Morgunblaðið - 08.11.2004, Síða 12

Morgunblaðið - 08.11.2004, Síða 12
12 MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ BYGGÐAMÁL Magnús Kr. Guðmundssonhefur verið viðloðandisjávarútveg á Tálknafirði í áratugi, var lengi skipstjóri og formaður og árið 1980 stofnaði hann fiskverkunina Þórsberg ásamt fjölskyldu sinni. Hann var hvatamaður að þorskeldi sem fór af stað fyrir fimm árum í Tálkna- firði og Þórsberg vinnur nú að, en í dag á silungseldi hug hans allan. „Á meðan maður stendur í lapp- irnar þá reynir maður að gera eitthvert gagn,“ segir Magnús, þegar við hittum á hann heima fyrir að Þórshamri í síðdegis- kaffinu. Hann nýtir borholur nið- ur við sjó í Tálknafirði, sem sjá honum fyrir nægu vatni í eld- iskerin. Stofnað hefur verið fyr- irtækið Tungusilungur ehf. um reksturinn og undir þeim vöru- merkjum eru reykt og flökuð bleikja og regnbogasilungur. Bleikjan hefur aðallega verið seld á markað á austurströnd Banda- ríkjanna en regnbogasilungur seldur hér á landi. Lítilsháttar söluaukning hefur orðið á hverju ári og slátrað er nú orðið í viku hverri. Magnús hefur sem fyrr segir langa reynslu af útgerðinni í Tálknafirði. Þegar spurt er um byggðavandann segir hann Vest- firðinga ekkert glíma við sérstakt vandamál. Eðlilega séu Vestfirðir meira út úr en það eigi við um alla landsbyggðina að tíðarandinn hafi breyst verulega. Fólk taki nú ekki þau störf sem bjóðist við fisk- vinnslu. Um einhæf störf sé að ræða sem unga fólkið hafi ekki áhuga á. Sé ekki töfralausnir „Fólk hefur vaxið frá þeim gamla hugsunarhætti að þurfa að vinna fyrir sér með venjulegum störfum. Það er tækifærissinnað og biður um eitthvað meira. Til að snúa þróun- inni við þarf að breyta hugs- unarhætti fólks og fá það til að nýta betur möguleikana sem eru fyrir hendi. Sjálfsagt lagast ekkert nema að það fari að kreppa verulega aðMagnús Kr. Guðmundsson við eina af eldiskvíum Tungusilungs. Tálknafjörður er frábrugðinn S unnanverðir Vestfirðir og Strandir eru strjálbýlt svæði og erfitt yfirferðar með hlykkjóttum og hol- óttum vegum um firði og fjöll. Samgöngur eru skammt á veg komnar miðað við flesta aðra lands- hluta og eru betri vegir líka það fyrsta sem kemur fólki í hug þegar það er spurt hvað gera eigi til að efla atvinnu- og mannlíf á svæðinu. Sveitarstjórar Reykhólahrepps og Hólmavíkurhrepps eru sammála um að nýr vegur um Arnkötlu- dal kalli á sameiningu þessara sveitarfélaga, áhugi sé frekar fyr- ir því í Reykhólasveit en sameiningu við Dalamenn. „Við lítum á okkur sem Vestfirðinga“ Reykhólahreppur er fyrsta sveitarfélagið á sunnanverðum Vestfjarðakjálkanum, þegar komið er að honum úr Dölunum. Þetta er víðfeðmt sveitarfélag og nær yfir um eitt þúsund fer- kílómetra, auk margra Breiðafjarðareyja eins og t.d. Flateyjar og Skáleyjar. Það varð til árið 1987 með sameiningu fimm hreppa í A-Barðastrandarsýslu. Íbúar eru nú tæplega 300 tals- ins og hefur á áratug fækkað um nærri því 20%. Þéttbýlis- kjarnar eru tveir; Reykhólar og Króksfjarðarnes. Stærsti vinnu- veitandinn er sjálft sveitarfélagið, með um 50 manns í vinnu, og í Þörungaverksmiðjunni starfa 20–25 manns. Segja má að sveitarfélagið sé að hluta á mörkum þess að telj- ast til Vesturlands eða Vestfjarða, enda er nú öðru sinni lagt til að Reykhólahreppur sameinist Saurbæjarhreppi og Dalabyggð í Dalasýslu. Samkvæmt nýlegum tillögum verkefnisstjórnar um sameiningu sveitarfélaga fer fram kosning 23. apríl næstkom- andi en þessi sameining var felld í kosningum vorið 2002. Eftir að hafa hitt sveitarstjóra Reykhólahrepps að máli, Einar Örn Thorlacius, er ljóst að hann hefur efasemdir um þá samein- ingu, a.m.k. hvað Dalabyggð varðar. Hann telur sameinað sveit- arfélag verða landfræðilega of stórt og ekki nógu fjölmennt, eða rétt ríflega þúsund manns. „Við lítum á okkur sem Vestfirðinga,“ segir Einar og telur hreppinn eiga frekar samleið með Hólmvíkingum og öðrum Strandamönnum, með því að leggja nýjan veg um Arnkötludal. Það kosti um 700 milljónir króna. Með þeirri samgöngubót fari líka saman hagsmunir íbúa á norðanverðum Vestfjörðum, sem stofnað hafa samtök um byggingu vegarins, að frumkvæði Jón- asar Guðmundssonar, sýslumanns í Bolungarvík. Með nýjum vegi yrði mun styttra fyrir íbúa í Reykhólahreppi að aka til Hólmavíkur heldur en í Búðardal í dag. Einar Örn segir sam- göngur innan Vestfjarðakjálkans vera afar ófullnægjandi og svæðið hafi setið á hakanum í vegaáætlun stjórnvalda, fyrir utan nýjan veg sem búið er að leggja yfir Klettsháls. Austur- Barðastrandarsýsla hafi orðið útundan. „Mér finnst Búðardalur vera of langt í burtu. Fyrir okkur hér á Reykhólum eru þetta 150 kílómetrar fram og til baka. Með nýjum vegi yfir Arnkötludal yrði ferðalagið fram og til baka til Hólmavíkur 110 eða 120 kílómetrar.“ Sem dæmi um sérstaka stöðu Reykhólahrepps, sem nyrsta hluta Vesturlands og syðsta hluta Vestfjarða, bendir Einar Örn á að sjúkrahús hreppsins sé á Akranesi, þurfi íbúar að leita til Fasteignamats ríkisins sé næsta útibú í Borgarnesi, læknisþjón- usta sé í Búðardal, sýslumannsembættið sé á Patreksfirði, skatt- stjórinn á Ísafirði og hvað raforku snerti fái Reykhólahreppur þjónustu frá útibúi Orkubús Vestfjarða á Hólmavík. „Þetta er óneitanlega svolítið skrautlegt,“ segir Einar Örn og ekki hægt annað en að taka undir með honum. Áform um heilsuhótel Þó að sameiningarmál séu í brennidepli er sveitarstjórinn með margt annað á sinni könnu. Eitt af því er fjölgun atvinnu- tækifæra í sveitarfélaginu. Nú eru áform um að koma upp heilsutengdri ferðaþjónustu í Reykhólahreppi og reisa nýtt heilsárshótel á Reykhólum í mögulegu samstarfi innlendra og erlendra fjárfesta. Að sögn Einars má rekja upphaf málsins til skýrslu sem Sigmar B. Hauksson vann fyrir Byggðastofnun árið 2001 um heilsutengda ferðaþjónustu. Reynsla var þá komin af slíkri starfsemi á Reykhólum, þegar hjónin Þórir Barðdal og Sigrún Olsen stóðu þar fyrir heilsubótardögum í mörg sumur. Formaður Samtaka heilsubæja í Evrópu, dr. Janka Zálesák- ová frá Slóvakíu, kom hingað til lands og tók svæðið út á Reyk- hólum. Heillaðist hún mjög af umhverfinu og sá fyrir sér að jarð- hitinn, þangið og sveitakyrrðin myndi skapa nýju heilsuhóteli á Reykhólum mikla sérstöðu. Svæðið hefði upp á mjög mikið að bjóða. Hugmyndirnar hafa verið kynntar fyrir stjórnvöldum og að sögn Einars er nú beðið eftir skýrslu frá dr. Zálesáková, sem ætlunin er að kynna fyrir fjárfestum. Kostnaður af verkefninu liggur ekki endanlega fyrir en hót- elið yrði að lágmarki byggt með 115 rúmum, að sögn Einars. Miðast þær áætlanir við að hótelið verði að mestu nýtt af erlend- um gestum. Byggingunni hefur ekki verið ákveðinn staður en helst rætt um hótel niðri við sjó. Spennt fyrir hugmyndinni Einar Örn hefur tröllatrú á að svona hótel eigi sér framtíð á Reykhólum. Málið sé vissulega á algjöru frumstigi en miðað við áhuga Samtaka heilsubæja í Evrópu séu góðar líkur á að eitt- hvað gerist á næstu misserum. Einar bendir á að hótelið myndi skapa fjölda atvinnutækifæra, ekki bara fyrir hefðbundið hót- elstarfsfólk heldur einnig fyrir heilbrigðisstarfsmenn eins og sjúkraþjálfara, hjúkrunarfræðinga og nuddara. Á vinnumark- aðnum í sveitarfélaginu eru hátt í 200 manns en með heilsuhót- elinu áætlar Einar Örn að störfum gæti fjölgað um allt að 20%. Erfitt sé þó að fullyrða nánar um fjölda starfa. „Við finnum fyrir því að fólk í hreppnum er mjög spennt fyrir hugmyndinni. Það veit að svona starfsemi á vel heima hér og að þetta er ekki bara einhver draumkennd hugdetta út í bláinn.“ Sveitarstjórinn segir bjart yfir Reykhólahreppi nú um stund- ir. Fyrir nokkrum árum hafi bæði sveitarfélagið og Þör- ungaverksmiðjan staðið mjög illa en nú hafi dæmið snúist ræki- lega við. Verksmiðjan hafi vart undan að framleiða og í gangi sé spennandi nýsköpunarstarf. „Við erum aftur farin að eyða pen- ingum,“ segir hann með bros á vör og vísar þar til fjárfestingar hreppsins í nýju íþróttahúsi. Efasemdir um sameiningu á Ströndum Víkjum næst að Hólmavíkurhreppi, stærsta sveitarfélaginu á Ströndum, með um 500 íbúa. Alls búa um 800 manns í fimm sveitarfélögum í Strandasýslu. Tillaga er komin fram frá sam- einingarnefnd félagsmálaráðherra um sameiningu fjögurra hreppa næsta vor, þ.e. Hólmavíkurhrepps, Árneshrepps, Kald- rananeshrepps og Broddaneshrepps. Bæjarhreppur á Strönd- um á hins vegar að sameinast Húnaþingi vestra, samkvæmt til- lögum sömu nefndar. Sauðfjárrækt í Strandasýslu er töluverð og hefur bændum tekist að halda hlutfallslega sama greiðslumarki og árið 1990, eða um 20 þúsund ærgildum árið 2003, sem er álíka mikið og í öðrum sýslum Vestfjarða til samans. Mjólkurframleiðsla á Ströndum er hins vegar ekki mikil, um 132 þúsund lítrar. Ásdís Leifsdóttir, sveitarstjóri í Hólmavík, hefur efasemdir um sameiningartillögur á Ströndum. Að svo stöddu sér hún ekki ávinninginn af samruna hreppanna fjögurra, landflæmið sé mik- ið og samgöngurnar erfiðar. Vitað sé að við fyrstu snjóa lokist Árneshreppur og samgöngur þaðan verði greiðari við Reykjavík flugleiðina frá Gjögri en til Hólmavíkur. Því verði þjónusta í Ár- neshreppi áfram þar til staðar, s.s. skóli og dagvist yngri barna. Reynslan af sameiningu annars staðar sýni að í minni byggð- arlögunum hækki þjónustustigið, íbúar þar geri með réttu kröfu um sömu þjónustu og aðrir. Þetta hafi í för með sér meiri kostn- að fyrir sveitarfélögin. Hún segist hafa orðið undrandi við lestur skýrslu sameining- arnefndar félagsmálaráðherra að sjá ekki meira lagt upp úr veg- inum um Arnkötludal og Gautsdal, sem yrði um 24 km langur. Með honum náist tenging milli Strandanna og Reykhólahrepps og Barðastrandar. Með þessum vegi takist að skapa eitt at- vinnu- og búsetusvæði og styrkja byggð beggja vegna. Samein- ing við Reykhólahrepp sé því mjög vænlegur kostur. Spurð um helstu verkefni hjá Hólmavíkurhreppi segir Ásdís framkvæmdum vera nýlokið við stækkun sjúkrahúss og leik- Sveitarstjórnarmenn á sunnanverðum Vestfjörðum og Ströndum vilja sameinast með nýjum Brýnasta verkefnið að Engan bilbug er að finna á Vestfirð- ingum á sunnanverðum Vestfjörðum og Ströndum, þrátt fyrir fólksfækkun og erfiðar samgöngur. Í sinni annarri grein um Vestfirði og Norðurland vestra ræðir Björn Jóhann Björnsson m.a. við nokkra sveitarstjóra sem eru bjartsýnir um hag byggðarlaga sinna. Morgunblaðið/RAX Bættar samgöngur eru efstar í huga Vestfirðinga á Ströndum og sunnanverðum Vestfjörðum. Þó að nokkrar bætur hafi orðið síðustu árin, eins og á þessu bundna slitlagi á Ströndum, er enn víða langt í land.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.