Morgunblaðið - 08.11.2004, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 08.11.2004, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Opnunartími: 11-18:30 mán-fös 10-18 lau / 13-17 sun. Skútuvogi 2, sími 522 9000 • www.expert.is Í vélinni er nýi Intel Prescott örgjörvinn ásamt Kingston vinnsluminni með eilífðarábyrgð, hljóðlátur harður diskur, netkort, geislaskrifari, XP Pro og margt fleira. verð 89.900.- Skrifstofuvélin sem uppfyllir ítrustu kröfur nútímans. NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN Technology so advanced, it´s TURN-FREE Amerískar lúxus heilsudýnur á tilboði TURN-FREE Queen 153x203 cm Verð frá 89.900.- Skipholt 35 Sími 588 1955 www.rekkjan.is Heitir & fallegir Ofnar Ofnlokar Handklæðaofnar Sérpantanir www.ofn.is // ofnasmidjan@ofn.is Háteigisvegi 7 Sími: 511 1100 HÚS & HEIMILI Borgarfjörður | „Ég opna dyrnar að tamningastöðinni hér á Stað og sýni hvernig tamningamaður vinnur að þjálfun hesta í átta mánuði,“ segir Benedikt Líndal er hann segir frá mynd sinni. Þar er fylgst með átta hestum, frá því að þeir eru teknir inn um veturinn og fram á sumar. Reyndar slasaðist einn þeirra á tímabilinu, svo hætta varð þjálfun hans tímabundið. „Ég sýni hvernig ég haga vinnu minni við að þjálfa hesta og hvernig ég byggi hana upp. Þjálfunin tengist auðvitað frumtamningunni og ég vitna oft í fyrri mynd mína „Frum- tamning“ til að spara pláss og tíma. Sú mynd varð mjög vinsæl og þó að ég hafi frá byrjun verið ákveðinn í að gera framhald urðu móttökurnar sannarlega hvatning til að halda áfram.“ Allt síðastliðið ár hefur Benedikt nánast unnið eingöngu að gerð myndarinnar og þjálfun hrossanna sem koma við sögu jafnhliða. Það var Kvik hf. kvikmyndagerð sem sá um myndatökuna eins og við hina fyrri. „Það var mjög gott að hafa sama liðið með sér og síðast,“ segir Bene- dikt sem sjálfur stjórnaði upptök- unum. Myndatökumaður var Frið- þjófur Helgason og sagði Benedikt að sér þætti það kostur að hann er ekki hestamaður. „Hann sér svo margt með öðrum augum sem mér finnst gefa myndinni aukið gildi,“ segir hann. Jens Einarsson hestamaður sem- ur tónlistina í myndinni eins og síð- ast en að þessu sinni samdi hann hana sérstaklega fyrir myndina. „Þetta hefur verið hörkuvinna, ekki síst eftir að myndatökum lauk. Þá tók við vinna í stúdíói og við klippingar. Ég hef unnið með kvik- myndagerðarmönnunum við það, enda sleppi ég ekki takinu af þessu fyrr en allt er tilbúið.“ Myndin kemur út í vikunni á myndbandi á fjórum tungumálum, íslensku, ensku, sænsku og þýsku auk enskrar útgáfu fyrir Banda- ríkjamarkað. Einnig verður hægt að fá DVD-disk með alls kyns aukaefni og öllum tungumálunum. Hestarnir hafa pláss til að vera hestar „Þótt aðaltilgangurinn með mynd- inni sé að sýna þjálfun hesta legg ég mikla áherslu á sérstöðu okkar hér á landi. Ég reyni að koma til skila hversu góðar aðstæður við höfum til að ala upp hross, góðar aðstæður til tamninga og þjálfunar, að hér séu stunduð fagleg vinnubrögð og landið hafi upp á fjölbreytilegar útreiðar- leiðir að bjóða. Í þeirri miklu sam- keppni sem við eigum við að etja á mörkuðum erlendis skiptir máli að við getum sýnt fram á jákvæða sér- stöðu og fagleg vinnubrögð. Það styrkir vonandi íslenska hrossa- ræktendur og sýnir útlendingum fram á að það borgi sig ef til vill að koma hingað til að kaupa sér hesta. Hér hafa hestarnir pláss og tækifæri til að vera hestar,“ segir Benedikt. Hann segir að ekki séu fyrirhugaðar fleiri myndir. Mikill tími hafi farið í útgáfuna. En Sigríður Ævarsdóttir, kona hans, og börnin hafa aðstoðað hann dyggilega. Nú fari hann aftur að huga að því að taka inn hóp af ungum hrossum til frumtamningar. Allt eru þetta hross sem hann hefur ræktað ásamt bandarískum félaga sínum á Eyri í Flókadal. Þar hafa þeir komið sér upp fjórum hryssum með 1. verðlaun og eiga þar að auki 3–4 efnilegar hryssur. Þeir fá 7–8 folöld á ári. Benedikt er einnig reiðkennari og hefur oft boðið upp á námskeið í reiðmennsku. Hann segist ekki vera viss um hvort hann verði með nám- skeið á næstunni. „Það er ekki hægt að gera allt í einu,“ segir hann. Þó er hann ákveð- inn í að halda áfram að taka þátt í keppni. „Ég hef gaman af því að taka þátt í keppni. Mér finnst það líka vera hluti af vinnu minni sem reiðkennari að geta rökstutt mitt eigið þjálf- unarmunstur. Mér finnst sjálfsagt að sýna það á keppnisvellinum.“ Vil sýna jákvæða sérstöðu okkar og fagleg vinnubrögð Nýrri mynd um þjálfun hesta eftir Benedikt Líndal tamningameistara var fagnað af áhorf- endum á frumsýningunni síðastliðinn föstudag. Ásdís Haraldsdóttir heimsótti Benedikt og fjölskyldu að Stað í Borgarfirði þar sem stór hluti myndarinnar gerist. Ljósmynd/Friðþjófur Helgason asdish@mbl.is VESTURLAND Stykkishólmur | Nokkrir áhugasamir skákmenn tóku sig saman á síðasta ári og endurvöktu starfsemi taflfélags í Stykkishólmi en slíkt félag hafði legið í dvala í nokkur ár. Í vetur hittast fé- lagarnir vikulega og reyna sig á taflborðinu. Taflfélag Stykkishólms og Taflfélag Snæfells- bæjar stóðu nýlega fyrir skákhátíð í Stykkis- hólmi. Félögin fengu til liðs við sig Skákfélagið Hrókinn sem hjálpaði heimamönnum að skipu- leggja dagskrána. Mæting var góð af Snæfells- nesi, skákmenn á öllum aldri, og úr Reykjavík kom sex manna skáksveit frá KR ásamt Henrik Danielsen, stórmeistara frá Danmörku. Henrik Danielsen var með skákkennslu og tefldi síðan klukkufjöltefli. Þar náðu 4 kepp- endur að sigra stórmeistarann. Efnt var til skákkeppni, bæði einstaklingskeppni og sveita- keppni. Í einstaklingskeppni sigraði Guðfinnur Kjartansson úr KR. Í sveitakeppninni sigraði Taflfélag Stykkishólms og ástæðan fyrir þeim sigri var að Daninn Henrik Danielsen keppti með liði Hólmara og þótti sjálfsagt að hann til- heyrði því liði þar sem félagar í taflfélaginu tala dönsku á sunnudögum. Að sögn skákmannanna var mikill fengur að fá í heimsókn sterka sveit KR-inga og ekki síð- ur Henrik Danielsen. Skákhátíðin mun efla skákáhugann á Snæfellsnesi, en hann er fyrir hendi eins og svo víða annarsstaðar á landinu um þessar mundir. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Verðlaunahafar Skákmennirnir sem unnu til verðlauna á skákhátíðinni eru Henrik Daniel- sen, Guðfinnur Kjartansson, Kristján Stefánsson og Þór Örn Jónsson. Sterkir skákmenn í heimsókn í Hólminum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.