inn í það skipulag sem fyrir væri, þ.e. skipulag þeirra hersveita sem NATO hefur í Afganistan. Loks taldi hún líklegt að þar sem íslensku friðargæsluliðarnir væru í Kabúl í umboði SÞ hefðu þeir að auki sérstaka réttarstöðu starfsmanna SÞ samkvæmt alþjóðasamningum þar um. Björg Thorarensen, lagaprófessor við HÍ, um friðargæsluna í Kabúl Í samræmi við skuldbindingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.