Morgunblaðið - 08.11.2004, Page 10
10 MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
til málefnagrundvallar sem flokks-
menn í kjördæminu geta áfram
unnið að.
Sérhæfing á milli svæða
Í skýrslunni eru í heild settar
fram eitthvað um 50 tillögur
tengdar einstökum svæðum þ.e
Vesturlandi, Vestfjörðum og Norð-
urlandi vestra. Tillögur þessar eru
tengdar ákveðnum sóknarfærum
og aðgerðum þeim tengdum. Tekn-
ar saman eru meginniðurstöður
þær; að í fyrsta lagi þarf að skapa
forsendur nýsköpunar atvinnulífs í
kjördæminu, í öðru lagi að auka
sérhæfingu milli svæða innan kjör-
dæmisins, í þriðja lagi að auka
sjálfstæði sveitarfélaga og í fjórða
lagi að efla sveitarstjórnarstigið.
Ívar Jónsson, formaður nefndar-
innar, undirstrikaði þátt þekking-
arhagkerfisins í tengslum við for-
NÝ skýrsla nefndar framsóknar-
manna um atvinnu og byggðamál í
Norðvesturkjördæmi var kynnt
um helgina í Borgarnesi.
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra rakti aðdraganda þess að
unnið yrði gegn þeirri fólksfækkun
í kjördæminu sem orðið hefði á
undanförnum árum og jafnframt
að atvinnulíf í kjördæminu ætti
víðast hvar verulega undir högg að
sækja. Að frumkvæði hans var
stofnuð nefnd í apríl á þessu ári
sem fjalla átti um stöðu og horfur í
atvinnu- og byggðamálum og lauk
nefndin störfum nú í október.
Nefndina skipuðu Ívar Jónsson,
Elín Rannveig Lund, Guðbrandur
Björgvinsson, Gunnar Bragi
Sveinsson, Ingibjörg Pálmadóttir,
Kristján G. Jóhannsson, Sigurður
V. Viggósson, Þorvaldur Tómas
Jónsson og Valgarður Hilmarsson.
Markmið nefndarinnar var
margþætt; að skilgreina aðgerðir
sem gætu stöðvar íbúafækkun,
finna leiðir til fjölgunar íbúa,
skapa forsendur fyrir þróun þekk-
ingarhagkerfis um leið og hefð-
bundnar atvinnugreinar yrðu efld-
ar. Auk þess var markmiðið að
skilgreina forsendur þess að starf-
semi opinberra stofnana og stoð-
kerfis atvinnulífsins yrði efld í
kjördæminu. Með þessum mark-
miðum var leitast við að skapa
grundvöll að þróunarstefnu fyrir
kjördæmið í samræmi við hug-
myndafræðilegan ramma Fram-
sóknarflokksins. Vildi Halldór
meina að starf þessarar nefndar
væri gott dæmi um það starf sem
fer fram innan flokksins og leiðir
sendur til nýsköpunar atvinnulífs
kjördæmisins. Efla þarf frumfram-
leiðslugreinarnar með aukinni sér-
hæfingu innan hennar, þar sem
horft er til þess að Vesturland
tengist almennum landbúnaði og
matvælaframleiðslu. Á Vestfjörð-
um yrði sérhæfing á sviði sjávar-
útvegs, sjávarútvegstækni og frí-
stundaþjónustu. Á Norðvestur-
landi yrði sérhæfing á sviði
hrossaræktar og byggingariðnaðar
auk almenns landbúnaðar og
tengdra starfa.
Orkumálin mikilvæg
Aðrir nefndarmenn tjáðu sig um
ákveðin áherslumál í tengslum við
þessa vinnu. Til dæmis benti einn
nefndarmanna, Ingibjörg Pálma-
dóttir, á möguleika á sérhæfingu
innan heilbrigðiskerfisins. Auk
þess taldi hún þetta nefndarstarf
mikilvægan áfanga í að líta á kjör-
dæmið í heild og í raun fyrsta
skipti sem svo breiður hópur kem-
ur saman að skýrsluvinnu á þess-
um grundvelli. Vestfirðingurinn
Kristján G. Jóhannsson upplýsti
áhuga framsóknarmanna á því að
sameina Orkubú Vestfjarða og NV
umdæmi RARIK undir eina stofn-
un með höfuðstöðvar á Ísafirði.
Hjá Halldóri Ásgrímssyni kom
fram að orkumálin eru mikilvæg
og þá sérstaklega hugsanleg stór-
iðja í Skagafirði. Hann ítrekaði þá
skoðun sína að stóriðjan yrði til í
nágrenni við fyrirhugaðar virkj-
anaframkvæmdir. Ennfremur yrði
stofnun nýs háskóla á Ísafirði mik-
ill hvati til framfara fyrir Vestfirð-
inga.
Vilja efla atvinnu- og
byggðamál í Norð-
vesturkjördæmi
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Halldór Ásgrímsson kynnir skýrslu
um atvinnu- og byggðamál.
Borgarnesi. Morgunblaðið.
sjúkrahús gekk mjög vel,“ segir
hann. „Þá gengu öll fjarskipti upp
sem var mikill sigur fyrir alla þá sem
komu að æfingunni.“
Nýtt skipulag prófað
Á æfingunni var prófað nýtt fjar-
skiptaskipulag og ýmis ný tækni í
skipulagi auk margra annarra þátta.
s.s. sameiginleg aðgerðastjórn.
Æfingin átti sér átta mánaða að-
draganda og var haldin af flug-
málastjórn á Keflavíkurflugvelli,
sýslumannsembættinu í Keflavík og
á Keflavíkurflugvelli ásamt almanna-
varnadeild ríkislögreglustjóra. Meðal
þeirra fjölmörgu sem tóku þátt voru
Brunavarnir Suðurnesja, Rauði
kross Íslands, heilbrigðisstofnanir,
Landhelgisgæslan, björgunarsveitir,
varnarliðið, lögregla, tollgæsla og al-
mannavarnanefndir auk presta og
fjölda annarra sjálfboðaliða.
FJÖLMENN flugslysaæfing sem
haldin var á Keflavíkurflugvelli á
laugardag tókst mjög vel að mati að-
standenda. Sérstaklega náðist góður
árangur á sviði fjarskipta sem oft er
veiki hlekkurinn í slíkum æfingum.
Æfð voru viðbrögð við því þegar
farþegaþota með 150 farþegum brot-
lenti á flugvellinum og fór æfingin
fram samkvæmt nýjum drögum að
flugslysaáætlun fyrir Keflavík-
urflugvöll. Æfingin var mjög um-
fangsmikil og tóku rúmlega 700
manns þátt í henni.
Að sögn Jóhanns R. Benedikts-
sonar, sýslumanns á Keflavík-
urflugvelli, var almennt mjög jákvæð
niðurstaða af æfingunni þrátt fyrir
marga hnökra sem alltaf fylgja um-
fangsmiklum æfingum. „En grund-
vallarþættir á borð við boðun, grein-
ingu og flutning slasaðra inn á
söfnunarsvæði slasaðra og síðan inn á
Fjarskiptin
voru hnökralaus
Ljósmynd/Páll Ketilsson
Margir sjálfboðaliðar léku slasaða og látna en alls komu rúmlega 700
manns að æfingunni. Hér fer fram greining slasaðra á æfingunni.
Fjölmenn flugslysaæfing á Keflavík-
urflugvelli þótti takast með ágætum
STEFAN J. Stefanson í
Gimli í Kanada var út-
nefndur heiðursfélagi
Þjóðræknisfélags Ís-
lendinga á aðalfundi fé-
lagsins á laugardag.
Mikil gróska hefur
verið í starfsemi Þjóð-
ræknisfélagsins und-
anfarið ár undir stjórn
Almars Grímssonar.
„Stjórnin setti sér það
mark að hvetja til og
auka framboð á ferðum
á slóðir landnemanna í
Vesturheimi,“ sagði
Almar meðal annars á
aðalfundinum. Farin var
hefðbundin söguferð í júní og ferð á
vesturströnd Norður-Ameríku auk
þess sem skipulagðar voru ferðir rót-
arýklúbbanna í Kópavogi og lækna
og maka þeirra á Íslendingadagana í
Norður Dakóta og Manitoba. á næsta
ári verður m.a. boðið upp á ferðir til
Utah í tilefni þess að þá verða 150 ár
síðan Íslendingar settust þar fyrst að.
Söguferðin verður í tengslum við Ís-
lendingadagana í Norður-Dakóta og
Manitoba og boðið verður upp á ferð
til Alberta og Saskatchewan.
Almar greindi frá því að stjórnin
hefði ákveðið að allir þátttakendur í
ferðum félagsins yrðu jafnframt fé-
lagar í Þjóðræknisfélaginu og fengju
fría áskrift að blaðinu Lögbergi-
Heimskringlu í Winnipeg í eitt ár.
„Þetta er liður í að efla tengslin enn
frekar,“ sagði hann.
Aðalfundurinn fór fram í Þjóð-
menningarhúsinu í Reykjavík en
samstarf hófst við það á starfsárinu.
Einnig var gerður samstarfssamn-
ingur við Vesturfarasetrið á Hofsósi.
Snorraverkefnið var í gangi og kom
sjötti hópurinn til landsins síðastliðið
sumar en alls hafa 90 ungmenni frá
Vesturheimi komið til Íslands og tek-
ið þátt í þessu verkefni. Átta íslensk
ungmenni tóku þátt í sambærilegu
verkefni í Vesturheimi í sumar
Í tengslum við aðalfundinn var sér-
stök menningar- og fræðsludagskrá
og komu m.a. sjö manns frá Manitoba
til að taka þátt í henni. Þar á meðal
var Stefan J. Stefanson.
Mikill heiður
„Þetta er mikill heiður,“ sagði hann
um útnefninguna. Stefan hefur verið
tíður gestur á Íslandi síðan 1968 og
rak með öðrum ferðaskrifstofu sem
sérhæfði sig í Íslandsferðum í 20 ár
og skipulagði stundum tvö leiguflug á
ári til Íslands. „Það voru góð ár,“
sagði hann og bætti við að hann segði
gjarnan að hann væri ekki aðeins
ættaður frá Skagafirði heldur væri
sem heimamaður á Íslandi. „Það er
svo mikil upplyfting að koma hingað
og ég stefni að því að koma aftur að
ári.“
Stefan J. Stefanson
heiðursfélagi ÞFÍ
Almar Grímsson, forseti ÞFÍ, afhenti Stefan inn-
rammað skjal útnefningunni til staðfestingar.
Morgunblaðið/ÞÖK